Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÍSKUVIKUR standa nú yfir víða um heim þar sem fremstu tísku- hönnuðir sýna það sem koma skal í vetrartískunni næsta vetur. Fatnað- ur úr kasmírull hefur sjaldan verið jafnáberandi á tískusýningum og raunin er nú enda er kasmírullar- klæðnaður með eindæmum vinsæll um þessar mundir. Kasmírull er jafnframt óvenju ódýr núna þannig að það má jafnvel finna vandaðar kasmírullarpeysur í verslunarkeðj- um í milliverðflokki. En ódýr kasmírull er í þann mund að hverfa af markaðinum vegna skorts á hráefni að því er fram kem- ur í breska ríkissjónvarpinu, BBC. Fyrir tveimur árum féll kasmírull allverulega í verði sem gerði það að verkum að nær hvaða fataframleið- andi sem er hafði ráð á að framleiða fatnað úr kasmír. Afleiðingin er sú að eftirspurnin víða um heim eftir kasmírullinni, sem flutt er inn frá Mongólíu, er orðin svo mikil að gengið hefur svo á vörubirgðir að þær eru nær uppurnar. Og til þess að bæta gráu ofan á svart hefur veturinn í ár verið sá kaldasti í sögu Mongólíu sem hefur leitt til þess að tugþúsundir kasm- írgeita hafa drepist. Kasmírklúbburinn Af þessum sökum hefur hráefn- isverð þrefaldast og nú er nær ómögulegt að komast yfir kasmírull. Fataframleiðendur í Bretlandi sem hafa sérhæft sig í kasmírullarfatnaði hafa skýrt frá því að þeir geti engan veginn annað eftirspurn eins og staðan er nú og afar erfitt sé að komast yfir hráefni. Óhjákvæmilegt sé því að verð hækki upp úr öllu valdi og barist verði um þá litlu ull sem til er og framleiðendur kasm- írullarklæðnaðs í lágum verðflokki eða milliverðflokki komi til með að þurfa að hætta allri kasmírullar- framleiðslu. Nokkrir framleiðendur í Skot- landi hafa þó tekið annan pól í hæð- ina og ætla sér að markaðssetja fatnað sinn sem lúxusvarning. Þeir hafa myndað samtök sem þeir hafa nefnd Kasmírklúbbinn og látið hanna sérstakt merki með því nafni þar sem gæði vörunnar er ábyrgst. Þeir segjast sannfærðir um að þetta sé eina leiðin til þess að kom- ast af í vaxandi samkeppni og segja að kasmírull hafi fengið slæma út- reið undanfarin ár og ímynd hennar sé eyðilögð. Hlutverk Kasmír- klúbbsins er að endurvekja þá stað- reynd að besta kasmírull í heimi sé framleidd í Skotlandi. Það er þó sama til hvaða ráðs verður brugðið, verð á kasmírullar- fatnaði mun óhjákvæmilega hækka á næstunni og ódýrari framleiðend- ur munu hrekjast af markaðnum. Verð á kasmír- ullarafurðum mun hækka London. Morgunblaðið. Skortur á hráefni annan hvern miðvikudag Í VIKUNNI var bætt við um 300 nýjum vörum í netverslun Hag- kaups, www.hagkaup.is. Meðal nýj- unga eru lífrænn barnamatur og brauð frá bakaranum Jóa Fel. „Við erum með um 5.500 vöruteg- undir á Netinu núna en markmiðið með fjölgun vara á Netinu er að end- urspegla vöruúrval verslana Hag- kaups. Þá stefnum við að því að vera mun virkari í að setja nýjar vörur inn á Netið,“ segir Þór Curtis, fram- kvæmdastjóri hagkaups.is. „Dæmi um þetta eru danskir dagar sem byrja í dag í verslunum Hagkaups en dönsku vörurnar verða bæði á tilboði í verslunum og á Netinu.“ Þá var ný- lega farið að senda matvöru heim á laugardögum ef pantað er fyrir klukkan 16 á föstudögum og í vik- unni var byrjað að bjóða upp á send- ingar á Bakkafjörð. Frá því að netverslunin hóf að selja matvörur í október á síðasta ári hefur aukningin numið í kringum 40- 50% milli hvers mánaðar en við- skiptavinirnir eru að stórum hluta útivinnandi fólk. Nýjar vörur hjá Hagkaupi á Netinu KOMIÐ er á markað nýtt súkkulaði frá Sælgætisgerðinni Freyju ehf. Nýja súkkulaðið nefnist villikött- ur og er með salthnetum, karamell- um og kornkúlum. Þetta er önnur tegund súkkulaðsins en fyrir er villiköttur með karmellum og korn- kúlum. Súkkulaðið fæst í flestum versl- unum. Súkkulaði Nýtt Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.