Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.03.2001, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 4. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Naglalakk með naglaskrauti Þrír litir í hverjum kassa ásamt naglaskrauti Fjórir mismunandi litakassar HAGKAUP, SNYRTIVÖRUDEILDIR VERSLANIR LYFJU SNYRTISTOFAN ÁSRÓS, HAFN. FÍNA, MOSFELLSBÆ GALLERY FÖRÐUN, KEFLAVÍK BJARG, AKRANESI TARA, AKUREYRI APÓTEK DALVÍKUR SAUÐÁRKRÓKS APÓTEK APÓTEK STYKKISHÓLMS HÚSAVÍKUR APÓTEK APÓTEK AUSTURLANDS, SEYÐISFIRÐI LYFSALAN, PATREKSFIRÐI FROSTÞOKA,“ mælir Egillog horfir upp í loftið, er viðgöngum sem leið liggur aðheimili hans. Áhugamál Ís- lendinga nr. 1, veðrið, opnar þetta viðtal og er það vel. Við ræðum frost- þokuna lítillega og þetta undarlega veður sem fylgir henni. Það er eins og það sé í uppnámi hvort skuli vera; vorveður eða vetur. Ískaldur og ræf- ilslegur úði samfara glampandi sól og heiðríkju. Heimili Egils er afskaplega nota- legt. Prúðbúið Þingholtsheimili. Hann er mikill „lífskúnstner“, menn- ing og listir eru honum hugleikin fyr- irbæri, og gildir einu hvers lags form þau þá taka sér, eitthvað sem á eftir að koma bersýnilega í ljós hér á eftir. Ástríðan er heil og hún er sönn. Það er spurning hversu ítarlega þarf að kynna þennan mann sem er efalaust með þjóðþekktari mönnum. Egill er allt í senn, leikari, söngvari og lagahöfundur og hefur samið hundruð laga og texta. Hann hefur starfað í hljómsveitum eins og Spil- verki þjóðanna, Stuðmönnum og Þursaflokknum, samið tónlist fyrir kvikmyndir, leikrit og söngleiki og starfað með fjölda listamanna, hér- lendum sem erlendum. Ég ætla því ekki að bera meira í þennan bakka- fulla læk. Núna er það núið. „Þetta er platan“ Kaffi með soðinni mjólk skal það vera. Egill hellir upp á tvo bolla og býður mér inn í vinnuherbergi. Bæk- ur, píanó, hljómplötur. Og tveir þægilegir stólar. Egill sest við skrif- borðið og ég á móti. Og nóg komið af þvaðri. Vindum okkur í Angelus novus. „Ég þarf nú eiginlega að setja mig í stellingar,“ segir Egill. „Því það er skrýtið hvernig svona hlutur sem hefur tekið upp allt manns líf sleppur fljótt frá manni þegar verkinu er lok- ið.“ Egill stendur upp og sýnir mér hefti merkt Angelus novus. „Þetta er platan,“ segir hann og bendir mér á nótnaútskriftir einstakra laga. Hann segir frá því að upptökur hafi gengið hratt og vel fyrir sig og er sýnilega sáttur með sitt. Egill segist alltaf vera að semja – gerir það á snoturt og gamalgróið píanóið sem situr þarna með okkur. „Þetta eru svona möppur sem ég geri og svo bara drita ég inn lögum. Hér eru (opnar eina möppuna og sýnir mér) einhver þrjátíu lög. Þar af eru tvö á þessari plötu.“ Egill lýsir ástæðum þess að hann réðst í gerð plötunnar sem svo: „Mér finnst ég vera í einhverri leit sem gengur út á það að samhæfa stemmningu, orð og músík. Þegar það tekst þá verður það einhver heimur sem þú gengur inn í. Og þeg- ar best lætur er allt hvert öðru háð, texti og lag geta ekki án hvort ann- ars verið. Litrófið sem þú ert að reyna að búa til er þá sannfærandi og heildstætt.“ Lítið hip-hop Egill segir að ekki sé að finna mik- ið af hip-hoppi á plötunni, né neinum tilraunum til að spegla tíðarandann í tónlist. „Ég held að á vissan hátt hafi ég einangrast. Ekki það að ég fylgist ekki með því sem gerist, ég hef drukkið í mig alls kyns hluti, orðið hrifinn af einu og ekki öðru. Þannig tekur maður nú inn áhrif. Ég er til dæmis í hljómsveit árið 1978 (Þursa- flokknum), þegar diskóið er allsráð- andi, og hún er einhvers konar vetr- arhöll. Einangruð í tíma og við vorum meira að velta okkur upp úr 17. öldinni en nokkurn tímann nú- tímanum. Og þar áður hafði ég verið í Spilverki þjóðanna, 1975. Það var rétt fyrir pönkið þó að vísu væri það byrjað í Bandaríkjunum, við vorum okkur meðvituð um bönd eins og Television og fleiri. En á meðan vor- um við í einhvers konar Peter, Paul & Mary vangaveltum. Gerandi hand- knúna músík sem færi vel við flauels- fötin (hlær).“ En nú gerist Egill skyndilega al- varlegur. Og einlægur. „Maður verð- ur að leita inn á við og sækja í það sem mann langar virkilega til að gera hvað tónlistarsköpunina varð- ar. Ekki það sem einhver býst við af þér. Og þessi plata er mínar einlæg- ustu vangaveltur.“ Migið utan í allar girðingar Egill er með puttana á ýmsu hvað listinni viðkemur og virðist nærast á fjölbreytninni. Þetta samþykir hann. „Svíar eiga ágætis orð yfir þetta, „mångsysslare“, sá sem sýslar við margt. Ég held að þegar menn hafa áhuga á mörgu, þegar áhugasviðið takmarkast eiginlega ekki við neitt ákveðið, að það beri vott um mikla lífslöngun (hlær). Það ber vott um að þú ert forvitinn um margt.“ Egill veltir vöngum yfir þessu. „Ég held að maður sé ekkert voða- lega pragmatískur. Sumir eru svo pragmatískir að þeir segja bara, „líf- ið er stutt. Maður á að einbeita sér að einhverju einu til þess að ná alvöru árangri.“ Mér sjálfum finnst hins vegar meira atriði að koma víðar við. Sjá margt og ekki vera að spyrja að einhverjum pragmatískum árangri. Spyrja frekar, „Hvað er það sem gef- ur mér eitthvað?““ Egill er maður vel máli farinn og textar hans hafa einatt verið á góðri og skemmtilegri íslensku. „Mér finnst þetta vera alvörumál þegar menn búa til texta, eitthvað svona sem er haft fyrir öðrum. Mér þykir óskaplega vænt um þetta mál og ég held að þegar grannt er skoðað þyki okkur það öllum. Við myndum skynja það mjög vel ef við myndum glata því – myndum kannski vakna upp einn daginn og allir væru talandi ensku. Þetta er svo mikill hluti af því hvernig við sjáum sjálf okkur; hvern- ig við hugsum, hvernig við úttölum okkur um tilfinningar okkar.“ Lífið Egill segir texta plötunnar vera mansöngva að upplagi. „Þetta eru dálitlar vangaveltur um myrkrið. Og vonina sem fylgir nýjum dögum. Ég kem líka inn á það að einhvern tíma kemur að því að við þurfum að fara héðan. Við vitum af dauðanum og hugsum um hann. Það gerir lífið á einhvern hátt innihaldsríkara. Úr því að við erum hérna núna, hvers vegna skyldum við ekki reyna að gera það besta úr því? Því skyldum við ekki reyna að lifa lífinu þannig að við séum ekki að sóa því? Og þá held ég að það sé svo mikilvægt að vera þakklátur fyrir alla þá fundi sem við eigum við annað fólk; að eiga sam- neyti við fólk, að eiga vini. Þessu gleymum við oft því okkur þykir þetta vera sjálfsagður hlutur.“ Egill segir þetta ekki vera nein ný sannindi en góð vísa sé aldrei of oft kveðin. Hann segist enn fremur hafa, eins og aðrir, glímt við myrkrið og reynt að fóta sig í því. „Og þá hef- ur það að búa til músík gert það að verkum að mér líður betur. Ég er svona einhvern veginn sáttari við sjálfan mig. Tilveran verður ríkari.“ Eins og kom fram hér í upphafi stendur listin nálægt Agli. Ég ákvað því að spyrja hann fremur bjánalegr- ar spurningar. Og þó. Mér lék nefni- lega forvitni á að vita hvort hann ástundi menningarlegt líferni mark- miðsbundið. Egill hlær réttilega að þessari spurningu og spyr á móti hvað menningarlegt líf sé. „Ja, ef ég er t.d. mjög þreyttur og orkulítill þá finnst mér óskaplega gott að slappa af fyrir framan imbann,“ segir hann. „En ef maður leitar að einhverju til að örva mann þá þarf eitthvað allt annað. Það þarf að vinna í því. Sjón- varp er alveg ofboðslega hættulegur miðill því hann dregur úr mönnum allar vígtennur og leggur þá bara flata. En ég meina, mér finnst upp- örvandi að fara á listviðburði, á mál- verkasýningar eða hlusta á góða músík; alveg sama af hvaða toga hún er. Þetta skilar manni einhverju. Maður upptendrast. Annaðhvort af heilagri reiði eða þá aðdáun.“ Klukkan er orðin fjögur og ég er orðinn of seinn upp á Mogga. Ég kveð Egil því með virktum og skokka í áttina að Laugaveginum. Frostþok- an er farin. Ég dríf mig upp á blað, byrja að skrifa og setpunkt aftan við greinina. Núna. Heimur sem þú gengur inn í Morgunblaðið/Ásdís Egill Ólafsson: „Ég held að maður sé ekkert voðalega pragmatískur.“ Egill Ólafsson gefur út sína þriðju plötu Egill Ólafsson, fjöl- listamaður með meiru, gefur út sína þriðju plötu, Angelus novus/ Nýr engill, á morgun, mánudag. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Egil um listina og lífið að þessu gefna tilefni. Jói konungur / Joe the King  Áhrifamikil saga um dreng sem fetar þá braut glötunar sem fyrir honum liggur. Býður hvergi upp á ódýrar lausnir. Þannig hlógum við / Cosi ridevano  Þessi nýjasta mynd ítalska leik- stjórans Gianni Amelio segir fjöl- skyldusögu á óvenjulegan en vel- heppnaðan máta. Geimvegferðin / Galaxy Quest  Bráðskemmtileg og snjöll gaman- mynd sem gerir góðlátlegt grín að Star-Trek kúltúrnum. The Filth and the Fury / Eldur og brennisteinn  Sterk heimildarmynd um pönk- goðsögnina Sex Pistols. Pinocchio / Gosi Þessi rúmlega sextíu ára gamla teikinmynd um spýtustrákinn Gosa er eitt af hinum sígildu meistara- verkum Disney-fyrirtækisins. Uppreisnarskáldin / Beat  Fróðleg og vel gerð mynd um upp- reisnarskáldin (Beat) svokölluðu sem setur þó fram nokkuð vafasam- ar hugmyndir lokin. Glæpur og refsing í úthverfinu / Crime and Punishment in Suburbia  Dramatísk mynd með sönnum persónum sem sver sig svolítið í ætt við Ameríska fegurð. Brjáluð keyrsla / Human Traffic  Hressileg og hreinskilin heimild um æsilega klúbbamenningu breskra ungmenna. Frelsishetjan / The Patriot  Stórkarlaleg kvikmyndagerð með mögnuðum hópbardagasenum. Hins vegar er dramatíkin handónýt. Góðmyndbönd Guð hjálpi drottningunni: Nonni rotni úr The Filth and the Fury. Heiða Jóhannsdótt ir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.