Morgunblaðið - 04.03.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.03.2001, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ L AGÐAR hafa verið fram tillögur að nýju bryggjuhverfi í Arnar- nesvogi þar sem fyrri hugmyndir að bryggju- hverfi á þessum stað hafa tekið á sig nákvæmari mynd. Höfundur skipulagstillögunnar er Björn Ólafs, arkitekt í París, og er málið nú í umhverfismati. Tekið hefur verið tillit til athugasemda bæj- aryfirvalda og íbúa í næsta ná- grenni og fyrirhuguð landfylling í Arnarnesvogi stytt um rúma 100 metra auk þess sem hún hefur verið færð um 100 metra frá Arn- arnesi. „Öll náttúruleg fjara Arnarnes- vogs verður ósnortin enda land- fyllingin aðeins framhald á þeirri landfyllingu sem þegar er til stað- ar,“ segir Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar ehf., sem ásamt Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars ehf. og Garðabæjar undirrituðu 31. október í fyrra viljayfirlýsingu um uppbyggingu íbúðabyggðar í Arnarnesvogi. Að sögn Sigurðar er stefnt að því að búa til glæsilegt íbúða- hverfi, bryggjuhverfi á athafna- svæði Stálvíkur, út frá því í átt að Gálgahrauni og á landfyllingu í Arnarnesvogi að fengnu umhverf- ismati. Hvað vinnst með framkvæmd þessara tillagna? Samkvæmt aðalskipulagi er þetta svæði skilgreint sem iðnað- ar- og athafnasvæði og svæði fyrir opinberar stofnanir, íbúðir sem og svæði fyrir þrifalegan iðnað. Í hinum nýju tillögum er gert ráð fyrir 750 til 800 íbúða byggð sem rúmar um 1.800 íbúa. Byggðin verður á svæði norðan Vífilsstaða- vegar og á 7,3 hektara landfyllingu sem verður framlenging á landfyll- ingu Stálvíkur í Arnarnesvogi. Sig- urður Helgason var spurður nánar út í hvað talið væri vinnast með þessari byggð? „Frá sjónarmiði bæjarfélagsins verður þarna falleg og skemmtileg byggð eða hverfi, sem er hluti af bæjarfélaginu, hverfið er þannig hugsað að það sé fallegt til að búa í því en líka skemmtilegt til að heimsækja. „Afi komi þarna á sunnudögum til að kaupa ís handa barnabarninu og svo framvegis.“ Í annan stað er þarna um ákveðna þéttingu byggðar að ræða sem styrkir miðbæ Garðabæjar, sem þarf á stuðningi að halda til þess að „lifa góðu lífi“. Í þriðja lagi skapast þarna byggð á óvenjulega fallegum stað fyrir 1.800 manns. Þar af verða líklega um þrjú hundruð ellilífeyr- isþegar, í 150 til 200 íbúðum fyrir aldraða. Í fjórða lagi þá er þarna um verulega tiltekt að ræða í því „andliti“ bæjarins sem snýr að al- faraleið, þarna er „þreyttu“ iðn- aðarhverfi að talsverður leyti breytt í fallega íbúðarbyggð og við það eykst verðmæti eignanna í kring. Þá má nefna hagkvæmari rekstur skóla og styttri leið fyrir börn í skólann. Síðast en ekki síst skapar þetta auknar tekjur fyrir bæjarfélagið í formi útsvara og fasteignagjalda og eflingu atvinnu- starfsemi.“ Unnið út frá skipulags- hugmynd Bryggjuhverfis í Grafarvogi – Hvað var haft að leiðarljósi við skipulagningu þessarar byggðar? „Við erum að vinna út frá skipu- lagshugmynd sem við höfum unnið með í Bryggjuhverfinu í Grafar- vogi. Sú hugmynd felur í sér sam- þættingu, raðað er saman íbúða- byggð fyrir 1.800 manns sem fyrr sagði, smábátahöfn fyrir 40 til 50 báta og atvinnulífi sem felur í sér veitingahúsalíf, þjónustu og ein- hverja verslun. Samspil þessara þriggja þátta á að skapa líf í bæn- um, ólíkt því sem gerist t.d. í svefnhverfum. Annað atriði er samræming, við reynum að setja ákveðnar sam- ræmingarreglur sem fela það í sér að húsin „kalla hvert á annað“, þau eru teiknuð þannig að hverfið fái ákveðinn heildarsvip en þó leggj- um við áherslu á að vera með verk nokkuð margra arkitekta í hverf- inu svo hvert hús hafi sitt sérstaka yfirbragð. Þriðja atriðið er samspil sjávar og byggðar. Alls staðar þar sem byggð og sjór kemur saman, svo sem í Feneyjum, Amsterdam, Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn, skapast ákveðin spenna vegna ná- lægðar byggðarinnar við sjó eða vatn. Þetta er auðvelt að nýta sér í skipulagi til að skapa skemmtilega heild.“ Um að ræða visst afturhvarf til fortíðar – Eru fyrirmyndir í húsagerð og skipulagi upprunalega sóttar til út- landa? „Þessi hugmynd er sótt til út- landa, þetta fyrirbrigði er kallað á ensku Marina Village og var fyrst byrjað að þróa við Miðjarðarhaf en er komið víða í Norður-Evrópu og er vinsæll skipulagskostur. Sem dæmi má nefna að svona hverfi eru í Stavanger og víðar. Um er í raun að ræða visst afturhvarf til fortíðar þar sem tilfinning fyrir samfélagi var sterkari vegna þess að svo margvísleg starfsemi var á svæðinu.“ Verðlag rétt ofan við meðallag – Verða íbúðir þarna á viðráð- anlegu verði? „Það sem einkennir þessi hverfi erlendis er mjög hátt íbúðaverð en íslenskur markaður ber ekki slíkt þannig að þessi valkostur kemur til Íslendinga á öðru og lægra verði en kannski til annarra þjóða. Búist er við að verð íbúða þarna verði rétt ofan við meðalverð á markaðinum. Þess má geta að verktakinn mun skila hverfinu full- búnu til bæjarfélags og íbúa með tilheyrandi lögnum og lýsingu.“ Byggð sem skapar sterka tilfinningu fyrir samfélagi Endurbættar tillögur að bryggjuhverfi í Arnarnesvogi í Garðabæ eru komnar fram. Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar ehf., segir hér Guðrúnu Guð- laugsdóttur frá helstu atriðum tillagnanna og hvað vinnst með framkvæmd þeirra. Svarta línan sýnir núverandi strandlengju. Ljósbláu línurnar sýna fyrri hugmyndir um stærð landfyllingar, sem nú er fallið frá. Fyr- irhuguð landfylling verður framhald af land- fyllingu sem nú er til staðar. Þessi hugmynd gerir ráð fyrir landfyllingu sem verður um 100 metrum styttri og um 100 metrum fjær Arnarnesi en áður var ráðgert.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.