Morgunblaðið - 04.03.2001, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 04.03.2001, Qupperneq 46
KIRKJUSTARF 46 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENDURMINNINGAFUNDIR karla eru annan hvern þriðjudag kl. 14–15.30 í Guðbrandsstofu í anddyri kirkjunnar. Á þessum fundum kom- um við saman og rifjum upp gamlar og góðar minningar, frá barnæsku, unglingsárum, fullorðinsárum, frá minnisstæðum atvikum á lífsferlin- um og frá ákveðnum tímabilum s.s. kreppu- og stríðsárunum, svo dæmi séu tekin. Hjá okkur er karlagrobb meira en velkomið. Við ræðum einnig í hópnum það sem á brennur hverju sinni og hver og einn vill deila með hinum. Innan hópsins myndast trúnaðarsamband og góð vinátta. Í hvert sinn mæta 5–8 karlmenn á aldrinum 70–90 ára. Það má því með sanni segja að þar sé samankomin viska 500–600 ára. Karlmennirnir koma og fara eftir aðstæðum, þannig að alltaf er hægt að bæta í hópinn. Rannsóknir hafa sýnt að upprifj- un bjartra endurminninga vinnur gegn depurð og þunglyndi auk þess að örva minnið. Þið karlmenn í Langholtssöfnuði, sem hafið áhuga á að bætast í hóp- inn, verið velkomnir að hafa sam- band við Svölu Sigríði Thomsen djákna, sem er leiðbeinandi hópsins, í síma 520 1300 eða 862 9162. Leikhús í sunnudagaskóla Árbæjarkirkju Í DAG, sunnudaginn 4. mars, á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar, mun Stoppleikhópurinn heiðra sunnu- dagaskólann í Árbæjarkirkju með nærveru sinni og flytja okkur leik- ritið „Ævintýrið um óskirnar tíu“. Í verkinu er komið inn á að kenna börnum að biðja rétt, um mátt bæn- arinnar og það að gleyma ekki þeim sem þurfa á bænum okkar að halda. Það er von okkar og ósk að sem flestir foreldrar, afar og ömmur sjái sér fært að koma með börnum sín- um og eiga stund með okkur á þess- um hátíðisdegi æskunnar. Rauði krossinn og kirkjan FULLORÐINSFRÆÐSLA Laug- arneskirkju hefur nú starfað í hálft þriðja ár með sínum vikulegu fræðslutímum um kristna trú og lífsskoðun. Um þessar mundir vinnum við að undirbúningi mál- þings um fátækt og einsemd á Ís- landi, sem haldið verður laugardag- inn 24. mars nk. í samvinnu við Rauða krossinn, Hjálparstarf kirkj- unnar, fræðsludeild Biskupsstofu og ÖBÍ. Á þriðjudagskvöldið kemur kl. 20:00 mun Helga G. Halldórsdóttir hjá Rauða krossinum greina frá ný- legri rannsókn á aðstæðum þeirra sem minnst mega sín í samfélagi okkar og umræður verða um hlut- verk kirkjunnar og Rauða krossins í samfélaginu. Gengið er inn um dyr að kórbaki inn í gamla safnaðar- heimilið. Fræðslufundir þessir standa alltaf í tæpa klukkustund en kl. 21:00 er lofgjörðar- og bæna- stund í kirkjunni í umsjá Þorvalds Halldórssonar. Nýtt fólk velkomið. Safnaðarfundur í Grafarvogs- kirkju NÆSTKOMANDI mánudag, 5. mars, kl. 20:00 heldur Safnaðarfélag Grafarvogskirkju almennan fund. Í þetta sinn mun Hjördís R. Jóns- dóttir, skreytingarmeistari Blóma- vals, vera með sýnikennslu í gerð páskaskreytinga, sem geta einnig tengst fermingarskreytingum. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Safnaðarstarf Endurminn- ingafundir karla í Lang- holtssöfnuði FÓLK Í FRÉTTUM                                         !"  # $! $  " %!      &''    ! ( )   ! " *  #   (   (  ! (     !+ !$  " %      ! (  ( ( ! (  #      + " , -(. " *"  .( "   $   /0 )" "   !+    " 1 !    2(/ " 3   4 !        $     (  " -2"  -""            HÁLSAR Byggingaverktakar - fyrirtæki Byrjunarframkvæmdir að nýbyggingu. Grunnflötur ca 5.000 fm. Fyrir utan milliloft er lofthæð allt að 8 m. Plata komin. Frábær staðsetning í gróskumesta athafnasvæði Reykjavíkur. Teikningar fyrirliggjandi. Gatnagerðargjöld greidd. Verð tilboð. Allar nánari uppl. á skrifstofu. Heiðarhjalli 47 - frábært útsýni Vorum að fá í einkasölu mjög glæsilega 154 fm efri sérhæð, auk 25,8 fm bílskúrs í nýju tvíbýlishúsi. Hæðin selst tilbúin undir tréverk og húsið fullfrágengið að utan og lóð fullfrágengin. Allt sér. Frábært útsýni. Til afh. í júlí nk. Borgartúni 22 105 Reykjavík Sími 5-900-800 Opið hús í dag Erum með til sýnis í dag óvenjulega glæsilegt einlyft rúmlega 200 fm einbýl- ishús á frábærum stað í Staðahverfi. Um er að ræða 168 fm íbúðarrými ásamt 33 fm innb. bílskúr m. jeppahurð. Allar inn- réttingar eru sérsmíðaðar úr hnotu. Flís- ar og vandað parket á gólfum, hiti í gólf- um að hluta. Stórglæsilegt eldhús og bað. 4 góð svefnherbergi. Innbyggð ha- logen- ljós í mestum hluta lofta, góð lofthæð. Vandaður rafbúnaður og allur annar tækjabúnaður af bestu gerð. Búið að helluleggja bílastæði og umhverfis húsið með hitalögnum. Sjón sögu ríkari. Áhv. 7,5 millj. Verð 27,9 millj. BAKKASTAÐIR 25 - EINBÝLI. Sigfús tekur á móti gestum í dag á milli kl. 14 og 16 Raðhúsalóðir í Grafarholti til sölu Mikið útsýni. Stærðir 200-210 fm Upplýsingar gefur Sigrún í síma 861 8120
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.