Morgunblaðið - 14.03.2001, Side 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 19
SÍÐASTA sýning á Sniglaveisl-
unni eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
hjá Leikfélagi Akureyrar verð-
ur í Samkomuhúsinu á laugar-
dag, 17. mars, kl. 20. Leikfélag
Akureyrar frumsýndi Snigla-
veisluna í febrúar síðastliðnum.
Þetta er ný leikgerð unnin eftir
þessari vinsælu skáldsögu
Ólafs Jóhanns, sem kom út árið
1994 og vakti mikla og verð-
skuldaða athygli.
Sýningin hlaut einróma lof
gagnrýnenda, segir í fréttatil-
kynningu, og hefur verið sýnd
fyrir fullu húsi í Samkomuhús-
inu á Akureyri en nú er komið
að því að flytja sýninguna til
Reykjavíkur og verður hún
sýnd í Iðnó frá 21. mars.
Leikgerðina gerðu Sigurður
Hróarsson og Ólafur Jóhann
Ólafsson. Gunnar Eyjólfsson
leikur Gils Thordarsen, í öðrum
hlutverkum eru: Sigurþór Al-
bert Heimisson, Sunna Borg og
Hrefna Hallgrímsdóttir. Leik-
stjóri er Sigurður Sigurjóns-
son, leikmynd og búninga gerir
Elín Edda Árnadóttir, lýsingu
hannar Halldór Örn Óskarsson
og hljóðmynd Hilmar Örn
Hilmarsson.
Sýningin er samvinnuverk-
efni við Leikfélag Íslands.
Síðasta
sýning
á Snigla-
veislunni
EFTIR mikla ofankomu í síðustu
viku var töluverður snjór á Ak-
ureyri og þurfti því að ræsa snjó-
ruðningstæki í snjómokstur. Greið-
lega gekk að hreinsa götur
bæjarins sem nú eru allar orðnar
auðar og greiðfærar. Töluvert
miklir snjóskaflar söfnuðust fyrir
víða vegna snjómokstursins og alla
síðustu viku voru vörubílar notaðir
til að keyra snjóinn í sjóinn. Einnig
var töluverðu snjómagni sturtað í
Glerána og í gær var enn verið að
keyra snjó í ána.
Hilmar Gíslason bæjarverkstjóri
sagði að vorið væri á næsta leiti og
snjómokstri hefði því að mestu ver-
ið hætt. „Þetta hefur verið dásam-
legur vetur og nú bíðum við bara
eftir því að geta hafið vorhreins-
unina og við erum reyndar þegar
byrjaðir að hreinsa upp sand af göt-
um bæjarins.“
Snjóinn
í sjóinn
Morgunblaðið/Kristján
EKIÐ var á unga stúlku um eða
laust eftir miðnætti aðfaranótt síð-
asta laugardags á Strandgötu, á milli
Nætursölunnar og BSO. Stúlkan
kvaðst þá ómeidd en nú hefur komið
í ljós að svo er ekki þannig að rann-
sóknardeild lögreglunnar á Akur-
eyri óskar eftir því að bílstjórinn eða
vitni að ákeyrslunni hafi samband
við lögreglustöð vegna málsins. Um
var að ræða hvítan fólksbíl.
Rannsóknardeild lög-
reglunnar á Akureyri
Ökumaður
gefi sig fram
Golfkúlur 3 stk. í pakka
aðeins 850 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is