Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 16
ÖSKUDAGUR
16 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÖSKUDAGURINN var haldinn há-
tíðlegur í gær þar sem börn á öllum
aldri fögnuðu ævintýralegasta degi
ársins og umbreyttust í engla og
forynjur, álfa og tröll og hvaðeina
sem nöfnum tjáir að nefna. Sköp-
unarkrafti og ímyndunarafli yngstu
kynslóðar borgarbarnanna virtust
engin takmörk sett og skríkjandi
krakkaskarar spásseruðu um stræti
og torg og sungu í von um að fá smá
góðgæti í poka að launum.
Grunnskólum var það í sjálfsvald
sett hvort þeir gæfu nemendum frí í
gær eða ekki. Nokkrir skólar kusu
að hafa sérstaka dagskrá fyrir
nemendur sína og var Hamraskóli í
Grafarvogi einn þeirra. Yngvi
Hagalínsson, skólastjóri Hamra-
skóla, sagði þessa ákvörðun hafa
verið tekna til að koma til móts við
óskir margra foreldra sem finnst
lítið gert fyrir börn sín þennan dag.
„Við ákváðum því að vera með
skipulagða dagskrá og láta reyna á
hvernig það gengi upp,“ sagði
Yngvi en skólinn hefur verið með
hefðbundin starfsdag kennara öll
fyrri ár. Nemendur skólans unnu að
þemaverkefnum síðustu dagana
fyrir öskudag þar sem merkir at-
burðir og einstaklingar síðustu þús-
und ára voru viðfangsefnið. Ösku-
dagur var svo sannkölluð
uppskeruhátíð þar sem krakkarnir
settu upp hátíðarsýningu með söng,
glímu og þjóðdönsum sem þau
lærðu á þemadögunum. Greyið
kötturinn var svo sleginn þrisvar úr
tunnunni.
Laugavegurinn iðaði af lífi enda
veður í borginni með besta móti,
heiðskýrt og vægt frost. Kaupmenn
í miðbænum og í Kringlunni fengu
óumbeðið órofna söngdagskrá allan
daginn og lumuðu flestir þeirra á
einhverju góðgæti til að launa söng-
inn. Árrisulir krakkar fengu mest
fyrir sinn snúð þar sem fljótlega
upp úr hádegi tóku skilti með áletr-
uninni „Allt nammi búið“ að spretta
upp í búðargluggum við mismikla
ánægju grallaranna.
Ungir Hafnirðingar þurftu ekki
að leita langt eftir skemmtun þar
sem Lionsklúbburinn Kaldá og
æskulýðsráð bæjarins buðu til ösku-
dagsballs í íþróttahúsinu við
Strandgötu. Hljómsveitin Ösku-
buskarnir hélt uppi fjörinu og al-
vöru töframaður sýndi listir sýnar
við ómældan fögnuð barnanna.
Verðlaun voru veitt fyrir skemmti-
legustu búningana og var greini-
legt að ballgestir höfðu lagt mikla
alúð í að klæðin væru sem best úr
garði gjörð.
Ævintýraklæði öskudagsins hafa
nú verið sett inn í skáp og skólaföt-
in dregin fram að nýju. Þá er bara
að byrja niðurtalninguna – 364 dag-
ar í næsta öskudag.
364 dagar
í næsta
öskudag!
Morgunblaðið/Árni Sæberg
1. til 3. bekkur í Hamraskóla tekur lagið hátt og snjallt á skólaskemmt-
un sem allir nemendur skólans tóku þátt í.
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Töframaðurinn Mighty Gareth töfraði Hafnfirðinga upp úr skónum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinkonurnar Jóhanna, Hrefna og Fríða voru skrautlegar og skælbros-
andi þegar ljósmyndari átti leið hjá.
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Eyðimerkurriddari, ævintýraprins og -prinsessa taka örstutta hvíld-
arpásu á milli dansa á öskudagsballi.
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Mjólkurgengið spókaði sig á Laugaveginum í blíðskaparveðri.
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Ólíklegustu verur birtast í mannheimum á öskudag þegar mörkin milli
raunveruleikans og drauma mást í burtu og verða að engu.
ÖSKUDAGUR var bjartur og fagur
í Vestmannaeyjum og tóku börnin
daginn snemma. Leið þeirra lá m.a. í
Íslandsbanka þar sem starfsmenn
tóku sérstaklega vel á móti þeim
með ríflegum nammiveitingum.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Bjartviðri á öskudegi
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
HÉR Í Bolungarvík hefur það verið
siður, svo lengi sem elstu menn
muna, að unga fólkið klæði sig upp
að kvöldi bolludags, sprengidags og
öskudags og gangi á milli húsa og
hafi uppi ýmsa leikræna tilburði, taki
lagið eða bara bjóði gott kvöld og fái
að launum sælgæti sem safnað er í
poka ef ekki er þá fallið fyrir þeirri
freistingu að borða það bara jafnóð-
um.
Hér í bæ er þessi siður kallaður að
fara á maska og er alltaf jafn-vinsælt
hjá unga fólkinu að bregða sér í hin
og þessi hlutverk af þessu tilefni.
Þessir hressu krakkar voru meðal
þeirra sem fóru á maska í Bolung-
arvík á sprengidagskvöld og eins og
sjá má var létt yfir hópnum enda
hafði þeim víðast hvar verið vel tekið
þar sem þau knúðu dyra.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Maska-
„vertíð“
í Bolung-
arvík
Bolungarvík. Morgunblaðið.