Morgunblaðið - 04.03.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 04.03.2001, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þarna er fullt út úr dyrum öll kvöld og allar nætur, en þetta er einn af fáum veitinga- húsum á svæðinu sem hafa opið til kl. 4 að morgni. Staðurinn opnaði í júní á síðasta ári og hefur verið vinsæll frá fyrstu stundu að sögn eigandans Margrétar Bagetta. Margrét, sem er fædd á Ísafirði, hefur bú- ið i Albany frá fjögurra ára aldri. Hún byrj- aði að vinna við þjónustustörf um tvítugt, vann þá á þrem mismunandi stöðum til að hafa nóg að gera og til að fá meiri fjölbreytni í störfin. Allt frá fyrstu stundu hefur hún notið mik- illa vinsælda í bransanum, og eftir að hafa starfað í 8 ár hjá Joe Taylor á veitingahúsinu Jessica Stones, bauð Joe henni í samstarf um kaup og rekstur á nýjum stað við Wolf Road. Það var 1995. Þetta passaði Margréti mjög vel, en hún hafði fyrir löngu einsett sér að verða orðin sjálfstæður atvinnurekandi fyrir þrítugt. Margrét hannaði staðinn eftir eigin höfði og nýrri hugmynd þar sem spiluðu saman drykkir, matur, músík og afþreying. Miklar endurbætur Staðurinn fékk nafnið J. T. Maxiés, en í bransanum er Margrét jafnan kölluð Maxie. Frá byrjun gekk sá staður frábærlega vel og er oftast fullt út úr dyrum um helgar og um- talsverð aðsókn allan daginn á virku dög- unum. Joe og hún eiga staðinn til helminga og deila með sér störfum. En íslendingseðlið sagði til sín í Margréti. Eitt krefjandi starf var ekki nóg, hún þurfti meira. Eftir að hún opnaði Maxie’s giftist hún Jim Bagetta raf- virkja, sem eftir giftinguna hóf að starfa á Maxie’s. Hann er mjög fær handverksmaður og saman fóru þau hjónin á stúfana og fundu niðurnítt veitingahús rétt hjá Lathams Farms verslunarmiðstöðinni, sem eigandinn vildi selja. Þau keyptu húsið haustið 1999 og héldu því opnu með svipuðum hætti fyrstu mánuðina á meðan Margrét var að teikna upp breytingarnar, semja við verktaka, birgja og yfirvöld um breyttan rekstur. Síðan var hafist handa. Allt rifið innan úr húsinu, nema barinn, meðal annars milliloft, því í ljós kom afar fallegt burðarvirki fyrir þakið yfir loftinu. Hliðin sem snýr út að Route 9 var rifinn niður og laus gluggavegg- Veitingakonan Margrét – kölluð Maxie Ef þú ætlar út, þar sem er stanslaust fjör og stemmn- ing í fallegu umhverfi og þar sem þjónustan og maturinn eru góð, þá ættirðu að fara á veitingahús Margrétar Bagetta sem ættuð er frá Ísafirði – J.J. Raffertys Bar and Grill í Latham, rétt norðan við Albany, höf- uðborg New York-fylkis, skrifar Úlfar Ágústsson. Athafnakona sem hannar veitingahús og rekur Margrét Bagetta frá Ísafirði, snjöll í við- skiptum og frábær hönnuður. Melissa Gravella, systir Margrétar, sér um barinn á föstudagskvöldum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.