Morgunblaðið - 04.03.2001, Qupperneq 40
MINNINGAR
40 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
✝ Þóroddur Har-aldsson fæddist í
Reykjavík 29. sept-
ember 1999. Hann
lést á gjörgæsludeild
Landspítalans mánu-
daginn 26. febrúar
síðastliðinn eftir erf-
ið veikindi. Foreldr-
ar hans eru Hanna
Óladóttir íslensku-
fræðingur, f. 3.5.
1968, og Haraldur
Bernharðsson mál-
fræðingur, f. 12.4.
1968. Eldri bróðir
Þórodds, Frey-
steinn, f. 22.1. 1998, lést fyrir
rösku ári (30.1. 2000) eftir harða
baráttu við sama sjúkdóm og nú
dró Þórodd til dauða. Foreldrar
Hönnu eru Inga Teitsdóttir,
hjúkrunarfræðingur í Reykjavík,
f. 3.5. 1943, og Óli Jóhann Ás-
mundsson, arkitekt
og iðnhönnuður, f.
18.3. 1940; foreldr-
ar Haralds eru
Ragnheiður Hans-
dóttir, tannlæknir á
Akureyri, f. 18.7.
1942, og Bernharð
Haraldsson, fv.
skólameistari, f. 1.2.
1939. Þóroddur
fæddist í Reykjavík,
en bjó lengst af með
fjölskyldu sinni í
Cambridge í
Massachusetts í
Bandaríkjunum.
Fjölskyldan fluttist fyrir röskum
tveimur mánuðum aftur heim til
Íslands til að setjast hér að.
Útför Þórodds fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun, mánu-
daginn 5. mars, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Lítill sólargeisli sem gaf syrgj-
andi foreldrum orku til að líta nýjan
dag og sjá tilgang í lífinu þegar
Freysteinn stóri bróðir dó.
Lítill drengur, sem fannst svo
gott að hjúfra sig í hálsakot á
mömmu og toga um leið í eyrna-
sneplana á henni.
Lítill drengur sem sat í fanginu á
pabba og skoðaði mynd af blómi og
benti þá á blóm á borðinu og sagði
ba.
Lítill drengur sem var stundum
lystarlaus á kvöldin en opnaði
munninn upp á gátt og borðaði allt
sem að honum var rétt þegar spurt
var: Hvernig gerir afi? Lítill dreng-
ur sem hló dillandi hlátri þegar
amma skreið í kapp við hann eftir
ganginum.
Lítill drengur sem skildi að Ási
frændi var strákur líka og tuskaðist
við hann meir en aðra.
Lítill drengur sem fór að sofa á
hverju kvöldi hjá apastelpunni sinni
og vaknaði alltaf jafn glaður á hverj-
um morgni.
Lítill forvitinn drengur sem
minnti svo oft á Freystein stóra
bróður.
Lítill drengur sem var umvafinn
elsku og ástúð og litið á sem guðs-
gjöf er hrifinn brott í einni svipan
eins og Freysteinn bróðir hans var
fyrir rúmu ári. Eftir sitjum við öll
með þunga sorg í hjarta en þá vissu
að engir sem hafa verið elskaðir eins
og litlu bræðurnir, Þóroddur og
Freysteinn, hverfa í raun og veru
heldur lifa áfram í hverri einustu
dýrmætri minningu.
Inga amma.
Sá sem öllu ræður gaf okkur gim-
stein. Það geislaði frá honum yfir
höf og lönd og hann var okkur dýr-
mætari en allt annað. Nokkru
seinna gaf almættið okkur annan
gimstein og við áttum tvo geislandi
gimsteina, Freystein og Þórodd,
sem veittu okkur ómælt yndi og
framtíðin var sannarlega björt og
fögur.
En þá komu örlaganornirnar og
hrifsuðu Freystein frá okkur. Við
grétum og báðum um að fá að halda
honum. Samt var hann hrifinn burt
og við héldum dauðahaldi í Þórodd
og hann veitti okkur gleði og hugg-
un. Óvænt og harkalega komu ör-
laganornirnar á nýjan leik og hrifs-
uðu Þórodd burtu. Sorg okkar er
ólýsanleg. Við eigum bara myndir
og minningar og engir gimsteinar
lýsa upp framtíðina.
Seinna förum við sjálf þangað
sem litlu bræðurnir eru, föðmum þá
og kyssum og finnum aftur birtuna
og gleðina og upp frá því verðum við
alltaf saman.
Amma á Akureyri.
Enn einu sinni grúfir sorg yfir
fjölskyldum okkar.
Enn einu sinni eigum við um sárt að
binda.
Enn einu sinni hefur lítill drengur verið
hrifinn frá okkur í blóma lífsins.
Enn einu sinni eru bjartar vonir brostnar.
Enn einu sinni…
Það var gleðihljómur í röddum
sonar okkar og tengdadóttur vorið
1997 er þau hringdu frá Bandaríkj-
unum, þar sem þau voru við nám og
störf, og sögðu okkur að erfingja
væri von. Í janúar 1998 fæddist
þeim sonur, sem skírður var Frey-
steinn. Hann var okkur öllum mikill
gleðigjafi, fyrsta barnabarn í báðar
ættir, allra augasteinn og yndi.
Hinn 29. september 1999 fæddist
honum bróðir, sem gefið var nafnið
Þóroddur. Hamingja okkar allra var
mikil og fölskvalaus, tveir bjartir og
fagrir gimsteinar lýstu framtíðina.
Engin hamingja var þessari meiri.
Það voru stoltir foreldrar, sem í
byrjun janúar árið 2000 héldu með
syni sína tvo til Boston til að ljúka
námi sínu þar. Daginn eftir komuna
til Boston veiktist Freysteinn og eft-
ir 19 sólarhringa baráttu færustu
lækna, sem önnuðust hann af heilum
hug, lést hann í örmum föður síns.
Skuggi var yfir er við fluttum
hann heim og hann fékk leg í vígðri
íslenskri mold. Gleðin yfir þessum
ljúfa dreng, hinn hreini innri fögn-
uður, breyttist á einu andartaki í
harm, hið skerandi hjartasár.
Þóroddur fór með foreldrum sín-
um til Boston, er sól var farin að
hækka á lofti. Þeim fylgdu góðar og
heitar bænir um bjarta framtíð
þessa litla drengs. Hann var for-
eldrum sínum huggun í djúpri sorg
þeirra, ljós, sem lýsti þeim veginn
inn í framtíðina, hvatning til dáða,
uppspretta yndis og gleði.
Við heimsóttum þau í lok maí og
foreldrar Hönnu fóru síðsumars
vestur um haf og nutu samvista við
fjölskylduna. Þessar ferðir urðu
okkur öllum gleðistundir, minningin
um þær eru fjársjóður, sem aldrei
verður frá okkur tekinn.
Nær daglega vorum við í tölvu-
sambandi við þau og við fengum að
frétta af framförum Þórodds, af
tanntöku, fyrstu skrefunum og
hljóðum, sem hann náði tökum á og
æfði í tíma og ótíma.
Um miðjan desember lauk pabbi
hans námi sínu og að morgni 21.
desember komu þau heim. Að þessu
sinni alkomin.
Þóroddur hafði þroskast og dafn-
að vel og var okkur mikill auga-
steinn. Hann var eins og bróðir hans
hafði verið, pínulítið stríðinn og
hermdi eftir okkur, sem eldri erum.
Hann var mikill pabba- og mömmu-
drengur og ávann sér allra hylli með
hlýju brosi og skemmtilegu fasi.
Björt var framtíð þessarar ungu
fjölskyldu, framundan var mikið
verk, vísindastörf og nám og innan
skamms ætlaði hún að flytja í eigin
íbúð. Svo var Þóroddur nokkra tíma
á dag hjá dagmömmu og sýndi þar
strax góða forystuhæfileika í verki.
Sunnudaginn 25. febrúar veiktist
hann alvarlega og var fluttur á
sjúkrahús og síðar um daginn á
gjörgæslu, þar sem hann naut allrar
þeirrar umhyggju sem í mannlegu
valdi stóð. Síðdegis á mánudaginn
lést hann, lítið, saklaust barn, hin
bjarta von okkar allra.
Þóroddur var með okkur í tæpa
17 mánuði. Hann fæddist inn í birtu
og yl, frá fyrstu stundu til hinnar
síðustu var hann umvafinn ást og
kærleik og hann kynntist aldrei
neinu öðru.
Nú verður hann lagður til hinstu
hvílu við hlið Freysteins, bróður
síns.
Við kveðjum þennan litla gleði-
gjafa með sárum trega í þeirri full-
vissu, að góður Guð geymi góðar
sálir.
Afi á Akureyri.
Þóroddur, litli vin. Nú ertu farinn
og við fáum aldrei að sjá þig framar.
Þú sem varst ljós pabba þíns og
mömmu í myrkri sorgar eftir Frey-
stein bróður þinn – tveggja ára
snáða, er þau misstu fyrir um rúmu
ári. Hver skilur ráðstafanir almætt-
isins? Hver skilur þessa grimmd
lífsins?
Hanna og Haraldur, kæru vinir.
Áfallið er mikið, höggið þungt – þeg-
ar rétt var farið að hema yfir ykkar
sára missi fyrir ári. En mætti það
létta undir með ykkur að vita af
hinni þöglu sorg ættingja ykkar og
vina og þeim sterku hugsunum sam-
úðar, sem nú beinast að ykkur. Megi
horfnar gleðistundir með drengjun-
um ykkar lýsa ykkur og gefa ykkur
kjark og þrótt gegn tómleikanum –
og áframhaldandi trú á lífið.
Þinn langafi,
Teitur Þorleifsson.
Ég er orðlaus. Hvað get ég sagt?
Ég er búin að missa engilinn minn.
Aftur. Það eru ekki til nógu sterk
orð til að lýsa því hvernig mér líður.
Þóroddur er dáinn.
Ég man eftir því þegar Þóroddur
fæddist. Það var á miðvikudegi. Ég
átti að mæta í skólann en ákvað að
skrópa þegar ég frétti að Halli og
Hanna væru komin upp á fæðing-
ardeild. Glætan að ég gæti einbeitt
mér að einhverju námi þegar lítill
engill var að fæðast í heiminn!
Þarna var Þóroddur mættur. Ein-
ungis afar og ömmur máttu fara í
heimsókn á fæðingardeildina. Það
voru okkur systrum mikil vonbrigði.
Hlutverk okkar sem föðursystra
fólst jú aðallega í dekri, dekri og
meira dekri. Við gátum varla beðið
eftir að byrja að dekra við Þórodd.
Þóroddur var svo yndislegur. Það
tók hann sko ekki langan tíma að
bræða hjarta mitt. Þessi bláu augu
og þetta ljósa hár sem síðar varð
dökkt. Þóroddur var sannkallaður
sólargeisli. Gaf fjölskyldunni von á
myrkum og þungbúnum dögum
þegar Freysteinn bróðir hans dó.
Hann var þá okkar eina von í
myrkrinu.
Flestar minningar mínar um Þór-
odd eru frá því um jólin. Loksins var
engillinn minn fluttur heim. Þórodd-
ur var svo æðislegur. Svo líkur bróð-
ur sínum en samt svo ólíkur. Ég
man eitt kvöldið þegar Þóroddur
var í heimsókn. Við vorum nýbúin að
borða, en sátum ennþá við borðið.
Ég hristi höfuðið þannig að hárið
sveiflaðist til. Þóroddur skellihló og
fór að herma eftir mér. Þá hristi
Adda höfuðið og Þóroddur skellihló.
Eftir þetta máttum við gjöra svo vel
að hrista höfuðið stöðugt. Og alltaf
skellihló Þóroddur. Við hittum Þór-
odd ekki fyrr en viku síðar og það
fyrsta sem hann gerði var að hrista
höfuðið!
Síðasta minningin um Þórodd er
frá því 24. janúar, kvöldið áður en ég
fór aftur til Kaupmannahafnar. Þór-
oddur hafði verið í pössun hjá okkur
systrum um daginn. Við vorum búin
að borða kvöldmat og komið var
fram yfir háttatíma hjá honum Þór-
oddi mínum. En hann hélt sko
ótrauður áfram að leika sér í dóta-
kassanum þó að hann væri sífellt að
detta á rassinn. Jafnvægisskynið
var ekki alveg í lagi svona seint að
kvöldi, Snúlli minn var orðinn
þreyttur. Við hlógum einmitt að því
og töluðum um hvað það væri gott
að Þóroddur var með bleyju.
Daginn eftir fór ég til Kaup-
mannahafnar. Ég hlakkaði rosalega
til að koma heim í sumar, sjá íbúðina
sem Halli og Hanna voru búin að
kaupa og sjá hvað Þóroddur væri
orðinn stór. Því miður verður ekkert
úr því. Ég er búin að missa engilinn
minn. Aftur.
Freysteinn og Þóroddur. Tveir
fallegir englar. Báðir farnir. Voru
hérna svo stutt en náðu samt að
snerta svo mörg hjörtu og skilja svo
margt eftir sig. Minningarnar um þá
munu lifa að eilífu í hjörtum okkar
og þær hjálpa okkur að komast í
gegnum myrkrið. Við erum svo rík
en samt svo fátæk.
Elsku Halli og Hanna. Þið sköp-
uðuð tvo engla. Engla sem nú hafa
yfirgefið okkur. Engla sem snertu
okkur að innstu hjartarótum og
gerðu okkur að betri manneskjum.
Það er ekkert sem ég get sagt sem
getur huggað ykkur, elsku Halli og
Hanna, nema kannski það að þeir
bræður eru saman á himnum að
leika sér. Þið eruð í huga mínum og
hjarta. Takk fyrir Freystein og Þór-
odd, englana mína.
Þórdís.
Þetta er búið að vera stutt æv-
intýri, stutt en dásamlegt.
Eins og í öllum öðrum ævintýrum
eru hetjur. Hetjurnar okkar voru
tvær, þú, Þóroddur minn, og bróðir
þinn Freysteinn. Tveir bræður, upp-
fullir af hugrekki og forvitni, tilbún-
ir að sigra heiminn.
Þegar Freysteinn leit dagsins ljós
byrjaði ævintýrið. Þá varð allt ein-
hvern veginn svo miklu bjartara og
skemmtilegra. Það var eins og hul-
unni hefði verið svipt af nýjum ynd-
islegum heimi.
Allt frá byrjun var Freysteinn
fullur af þori og áræði, og um leið og
hann fór að ganga fór hann að
kanna heiminn. Það var ekkert sem
fékk stöðvað hann, ef hann vildi
kanna hvað var að gerast á eldhús-
borðinu þá einfaldlega læsti hann
litlu fingrunum sínum um borð-
brúnina og lyfti sér upp á hönd-
unum, og ef hann vildi kanna leynd-
ardóma þvottahússins og
rennihurðin var læst hamaðist hann
á henni þangað til hún gaf sig og
hljóp svo sönglandi eftir ganginum í
átt að þvottavélinni.
Freysteinn var alltaf fullur af leik
og aldrei var langt í stríðnina.
Þegar ég hugsa um hann sé ég
hann ávallt fyrir mér, skælbrosandi,
kirfilega búinn að festa kubba á
báða þumalputta, koma hlaupandi til
að sýna mér.
Þegar hörmungarnar dundu yfir
okkur í fyrra varst þú, Þóroddur,
hetjan okkar allra. Þú leiddir okkur
í gegnum þessa erfiðu tíma. Þú
varst svo undurvær og góður, sí-
brosandi framan í allt og alla. Þú
gafst okkur nýjan tilgang og sýndir
okkur fram á að lífið heldur áfram.
Það eitt að líta í augun á þér sem
ljómuðu yfir bústnum kinnunum
kvaddi allan drunga og allt svart-
nætti á brott og fékk mann til að
horfa fram á veginn.
Þetta voru langir mánuðir frá því
að þið fóruð aftur út til Boston í apr-
íl og þangað til að þið komuð heim
fyrir jólin. Eftirvæntingin eftir að fá
að sjá þig aftur var mikil og dag-
arnir sem við áttum öll saman á
Hofsósi yfir jólin voru yndislegir.
Þú varst oft lítill í þér þegar þú
varst nýkominn heim í Depluhólana
en þegar þú fórst að ganga óx þér
þor og þá gafstu bróður þínum ekk-
ert eftir í áræði og dirfsku.
Ég mun aldrei gleyma hve kelinn
þú varst, litli kútur, hve gaman þú
hafðir af að herma eftir okkur eða
láta okkur herma eftir þér og hvern-
ig þú fitjaðir upp á trýnið og sýndir
kanínutennurnar þínar þegar þér
var skemmt.
Þótt það sé svo ósköp sárt að æv-
intýrið okkar skuli vera á enda
hugga ég mig við það sem þú kennd-
ir mér, að lífið heldur áfram með
önnur ævintýri, ævintýri eins og þig
og bróður þinn sem gefa lífinu til-
gang.
Ásmundur Ingvi.
Þóroddur litli Haraldsson var
ekki nema tæplega hálfs annars árs
og honum auðnaðist ekki lengri
jarðvist. Þessi litli angi sem var
hvers manns hugljúfi með fallega
brosið sitt og blikið í augunum.
Þessi litli prakkari sem var búinn að
komast að því hvað það er gaman að
toga í sítt hár á stelpum. Hann var
að uppgötva heiminn og honum
fannst skemmtilegt að príla upp á
borð og upp í sófa og hreykja sér
þar.
Öðru sinni er svo sár harmur
kveðinn að ungum foreldrum að með
ólíkindum virðist að hægt sé að rísa
undir honum.
Hvers vegna er það lagt á fólk að
fylgja litlu börnunum sínum til graf-
ar? Hvers vegna þarf að svipta fólk
því dýrmætasta sem það á? Við slík-
um spurningum fást engin svör og
við sem stöndum hjá og skynjum
sorgina og tómið fáum ekkert að
ÞÓRODDUR
HARALDSSON