Morgunblaðið - 04.03.2001, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
. . . . . . . . . .
4. marz 1971: „Þrír þing-
menn hafa lagt fram á Al-
þingi frumvarp um Stofn-
lánadeild landbúnaðarins,
landnám, ræktun og bygg-
ingar í sveitum, en fyrsti
flutningsmaður er Pálmi
Jónsson. Frumvarp þetta
felur í sér mikilvægar breyt-
ingar á stefnunni í landbún-
aðarmálum og er þess vert,
að því sé gaumur gefinn.
Með frumvarpi þessu er
horfið frá því stefnumarki
að skipta og fjölga bújörð-
um í landinu. Hins vegar er
Landnámi ríkisins falið
frumkvæði til áhrifa á hag-
fellda þróun byggðar í sveit-
um. Í því efni er Landnám-
inu m.a. falin tillögugerð í
samráði við aðra aðila um
hagkvæmt skipulag byggð-
ar. Þá er því veitt heimild til
að veita framlög til samein-
ingar jarða og getur það
ákvæði haft verulega þýð-
ingu. Ennfremur er gert ráð
fyrir því, að Landnámið geti
synjað um framlög og lán til
endurbygginga á eyðijörð-
um, ef það telst treysta
byggðina betur að ráðstafa
þeim á annan hátt, t.d. sam-
eina þær nágrannajörðum.
Landnáminu er veittur ráð-
stöfunarréttur yfir býlum,
sem losna úr ábúð í byggða-
hverfum og loks er því veitt
heimild til að veita sérstök
framlög til að treysta búsetu
á jörðum, sem þýðing-
armikið telst að halda í
byggð.“
. . . . . . . . . .
3. marz 1991: „Á Akranesi
er að verða til eitt stærsta
sjávarútvegsfyrirtæki á
landinu. Ákvörðun for-
ráðamanna Haraldar
Böðvarssonar og Co. og
Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðju Akraness hf. að
sameina fyrirtækin tvö
ásamt dótturfyrirtækjum
er merkilegt skref í end-
ursköpun sjávarútvegs,
ekki bara á Akranesi,
heldur á landinu öllu.
Reynslan af slíkri samein-
ingu er góð. Gleggsta
dæmið um það er Grandi
hf. en nú hafa þrjú sjáv-
arútvegsfyrirtæki í
Reykjavík sameinast í
rekstri þess fyrirtækis.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
NÁTTÚRUSÝNIR Í ÍSLENSKU SAMHENGI
UM FÍKNIEFNASÖLU
OG YFIRVINNU
Undanfarna daga hafa staðið fáránlegar deilur bæði innan Al-þingis og utan um yfirvinnu
þeirra lögreglumanna sem starfa að
fíkniefnamálum. Lögreglumenn halda
því fram, að sett hafi verið á þá yfir-
vinnubann á tímabili, sem leitt hafi til
þess, að fíkniefnamál hafi ekki verið
rannsökuð. Yfirstjórn lögreglunnar
segir, að gætt hafi verið aðhalds og
dregið úr yfirvinnu en ekkert bann sett
á, enda hafi yfirvinna verið unnin alla
mánuði sl. árs.
Hvergi í veröldinni hafa lögregluyfir-
völd náð tökum á innflutningi og við-
skiptum með fíkniefni. Það er sama
hversu margir fíkniefnabarónar eru
handteknir, hversu mörgum smyglleið-
um er lokað, hversu margir sölumenn
eru settir á bak við lás og slá; sölukerfi
fíkniefna er einhvers konar skrímsl sem
alltaf rís upp á ný. Þessi veruleiki er ein
af ástæðunum fyrir því, að hér og þar
koma fram raddir um að gera eigi sölu
fíkniefna löglega með ákveðnum tak-
mörkunum til þess að kippa fótunum
undan fíkniefnasölum.
Og af þessum sökum væri sennilega
hægt að tvöfalda, þrefalda eða fjórfalda
fjölda þeirra lögreglumanna sem starfa
að rannsókn fíkniefnamála og jafnvel
eftir slíka fjölgun væri hægt að færa
rök fyrir því, að nauðsynlegt væri að
fjölga enn.
Miðað við þær upplýsingar, sem lög-
regluyfirvöld hafa gefið um yfirvinnu
einstakra lögreglumanna, sem vinna að
fíkniefnamálum er ljóst, að sá vinnutími
er kominn út fyrir öll skynsamleg mörk
og raunar hægt að halda því fram, að
það sé ómögulegt að inna af hendi svo
mikla yfirvinnu, miðað við hámarksregl-
ur um vinnutíma og stórauknar kröfur
um fjölskylduvænan vinnutíma.
Fíkniefnalögreglan hefur á undan-
förnum árum náð mjög merkilegum ár-
angri með störfum sínum eins og fram
hefur komið.
Þeir sem telja, að hægt sé að bæta
þann árangur verulega eiga að einbeita
sér að því að fá fjárveitingavaldið til
þess að leggja fram enn aukna fjármuni
til þessarar starfsemi og rökstyðja þær
tillögur með efnislegum rökum.
Því var haldið fram í umræðum á Al-
þingi fyrir nokkrum dögum, að dóms-
málaráðherra hefði gefið Alþingi rangar
upplýsingar. Þingmenn sjálfir ættu að
fara varlega í slíkar yfirlýsingar. Full-
yrða má, að alþingismenn hvar í flokki
sem þeir standa beri þá virðingu fyrir
þeirri merku löggjafarstofnun, sem Al-
þingi Íslendinga er, að þeim komi ekki
til hugar á ráðherrastóli að gefa Alþingi
vísvitandi rangar upplýsingar.
Umræður um fíkniefnamál eru í
röngum farvegi þegar þær eru komnar
út í orðaskak um yfirvinnubann eða að-
hald að yfirvinnu.
Það má færa sterk rök fyrir því, að
fjármunum verði bezt varið í að stór-
auka forvarnarstarf og reyna að tak-
marka með því mjög markað fíkniefna-
salanna.
Mikill fengur er að sýningunni Nátt-úrusýnir, sem opnuð verður í dag,
sunnudag, í Listasafni Íslands en þar
gefst íslenskum listunnendum færi á að
sjá verk eftir franska meistara á borð við
Monet, Cézanne, Sisley og Pissarro. Alls
eru til sýnis 74 verk eftir 45 listamenn en
sýningin er fengin að láni hjá Borgar-
listasafni Parísar, Petit Palais.
Að sögn Ólafs Kvaran, safnstjóra
Listasafns Íslands, er þetta í fyrsta sinn
sem verk helstu listamanna Frakklands
á nítjándu öld eru sýnd í íslensku lista-
safni. Þetta er því einstakt tækifæri fyr-
ir íslenska listunnendur að skoða mynd-
list sem er þeim annars utan seilingar
nema með ærinni fyrirhöfn og tilkostn-
aði.
Það segir raunar sitt um einangrun Ís-
lands í menningarlegu samhengi að slík
sýning skuli aldrei fyrr hafa verið sett
upp hér. Ef kenningin um að erlendir
menningarstraumar berist iðulega seint
hingað út er tekin bókstaflega er þessi
sýning vissulega staðfesting hennar. En
þótt glæsileg og söguleg verk hennar
komi seint þá eru þau eigi að síður kær-
komið innlegg í samhengi íslenskrar
samtímamyndlistar og -menningar. Gildi
margra þeirra listamanna sem eiga verk
á sýningunni er ekki síst mikið fyrir þró-
un myndlistar á tuttugustu öldinni. Mun
sýningin vonandi vekja áhugaverðar um-
ræður um það efni í íslensku samhengi.
Þetta framtak Listasafns Íslands er
lofsvert.
Í
REYKJAVÍKURBRÉFI sem birtist
fyrir réttum mánuði, 4. febrúar, var
fjallað um mannréttindaákvæði
stjórnarskrárinnar og hlutverk dóm-
stóla við túlkun þeirra og útfærslu.
M.a. var fjallað um hefðbundna skipt-
ingu réttinda í annars vegar stjórn-
mála- og borgaraleg réttindi, sem oft
hafa verið nefnd klassísk mannréttindi, t.d. tján-
ingarfrelsi, frelsi frá ólögmætri frelsissviptingu
og rétt til réttlátrar málsmeðferðar, og hins vegar
efnahags- og félagsleg réttindi, þ.m.t. rétt til at-
vinnu, félagslegrar aðstoðar, húsnæðis og mennt-
unar. Var lýst ákveðnum efasemdum um að síðar-
nefndu réttindin gætu talizt til algildra
mannréttinda og að þau ættu erindi í stjórnarskrá
frekar en orðið er, en jafnframt hvatt til umræðu
um málið, ekki sízt á vettvangi stjórnmálaflokk-
anna. Lítið fór fyrir þeirri umræðu á Alþingi við
breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnar-
skrárinnar árið 1995, eins og rakið var í Reykja-
víkurbréfi.
„Hlaðborð
mannréttind-
anna“
ÞESSI umfjöllun hef-
ur orðið tilefni beinna
og óbeinna andsvara á
opinberum vettvangi.
Þannig gerði Þórunn
Sveinbjarnardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, þetta mál að um-
ræðuefni á fundi flokksins um lýðræði 10. febrúar.
Í ræðu sinni sagði þingmaðurinn meðal annars: „Í
umræðu undanfarinna vikna bæði innan og utan
veggja Alþingishússins, hefur verið um það deilt
hvort svokölluð klassísk mannréttindi, þ.e.a.s.
borgaraleg og stjórnmálaleg mannréttindi, séu
æðri þeim mannréttindum sem nefnd hafa verið
efnahagsleg, félagsleg og menningarleg. Þá hefur
borið við að þeir hinir sömu og vilja flokka mann-
réttindi í sundur eftir mikilvægi þeirra, þeir telja
einnig nauðsynlegt að forgangsraða réttindunum,
til dæmis með þeim hætti að tjáningarfrelsið sé
með einhverjum hætti mikilvægara en rétturinn
til grunnmenntunar. Þetta mætti orða þannig að
öllu fólki bæri skilyrðislaus réttur til þess að tjá
sig á opinberum vettvangi, en ekki væri jafnnauð-
synlegt að sjá til þess að allir kynnu að lesa ...
Þetta er ekki útúrsnúningur, heldur ályktun
dregin af málflutningi hægrimanna og þeirra ann-
arra sem aðhyllast afturhaldssamar skoðanir á
því hvers konar réttindi teljist raunveruleg mann-
réttindi og hvers konar réttindi séu það ekki.
Sem kvenfrelsissinni og jafnaðarmanneskja er
ég eindregið þeirrar skoðunar að mannréttindum
verði ekki raðað í einhvers konar mikilvægisröð
með þessum hætti. Stjórnvöld geta ekki valið af
hlaðborði mannréttindanna þau réttindi sem þau
telja henta stjórnarstefnu sinni hverju sinni.
Að því komst ríkisstjórn Íslands þegar hún tap-
aði öryrkjamálinu fyrir Hæstarétti. En munurinn
á ríkisstjórn Íslands og ríkisstjórnum í öðrum
samfélögum sem kenna sig við lýðræðislega
stjórnarhætti er sá að hér beitir stjórnin öllum
ráðum til þess að túlka niðurstöðu réttarins í takt
við stjórnarstefnu sína, enda kom glöggt fram í
umræðum um málið á löggjafarsamkundunni að
ekki stæði til, af hálfu þessarar ríkisstjórnar, að
viðurkenna algildi efnahagslegra og félagslegra
mannréttinda. En ég leyfi mér að efast um að slík
viðbrögð hefðu verið liðin annars staðar á
Vesturlöndum.“
Réttindin algild,
framkvæmdin
afstæð?
Í Morgunblaðinu 18.
febrúar birtist síðan
grein eftir Margréti
Heinreksdóttur lög-
fræðing, þar sem hún
heldur því fram að í
Reykjavíkurbréfinu hafi gætt „misskilnings“ um
að efnahags- og félagslegu réttindin séu ekki al-
gild með sama hætti og þau borgara- og stjórn-
málalegu. Margrét rekur tilurð Mannréttinda-
yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og tveggja
alþjóðasamninga, annars vegar um borgaraleg og
stjórnmálaleg réttindi, hins vegar um efnahags-
leg, félagsleg og menningarleg réttindi og deilur
um þá á alþjóðlegum vettvangi, ekki sízt á milli
Vesturlanda og kommúnistaríkjanna. Svo segir
Margrét í grein sinni: „Síðan hefur öllum orðið
ljóst, að allra þessara réttinda er þörf, að menn
þurfa að njóta viðunandi lífsskilyrða til þess að
geta nýtt sér til fulls og af einhverju viti og þekk-
ingu hin borgaralegu og stjórnmálalegu réttindi,
en virðing og efling þeirra er aftur á móti forsenda
efnahagslegra framfara – sem eru aftur forsendur
þess að fá notið hinna réttindanna; þannig eru öll
réttindin samtvinnuð og hvert öðru háð.“
Í umfjöllun sinni um efnahags- og félagsleg
réttindi segir Margrét: „Þeim [aðildarríkjum
samningsins um efnahagsleg, félagsleg og menn-
ingarleg réttindi] er ætlað að uppfylla skyldur sín-
ar innan marka þess sem efnahagur þeirra leyfir;
þannig þó að þau þoki réttindunum áfram skref
fyrir skref, af eigin rammleik eins og þeim er unnt
eða með aðstoð og samvinnu annarra ríkja á sviði
efnahags og tækni, sem á þá að stuðla að fram-
förum í efnahagslífi viðkomandi ríkja. Á hinn bóg-
inn verða ríkin að taka þessi skref innan skikk-
anlegs tíma (ótiltekins þó) og skrefin verða að
vera markviss, sýna að stefnt sé að árangri ... Það
er því ekki ætlazt til þess – svo vísað sé til Reykja-
víkurbréfs – að Indverjar og aðrar þriðjaheims-
þjóðir fullnægi skyldum sínum með sama hætti og
ríki með sterkari efnahagsstöðu, svo sem ríki
Vestur-Evrópu, Norðurlanda og Bandaríkjanna.
Það segir hins vegar ekki að réttindin séu afstæð;
þau standa óhögguð og algild sem slík, en gera
verður greinarmun á þeim og ákvæðum samn-
ingsins annars vegar og framkvæmd þeirra hins
vegar. Framkvæmdin sem slík kann að vera af-
stæð og þannig afstætt hvernig menn njóta rétt-
indanna á meðan vernd þeirra er ennþá á þróun-
arstigi. Misskilningur höfundar Reykjavíkurbréfs
liggur í því að hann skilur ekki þarna á milli.“
Hvor skilning-
urinn er í raun
ofan á?
Í MÁLI þeirra Þór-
unnar og Margrétar
virðist koma fram sá
skilningur að „allir“,
þ.m.t. stjórnvöld í öðr-
um vestrænum ríkj-
um, séu sannfærðir um algildi allra þeirra rétt-
inda, sem hér eru til umræðu, jafnt hinna
klassísku, borgaralegu og stjórnmálalegu rétt-
inda og félagslegu og efnahagslegu réttindanna.
Þá kemur fram sú afstaða að þeir, sem ekki telja
að gera eigi síðarnefndu réttindunum jafnhátt
undir höfði og hinum klassísku frelsisréttindum,
t.d. með því að binda þau í stjórnarskrá, séu and-
vígir samhjálp, telji almenna menntun óþarfa
o.s.frv.
Því er í fyrsta lagi til að svara að ekkert sam-
komulag ríkir um algildi allra réttinda sem hér
hafa verið til umræðu. Hinn klassíski skilningur á
mannréttindahugtakinu er enn ríkjandi á alþjóð-
legum vettvangi, þótt umræðan um stöðu efna-
hags- og félagslegu réttindanna hafi vissulega far-
ið vaxandi. Jafnt í áðurgreindum alþjóða-
sáttmálum sem í stjórnarskrám vestrænna ríkja
hefur verið farið afar varlega í að kveða sterkt að
orði um þessi réttindi. Orðalagið er alla jafna
veikt og frekar um fremur óljósar stefnuyfirlýs-
ingar að ræða en að orðalagið gefi tilefni til að ein-
staklingar geti byggt á þeim rétt og sótt hann til
dómstóla.
Því fer sömuleiðis fjarri að eitthvert samkomu-
lag sé á meðal lögfræðinga um málið, eins og
Margrét Heinreksdóttir gefur í skyn í grein sinni.
Það sýna kannski bezt deilurnar í Lögmanna-
félagi Íslands árið 1995 vegna afstöðu þáverandi
forystu félagsins til frumvarpsins um breytingar
á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, en að
þeim var vikið í Reykjavíkurbréfinu 4. febrúar. Í
þeim umræðum, sem fóru fram um frumvarpið
hér í Morgunblaðinu í janúar og febrúar 1995,
tjáðu raunar ýmsir fremstu fræðimenn landsins á
sviði lögfræði svipaða skoðun; að félagslegu og
efnahagslegu réttindin ættu tæplega heima í
stjórnarskrá nema þá sem stefnuyfirlýsingar, en
þau gætu ekki haft mikla réttarlega þýðingu. Í
þeim hópi voru t.d. Þór Vilhjálmsson, sem gegnt
hefur dómaraembætti við bæði Mannréttinda-
dómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn, og
lagaprófessorarnir Sigurður Líndal og Eiríkur
Tómasson.
Umræður af þessu tagi fara fram í öðrum vest-
rænum ríkjum, sem rétt eins og Ísland hafa
undirritað og staðfest alþjóðlega sáttmála, sem
kveða á um efnahagsleg og félagsleg réttindi.
Þannig hafa þessi ríki skrifað upp á þessi réttindi,
en miklu frekar sem þær almennt orðuðu stefnu-
yfirlýsingar, sem þau óneitanlega eru, heldur en
að þeim sé skipað með grundvallarréttindum
borgaranna í stjórnarskrá. Gagnrýni fráfarandi
forseta danska Hæstaréttarins, Niels Pontoppid-
ans, á vaxandi tilhneigingu til að flokka þessi rétt-
indi með grundvallarréttindum, varpar ljósi á
þetta en til hennar var vitnað í umræddu Reykja-
víkurbréfi.
Afstaða mann-
réttindasamtaka
PONTOPPIDAN og
margir fleiri óttast út-
þynningu hinna klass-
ísku frelsisréttinda,
verði félagslegu réttindunum gert jafnhátt undir
höfði, vegna þess að allir viti að síðarnefndu rétt-
indin séu opin fyrir pólitískri túlkun og fram-
kvæmd þeirra algerlega komin undir aðstæðum í
viðkomandi ríki. Það á hins vegar að vera hægt að
gera þá kröfu til allra ríkisstjórna, að þær virði
pólitísk og borgaraleg grundvallarréttindi. Sú er
jafnframt ástæðan fyrir afstöðu leiðandi mann-