Morgunblaðið - 04.03.2001, Síða 36

Morgunblaðið - 04.03.2001, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ KARLMENN Saw Palmetto FRÁ Tvöfalt sterkari APÓTEKIN D re if in g J H V Bjálka-, eininga- og frístundahús, arnar, eldhús, uppsetning HAGKVÆM HEILDARAFHENDING BEINT FRÁ FINNLANDI! www.emhouse.fi, e-mail/emhouse(att)sgic.fi Fax 00 358 3 2130045. Sími 00 358 3 2130050. EM House Marketing, Rautatienkatu 17, 33100 Tampere, Finnlandi HAMPIÐJAN Aðalfundur Hampiðjunnar hf. Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verð- ur haldinn í fundarsal félagsins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, föstudaginn 9. mars 2001 og hefst kl. 16.00. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Tillaga um að bæta málslið við 4. gr. samþykkta félagsins er kveði á um að for kaupsréttur hluthafa falli niður á allt að kr. 12.5 milljónum nýs hlutafjár í félaginu. 4. Tillaga um að felld verði úr samþykktum á- kvæði um kjör varamanna í stjórn félagsins. 5. Önnur mál sem löglega eru upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á að- alfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, sjö dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en hyggjast gefa umboð verða að gera það skrif- lega. Stjórn Hampiðjunnar hf. NÚNA! Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560 og 864 1445 Yoga Studio - Halur og sprund ehf. Í verslun okkar er að finna: Gæða nuddbekki frá Custom Craftworks, Oshadhi 100% hágæða ilmkjarnaolíur o.fl. Jóganámskeið og jógatímar Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 13. mars — Þri. og fim. kl. 19.30. 4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eru að glíma við streitu, kvíða og/eða fælni. Traust námskeið frá árinu 1994 — byggt á reynslu. Yoga — breyttur lífsstíll með Daníel Bergmann hefst 12. mars — Mán. og mið. kl. 19.30 4ra vikna grunnnámskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu spor í jóga. Jógatímar fyrir alla með Ásmundi, Önnu, Daníel, Ingibjörgu og Lísu. Sjá stundaskrá á heimasíðu okkar www.yogastudio.is www.yogastudio.is Ásmundur Anna Daníel Ingibjörg Lísa Þ að er langt um liðið síð- an kaþólska kirkjan bannaði Galíleó að halda fram tilteknum skoðunum um heim- inn. En þótt kirkjufeður hafi fyrir ekki löngu séð villu síns vegar og beðist afsökunar á yfirganginum er það enn að gerast að ráðamenn – núorðið pólitíkusar, ekki páfar – séu að skammast út í vísindamenn sem hafa óheppilegar skoðanir og segja frá þeim á opinberum vett- vangi. Nýlega ákváðu kanadísk stjórn- völd að banna innflutning á nauta- kjöti frá Brasilíu á þeim for- sendum að „hugsanleg hætta“ væri á að kjöt þaðan bæri með sér kúariðusmit, sem getur valdið heilarýrnunarsjúkdómi í fólki ef það borðar sýkt kjöt. Bras- ilíumenn urðu æfir. Ekki hefur verið skráð eitt einasta tilfelli kúa- riðu í Brasilíu. Vegna ákvæða fríversl- unarsamnings Norður- Ameríku (NAFTA) urðu Banda- ríkjamenn að fylgja fordæmi Kan- adamanna og banna innflutning á brasilísku kjöti. Þetta bann entist að vísu ekki lengi, og hefur verið afnumið. En fljótlega eftir að það var sett á komu tveir vísindamenn fram op- inberlega og sögðu að það væru engar vísindalegar forsendur fyrir því að banna innflutning á nauta- kjöti frá Brasilíu, og að líklega væri hin raunverulega ástæða fyr- ir banninu pólitísk. Það er að segja, viðskiptastríð sem Kan- adamenn hafa átt í við Bras- ilíumenn vegna niðurgreiðslna í flugvélaiðnaði. (Kanadíska fyr- irtækið Bombardier og brasilíska fyrirtækið Embraer eiga í sam- keppni í framleiðslu á litlum far- þegaþotum). Kanadísku vísindamennirnir tveir sögðu í viðtali við dagblaðið The Globe and Mail að yfirvöld hefðu ekki ráðgast við vís- indamenn áður en bannið hafi ver- ið sett á. Blaðið gerði mikið úr þessari afstöðu vísindamannanna, fréttin var stór, efst á forsíðunni og náði yfir hana þvera. Umrædd- ir vísindamenn eru starfsmenn hins opinbera, vinna fyrir kan- adíska heilbrigðiseftirlitið. Eða öllu heldur unnu, því að minnsta kosti öðrum þeirra hefur verið sagt upp störfum tímabund- ið vegna málsins. Svona eins og þegar krakki er rekinn úr skóla í viku fyrir að haga sér ekki. Í raun og veru var vísindamaðurinn, hún heitir Margaret Haydon, því rek- inn fyrir að kjafta frá. Kannski mátti hún við sjálfa sig sakast að hafa ekki vit á að láta ekki nafns síns getið, eins og hinn vís- indamaðurinn passaði sig á – og ekki hefur frést af því að hann hafi verið látinn taka pokann sinn. Nokkrum dögum eftir uppslátt- arfréttina digru hafði The Globe and Mail eftir heimildamönnum að Haydon hafi verið tekin á teppið og yfirmaður heilbrigðiseftirlits- ins – sem var þar með yfirmaður Haydon – hafi lesið henni pist- ilinn. Var Haydon sagt, að al- mannatengslafulltrúar eftirlitsins væru þeir einu sem hefðu leyfi til að tala við fjölmiðla um það sem eftirlitið væri að gera. Haydon var þar með skipað að halda kjafti. Hún er sennilega að mati yf- irmanna heilbrigðiseftirlitsins það sem stundum er kallað „erfiður starfsmaður“, því þetta var í ann- að sinn sem þeir þurftu að vera að standa í því að þagga niður í henni. Fyrir nokkrum árum síðan sagði hún frá því opinberlega að heilbrigðiseftirlitið hefði beitt sig og aðra vísindamenn þrýstingi til að samþykkja notkun tiltekinna hormóna sem þeir hefðu ekki talið áreiðanlegt að væru meinlausir til matvælavinnslu. Það mál endaði með því að fyrir hálfu ári kvað kanadískur alrík- isdómari upp þann úrskurð að það væri „óviðunandi“ að heilbrigð- iseftirlitið meinaði starfsfólki sínu að ræða opinberlega um mál sem vörðuðu almenna heilbrigði. Enn- fremur hefur verið bent á, að stjórnvöld séu með þessum hætti að skerða málfrelsi þeirra sem síst skyldi. Um sé að ræða hámennt- aða vísindamenn og það séu því helst þeir sem eigi að veita al- menningi ráð í heilsufarsefnum. Slík ráðgjöf geti varla heyrt undir pólitíkusa og embættismenn. En ráðamenn hafa hvergi hvik- að. Herb Gray, aðstoðarforsæt- isráðherra Kanada, sagði í fyr- irspurnartíma á þinginu að vísindamenn ættu ekki að vera að tjá sig opinberlega um mál sem þeir væru ekki beinlínis þátttak- endur í. Yfirmaður heilbrigðiseft- irlitsins bannaði Haydon að mæta í vinnuna í tíu daga (og hún fær engin laun þá daga), á þeim for- sendum að hún hefði „brugðist trúnaðarskyldu“ sinni. Þetta mál virðist ætla að verða kanadísku ríkisstjórninni til mik- illar háðungar enda eru f jölmiðlar hvergi bangnir við að taka gagn- rýna afstöðu í fréttum sínum um aðgerðir stjórnvalda. Þannig segir The Globe and Mail í aðalfrétt á forsíðu, um afnám bannsins, að Kanada hafi „skömmustulega“ af- létt þessu umdeilda banni, þrem vikum eftir að það var sett, „og ekki fyrr en Bandaríkin höfðu þegar gert hið sama fyr um dag- inn“. Þá lætur blaðið í veðri vaka í fréttinni að kanadísk yfirvöld hafi beinlínis reynt að fela það að verið væri að afnema bannið. Tilkynn- ingin hafi komið á fréttamanna- fundi sem hafi verið boðaður í skyndi klukkan sex síðdegis á föstudegi, of seint til að fréttin kæmist í aðalfréttatíma sjón- varpsstöðvanna klukkan sex, og í Brasilíu hefðu menn verið komnir í gott karnivalstuð á þessum tíma og ekki mátt vera að því að spá í boð og bönn. Það er dálítið undarlegt að stjórnmálamenn séu enn að falla í svipaða gildru og kirkjufeðurnir til forna. Auðvitað má segja að það sé munur á þessum málum, það var enginn að saka kanadísku vís- indamennina um villutrú. Og þó, þeir voru átaldir fyrir að hafa ekki áttað sig á því hverjum þeir ættu að vera dyggir. En svona lagað er alltaf að ger- ast. Ekki er langt síðan virðulegur forsætisráðherra Íslands, Davíð Oddsson, sagði í ávarpi að það væri beinlínis ábyrgðarleysi að taka fullt mark á viðvörunum vís- indamanna um yfirvofandi hættur vegna gróðurhúsaáhrifa. Ekki gott að átta sig á því hvort þessir stjórnmálamenn eru bara svona vissir í sinni sök eða hvort þeir eru öllu heldur blindir í eigin ofstæki. Pólitík og vísindi Fjölmiðlar eru hvergi bangnir við að taka gagnrýna afstöðu í fréttum sínum um aðgerðir stjórnvalda. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kristjan@ yorku.ca Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör frá... Þakrennur BOSSAKREMIÐ frá Weleda. Þú færð ekki betra. Þumalína, Heilsuhúsið, Apótekin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.