Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 49

Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 49 VEGNA greinar Gunnars Stef- ánssonar í Morgunblaðinu í dag, þriðjudaginn 27. febrúar, „Spurn- ingar út af sönglagakeppni“ skal eftirfarandi tekið fram. Innan vébanda Bandalags Ís- lenskra listamanna (BÍL) eru þrettán fag- félög í listum, þar á meðal eru tvö höf- undafélög í tónlist, Tónskáldafélag Ís- lands (TÍ) og Félag tónskálda og textahöf- unda (FTT). Í FTT eru meðal annarra höfundar dægurtónlistar. Sú ályktun sem stjórn BÍL samþykkti og sendi frá sér á fimmtudaginn í síð- ustu viku og birtist m.a. í Morgunblaðinu föstudaginn 23. febr- úar sl. á blaðsíðu 28, skýrir sig sjálf og kemur því sjón- armiði Gunnars Stefánssonar ekki við; „að poppframleiðsla af því tagi sem fram er borin í Evróvisjón, hafi hingað til naumlega verið talin til lista.“ Stjórn BÍL lítur ekki á það sem sameiginlegt hlutverk sitt að meta gæði lista heldur gæta hagsmuna listamanna, eða svo vitnað sé beint í lög BÍL, þá segir þar m.a.: „BÍL er bandalag félaga listamanna í hinum ýmsu listgreinum og er til- gangur þess fyrst og fremst að styðja vöxt og viðgang íslenskra lista, bæði innanlands og utan, gæta hagsmuna íslenskra lista- manna og efla með þeim samvinnu.“ Ályktunin er birt hér í heild sinni, Gunnari og öðrum þeim til glöggvunar, sem misstu af henni í föstudagsblaði Morg- unblaðsins. Ályktun Bandalag íslenskra listamanna, BÍL, tel- ur að stuðla beri að útbreiðslu íslenskrar menningar og fram- gangi íslenskra lista- manna erlendis. Íslensk tunga er einn af hornsteinum menningar okkar og hefur ómet- anlegt gildi fyrir sjálfsvitund þjóð- arinnar. Hitt er engu að síður staðreynd að í eyrum útlendinga er hún merkingarlaus og óskilj- anleg. Listamenn, sem eru í aðstöðu til að koma verkum sínum á framfæri erlendis að tilstuðlan opinberra að- ila, svo sem Ríkisútvarpsins, hljóta að gera þá sjálfsögðu kröfu að hömlur séu ekki settar á tjáning- arfrelsi þeirra, með einhliða ákvörðun útvarpsráðs sem beinlín- is meinar þeim að gera sig skilj- anlega og koma listaverkum sínum á framfæri þannig að innihald þeirra skili sér óskert til neytenda. Þær reglubreytingar sem stjórn Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva gerði fyrir þremur ár- um, til að stuðla að því að þátttak- endur smærri þjóða eigi greiðari aðgang að eyrum áhorfenda, með því að heimila þeim að syngja á tungumáli sem meirihluti sjón- varpsáhorfenda skilur, ættu að mati stjórnar BÍL að eiga við um íslenska keppendur. Íslensk tunga í evr- ópsku samhengi Tinna Gunnlaugsdóttir Söngvakeppnin Stjórn BÍL lítur ekki á það sem sameigin- legt hlutverk sitt að meta gæði lista, segir Tinna Gunnlaugsdóttir, heldur gæta hagsmuna listamanna. Höfundur er leikari og forseti BÍL. Með prentara og án prentara Fyrir rafhlöðu og 220 V AC RÖKRÁS EHF. Kirkjulundi 19, sími 565 9393 Hágæða vogir á góðu verði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.