Morgunblaðið - 04.03.2001, Síða 53

Morgunblaðið - 04.03.2001, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 53 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert kappsfullur og það svo að þú átt erfitt með að halda aftur af þér þegar bet- ur færi á því. En áhugi þinn virkar smitandi á aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað þess- vegna. Gættu þess að misnota ekki þessi forréttindi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Leggðu þig fram um að fá sem mest út úr þeim tækifær- um sem gefast. Þau eru mörg og vandinn er að velja rétt og vinna svo úr því öllu saman. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það getur oft reynt á þolin- mæðina að vera í samstarfi við aðra en sýndu lipurð og líttu á björtu hliðar málanna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er til lítils að þvæla um hlutina fram og aftur enda- laust. Orðum verða að fylgja athafnir svo það er eins gott að þú brettir upp ermarnar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér væri nær að líta í eigin barm í stað þess að reyna að skella skuldinni á aðra. Að- eins með því að gera hreint í eigin ranni getur þú haldið áfram. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er ekki rétt að taka þýð- ingarmiklar ákvarðanir án þess að afla allra staðreynda og gera sér grein fyrir afleið- ingunum. Gefðu þér tíma til þessa. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að halda ró þinni hvað sem tautar og raular. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Stundarhrifning getur dregið dilk á eftir sér þegar hún er innihaldslaust hjóm. Forð- astu slíka reynslu með því að gefa þér nægan tíma. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér hrýtur af munni hvert spakmælið á fætur öðru en gættu þess að þú sért ekki bara að tala fyrir eigin eyru heldur leggðu eitthvað raun- hæft til málanna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert góður í að hlusta á aðra og vera öxlin sem þeir geta grátið við. Gleymdu samt ekki sjálfum þér því þú átt líka við þín vandamál að stríða. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Taktu þér tíma til þess að meta allar aðstæður. Þeir sem nálægt þér standa munu virða það að þú dragir þig í hlé um sinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er eitt og annað sem þú hefur látið sitja á hakanum að undanförnu. Raðaðu verkefn- um eftir forgangsröð því þá verður eftirleikurinn auð- veldari. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FYRST ein sagnþraut: Það er enginn á hættu og makker opnar á þremur spöðum í fyrstu hendi. Næsti maður doblar og norður á að segja með nokkuð glæslileg spil á móti. Norður ♠ K3 ♥ Á742 ♦ Á9 ♣ Á8632 Suður ♠ DG109874 ♥ 6 ♦ 832 ♣ 75 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 3 spaðar Dobl 4 spaðar Pass Pass Pass Þessi tiltekni spilari valdi að hækka í fjóra spaða. Er það viturlegt eða kemur önn- ur sögn til greina – pass, re- dobl eða jafnvel þrjú grönd? Setjum nú sviga utan um þessa spurningu í bili og snú- um okkur að því að spila fjóra spaða með laufkóng út. Öruggir slagir eru níu og sá tíundi gæti komið með tíg- ulstungu í borði ellegar á frí- lauf. En það er óþarfi að dúkka fyrsta laufið, því hugs- anlega á austur einspil, svo best er að drepa og spila aft- ur laufi. Norður ♠ K3 ♥ Á742 ♦ Á9 ♣ Á8632 Vestur Austur ♠ Á62 ♠ 5 ♥ KD9 ♥ G10853 ♦ KG10 ♦ D7654 ♣ KDG10 ♣ 94 Suður ♠ DG109874 ♥ 6 ♦ 832 ♣ 75 Vestur svarar með hjarta- kóng. Ásinn tekur þann slag og lauf er trompað. Og nú kemur lykilspilamennskan – smár tígull frá báðum hönd- um. Ef vörnin mætir því með spaðaás og spaða, fæst inn- koma á spaðakóng til að trompa laufið frítt með tíg- ulásinn enn í blindum. Ann- ars má trompa þriðja tígul- inn. En aftur að sögnum. Ef norður redoblar, hrökklast austur í fjögur hjörtu og hvað á norður þá að gera? Hann mun sjá eftir því að dobla, því öll uppskeran er ásarnir þrír. Norður valdi því greinilega réttu sögnina að hækka í fjóra spaða. Þannig fór hann í samning sem var líklegur til að vinnast og setti aukinn þrýsting á mótherj- ana. Þetta er stundum orðað svo: Í sagnbaráttu er oftast best að láta mótherjana um síðustu ákvörðunina. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 100 ÁRA afmæli.Hundrað ára verð- ur mánudaginn 5. mars Guð- munda Guðmundsdóttir frá Búðum í Grindavík. Eigin- maður hennar Guðlaugur Þórðarson sjómaður lést 6. ágúst 1962. Guðmunda er vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík. Hún dvelur með ættingjum sínum á afmælis- daginn. 75 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 5. mars, verður Kristinn P. Michelsen, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, 75 ára. Sam- býliskona hans er Margrét Þorgeirsdóttir. Þau verða að heiman. 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 4. mars, er fimmtugur Björn Ingi Christensen, kjötiðn- aðarmeistari, Ásbúð 56, Garðabæ. Hann er að heim- an í dag. 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 4. mars, er fimmtugur Krist- ján Friðþjófsson, Huldu- braut 5, Kópavogi. Hann er að heiman í dag. Ekki alls fyrir löngu var í þessum pistlum rætt um beygingu sérnafnsins Ár- vakur og í framhaldi af því um no. faraldur og tvenns konar beygingu þess. Vonast ég til, að sú umræða hafi vakið ein- hverja lesendur til um- hugsunar. Nú hefur bætzt við enn eitt orð, þar sem fallbeyging þess virðist vefjast fyrir mönnum. Er það no. höldur, sem merk- ir samkv. OM. óðalsbóndi en var áður einnig haft um jarðeiganda. Þetta no. mun ekki algengt í nútíð- armáli en menn kannast áreiðanlega við það í sam- setningunni búhöldur, sem haft er um bónda, einkum stórbónda eða góðbónda. Svo er ljóst, að ýmsir halda, að höldur beygist eins og no. akur eða faraldur, sem áður hefur verið minnzt á. Þannig er ekki, því að höldur er hreinn a-stofn, þar sem r-ið helzt ekki í öllum föllum. Í blaðinu Degi 9. febr. sl. var þessi regla brotin, vafalaust fyrir misskilning. Þar er á 2. bls. talað um einn af stofnendum Höldurs á Akureyri. Og síðar í sömu frétt er talað um fram- kvæmdastjóra fyrirtækis- ins og sagt, „en hann hef- ur um árabil starfað hjá Höld.“ Hér hefur blaða- maður ruglazt heldur bet- ur í ríminu. No. beygist svo: í et. höldur, um höld, frá höldi, til hölds og í ft. höldar, hölda, höldum, hölda. Því var annar maðurinn stofnandi Hölds, ekki Höldurs, en hinn hafði lengi starfað hjá Höldi. – J.A.J. ORÐABÓKIN Höldur Meðvirkni Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjá- skipti og tilfinningar verður haldið föstu- dagskvöldið 16. mars og laugardaginn 17. mars í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Opinn fundur skóla- og fræðslunefndar Sjálfstæðisflokksins Er menntun fjárfesting? Frummælendur: Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans Bifröst Áslaug B. Guðmundardóttir sérfræðingur í fræðslumálum Magnús Ragnarsson markaðsstjóri Ketill B. Magnússon MA í heimspeki Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður Almennar umræður verða að framsöguerindum loknum. Allt áhugafólk um háskólamenntun, endurmenntun og símenntun velkomið. Fundarstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. www.xd.is, sími 515 1700 Þriðjudaginn 6. mars kl. 17.15-18.30 í Valhöll Viktoria Antik  Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. frá kl. 11-17, sun. kl. 13-17 Til fermingargjafa Skrifborð - Skrifborðsstólar Kommóður - Bókahillur Fyrir fermingarveisluna Borðstofusett - Stök borð og stólar Gömul dönsk postulínsstell Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, situr í félagsmálanefnd og utanríkisnefnd Alþingis. Steingrímur verður til viðtals á skrifstofu flokksins í Hafnarstræti 20, 3. hæð, kl. 16–18 á morgun, mánudaginn 5. mars. Allir velkomnir. Steingrímur J. Sigfússon Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Njálsgötu 86, s. 552 0978 Vöggusængur, vöggusett, barnafatnaður LJÓÐABROT Sveitin mín Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin, sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðöl sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjarta bundin. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. - - - Sigurður Jónsson frá Arnarvatni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.