Morgunblaðið - 01.03.2001, Qupperneq 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 37
Mjög
got
t
verð
!
Ný förðunarlína
Kynning í Söru,
Bankastræti, í dag,
á morgun og laugardag.
KL
Ú
B
B
U
R
M
AT
REIÐSLU
M
E
IS
T
A
R
A
1 9 7 2
HÁSKÓLI Íslands
óskar Krabbameins-
félagi Íslands til ham-
ingju með 50 ára af-
mælið sem það fagnar
um þessar mundir.
Félagið var stofnað
1951. Þá voru aðild-
arfélög þess þrjú en
nú eru þau 30, bæði
svæðafélög og stuðn-
ingshópar sjúklinga.
Tilgangur félagsins
hefur frá upphafi ver-
ið sá sami, það er að
efla í hvívetna barátt-
una gegn krabba-
meini. Félagsmenn
hafa í þessi 50 ár unnið ómetanlegt
starf í tengslum við fræðslu, for-
varnir, krabbameinsleit og rann-
sóknir á krabbameini. Nær allar
fjölskyldur á Íslandi hafa með ein-
hverjum hætti notið stuðnings eða
krafta Krabbameinsfélagsins.
Krabbameinsfélagið hefur með
starfi sínu náð ótrúlegum árangri.
Félagið hefur allt frá 1964 stundað
skipulega leit að krabbameini í
leghálsi kvenna og er árangur leit-
arstarfins með því besta sem
þekkist og hefur hann vakið at-
hygli víða erlendis. Svo dæmi sé
tekið hefur verið áætlað að 150
fleiri konur hefðu dáið úr legháls-
krabbameini ef leitar af slíku
krabbameini hefði ekki notið við.
Ár hvert gangast tugir þúsunda ís-
lenskra kvenna undir krabba-
meinsskoðun.
Árið 1954 hófst kerfisbund-
in skráning krabbameina hjá
Krabbameinsfélaginu.
Krabbameinsskráin
hefur margsannað
ágæti sitt. Hún hefur
að mörgu leyti verið
forsenda þess mikla
árangurs sem félagið
hefur náð og er jafn-
framt grundvöllur
margvíslegra faralds-
fræðilegra rannsókna
á krabbameinum.
Segja má að Krabba-
meinsskráin hafi ver-
ið undanfari og for-
senda Rannsókna-
stofu Krabbameins-
félagsins í sameinda-
og frumulíffræði. Þar hefur verið
unnin sérstaklega vönduð og ít-
arleg vinna í tengslum við brjósta-
krabbamein sem vakið hefur at-
hygli hvarvetna í hinu alþjóðlega
vísindasamfélagi.
Þessi árangur staðfestir að með
samtakamáttinn og vísindin að
vopni má sigrast á vanda sem í
upphafi virtist óleysanlegur.
Háskóli Íslands hefur um árabil
átt farsælt samstarf við Krabba-
meinsfélagið um rannsóknir og
kennslu. Tveir af kennurum
læknadeildar Háskólans hafa að-
stöðu á rannsóknastofu Krabba-
meinsfélagsins og fjölmargir nem-
endur, ekki síst í meistara- og
doktorsnámi, hafa fengið þar
kennslu og þjálfun við rannsóknir.
Þekking á vandamálum er lykill-
inn að lausn þeirra. Við vitum að
því fyrr sem við greinum sjúkdóm-
inn því meiri líkur eru á lækningu.
Þekking á eðli og hegðun sjúk-
dóms er jafnframt forsenda nýrri
eða betri lyfja. Rannsóknir hafa
sýnt að rekja má orsakir krabba-
meins til samspils innri og ytri
þátta – erfða og umhverfis. Á
Rannsóknastofu Krabbameins-
félagsins gefst einstakt tækifæri
til að öðlast betri skilning á þessu
samspili og afla þannig meiri
þekkingar í baráttunni við krabba-
meinið.
Um leið og ég þakka Krabba-
meinsfélaginu gott starf og árang-
ursríka samvinnu við Háskóla Ís-
lands, vil ég hvetja landsmenn til
að bregðist vel við landssöfnun
þess laugardaginn 3. mars.
Með samtakamáttinn
og vísindin að vopni
Páll Skúlason
Landssöfnun
Þekking á vandamálum
er, að mati Páls
Skúlasonar, lykillinn
að lausn þeirra. Höfundur er rektor Háskóla Íslands.
FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR
Handsnyrtivörur frá = og Depend.
Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana.
Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem,
vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá
Frábært verð og frábær árangur.