Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN25/2–3/3
TUGA MILLJÓNA
króna tjón varð af völdum
elds, reyks og vatns í versl-
unarmiðstöðinni Kringl-
unni á fimmtudaginn. Upp-
tök eldsins voru í eldhúsi
veitingastaðarins Hard
Rock Café en þaðan komst
eldur í loftræstistokk og
síðan í þak bygging-
arinnar.
BANKARÁÐ Búnaðar-
banka Íslands hf. sam-
þykkti á fundi sínum á
fimmtudag að ráða Árna
Tómasson, löggiltan end-
urskoðanda, sem banka-
stjóra frá 10. mars næst-
komandi. Sólon Sigurðsson
verður bankastjóri ásamt
Árna, en þeir Stefán Páls-
son aðalbankastjóri og Jón
Adólf Guðjónsson banka-
stjóri láta af störfum.
TVEIR flugvirkjar sem
starfa hjá Flugleiðum voru
handteknir á þriðjudaginn
grunaðir um aðild að
smygli á hassi til landsins.
Efnið fannst í vínflöskum
milli þilja aftan við flug-
stjórnarklefa vöruflutn-
ingavélar.
EIGENDUR Svínabúsins
Brautarholti hafa eignast
tæplega 30% hlut í Slát-
urfélagi Suðurlands.
RÖSKVA sigraði naum-
lega ellefta árið í röð í Há-
skólakosningunum á mið-
vikudaginn. Röskva hlaut
49,8% atkvæða en Vaka
47,4%.
REYKJAVÍKURBORG
hefur keypt land í suð-
urhlíðum Úlfarsfells af
Mosfellsbæ fyrir 400 millj-
ónir króna. Til stendur að
skipuleggja um 3.000
íbúða byggð á svæðinu.
Flugleiðir reknar
með 939 milljóna tapi
TAP Flugleiða og dótturfélaga nam
939 milljónum króna á síðasta ári en
árið 1999 nam hagnaður samstæðunn-
ar 1.515 milljónum króna. Tveir þættir
eru taldir skipta mestu hvað varðar
versnandi afkomu félagsins. Annars
vegar versnandi rekstrarafkomu en
hins vegar að á fyrra ári varð liðlega
tveggja milljarða króna hagnaður af
eignasölu en var 131 milljón króna árið
2000. Rekstrartekjur Flugleiða námu
35,1 milljarði króna árið 2000 saman-
borið við 30,4 milljarða árið á undan.
Rekstrargjöldin jukust um rúma 6
milljarða á milli ára.
Flateyringar
fá 158 milljónir
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
undirrituðu á mánudaginn samning
um lokafrágang þeirra eftirmála snjó-
flóðsins á Flateyri, sem snúa að rík-
isvaldinu og Ofanflóðasjóði. Sam-
kvæmt samningnum útdeilir ríkið 50
milljónum króna og Ofanflóðasjóður
sömu upphæð. Þá var einnig tekin
ákvörðun um að eftirstöðvar söfnunar-
innar „Samhugur í verki,“ um 58 millj-
óna króna, myndu fara í ýmis verkefni
á Flateyri. Alls eru þetta því 158 millj-
ónir króna sem renna nú til Flateyr-
inga vegna snjóflóðsins fyrir rúmum
fimm árum, sem tók 20 mannslíf.
7 ára fangelsi fyrir
e-töflusmygl
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt þá Gareth John Ellis og Víði
Þorgeirsson í sjö ára fangelsi fyrir að-
ild sína að innflutningi á rúmlega 5.000
e-töflum í júlí í fyrra. Tollverðir á
Keflavíkurflugvelli fundu fíkniefnin í
farangri Víðis þegar hann kom til
landsins úr helgarferð til London.
INNLENT
Gin- og klaufaveikin
um allt Bretland
GIN- og klaufaveikin hefur nú borist
um allt Bretland og hefur greinst á um
40 býlum allt frá Englandi í suðri til
Skotlands og Norður-Írlands í norðri.
Hefur verið gripið til mikilla ráðstaf-
ana til að reyna að hefta útbreiðsluna
og má segja, að öll landsbyggðin sé í
eins konar sóttkví. Hefur fólk verið
beðið að vera þar ekki á ferð að nauð-
synjalausu, íþróttaleikjum hefur verið
aflýst og flutningar á búfé takmark-
aðir. Á Írlandi gætir fjölmennt lög-
reglulið landamæranna við N-Írland
og á meginlandinu hefur bresku
sauðfé þar verið slátrað. Allur útflutn-
ingur á landbúnaðarafurðum frá Bret-
landi er bannaður og hjólbarðar á bíl-
um og skófatnaður þeirra, sem frá
Bretlandi koma, er sótthreinsaður.
Veikin hefur nú einnig greinst í Tyrk-
landi en ekki er vitað hvort það tengist
á nokkurn hátt faraldrinum á Bret-
landi.
Mikið tjón í Seattle
vegna jarðskjálfta
MJÖG öflugur jarðskjálfti, 6,8 stig á
Richter, reið yfir norðvesturhluta
Bandaríkjanna síðastliðinn miðviku-
dag og var hann einna harðastur í
Seattle og nágrenni. Er eignatjónið
talið nema hundruðum milljarða ís-
lenskra króna en það þykir ganga
kraftaverki næst, að ekki skyldi verða
neinn mannskaði að ráði. Er aðeins
eitt dauðsfall rakið til skjálftans og var
þar um að ræða konu sem fékk hjarta-
áfall. Átti skjálftinn upptök sín mjög
djúpt í jörðu, á 50 km dýpi, og er það
talið helsta ástæða þess, að tjónið varð
ekki meira. Neyðarástandi var lýst yf-
ir á svæðinu og George W. Bush
Bandaríkjaforseti lofaði að veita þá að-
stoð sem hann gæti. Þetta var mesti
jarðskjálfti í Washington-ríki í 52 ár
eða síðan 1949 en þá létu átta manns
lífið.
FLEST bendir til, að
samstarf færeysku stjórn-
arflokkanna sé úti en An-
finn Kallsberg lögmaður
og leiðtogi Þjóðarflokks-
ins lagði til í síðustu viku,
að fyrirhugaðri þjóð-
aratkvæðagreiðslu 26.
maí nk. um sjálfstæði yrði
aflýst. Vildi hann ekki
hætta á, að Færeyingar
höfnuðu sjálfstæðinu eins
og skoðanakannanir
bentu til, að þeir myndu
gera. Högni Hoydal í
Þjóðveldisflokknum og
Helena Dam í Sjálfstjórn-
arflokknum eru andvíg
tillögu Kallsbergs og Hoy-
dal lagði fram tillögu á
þingi þess efnis, að staðið
yrði við fyrri samþykktir.
ÍSRAELSKI Verka-
mannaflokkurinn ákvað í
vikunni að taka þátt í
myndun nýrrar stjórnar
undir forystu Ariels Shar-
ons, leiðtoga Likudflokks-
ins, og verður Shimon Pe-
res utanríkisráðherra. Er
hann nú ókrýndur leið-
togi Verkamannaflokks-
ins eftir að Ehud Barak,
fráfarandi forsætisráð-
herra, ákvað að hætta af-
skiptum af stjórnmálum.
TALIBANAR í Afgan-
istan hafa hafist handa
við að brjóta allar styttur
í landinu, þar á meðal um
2.000 ára gamlar styttur
af Búdda. Hafa ríkis-
stjórnir um allan heim og
alþjóðlegar stofnanir mót-
mælt þessari villimennsku
harðlega en það hefur
ekki hrinið á Talibönum
sem segja stytturnar ýta
undir hjáguðadýrkun.
ERLENT
könnuninni, framleiðir 12 vött af orku
og er á stærð við gosdós og vegur um
hálft kíló. Samkvæmt upplýsingum
frá Skeljungi mun þetta vera í fyrsta
skipti sem gerð er tilraun til að mark-
aðssetja efnarafala knúna vetni til al-
menningsnota.
Unnt er að framleiða efnarafalana í
ýmsum stærðum og gerðum til notk-
unar við ýmsar aðstæður þar sem
þörf er fyrir orku. Samningurinn
kveður á um að Skeljungur verði um-
boðs- og dreifingaraðili á efnaraföl-
unum á þeim mörkuðum sem kunna
að finnast.
DCH-fyrirtækið hefur ennfremur
gert samning við Íslenska nýorku,
samtök nokkurra alþjóðlegra og ís-
lenskra fyrirtækja, um að sjá notend-
um DCH-efnarafala fyrir vetni í að-
stöðu sem Íslensk nýorka mun koma
upp í Reykjavík. Til stendur að selja
vetnið á lægra verði en almennt er
gert hjá seljendum vetnis í viðskipt-
um og iðnaði. Báðir samningarnir
tengjast áformum Íslenskrar nýorku
um að stuðla að almennri notkun
vetnis á Íslandi og eru í samræmi við
stefnu ríkisstjórnarinnar um að
draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.
DCH-efnarafallinn var kynntur í
húsakynnum Skeljungs á Suður-
landsbraut 4 í gær og á meðal gesta
var Barbara J. Griffith, sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi, sem og for-
ráðamenn DCH Technology og sér-
fræðingar frá Norsk Hydro.
BANDARÍSKA fyrirtækið DCH
Technology hefur samið við Skeljung
um að Skeljungur annist, á næstu sex
mánuðum, könnun á markaði fyrir
DCH-efnarafala á Íslandi. DCH-
efnarafalinn, sem notaður verður í
Efnarafall fyrir al-
menning á markað
JÓNÍNA Bjartmarz, annar þing-
maður Framsóknarflokksins í
Reykjavík, hefur tekið ákvörðun um
að bjóða sig fram til varaformennsku
í Framsóknarflokknum, þegar
flokksþingið fer fram í Reykjavík 16.
til 17. mars næstkomandi. Tilkynnti
hún þessa ákvörðun sína í gær. Er
hún þriðji frambjóðandinn um vara-
formannsembættið, en áður hafa
Ólafur Örn Haraldsson, fyrsti þing-
maður flokksins í Reykjavík, og
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra, gefið kost á sér.
Jónína, sem er lögfræðingur að
mennt, hefur setið á Alþingi sem að-
almaður frá ársbyrjun í fyrra og var
áður varaþingmaður. Meðal annarra
starfa má nefna að hún hefur um
árabil verið formaður landssamtak-
anna Heimili og skóli og veitt félagi
kvenna í atvinnurekstri formennsku.
Í viðtali við Morgunblaðið segist
Jónína hafa verið að velta framboði
fyrir sér undanfarnar vikur.
„Ég hef áhuga, vilja og metnað til
að koma sterkar að pólitískri stefnu-
mótun Framsóknarflokksins og fyrir
hvatningu og óvæntan stuðning,
meiri en ég átti von á víða að, hef ég
ákveðið að gefa kost á mér í varafor-
mannskjörinu. Mér hefur verið bent
á að ég væri ekki að axla ábyrgð í
pólitík ef ég skoraðist undan. Ég býð
mig ótrauð fram til þessa embættis
og tek því sem að höndum ber. Ég
geri mér ekki vonir um annað en
drengilega baráttu á milli þeirra sem
í kjöri eru,“ segir Jónína.
Hún segir ekkert nema gott að
segja um framboð Ólafs Arnar Har-
aldssonar.
„Reykjavíkurkjördæmi rúmar vel
tvo frambjóðendur, auk þess sem
kjördæmin verða tvö í næstu kosn-
ingum. Við þekkjum einnig dæmi úr
Sjálfstæðisflokknum þar sem bæði
formaður og varaformaður koma úr
Reykjavík. Mér finnst ekki óeðlilegt
að frá stærsta kjördæmi landsins
komi tveir frambjóðendur í þetta
embætti,“ segir Jónína.
Engir eiga rétt til
framboðs umfram aðra
– Hvað segirðu um þau ummæli
Ólafs Arnar að hann telji óeðlilegt að
2. þingmaður flokksins í Reykjavík
bjóði sig fram á móti 1. þingmanni?
„Með því að gefa kost á mér vil ég
auka val framsóknarmanna. Ólafur
hefur gert grein fyrir þessari skoðun
sinni en ég held að menn séu al-
mennt ekki sammála honum. Ekki er
við neinar reglur að styðjast í þeim
efnum og engir sem eiga einhvern
rétt umfram aðra til að bjóða sig
fram. Allir flokksmenn geta gefið
kost á sér til varaformannsins. Ólaf-
ur fer fram á sínum forsendum og ég
á mínum og engin tengsl eru þar á
milli, annað en sú staðreynd að við
erum eins og er í sama kjördæminu.“
Aðspurð um áherslur með sínu
framboði segist Jónína vera að gefa
kost á sér til varaformanns fyrir
framsóknarmenn á landinu öllu. Því
sé ekki að neita að til þessa hafi
fremur verið litið til Framsóknar-
flokksins sem landsbyggðarflokks.
„Ég hef mikinn metnað fyrir hönd
flokksins og vil sjá að áherslur hans
og stefnumál nái betur eyrum kjós-
enda í Reykjavík. Flokkurinn stend-
ur fyrir sterkum og sígildum gildum
og áherslum, sem enginn er að tala
um að breyta enda eiga þær erindi
jafnt til allra landsmanna. Sameig-
inlegir hagsmunir allra landsmanna
eru miklu ríkari og fleiri en sérhags-
munir dreifbýlis og þéttbýlis,“ segir
Jónína.
Getum stórbætt okkar fylgi
Hún segist ekki leggja fram neina
sérstaka stefnuskrá, hennar stefna
sé stefna Framsóknarflokksins sem
mótuð sé á flokksþingi, en hver þing-
maður hafi sínar áherslur. Hún vill
beita sér fyrir fjölskyldumálum í
stærra samhengi, landbúnaðar- og
umhverfismál séu þar meðtalin.
„Skóla- og menntamál, heilbrigð-
is- og félagsmál og önnur sem snerta
aðbúnað og aðstæður fjölskyldna eru
mér hugleiknari en önnur. Þetta eru
málefni sem varða fólk um allt land
og eru ekki bundin við Reykjavík eða
eitt einstakt kjördæmi,“ segir Jónína
ennfremur.
Framsóknarflokkurinn hefur átt
undir högg að sækja í skoðanakönn-
unum frá síðustu þingkosningum og
þegar Jónína er spurð að því hvernig
auka megi fylgið segir hún flokkinn
hafa mörg sóknartækifæri.
„Við ættum að geta stórbætt okk-
ar fylgi. Menn leita að ýmsum skýr-
ingum á því að fylgið hafi ekki verið
meira. Sumir kenna þar um sam-
starfinu við Sjálfstæðisflokkinn og
aðrir telja að flokkurinn hafi ekki
staðið nógu vel að sínum kynning-
armálum. Vel má vera að eitthvað sé
til í hvoru tveggja og ég tel fulla
ástæðu til að skoða vel hvernig koma
megi áherslum okkar betur á fram-
færi. Baráttumál Framsóknar-
flokksins eiga að geta náð til kjós-
enda um allt land og ég vil gera
flokkinn að raunhæfari valkosti fyrir
stærri hóp kjósenda en hann hefur
verið hingað til,“ segir Jónína.
Reykjavík rúmar
tvo frambjóðendur
Morgunblaðið/RAX
Jónína Bjartmarz
Jónína Bjartmarz gefur kost á sér til
varaformennsku í Framsóknarflokknum