Morgunblaðið - 04.03.2001, Síða 52
DAGBÓK
52 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Irena
Arctica kemur og fer í
dag. Selfoss og Stella
Pollux koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Stella Pollux og Tina
koma í dag. Selfoss kem-
ur á morgun.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10
boccia, kl. 14 félagsvist,
kl. 12.30 baðþjónusta.
Verslunarferð í Hag-
kaup, Skeifunni, verður
farin 7. mars kl. 10,
kaffiveitingar í boði
Hagkaups. Skráning í
afgreiðslu, s. 562 2571.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 pennasaumur og
perlusaumur, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia, kl.
13.30 félagsvist, kl. 13
opin smíðastofan, kl. 16
myndlist, kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 10 sam-
verustund, kl. 13
bútasaumur.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan, Gullsmára
9, er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð og myndlist, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10–
13 verslunin opin, kl.
11.10 leikfimi, kl. 13
handavinna og föndur,
kl. 13.30 enska, fram-
hald.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Á
morgun kl. 9 böðun, kl.
9.45 leikfimi, kl. 9 hár-
greiðslustofan opin.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
morgun verða púttæf-
ingar í Bæjarútgerðini
kl. 10–11.30. Tréút-
skurður í Flensborg kl.
13. Félagsvist í Hraun-
seli kl. 13:30. Haustferð
FEBH 1. okt. til Prag,
Bratislava, Búdapest og
Vínar, skráning og
upplýsingar í Hraunseli
s. 555 0142. Spardagar á
Hótel Örk, Hveragerði, í
dag, 4. mars. Rúta frá
Hraunseli kl. 16.30.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Spilað í
Kirkjulundi á þriðjudög-
um kl. 13.30. Fótaað-
gerðir mánudaga og
fimmtudaga. Ath. nýtt
símanúmer 565 6775.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Félagsvist í
dag kl. 13.30. Dansleikur
í kvöld kl. 20, Caprí tríó
leikur fyrir dansi. Mánu-
dagur: Brids kl. 13, síð-
asta umferð í sveita-
keppni; eftir kaffi er
spilaður tvímenningur.
Framsögn kl. 16.15.
Danskennsla Sigvalda,
kl. 19 fyrir framhald og
byrjendur kl. 20.30.
Söngvaka kl. 20.30,
stjórnandi Anna María
Daníelssen.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, m.a.
kennt að orkera, umsjón
Eliane, frá hádegi spila-
salur opinn, kl. 15.30
dans hjá Sigvalda. Að-
stoð frá skattstofunni
verður veitt miðvikud.
21. mars (ath. breytt
dagsetning), skráning
hafin.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Á morgun
kl. 9–16.30 opin vinnu-
stofa, handavinna og
föndur, kl. 9 hárgreiðsla,
kl. 14 félagsvist.
Félagsstarfið, Furu-
gerði 1. Á morgun kl. 9
aðstoð við böðun, al-
menn handavinna og
bókband, kl. 11 leikfimi,
kl. 14. sagan. Aðstoð við
skattframtal verður 14.
mars. Tímapantanir í
síma 553 6040.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9–17, kl. 9.30 gler- og
postulínsmálun, kl. 13.30
lomber og skák, kl. 14.30
enska, kl. 17 myndlist.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 postulínsmálun
og perlusaumur og
kortagerð, kl. 10.30
bænastund, kl. 13 hár-
greiðsla, kl. 14 sögu-
stund og spjall. Hraun-
bær 105. Miðvikud. 14.
mars verður komið frá
Skattstofunni og fram-
talsaðstoð veitt. Panta
þarf tíma í s. 587 2888.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun,
fótaaðgerðir, keramik,
tau- og silkimálun og
klippimyndir, kl. 10
boccia, kl. 13 spilað.
Norðurbrún 1. Á morg-
un fótaaðgerðarstofan
opin frá kl. 9–14, bóka-
safnið opið frá kl. 12–15,
kl. 10 ganga.
Vesturgata 7. Á morgun
kl. 9 fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 9.15
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 12.15 dans-
kennsla, framhald, kl.
13.30 danskennsla, byrj-
endur, kl. 13 kóræfing.
Gullsmárabrids. Brids-
deild FEBK í Gull-
smára. Brids í Gull-
smára 13 á mánudögum
og fimmtudögum. Mæt-
ing og skráning kl.
12,45. Spil hefst kl. 13.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Opið
hús þriðjudag frá kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fræðsla.
Vitatorg. Á morgun kl. 9
smiðjan og hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morgun-
stund, kl. 10 fótaaðgerð-
ir, kl. 13 handmennt,
leikfimi og spilað.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12. Á
morgun kl. 19 brids.
Kristniboðsfélag karla.
Fundur verður í Kristni-
boðssalnum, Háaleit-
isbraut 58–60, mánudag-
inn 5. mars kl. 20 (ath.
breyttur tími). Benedikt
Arnkelsson hefur bibl-
íulestur. Allir karlmenn
velkomnir.
Kvenfélagið Heimaey.
Fundur verður mánu-
daginn 5. mars kl. 20.30 í
Ársal Hótel Sögu. Gest-
ur kemur á fundinn.
Kvenfélag Kópavogs.
Farið verður í heimsókn
til Kvenfélags Bessa-
staðahrepps þriðjudag-
inn 6. mars. Lagt af stað
kl. 20 frá Hamraborg 10.
Uppl. í s. 554 0388, Ólöf.
Kvenfélagið Fjallkon-
urnar heldur aðalfund
þriðjudaginn 6. mars kl.
20 í safnaðarheimili
Fella- og Hólakirkju.
Venjuleg aðalfund-
arstörf. Bögglauppboð.
Konur, komið með
pakka. Kaffiveitingar.
Safnaðarfélag Graf-
arvogskirkju. Mars-
fundur félagsins verður
haldinn í Grafarvogs-
kirkju 5. mars kl. 20.
Efni fundarins: Sýni-
kennsla í gerð páska-
skreytinga. Kaffiveit-
ingar. Allir velkomnir.
Félag breiðfirskra
kvenna. Skemmtifundur
verður mánud. 5. mars
kl. 20. Góðir gestir koma
í heimsókn. Söngur og
gleði. Allir velkomnir.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar. Fundur verður
þriðjudaginn 6. mars kl.
20 í safnaðarheimilinu.
Spilað verður bingó.
Kvenfélag Seljasóknar
heldur fund þriðjudag-
inn 6. mars kl. 19.30. Á
fundinum verður ítalsk-
ur réttur frá veit-
ingastaðnum Caruso.
Kvenfélag Garðabæjar.
Marsfundurinn verður á
Garðaholti 6. mars kl.
20.30, gestir fundarins
verða kvenfélagskonur
úr Villingaholtshreppi.
Kvenfélag Laug-
arnessóknar. Fundur
verður á morgun, mánu-
daginn 5. mars, kl. 20.
Áríðandi mál á dagskrá.
Orlofsnefnd húsmæðra,
Reykjavík. Kynning-
arfundur verður haldinn
5. mars kl. 20 í Vík-
ingasal Hótels Loftleiða,
kynntar verða ferðir
sumarsins. Allar hús-
mæður í Reykjavík vel-
komnar.
Kvenfélag Lágafells-
sóknar heldur fund í
Hlégarði mánudaginn 5.
mars kl. 19.30. Erla
Hulda Halldórsdóttir
flytur erindi um
Kvennasögusafnið. Þátt-
taka tilkynnist í s.
566 7835
ITC Íris, Melkorka, og
Stjarna. Funda saman
kl. 20 á mánudagkvöldið
í Safnaðarh. Hafn-
arfjarðarkirkju. Fyr-
irlesari Lovísa Christ-
iansen. Uppl. í s.
555 2821, Helena Mjöll.
Í dag er sunnudagur 4. mars, 63.
dagur ársins 2001. Æskulýðsdag-
urinn. Orð dagsins: Þolgæðis hafið
þér þörf, til þess að þér gjörið
Guðs vilja og öðlist fyrirheitið.
(Hebr. 10, 36.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 sögn, 4 kuldaskjálfta, 7
býsn, 8 stór, 9 spök, 11
raup, 13 atlaga, 14 fiskar,
15 bjó til, 17 mjög, 20
ekki gömul, 22 rödd, 23
sefaði, 24 fyrirkomulag,
25 bik.
LÓÐRÉTT:
1 sori, 2 sálir, 3 rudda, 4
hrörlegt hús, 5 slanga, 6
kylfu, 10 getnaður, 12
tjón, 13 púka, 15 súlu, 16
trylltur, 18 fletja fisk, 19
gera grein fyrir, 20 grafi,
21 syrgi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 renningur, 8 sunnu, 9 fúlan, 10 tin, 11 arðan, 13
sinna, 15 skári, 18 sláni,
21 lóm, 22 stall, 23 álaga, 24 ragmennið.
Lóðrétt: 2 efnuð, 3 nautn, 4 nafns, 5 uglan, 6 assa, 7
knáa, 12 aur, 14 ill, 15 sess,
16 ásana, 17 illum, 18 smáan, 19 ásaki, 20 iðan.
Víkverji skrifar...
VEL hefur tekist til við þýðingu áýmsum hugtökum á íslensku.
Foot and mouth desease hrellir nú
dýr á Bretlandi eins og hamrað hefur
verið á í fréttum – fóta og kjaft-veiki,
svo enska nafnið sé þýtt beint. Eng-
inn vafi leikur á því að íslenska hug-
takið yfir þennan hræðilega sjúkdóm
er fallegra: Gin- og klaufaveiki.
x x x
VÍKVERJI keypti sér prentara afCanon-gerð í Elkó fyrir nokkr-
um misserum og hefur síðan stöku
sinnum keypt í hann blekhylki á sama
stað. Slíkt stykki kostar 850 krónur
þar á bæ en síðast fjárfesti Víkverji í
samskonar prentborða í Nýherja,
umboðsfyrirtæki Canon-prentaranna
hérlendis. Þar þurfti hann að reiða
fram heilar 1.250 krónur, en vert er
að geta þess að verðið er enn 850
krónur í Elkó. Hvernig má þetta
vera?
x x x
SKYLDMENNI Víkverja, einstæðmóðir, er að undirbúa fermingu
dóttur sinnar og keypti m.a. á dög-
unum peysu á stúlkuna af því tilefni í
tískuverslun í Kringlunni. Henni brá í
brún skömmu síðar þegar hún sá ná-
kvæmlega eins peysu – sama vöru-
merki, sama lit, sömu stærð – 2.000
krónum dýrari í annarri verslun í
sama húsi. Er þetta ekki líka undar-
legt?
x x x
VINUR Víkverja fagnaði fimm-tugsafmæli ekki alls fyrir löngu.
Í tilefni dagsins ákvað hann með fjög-
urra daga fyrirvara að fara á leiksýn-
ingu að kvöldi afmælisdagsins. Eftir
að hafa skoðað leikhússauglýsingar
Morgunblaðsins kom í ljós að umrætt
kvöld var aðeins ein leiksýning á höf-
uðborgarsvæðinu; Með fulla vasa af
grjóti á Smíðaverkstæði Þjóðleik-
hússins. Þennan tiltekna dag var tek-
ið fram að aðeins örfá sæti væru laus.
Þægileg kvenmannsrödd svaraði í
Þjóðleikhúsinu en þegar hún var beð-
in um þrjá miða á þessa sýningu sagði
hún að því miður væri orðið uppselt.
Smávon fælist í ósóttum pöntunum.
Vinurinn bar sig aumlega, sagðist
vera áskrifandi að sýningum í leik-
húsinu auk þess sem þetta væri raun-
verulega neyðarkall. Enn sýndi kon-
an þolinmæði og bað viðmælanda sinn
um kennitölu og vinurinn þuldi upp
tölurnar tíu. „Nú, já, þetta er svona
alvarlegt. Hafðu ekki áhyggjur af
þessu góði. Þú mátt sækja þrjá miða í
miðasöluna daginn fyrir sýningu.“
Hvert orð konunnar stóð eins og staf-
ur á bók og hafði vinur skrifara á orði
að það væri langt síðan að hann hefði
fengið eins hlýlega og góða þjónustu.
x x x
VÍKVERJI er knattspyrnufíkillog á stundum afskaplega bágt
með sig þegar hann gluggar í dagskrá
sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar. Hann
hefur verið þaulsætinn upp á síðkast-
ið, bæði um helgar og virka daga en
þá hefur hin frábæra Evrópukeppni –
bæði leikir í meistaradeildinni og
keppni félagsliða – verið á dagskrá.
Í gær stóð til að byrja á því að fylgj-
ast með leik Leeds og Manchestesr
United fyrir hádegi, laumast einhvers
staðar til að sjá viðureign Leicester
og Liverpool á Stöð 2 (sem Víkverji er
ekki með sjálfur) um miðjan daginn
og síðan leik spænsku stórliðanna
Real Madrid og Barcelona í gær-
kvöldi. Víkverji ætlar að sleppa því að
horfa á ítalska og enska leikinn í dag á
Sýn, en svo er leikur frá Englandi á
Sýn annað kvöld og leikir í meistara-
deildinni bæði á þriðjudag og mið-
vikudag. Það er ekkert launungarmál
að Víkverji er hamingjusamlega gift-
ur, og er m.a.s. svo heppinn að eig-
inkonan hefur mjög gaman af knatt-
spyrnu ...
Hver er maðurinn
með gleraugun?
MAÐURINN vinstra
megin á myndinni heitir
Sæmundur og hann lést
1948. Myndin gæti verið
tekin á árunum 1944–
1948. Ef einhver gæti
gefið einhverjar upplýs-
ingar, vinsamlegast hafið
samband við Kolbein í
síma 551-6862.
Frábærar greinar
ANNA hafði samband
við Velvakanda og lang-
aði að vekja athygli á
tveimur greinum sem
birtust í Morgunblaðinu
fyrir stuttu. Önnur grein-
in birtist 25. febrúar sl.og
er eftir Ellert B. Schram.
Hún heitir Síðbúið minni
kvenna. Hin greinin birt-
ist 27. febrúar sl. eftir Al-
bert Jensen og heitir
Aldraðir og Blöndal.
Þessar greinar eru alveg
frábærar og það er mikill
mannkærleikur í grein
Alberts, segir Anna. Mig
langar að benda fólki á að
lesa þessar greinar, þær
eru vel þess virði.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Kannast einhver við
mennina á myndinni?
HVAR hún er tekin og hverjir eru á henni? Ef ein-
hver getur gefið einhverjar upplýsingar, vinsamleg-
ast hafið samband við Braga G. Bjarnason í síma 557-
1585 eða 891-6485.
GÍSLI Gunnlaugsson hefur
verið öflugasti skákmaður
Dalamanna um áraraðir.
Oftsinnis hefur hann verið á
meðal efstu manna á Ís-
landsmótinu í bréfskák en
fyrir stuttu varð hann Ís-
landsmeistari í
fyrsta skipti. Í
gegnum tíðina
hafa ekki
margir skák-
viðburðir verið
í Dalasýslu, en
þegar þeir eru
kemur Gísli að
þeim með
miklum mynd-
arbrag. Fyrir
stuttu lauk
Norðurlanda-
mótinu í skóla-
skák en það
var einmitt
haldið í Laug-
um í Dölum.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Staðan kom upp í D-flokki á
mótinu þar sem Teemu Pu-
das (1571) hafði hvítt gegn
Ágústi Braga Björnssyni
(1615). 26. Df7+ Kh7 27.
Hxh6+! Og svartur gafst
upp enda verður hann mát
eftir 27...Kxh6 28. Dg6#.
Skákþing Kópavogs hefst 4.
mars og stendur til 1. apríl.
Teflt verður í húsakynnum
Taflfélags Kópavogs.
Með morgunkaffinu