Morgunblaðið - 04.03.2001, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 04.03.2001, Qupperneq 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Irena Arctica kemur og fer í dag. Selfoss og Stella Pollux koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Stella Pollux og Tina koma í dag. Selfoss kem- ur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist, kl. 12.30 baðþjónusta. Verslunarferð í Hag- kaup, Skeifunni, verður farin 7. mars kl. 10, kaffiveitingar í boði Hagkaups. Skráning í afgreiðslu, s. 562 2571. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 pennasaumur og perlusaumur, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félagsvist, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 16 myndlist, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 bútasaumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan, Gullsmára 9, er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10– 13 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska, fram- hald. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun, kl. 9.45 leikfimi, kl. 9 hár- greiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun verða púttæf- ingar í Bæjarútgerðini kl. 10–11.30. Tréút- skurður í Flensborg kl. 13. Félagsvist í Hraun- seli kl. 13:30. Haustferð FEBH 1. okt. til Prag, Bratislava, Búdapest og Vínar, skráning og upplýsingar í Hraunseli s. 555 0142. Spardagar á Hótel Örk, Hveragerði, í dag, 4. mars. Rúta frá Hraunseli kl. 16.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer 565 6775. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Félagsvist í dag kl. 13.30. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí tríó leikur fyrir dansi. Mánu- dagur: Brids kl. 13, síð- asta umferð í sveita- keppni; eftir kaffi er spilaður tvímenningur. Framsögn kl. 16.15. Danskennsla Sigvalda, kl. 19 fyrir framhald og byrjendur kl. 20.30. Söngvaka kl. 20.30, stjórnandi Anna María Daníelssen. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. kennt að orkera, umsjón Eliane, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 15.30 dans hjá Sigvalda. Að- stoð frá skattstofunni verður veitt miðvikud. 21. mars (ath. breytt dagsetning), skráning hafin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, handavinna og föndur, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Á morgun kl. 9 aðstoð við böðun, al- menn handavinna og bókband, kl. 11 leikfimi, kl. 14. sagan. Aðstoð við skattframtal verður 14. mars. Tímapantanir í síma 553 6040. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9–17, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 13.30 lomber og skák, kl. 14.30 enska, kl. 17 myndlist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun og perlusaumur og kortagerð, kl. 10.30 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 14 sögu- stund og spjall. Hraun- bær 105. Miðvikud. 14. mars verður komið frá Skattstofunni og fram- talsaðstoð veitt. Panta þarf tíma í s. 587 2888. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, keramik, tau- og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Norðurbrún 1. Á morg- un fótaaðgerðarstofan opin frá kl. 9–14, bóka- safnið opið frá kl. 12–15, kl. 10 ganga. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15 dans- kennsla, framhald, kl. 13.30 danskennsla, byrj- endur, kl. 13 kóræfing. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gull- smára. Brids í Gull- smára 13 á mánudögum og fimmtudögum. Mæt- ing og skráning kl. 12,45. Spil hefst kl. 13. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morgun- stund, kl. 10 fótaaðgerð- ir, kl. 13 handmennt, leikfimi og spilað. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Á morgun kl. 19 brids. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristni- boðssalnum, Háaleit- isbraut 58–60, mánudag- inn 5. mars kl. 20 (ath. breyttur tími). Benedikt Arnkelsson hefur bibl- íulestur. Allir karlmenn velkomnir. Kvenfélagið Heimaey. Fundur verður mánu- daginn 5. mars kl. 20.30 í Ársal Hótel Sögu. Gest- ur kemur á fundinn. Kvenfélag Kópavogs. Farið verður í heimsókn til Kvenfélags Bessa- staðahrepps þriðjudag- inn 6. mars. Lagt af stað kl. 20 frá Hamraborg 10. Uppl. í s. 554 0388, Ólöf. Kvenfélagið Fjallkon- urnar heldur aðalfund þriðjudaginn 6. mars kl. 20 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Venjuleg aðalfund- arstörf. Bögglauppboð. Konur, komið með pakka. Kaffiveitingar. Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju. Mars- fundur félagsins verður haldinn í Grafarvogs- kirkju 5. mars kl. 20. Efni fundarins: Sýni- kennsla í gerð páska- skreytinga. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Félag breiðfirskra kvenna. Skemmtifundur verður mánud. 5. mars kl. 20. Góðir gestir koma í heimsókn. Söngur og gleði. Allir velkomnir. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fundur verður þriðjudaginn 6. mars kl. 20 í safnaðarheimilinu. Spilað verður bingó. Kvenfélag Seljasóknar heldur fund þriðjudag- inn 6. mars kl. 19.30. Á fundinum verður ítalsk- ur réttur frá veit- ingastaðnum Caruso. Kvenfélag Garðabæjar. Marsfundurinn verður á Garðaholti 6. mars kl. 20.30, gestir fundarins verða kvenfélagskonur úr Villingaholtshreppi. Kvenfélag Laug- arnessóknar. Fundur verður á morgun, mánu- daginn 5. mars, kl. 20. Áríðandi mál á dagskrá. Orlofsnefnd húsmæðra, Reykjavík. Kynning- arfundur verður haldinn 5. mars kl. 20 í Vík- ingasal Hótels Loftleiða, kynntar verða ferðir sumarsins. Allar hús- mæður í Reykjavík vel- komnar. Kvenfélag Lágafells- sóknar heldur fund í Hlégarði mánudaginn 5. mars kl. 19.30. Erla Hulda Halldórsdóttir flytur erindi um Kvennasögusafnið. Þátt- taka tilkynnist í s. 566 7835 ITC Íris, Melkorka, og Stjarna. Funda saman kl. 20 á mánudagkvöldið í Safnaðarh. Hafn- arfjarðarkirkju. Fyr- irlesari Lovísa Christ- iansen. Uppl. í s. 555 2821, Helena Mjöll. Í dag er sunnudagur 4. mars, 63. dagur ársins 2001. Æskulýðsdag- urinn. Orð dagsins: Þolgæðis hafið þér þörf, til þess að þér gjörið Guðs vilja og öðlist fyrirheitið. (Hebr. 10, 36.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 sögn, 4 kuldaskjálfta, 7 býsn, 8 stór, 9 spök, 11 raup, 13 atlaga, 14 fiskar, 15 bjó til, 17 mjög, 20 ekki gömul, 22 rödd, 23 sefaði, 24 fyrirkomulag, 25 bik. LÓÐRÉTT: 1 sori, 2 sálir, 3 rudda, 4 hrörlegt hús, 5 slanga, 6 kylfu, 10 getnaður, 12 tjón, 13 púka, 15 súlu, 16 trylltur, 18 fletja fisk, 19 gera grein fyrir, 20 grafi, 21 syrgi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 renningur, 8 sunnu, 9 fúlan, 10 tin, 11 arðan, 13 sinna, 15 skári, 18 sláni, 21 lóm, 22 stall, 23 álaga, 24 ragmennið. Lóðrétt: 2 efnuð, 3 nautn, 4 nafns, 5 uglan, 6 assa, 7 knáa, 12 aur, 14 ill, 15 sess, 16 ásana, 17 illum, 18 smáan, 19 ásaki, 20 iðan. Víkverji skrifar... VEL hefur tekist til við þýðingu áýmsum hugtökum á íslensku. Foot and mouth desease hrellir nú dýr á Bretlandi eins og hamrað hefur verið á í fréttum – fóta og kjaft-veiki, svo enska nafnið sé þýtt beint. Eng- inn vafi leikur á því að íslenska hug- takið yfir þennan hræðilega sjúkdóm er fallegra: Gin- og klaufaveiki. x x x VÍKVERJI keypti sér prentara afCanon-gerð í Elkó fyrir nokkr- um misserum og hefur síðan stöku sinnum keypt í hann blekhylki á sama stað. Slíkt stykki kostar 850 krónur þar á bæ en síðast fjárfesti Víkverji í samskonar prentborða í Nýherja, umboðsfyrirtæki Canon-prentaranna hérlendis. Þar þurfti hann að reiða fram heilar 1.250 krónur, en vert er að geta þess að verðið er enn 850 krónur í Elkó. Hvernig má þetta vera? x x x SKYLDMENNI Víkverja, einstæðmóðir, er að undirbúa fermingu dóttur sinnar og keypti m.a. á dög- unum peysu á stúlkuna af því tilefni í tískuverslun í Kringlunni. Henni brá í brún skömmu síðar þegar hún sá ná- kvæmlega eins peysu – sama vöru- merki, sama lit, sömu stærð – 2.000 krónum dýrari í annarri verslun í sama húsi. Er þetta ekki líka undar- legt? x x x VINUR Víkverja fagnaði fimm-tugsafmæli ekki alls fyrir löngu. Í tilefni dagsins ákvað hann með fjög- urra daga fyrirvara að fara á leiksýn- ingu að kvöldi afmælisdagsins. Eftir að hafa skoðað leikhússauglýsingar Morgunblaðsins kom í ljós að umrætt kvöld var aðeins ein leiksýning á höf- uðborgarsvæðinu; Með fulla vasa af grjóti á Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins. Þennan tiltekna dag var tek- ið fram að aðeins örfá sæti væru laus. Þægileg kvenmannsrödd svaraði í Þjóðleikhúsinu en þegar hún var beð- in um þrjá miða á þessa sýningu sagði hún að því miður væri orðið uppselt. Smávon fælist í ósóttum pöntunum. Vinurinn bar sig aumlega, sagðist vera áskrifandi að sýningum í leik- húsinu auk þess sem þetta væri raun- verulega neyðarkall. Enn sýndi kon- an þolinmæði og bað viðmælanda sinn um kennitölu og vinurinn þuldi upp tölurnar tíu. „Nú, já, þetta er svona alvarlegt. Hafðu ekki áhyggjur af þessu góði. Þú mátt sækja þrjá miða í miðasöluna daginn fyrir sýningu.“ Hvert orð konunnar stóð eins og staf- ur á bók og hafði vinur skrifara á orði að það væri langt síðan að hann hefði fengið eins hlýlega og góða þjónustu. x x x VÍKVERJI er knattspyrnufíkillog á stundum afskaplega bágt með sig þegar hann gluggar í dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar. Hann hefur verið þaulsætinn upp á síðkast- ið, bæði um helgar og virka daga en þá hefur hin frábæra Evrópukeppni – bæði leikir í meistaradeildinni og keppni félagsliða – verið á dagskrá. Í gær stóð til að byrja á því að fylgj- ast með leik Leeds og Manchestesr United fyrir hádegi, laumast einhvers staðar til að sjá viðureign Leicester og Liverpool á Stöð 2 (sem Víkverji er ekki með sjálfur) um miðjan daginn og síðan leik spænsku stórliðanna Real Madrid og Barcelona í gær- kvöldi. Víkverji ætlar að sleppa því að horfa á ítalska og enska leikinn í dag á Sýn, en svo er leikur frá Englandi á Sýn annað kvöld og leikir í meistara- deildinni bæði á þriðjudag og mið- vikudag. Það er ekkert launungarmál að Víkverji er hamingjusamlega gift- ur, og er m.a.s. svo heppinn að eig- inkonan hefur mjög gaman af knatt- spyrnu ... Hver er maðurinn með gleraugun? MAÐURINN vinstra megin á myndinni heitir Sæmundur og hann lést 1948. Myndin gæti verið tekin á árunum 1944– 1948. Ef einhver gæti gefið einhverjar upplýs- ingar, vinsamlegast hafið samband við Kolbein í síma 551-6862. Frábærar greinar ANNA hafði samband við Velvakanda og lang- aði að vekja athygli á tveimur greinum sem birtust í Morgunblaðinu fyrir stuttu. Önnur grein- in birtist 25. febrúar sl.og er eftir Ellert B. Schram. Hún heitir Síðbúið minni kvenna. Hin greinin birt- ist 27. febrúar sl. eftir Al- bert Jensen og heitir Aldraðir og Blöndal. Þessar greinar eru alveg frábærar og það er mikill mannkærleikur í grein Alberts, segir Anna. Mig langar að benda fólki á að lesa þessar greinar, þær eru vel þess virði. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kannast einhver við mennina á myndinni? HVAR hún er tekin og hverjir eru á henni? Ef ein- hver getur gefið einhverjar upplýsingar, vinsamleg- ast hafið samband við Braga G. Bjarnason í síma 557- 1585 eða 891-6485. GÍSLI Gunnlaugsson hefur verið öflugasti skákmaður Dalamanna um áraraðir. Oftsinnis hefur hann verið á meðal efstu manna á Ís- landsmótinu í bréfskák en fyrir stuttu varð hann Ís- landsmeistari í fyrsta skipti. Í gegnum tíðina hafa ekki margir skák- viðburðir verið í Dalasýslu, en þegar þeir eru kemur Gísli að þeim með miklum mynd- arbrag. Fyrir stuttu lauk Norðurlanda- mótinu í skóla- skák en það var einmitt haldið í Laug- um í Dölum. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Staðan kom upp í D-flokki á mótinu þar sem Teemu Pu- das (1571) hafði hvítt gegn Ágústi Braga Björnssyni (1615). 26. Df7+ Kh7 27. Hxh6+! Og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 27...Kxh6 28. Dg6#. Skákþing Kópavogs hefst 4. mars og stendur til 1. apríl. Teflt verður í húsakynnum Taflfélags Kópavogs. Með morgunkaffinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.