Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 1
61. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 14. MARS 2001
FYRSTA staðfesta tilfelli gin- og
klaufaveiki á meginlandi Evrópu
greindist í Frakklandi í gær. Er
þetta í fyrsta sinni í 20 ár sem gin-
og klaufaveiki blossar upp í
Frakklandi. Lönd Evrópusam-
bandsins (ESB), Sviss, Pólland og
Noregur bönnuðu innflutning á
klaufdýrum frá Frakklandi.
Bandarísk stjórnvöld greindu frá
því að tímabundið bann hefði verið
sett á innflutning kjöts og búfjár
frá þeim löndum ESB þar sem
spurst hefði til gin- og klaufaveiki.
Kanadísk stjórnvöld lögðu bann
við öllum innflutningi landbúnað-
arvara frá löndum ESB.
Argentínsk stjórnvöld staðfestu
að gin- og klaufaveiki hefði greinst
þar í landi í gær. ESB bannaði í
kjölfarið innflutning búfjár, kjöts
og mjólkurafurða þaðan. Bannið
verður endurskoðað 15. apríl.
Í Bretlandi, þar sem faraldurinn
braust út þann 19. febrúar sl., var
tilkynnt um 17 ný tilfelli í gær og
hefur gin- og klaufaveiki því
greinst á rúmlega 200 býlum þar.
Faraldurinn
gæti breiðst út
Gin- og klaufaveiki greindist í
a.m.k. sex kúm í Mayenne í N-
Frakklandi í gær. Franski land-
búnaðarráðherrann, Jean Glavany,
varaði við því að tilfellum gæti átt
eftir að fjölga. Ef sjúkdómurinn
breiðist út í Frakklandi líkt og
hann hefur gert í Bretlandi á það
eftir að verða frönskum landbún-
aði mikið áfall, en hann er enn í
sárum vegna afleiðinga kúariðu.
Frakkar flytja næstmest allra
þjóða út af landbúnaðarafurðum.
Sérfræðingar ESB á sviði dýra-
lækninga boðuðu til neyðarfundar
í gær í kjölfar fréttanna frá
Frakklandi. Auk þess að banna út-
flutning búfjár í a.m.k. tvær vikur
afréð nefndin að banna allan út-
flutning mjólkurafurða og kjöts
frá Mayenne og Orne umdæmun-
um.
Sýktu nautgripirnir voru í 114
dýra hjörð og var strax hafist
handa við að slátra henni. Hjörðin
hafði verið í grennd við gripi sem
fluttir voru inn frá Bretlandi og
slátrað var í byrjun mánaðarins.
Yfir 40.000 dýrum hefur verið
slátrað í Frakklandi síðan gin- og
klaufaveiki kom upp í Bretlandi.
Norskur misskilningur
Sá misskilningur komst á kreik í
gær að Norðmenn hefðu bannað
allan innflutning á landbúnaðar-
afurðum frá löndum ESB og
EFTA og þar með talið frá Ís-
landi. Síðar kom í ljós að röng
fréttatilkynning hafði verið sett á
vefsíðu ríkisstjórnarinnar. Norð-
menn höfðu eingöngu sett inn-
flutningsbann á franskar landbún-
aðarafurðir en fyrir var bann á
breskum og n-írskum afurðum.
Ítalskir embættismenn tilkynntu
í gær að rannsókn væri hafin á
fyrsta meinta tilfelli gin- og
klaufaveiki þar í landi, í Abruzzi
héraðinu á Mið-Ítalíu. Fyrstu
rannsóknir, á sauðahjörð sem flutt
var inn frá Frakklandi og víðar að,
sýndu að hún hefði komist í tæri
við gin- og klaufaveiki, en ekki var
talið víst að hún væri smituð.
Gripið til víðtækra ráðstafana gegn útbreiðslu gin- og klaufaveiki
Staðfest tilfelli í Frakk-
landi og Argentínu
París, Brussel. AFP, AP.
AP
Hræ nautgripa brennd í Frakklandi í gær. Þeim var slátrað eftir að gin- og klaufaveiki greindist í hjörðinni.
Mikið áfall/26
EGYPSKUR leiðsögumaður tók
fjóra þýska ferðamenn í gíslingu í
fyrradag og segist ekki munu láta
þá lausa fyrr en synir hans tveir,
sem búa í Þýskalandi ásamt móður
sinni, snúi aftur til Egyptalands.
Konan, sem er þýsk, yfirgaf mann-
inn fyrir einu og hálfu ári.
Þýsk og egypsk stjórnvöld
greindu frá þessum atburði í gær-
dag. Þau eiga nú í samningavið-
ræðum við manninn. Maðurinn,
Ibrahim Said Mussa, er vopnaður
byssu og sögðu embættismenn
þýska utanríkisráðuneytisins að
skipuð hefði verið sérstök neyðar-
nefnd til að fást við málið.
Að sögn egypska innanríkisráðu-
neytisins er ferðamönnunum haldið
föngnum í íbúð í borginni Lúxor,
sem er um 500 km suður af Kairó.
AFP-fréttastofan náði örstuttu
símtali við manninn í gær og sagði
hann vilja endurheimta forræði yfir
sonum sínum. „Það eina sem ég vil
er börnin mín. Eiginkona mín fór
með börnin mín... Ég hef ekki séð
þau og ekki fengið að tala við þau í
síma síðan þá,“ sagði hann við AFP.
Að sögn egypsku lögreglunnar
hafnaði maðurinn milligöngu nefnd-
ar þýska sendiráðsins. Mussa sagði
við AFP að sendiráðið hefði neitað
sér um áritun til Þýskalands.
Fréttastofan ræddi einnig við
einn gíslanna, Marco Wedekind, og
sagði hann að vel væri farið með
þá.
Egyptaland
Ferðamenn
í haldi leið-
sögumanns
Kairó, Lúxor. AP, AFP.
BANDARÍSKA hlutabréfavísitalan
Nasdaq rétti úr kútnum í gær þegar
fjárfestar reyndu að notfæra sér lágt
gengi tæknifyrirtækja til að gera
kjarakaup eftir mikla lækkun vísitöl-
unnar í fyrradag.
Nasdaq hækkaði um 78 stig, eða
4,5%, í 2.001 stig. Vísitalan hefur
lækkað um tæp 62% frá 10. mars á
síðasta ári þegar hún var hæst, 5.048
stig.
„Markaðurinn var stórlega ofmet-
inn fyrir ári og við teljum að matið á
hlutabréfunum sé nú orðið skynsam-
legt þótt þau séu ekki enn ódýr,“
sagði James Oberweis, forstjóri
Oberweis Asset Management.
Dow Jones lækkaði hins vegar um
67 stig, eða 0,66%, eftir fimmta
mesta fall í sögu vísitölunnar daginn
áður.
Gengi hlutabréfa lækkaði veru-
lega í Asíu, einkum í Japan þar sem
Nikkei-vísitalan lækkaði um 2,89%.
Evrópska hlutabréfavísitalan,
FTSE 300, lækkaði um 1,06% og hef-
ur ekki verið jafn lág í 16 mánuði.
Nasdaq
réttir úr
kútnum
New York. Reuters, AP.
ALFRED Sirven, fyrrverandi að-
stoðarforstjóri franska risaolíufyrir-
tækisins Elf, neitaði í gær að bera
vitni í réttarhöldum í einu umtal-
aðasta spillingarmáli sem upp hefur
komið í Frakklandi. Búist hafði verið
við því að vitnisburður Sirven, sem
handtekinn var á Filippseyjum í síð-
asta mánuði eftir fjögur ár á flótta,
myndi varpa ljósi á misnotkun á
sjóðum olíufyrirtækisins sem áður
var í ríkiseigu.
Ríkissaksóknarinn, Jean-Pierre
Champrenault, sakaði Sirven um að
reyna vísvitandi að hindra framgang
réttlætisins. Hann sagði Sirven og
hafa sýnt mikinn heigulshátt er hann
lagði á flótta. Saksóknarinn sagðist
mundu taka mið af hegðun Sirvens
við uppkvaðningu dómsins.
Á leiðinni út úr réttarsalnum
heyrðist Sirven muldra „ég læt vini
mína um útskýringarnar“. Þar er
talið að hann eigi við þá sex aðra sem
kærðir hafa verið fyrir aðild að mál-
inu en þar á meðal eru Roland Dum-
as, fyrrverandi utanríkisráðherra,
fyrrverandi hjákona hans, Christine
Deviers-Joncour, og Loik Le Floch-
Prigent, fyrrverandi forstjóri Elf.
Sirven er ákærður fyrir að hafa
stýrt ólöglegum sjóðum Elf sem talið
er að hafi verið notaðir til mútu-
greiðslna og ýmissa vafasamra við-
skipta.
Sirven sagðist ekki vilja svara
spurningum sem tengdust eingöngu
meintri misnotkun á sjóðum Elf.
Auka þyrfti umfang réttarhaldanna
þannig að þau tækju einnig til um-
deildrar sölu, sem tengdist Elf, á
herskipum til Taívan árið 1991. Sirv-
en sagðist ekki geta varið sig á full-
nægjandi hátt þar sem niðurstöður
rannsóknar á sölu herskipanna
lægju ekki fyrir.
Réttarhald í frönsku spillingarmáli
Sirven neitar
að bera vitni
París. AFP, AP.
LÖGREGLA beitti tára-
gasi og barsmíðum gegn
námsmönnum sem köst-
uðu grjóti og bensín-
sprengjum fyrir utan
skrifstofur Golkar-
flokksins í Jakarta, höf-
uðborg Indónesíu, í gær.
Forseti landsins, Abd-
urrahman Wahid, virti að
vettugi háværar kröfur
um að hann segði af sér.
Bæði andstæðingar og
stuðningsmenn forsetans
létu til sín taka fyrir utan
höfuðstöðvar Golkar, en
flokkurinn var áður
stjórntæki Suhartos, fyrr-
verandi einræðisherra í
landinu. Nú berst flokk-
urinn fyrir afsögn Wahids.
Mikil lækkun varð á
gengi hlutabréfa í kaup-
höllinni í Jakarta í gær,
annan daginn í röð, og varð seðla-
bankinn að skerast í leikinn til að
bæta gengi indónesíska gjaldmið-
ilsins, rúpíunnar, eftir að aðstoð-
armenn Wahids tilkynntu að hann
hefði aflýst öllum opinberum emb-
ættisverkum til að hvílast. Þeir
neituðu því aftur á móti að heilsu
forsetans, sem er 61 árs, næstum
blindur og hefur fengið nokkur
heilablóðföll, hefði hrakað vegna
stjórnmálaástandsins í landinu.
AP
Átök í Jakarta
Jakarta. AP.
♦ ♦ ♦