Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á FLEYGIFERÐ austur tilflugvallarins Benito Juar-ez í Mexíkóborg þeyt-umst við í Chevrolet Sub- urban, bíl hins nýja utanríkisráðherra Mexíkó, Jorge G. Castaneda. Tíminn er naumur því senor Castaneda þarf að vera kom- inn út á flugvöll innan 30 mínútna og honum er afskaplega illa við að vera of seinn. En tíminn sem slíkur og að vera of seinn, eins og við þekkjum á Vesturlöndum, hefur hingað til ekki verið eitt að helstu áhyggjuefnum Mexíkóbúa. En þetta er kannski merki um það sem koma skal með nýjum tímum í Mexíkó! Jorge G. Castaneda er einn af hinum kraftmiklu ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar í Mexíkó, sem leidd er af forsetanum Vicente Fox. En Fox gerði hið ómögulega á síðasta ári þegar hann batt enda á hið 71 ára „fullkomna einræði PRI-flokksins“ eins og rithöfundurinn Mario Varg- as Llosa hafði einhvern tímann kall- að flokkinn. Hinn nýi forseti hefur sagt að helstu einkenni ríkisstjórnar sinnar verði skilvirkni og raunsæi og hún muni beita sér fyrir auknum mannréttindum og eflingu lýðræðis auk þess sem nauðsynlegt sé að halda áfram frjálslyndistefnu síð- ustu ára og auka erlendar fjárfest- ingar. Utanríkisráðherrann mun án efa vera mikilvægur hlekkur í að koma þessum áætlunum í fram- kvæmd. Senor Castaneda, klæddur óform- lega í gallabuxur og síðermabol, lýk- ur loks við símtalið sem hann fékk á leiðinni út í bíl og snýr sér við og segir: „Stefán, gott að sjá þig aftur eftir allan þennan tíma, þú verður að fyrirgefa þessar aðstæður og þann litla tíma sem við höfum, en það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér. Ég mun þurfa að taka við nokkrum símtölum á leið út á flug- völl en þess á milli muntu fá alla mína athygli.“ Og í þeim orðum veif- ar hann með annarri hendi og gefur mér merki um að ég megi byrja. Hver eru helstu markmið þín sem hinn nýi utanríkisráðherra Mexíkó? „Ég vil breyta ímynd Mexíkó í heiminum, þ.e.a.s. að breyta því hvernig fólk lítur á land og þjóð. Þó að Mexíkó hafi mikla samúð í heim- inum, þá hefur það oft verið dæmt af útlendingum sem land einræðis- stjórnar og spillingar, land sem er ofbeldisfullt og óöruggt, land þar sem mikið er af þjóðfélagslegum átökum samanber zapatistahreyf- inguna í Chiapas. Ég er á þeirri skoðun, að þessi ímynd tilheyri ekki Mexíkó í dag. Helsta markmið mitt er því að breyta þessari gömlu ímynd, að sannfæra fólk um að Mexíkó er öruggt, heiðarlegt og friðsælt land sem hægt er að heim- sækja, fjárfesta í að vild, stunda nám og hafa góð og jákvæð almenn samskipti við þjóðina.“ Fæddur og alinn upp í Mexíkó- borg, senor Castaneda fór til náms til Bandaríkjanna og útskrifaðist þar frá Princeton og hélt síðan til Parísar og lauk þar doktorsnámi í hagsögu. Hann starfaði sem pró- fessor við ríkisháskólann í Mexíkó- borg sem og í nokkrum háskólum Bandaríkjanna eins og við Princeton og Berkely áður en hann var settur utanríkisráðherra. Hann hefur verið einn af helstu fræðimönnum Mexík- ós síðustu ár og skrifað nokkrar bækur ásamt því að vera dálkahöf- undur í blöðum og tímaritum innan- lands jafnt sem erlendis, m.a. í Newsweek og L.A. Times. Hann er alls ekki ókunnugur utanríkismálum Mexíkós því faðir hans var utanrík- isráðherra á sjöunda áratugnum, auk þess sem hann hefur einbeitt sér að alþjóðamálum í akademíunni og sérstaklega í samskiptum Mexík- ós og Bandaríkjanna. Þegar Vicente Fox útnefndi senor Castaneda í utanríkisráðherraemb- ættið þá lét Bandaríkjastjórn ákveðna óánægju í ljós með valið í byrjun, aðallega vegna þess að sen- or Castaneda var á yngri árum í kringum hið merkilega fyrirbæri 68- hreyfinguna, viðriðinn vinstrihreyf- ingu í Mexíkó. Önnur ástæða var að fræðimenn í allri Rómönsku Amer- íku voru einkum á árum kalda stríðsins oft stimplaðir vinstrimenn einungis vegna þess að þeir gagn- rýndu. En í þá daga voru sjaldan gerð skýr skil á milli þeirra og þjóð- ernissinna í þriðja heiminum. Á síð- ustu árum hefur senor Castaneda einnig pirrað Bandaríkjastjórn ein- mitt fyrir að gagnrýna út frá þjóð- ernislegum forsendum fríverslunar- samning Mexíkós við Bandaríkin og Kanada. Ekki svo að skilja að hann hafi verið á móti samningnum sem slíkum, heldur fannst honum þáver- andi ríkisstjórn Mexíkó ekki semja nógu vel fyrir land og þjóð. Var erfitt að sannfæra starfs- menn ríkisstjórnar Bandaríkjanna, sem þú hefur nú þegar haft sam- band við um að þú værir ekki tákn um vinstriógn fyrir þeirra hags- muni? „Ég hef ekkert reynt að sannfæra þá um eitt eða neitt (og hlær). Það er fyrir þá að sannfæra sjálfa sig en ég held að það mikilvæga sé að þeir hafa gert sér grein fyrir því að for- seti Mexíkós, Vicente Fox, nýtur víðtæks stuðnings meðal þjóðarinn- ar. Hann nýtur þessa stuðnings vegna sigurs í kosningunum, vegna hins breiða bandalags sem hann náði að byggja upp meðal kjósenda sem nú sést endurspeglast í vali á persónum í ríkisstjórninni. Ég er einungis smáhluti af þessu viða- mikla bandalagi og ég held að Bandaríkjamenn skilji að það er best fyrir þeirra hagsmuni að hafa ríkisstjórn við völd eins og núna er að finna í Mexíkó.“ Í þeim orðum er hann farinn aftur í símann og eftir að hafa afþakkað morgunverð með blaðamönnum Washington Post og náð í staðinn að koma á kvöldverði með Colin Pow- ell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, er honum rétt annað símtól af einum að þremur aðstoðarmönnum hans með orðunum: „Það er frá Par- ís, og þá er skipt úr ensku yfir í frönsku.“ En einnig talar senor Castaneda reiprennandi portú- gölsku. Nokkur af helstu ritverkum Cast- aneda eru um samskipti Rómönsku Ameríku og Bandaríkjanna, efni sem hann þekkir mjög vel til. Lengi hefur það verið draumur frelsishetja og byltingarsinna sunnan Río Grande, eins og Símonar Bolívars og Fidels Castros, að binda betur sam- an ríki Rómönsku Ameríku til að geta spornað betur við stórveldinu Bandaríkjunum. Og hefur Kúbuleið- toginn nú fengið stuðning frá Hugo Chavéz, forseta Venezuela, sem er staðráðinn í því að gera draum Sím- onar Bolívars að veruleika. Að mati margra eru þetta gamlir draumar sem eiga ekki við aðstæður í dag, á tímum alheimsvæðingar. Er á döfinni að styrkja tengsl við önnur ríki Rómönsku Ameríku gegn Bandaríkjunum? „Ekki gegn Bandaríkjunum, held- ur frekar á þeim nótum að Mexíkó og önnur ríki í Rómönsku Ameríku eins og Chile, Argentína og Brasilía stefni að sama marki, ekki endilega varðandi verslunar- eða fjárfesting- arþætti, heldur frekar, að þessi ríki, sem hafa hliðstæðan bakgrunn, sjái heiminn sömu augum út frá menn- ingarlegu sjónarhorni og bindist þannig betur.“ Samband Mexíkós við Kúbu hefur verið mjög sérstakt á síðustu öld því Mexíkó hefur verið eina landið í Rómönsku Ameríku sem viðhélt opnu sambandi við eyjuna eftir að Fidel Castro komst til valda árið 1959. En stuttu síðar slitu Banda- ríkjamenn ásamt öllum löndum Rómönsku Ameríku að undanskildu Mexíkó, sambandi við eyjuna. Fidel Castro hefur ávallt verið mjög þakk- látur Mexíkó fyrir að láta ekki und- an pressu Bandaríkjastjórnar á þessum kaldastríðsárum og var þessi ákvörðun Mexíkós ein af ástæðunum fyrir því að byltingar- foringinn kúbverski studdi aldrei neinar skæruliðauppreisnir í Mexíkó. Senor Castaneda var þó kannski ekki efst á óskalista ríkis- stjórnar Kúbu því hann hefur í gegnum árin gagnrýnt stjórn Cast- ros sem mjög kreddukennda. Ekki var það til að bæta álit Kúbverja á honum þegar hann gaf út mjög um- deilda ævisögu um byltingarhetjuna Ernesto Che Guevara, árið 1997 í tilefni af því að þrjátíu ár voru liðin frá dauða hans. En í þessari ágætri bók einbeitir hann sér að því að rífa niður rómantíska dýrlingsmynd af el Che sem auðvitað olli miklu fjaðrafoki á Kúbu vegna hlutverks hans í byltingunni. Utanríkisstefna Mexíkó gagnvart Kúbu? „Stefna Mexíkó gangvart Kúbu er tvíþætt. Mexíkó mun leitast við að þróa og styrkja verslunarsambönd sín, fjárfestingar og ýmsa samvinnu við Kúbu. Af ýmsum ástæðum hefur verið samdráttur á þessum sviðum síðustu árin, m.a. vegna Helms-Bur- ton-laganna og hegðunar síðustu ríkisstjórnar Mexíkós sem studdi ekki nægilega við bakið á mexí- könskum fjárfestum. Við ætlum að breyta þessu og styðja betur við mexíkanska fjárfesta og stuðla bet- ur að verslun við Kúbu. Á sama tíma mun Mexíkó halda fast við stefnu sína um að berjast fyrir mannrétt- indum og lýðræði í öllum löndum. Með þessu erum við ekki að benda á eitthvert ákveðið land eða aðila heldur er þetta stefna gagnvart öll- um löndum. Eðlilega séð fellur Kúba því einnig undir þessa stefnu okk- ar.“ Símarnir í bílnum halda áfram að skipta um hendur og nú er umferðin stopp. Senor Castaneda er í síman- um og mér verður litið út um gluggann og man ég þá eftir því að hafa ekki séð neina lífverði þegar komið var út úr húsi hans. Ég nota tækifærið og sný mér að blaðafull- trúa hans, Juan Ignacio Zavala, og spyr hvort utanríkisráðherrann sé ekki sá eini í ríkisstjórn Vicente Fox sem er ekki með lífverði með sér. Zavala hugsar sig aðeins um og svarar háðslega að kannski hafi heil- brigðisráðherrann enga heldur. Ég segi honum að á Íslandi sé kannski ekki svo skrítið að utanríkisráðherr- ann hafi engan lífvörð en það sé svo- lítið einkennilegt að sjá utanríkis- ráðherra Mexíkó án þeirra. Zavala svarar alvarlega en með bros á vör: „Þegar senor Castaneda byrjar að framselja eiturlyfjabarónana til Bandaríkjanna þá þarf hann að fá lífvörð hvort sem honum líkar það betur eða verr,“ og bætir við: „Sen- or Castaneda mun þá einnig fá skot- heldan bíl.“ Mér verður hugsað til hins sálfræðilega ofbeldis sem fylgir þessum öryggisviðbúnaði og kemur þá upp í huga mér að nú þegar hafi Miriam, kona senor Castaneda, upp- lifað mikla sálarangist. En yngsti sonur þeirra hjóna hafði sagt mér einhvern tímann frá því að móðir hans væri frá Chile og hefði verið dóttir fyrrverandi ráðherra úr stjórn Salvador Allende sem Aug- usto Pinochet steypti af stóli árið 1973. Í kjölfarið hefði fjölskylda hennar þurft að flýja land. Senor Castaneda lýkur við annað símtal og veifar hendinni aftur til mín. Hvernig munu hinir tveir nýlegu fríverslunarsamningar við Evrópu- ríkin (Evrópusambandið og EFTA- ríkin) hafa áhrif á framtíð Mexíkó? „Ég held að þeir kalli fram mjög góð tækifæri fyrir Evrópu að end- urheimta hlut sinn í fjárfestingum, viðskiptum og fjölda ferðamanna í Mexíkó sem hún hafði hér fyrir 20 árum. Af ýmsum ástæðum hefur dregið úr öllum þessum þáttum síð- ustu ár. Mexíkóbúum, sem fara til náms í Evrópu, hefur t.d. einnig fækkað töluvert. Ég trúi því að þess- ir fríverslunarsamningar eigi eftir að snúa þessari þróun í rétta átt og eigi jafnvel eftir að gera meira en aðeins að endurheimta það sem áður var glatað; þ.e.a.s. að Mexíkó byrji aftur að efla fjölbreytni í alþjóða- samskiptum sínum við svæðið sem er í dag stærsti markaður í heimi.“ Það er engin furða, að Mexíkó skuli vilja efla fjölbreytni í alþjóða- samskiptum, sérstaklega í viðskipta- geiranum, í ljósi þess að að 80% af öllum erlendum viðskiptum Mexíkós eru við Bandaríkin. En senor Cast- aneda hefur einnig nefnt það í ræð- um sínum að alþjóðasamskipti á sviði menningarmála séu mikilvæg og á einum blaðamannafundi í janú- ar síðastliðnum var hann í félags- skap ekki ómerkari manna en nób- elsskáldsins Gabriel García Marquez frá Kólómbíu, sem á hús í Mexíkóborg, og Carlos Fuentes, þekktasta rithöfundar Mexíkós í dag, en hann er einnig persónulegur vinur utanríkisráðherrans. Á þess- um blaðamannafundi talaði Fuentes um nauðsyn þess að standa betur að því að kynna bókmenntir og menn- ingu Mexíkó og allrar Rómönsku Ameríku í Evrópu og lagði fram hugmynd að ýmsum menningar- stofnunum þar. Virðist Castaneda vera tilvalinn í það hlutverk að hrinda þessari hugmynd í fram- kvæmd, því hann sem fræðimaður skilur betur mikilvægi þessa, ólíkt ýmsum öðrum stjórnmálamönnum landsins. Eru einhver sérstök stefnumál gagnvart Norðurlöndum? „Við getum lært mikið af þeim, sérstaklega varðandi réttsýni, en einnig varðandi starfsemi þeirra á alþjóðavettvangi, orðstír þeirra, stjórnarhætti og þjóðfélagsskipun. Við munum hafa mjög náin sam- skipti við Svíþjóð, sérstaklega fyrstu sex mánuði þessa árs meðan Svíþjóð er í forsæti Evrópusambandsins.“ Íslensk fjárfesting er aðallega í sjávarútveginum í Mexíkó á Kyrra- hafsströndinni. Við hverju geta ís- lenskir fjárfestar búist af Mexíkó næstu sex árin? „Breytingarnar sem við erum að vinna að í Mexíkó eru mjög jákvæð- ar fyrir íslenska fjárfesta, ekki beint vegna efnahagsstefnu stjórnarinnar eða ákveðinna reglna varðandi fjár- festingu, heldur vegna þess að rík- istjórn Vicente Fox vill endurskapa réttar- og viðskiptaumhverfið í Mexíkó og koma í veg fyrir spill- ingu, óöryggi, misferli og ólöghlýðni. Ríkistjórnin vill einnig styrkja inn- anlandsmarkaðinn í Mexíkó sem hefur verið ansi dapur í mörg ár. Í þessum skilningi held ég að breyt- ingarnar sem ríkisstjórn Fox stefnir að séu afar hagstæðar og ekki ein- ungis fyrir íslenska fjárfesta, heldur einnig fyrir fjárfesta annarra landa.“ Þar með kvaddi senor Castaneda og hljóp út í flugvél. „Mexíkó er friðsælt land, opið fyrir fjárfestingum“ Mexíkó er í augum útlendinga ofbeldis- fullt land og spillt, segir Jorge G. Cast- aneda, utanrík- isráðherra Mexíkó, í viðtali við Stefán Á. Guðmundsson. Eitt af markmiðum hinnar nýju stjórnar er að breyta þeirri ímynd. Höfundur er fyrrverandi fréttaritari Morgunblaðsins í Mexíkó. Hann er magister í menningarsögu Róm- önsku Ameríku. AP Jorge G. Castaneda, utanríkisráðherra Mexíkó (til hægri á myndinni), ásamt Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar. Myndin var tekin á fundi þeirra í Madrid í síðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.