Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ LEIKFÉLAG Akureyrar mun hafa eina aukasýningu á gamanleikritinu Gleðigjöfunum eftir Neil Simon laugardaginn 24. mars nk. vegna mikillar eftirspurnar. Gleðigjafarnir er eitt vinsælasta og víðförlasta gamanleikrit þessa bandaríska leik- skálds og heitir á frummálinu „The Sunshine Boys“. Það var Gísli Rúnar Jónsson sem þýddi Gleðigjafana og aðlagaði að íslenskum aðstæðum og nútíma, leikritið gerist nú á Akureyri og sögutíminn er dagurinn í dag. Leikritið fjallar um gamanleikja- parið Villa Breiðfjörð og Kalla Frí- manns. Þeir störfuðu saman sem skemmtikraftar í yfir 40 ár og voru í hópi vinsælustu skemmtikrafta landsins. Benni, sem er bróðursonur Villa og umboðsmaður, kemur að máli við karlana, sem eru orðnir vel rosknir menn og að mestu sestir í helgan stein, og fær þá til að hittast og æfa eitt af gömlu atriðunum sín- um fyrir þátt á Stöð 2. Það gengur ekki þrautalaust og eiga þeir ýmis- legt óuppgert frá árum áður. Sam- skipti þeirra eru kostuleg og orða- hríðin milli þeirra bæði óvægin og beitt. Atburðarásin tekur síðan óvænta stefnu og ekkert fer eins og til var ætlast. Saga Jónsdóttir leikstýrir verk- inu. Hallmundur Kristinsson gerir leikmynd og búninga. Ingvar Björnsson lýsir. Gunnar Sigur- björnsson gerir hljóðmynd. Þráinn Karlsson leikur Villa Breiðfjörð. Að- alsteinn Bergdal leikur Kalla Frí- manns, Skúli Gautason leikur Benna Breiðfjörð. Sunna Borg leikur hjúkr- unarkonu. Í öðrum hlutverkum: Tinna Smáradóttir (nemi í MA), Jón- steinn Aðalsteinsson, Herdís Jóns- dóttir, Þórarinn Blöndal og Hjálmar Hjálmarsson leikur kynni í Sjón- varpi og þulur í sjónvarpi er Björg- vin Halldórsson. Leikfélag Akureyrar Aukasýning á Gleðigjöfunum TVÍTUGUR karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 7 mánaða fangelsi vegna þjófnaðarbrota en 6 mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Félagi hans, tæplega tvítugur, var dæmdur í 45 daga fangelsi skilorðs- bundið til tveggja ára. Þá var þeim gert að greiða nokkra upphæð í skaðabætur auk þess að greiða mál- svarnarlaun. Mennirnir tveir voru ákærðir fyr- ir fjölda þjófnaðarbrota en þau voru flest framin á tímabilinu frá síðasta sumri og fram eftir haustinu. Meðal þess sem þeir voru ákærðir fyrir var stuldur á tékka úr ólæstri bif- reið í miðbæ Akureyrar að upphæð 25 þúsund krónur og öðrum að upp- hæð 3 þúsund. Myndavél og linsa, skothylkjaklemma og skot, geisla- diskar, ferðageilsaspilari, kassettu- tæki og peningar voru á meðal þess sem mennirnir tóku ófrjálsri hendi og oftast úr ólæstum bifreiðum. Þá var einnig kært vegna tveggja innbrota í Endurvinnsluna en þaðan höfðu mennirnir á brott með sér nokkra peningaupphæð í hvort sinn. Loks var mönnunum gefið að sök að hafa stolið súrmjólk og þremur samlokum í innbrot í Skinnaiðnað í fyrrahaust. Játuðu mennirnir greiðlega þá háttsemi sem þeim var gefin að sök. Yngri maðurinn hafði ekki brotið af sér áður en í umræddum málum gerðist hann sekur um 7 þjófnaðar- brot, ýmist einn eða með félaga sín- um. Eldri maðurinn hlaut skilorðs- bundinn dóm vegna 6 þjófnaðarbrota árið 1999 og á ný vegna 8 þjófnaðarbrota árið 2000. Í því máli sem nú var til umfjöllunar gerðist hann sekur um 9 þjófnaðar- brot. Hann hefur verið skjólstæð- ingur félagsmálayfirvalda og verið undir eftirliti Fangelsismálastofn- unar síðustu misseri og þykja að- stæður hans að sumu leyti vænlegri en oft áður en maðurinn hefur stundað atvinnu frá áramótum. Því þótti fært að skilorðsbinda 6 mánuði af þeim 7 mánaða fangelsisdómi sem maðurinn hlaut, en þar var einnig horft til andlegra erfiðleika, ungs aldurs og skýlausrar játning- ar. Tveir karlmenn dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra Í fangelsi vegna fjölda þjófnaða Ólafsfirði - Íslandsmótið í dorg- veiði var haldið í Ólafsfirði laug- ardaginn 10. mars. Um 50 manns voru skráðir og var veiði þokkaleg þegar upp var staðið, en alls veidd- ust um 40 fiskar, mest bleikja og koli. Íslandsmeistari var Tómas Gunnarsson úr Reykjadal í Þing- eyjarsýslu. Keppt var í flokki eldri og yngri. Í flokki yngri voru veitt eftirtalin verðlaun: Fyrsti fiskurinn: Elmar Heiðarsson. Stærsti fiskurinn: Elmar Heiðarsson. Flestir fiskar: Saga Karen Björnsdóttir. Í flokki eldri: Fyrsti fiskurinn: Sunisa Otharit. Stærsti fiskurinn: Jakob Óðinsson. Flestir fiskar: Tómas Gunnarsson. Minnsta fiskinn veiddi Ásgeir Bjarnason. Yngsti keppand- inn var Jóhannes Tómasson, tveggja ára, en hann er sonur Ís- landsmeistarans. Elsti keppandinn var Sigurgeir Hólmgeirsson Framan af degi veiddist sáralít- ið. Mótið hófst kl. 11 og að tveimur tímum liðnum hafði aðeins ein bleikja veiðst. Leist mönnum ekk- ert á blikuna. En svo rættist heldur betur úr veiðinni, en hún fór fram á þremur stöðum. Veður var blautt í morgunsárið en mjög gott eftir hádegi, hlýtt og milt. Að móti loknu var verðlauna- afhending og kaffisamsæti á hót- elinu. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Keppendur sem tóku þátt í Íslandsmótinu í dorgveiði á Ólafsfirði. Um 50 manns dorguðu á Ólafsfjarðarvatni NÁMSKEIÐIÐ Ferðaþjónustan og samfélagið í umsjón Arnars Más Ólafssonar, lektors, brautarstjóra ferðamálabrautar HA og forstöðu- manns Ferðamálaseturs Íslands hefst fimmtudaginn 15. mars kl. 17:15 í Þingvallastræti 23. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað umsögu og þróun ferðaþjónustu. Eðli hennar, einkenni og gildi. Helstu tegundir ferðaþjónustu. Ferðamennsku sem samfélagslegt fyrirbrigði og skýringar fræðimanna á því hvers vegna fólk ferðast. Ímynd og ferðamennsku. Tómstund- ir og afþreyingu. Stöðu ferðaþjón- ustu í þjóðfélaginu og heiminum. Hagræn, náttúruleg, félags- og menningarleg áhrif ferðamennsku og ferðaþjónustu sem og framtíðar- horfur í ferðaþjónustu. Námskeið um ferðaþjónustu og samfélagið FULLTRÚI frá tölvudeild Háskól- ans í Skövde í Svíþjóð verður á Ís- landi 16.–19. mars og kynnir tölvu- nám við skólann. Föstudaginn 16. mars verður kynningarfundur í Menntaskólanum á Akureyri klukk- an 14.30. Tölvudeild Háskólans í Skövde býður upp á BS-nám á breiðu sviði tölvufræða auk þess sem kostur gefst á meistaranámi í tölvunar- fræði við deildina. Deildin er mjög vel tækjum búin, í húsnæði sér- staklega byggðu með kennslu og rannsóknir í tölvuvísindum í huga. Um 600 manns stunda nám við tölvudeildina. Við deildina fara fram rannsóknir á sviðum raun- tímakerfa, gervigreindar, gagna- grunna, þróun upplýsingakerfa, hugfræði og líftölvunarfræði. Á þessum vetri hafa um 25 íslenskir námsmenn verið við nám í Skövde í tölvu- og líftölvunarfræði. Umsóknarfrestur til náms við tölvudeild Háskólans í Skövde rennur út 15. maí fyrir íslenska um- sækjendur ef notað er sérstakt um- sóknareyðublað. Almennar forkröf- ur eru stúdentspróf. Umsóknarblöð og upplýsingaefni á íslensku er að finna á Netinu: www.his.se/ida/is- land/. Nám á haustönn hefst 20. ágúst. Íslenskum umsækjendum verður veitt aðstoð við útvegun húsnæðis og fáist næg þátttaka verður boðið upp á sænskunámskeið í byrjun haustannar. Kynning á tölvu- námi Háskólinn í Skövde í Svíþjóð STELPURNAR í þriðja flokki Þórs urðu Íslandsmeistarar í innanhúss- knattspyrnu á dögunum eftir góðan 4:3-sigur á Stjörnustúlkum í úrslita- leik. Í undanúrslitum lagði Þór Breiðablik að velli 2:1 en í hinum undanúrslitaleiknum vann Stjarnan Val 7:1. Mótið fór fram í Valsheimilinu og lék Þór í riðli með Fjölni, Leikni Fárskrúðsfirði og Val. Þór vann Fjölni 5:2 og Leikni 3:0, tapaði fyrir Val 1:4 en hafði eigi að síður sigur í riðlinum. Með þessum glæsta sigri fetuðu stelpurnar í fótspor strákanna í meistaraflokki félagsins sem urðu Íslandsmeistarar innanhúss fyrr á árinu. Þórsstelpur Íslands- meistarar Morgunblaðið/Kristján Þórsstelpur fagna titlinum. Efri röð f.v. Bjarney Sigurðardóttir, Rakel Hinriksdóttir, Telma Glóey Jónsdóttir, Theódóra Gunnarsdóttir, Elma Grétarsdóttir og Jónas Sigursteinsson þjálfari. Fremri röð f.v. Jónína Ásgríms- dóttir, Björk Nóadóttir fyrirliði, Sandra Sigmundsdóttir, Katrín Vilhjálmsdóttir og Kristín Baldvinsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.