Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI 22 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn föstudaginn 23. mars 2001 í Egilsbúð, Neskaupstað, kl. 16.30 Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2001, ásamt tillögu um greiðslu arðs. 3. Kosning stjórnar. 4. Kosning endurskoðenda. 5. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 6. Tillaga um hækkun hlutafjár í félaginu. Gert verður ráð fyrir að hluthafar falli frá áskriftarrétti að aukningarhlutum. 7. Tillögur til aðalfundar, löglega upp bornar: Tillaga um heimild til handa félagsstjórn til kaupa á hlutabréfum í Síldarvinnslunni hf. 8. Önnur mál. SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. skiluðu 424 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, sem er 19% meiri hagnaður en fjármálafyrirtæki höfðu spáð að meðaltali og 22% meiri hagnaður en árið 1999. Ólafur B. Thors, framkvæmda- stjóri félagsins, segir að ýmislegt jákvætt sé í þessu uppgjöri og nefn- ir sérstaklega verulega aukningu ið- gjalda og aukin umsvif félagsins. Hann segir þó að vátryggingarekst- urinn hafi verið erfiður, en þar sé skýringin fyrst og fremst lög- bundnu bifreiðatryggingarnar og frjálsu ábyrgðartryggingarnar, en verri staða á þeim sé vegna nýlegra skaðabótalaga. Af þessum sökum hafi þurft að bæta verulega í tjóna- skuldina. Í reikningum félagsins kemur fram að 707 milljóna króna tap hafi verið af lögbundnu öku- tækjatryggingunum en tapið af þessum tryggingum var 298 millj- ónir króna árið 1999. 37 milljóna króna tap var af almennu ábyrgð- artryggingunum en 89 milljóna króna tap ári fyrr. Tjónaskuld eykst verulega milli ára Tjónaskuldin er hluti vátrygging- arskuldarinnar og stendur nú í 10,3 milljörðum króna, en var rúmir 9 milljarðar árið 1999. Tjónaskuldin er fjármunir sem tryggingafélag leggur til hliðar til að mæta greiðslu vegna væntanlegra tjóna. Ólafur segir að vegna þess hve miklu þurfti að bæta við tjónaskuldina hafi Sjóvá-Almennar ekki getað bætt við útjöfnunarskuldina, eins og ætlunin hafi verið, heldur hafi félagið orðið að ganga á hana. Útjöfnunarskuld er hluti vátryggingarskuldar í efna- hagsreikningi en breyting á henni kemur fram í rekstrarreikningi. Lækkun útjöfnunarskuldar var 120 milljónir króna á síðasta ári og batnar afkoma félagsins fyrir skatta sem því nemur. Stórir sjóðir tryggingafélaganna hafa stundum verið gagnrýndir, en sú aukning tjónaskuldar sem áður var nefnd þýðir einmitt að sjóðirnir vaxa. Þegar þessi gagnrýni er borin undir Ólaf segir hann að reynslan sýni alls ekki að of mikið sé sett í tjónaskuld. Hann bendir einnig á að reikningarnir séu jafnan lagðir fyrir Fjármálaeftirlitið, sem fari yfir þá, og það hafi engar athugasemdir gert. Varðandi reksturinn í fyrra segir Ólafur að menn þurfi að athuga að óvenjumikill hagnaður hafi verið af fjármálarekstri félagsins og þar skipti söluhagnaður vegna hluta- bréfa sem félagið átti í Trygginga- miðstöðinni og Olíufélaginu mestu. Í reikningum félagsins kemur fram að söluandvirði þessara eignarhluta hafi numið 1.534 milljónum króna, en bókfært verð hafi verið 674 millj- ónir króna. Söluhagnaður var því 860 milljónir króna, en skýringin á því að slíkur söluhagnaður mynd- aðist af bréfunum er sú að eign- arhlutir í félögum sem Sjóvá-Al- mennar fjárfesta í og ekki teljast til hlutdeildarfélaga eru bókfærðir á framreiknuðu kaupverði en ekki markaðsverði. Þetta leiddi til þess að hlutabréf Sjóvár-Almennra í skráðum félögum voru um áramótin vanmetin um rúman 3½ milljarð króna í bókhaldi félagsins. Ólafur B. Thors segir allt útlit fyrir að árið 2001 muni verða betra vátryggingarár en árið 2000. Ið- gjaldatekjur muni aukast í ár, en aukning tekna vegna hækkunar ið- gjalda hafi aðeins að litlu leyti kom- ið fram í fyrra. Þá segir hann að kostnaðarhlutfall félagsins muni lækka en fjármunatekjur muni ekki dragast saman. Aukið hlutfall rekstrarkostnaðar „Hagnaður Sjóvár-Almennra var talsvert meiri en greiningardeild hafði gert ráð fyrir og var 424 millj- ónir króna samanborið við 346 millj- óna króna hagnað árið áður,“ segir Guðrún P. Ólafsdóttir, greiningar- deild Kaupþings. „Mismun spár og rauntalna má einkum rekja til þess að greiningardeildin gætti ýtrustu varkárni við mat eigin tjóna fyrir árið. Á fyrri árshelmingi nam hlutall eigin tjóna af eigin iðgjöldum 127,7% en fyrir árið í heild nam hlutfallið 109,2%. Sé afkoma ein- stakra tryggingaflokka skoðuð er afkoma lögboðinna ökutækjatrygg- inga alls óviðunandi líkt og við var búist. Er von til að afkoma þessa tryggingaflokks batni á árinu er ið- gjaldahækkanir frá því í fyrra skila sér til félagsins í meira mæli. Einn- ig ætti lægri tjónatíðni það sem af er ári miðað við árið í fyrra að bæta stöðu þessa tryggingflokks.“ Guðrún segir hlutfall rekstrar- kostnaðar af eigin iðgjöldum aukast verulega frá fyrra ári og það sé mið- ur. Það sé nú 24,4% en hafi verið 22,5% í fyrra. Hún getur þess til samanburðar að þetta hlutfall hafi í fyrra verið 20,1% hjá Trygginga- miðstöðinni. Bjartara framundan „Á fundi með stjórnendum félagsins í gær kom fram að ástæð- ur mikillar hækkunar þessa hlut- falls væru uppbygging upplýsinga- kerfa auk launahækkana,“ segir Guðrún. „Jafnframt kom fram að fylgst yrði náið með rekstrarkostn- aði á árinu og stefnt að því að lækka hann. Fjármálastarfsemin kom nokkurn veginn eins út og við var búist en stór hluti afkomu fjármála- starfseminnar er söluhagnaður eignarhluta eða 860 milljónir króna. Þó er vöxtur vaxtatekna og verð- bóta heldur minni en búist var við en hann var 14% samanborið við 32% vöxt árið á undan og 21% vöxt á fyrstu sex mánuðum ársins. Þessi þáttur var í fyrra helsti vaxtar- broddur fjármálastarfseminnar. Stjórnendur telja að bjartara sé framundan hjá félaginu en á síðasta ári og er hægt að taka undir það. Greiningardeild hefur að undan- förnu mælt með kaupum á bréfum í félaginu og þá einkum til áhættu- dreifingar í eignasöfnum. Þær upp- lýsingar sem þegar hafa verið birt- ar úr uppgjörinu gefa ekki tilefni til þess að breyta þeirri skoðun en hins vegar skal bent á talsverða seljan- leikaáhættu hlutabréfanna en við- skipti með bréf félagsins hafa verið strjál.“ Aðalfundur Sjóvár-Almennra verður haldinn 22. þessa mánaðar og mun stjórn félagsins leggja til að hluthöfum verði greiddur út 20% arður af hlutafé. Það gera 117 millj- ónir króna eða um 28% af hagnaði. 707 m.kr. tap af öku- tækjatryggingum              !" " #$ % "& ' #!"   "( ) ( *$"  +   #!" #!" $ , &"   " $ !#$          " #$   -# ""     1+#+ & ( '&   . -#$/ /0  % "&  !#$      "$ .   #!" +  1" .   #!"    *$"  ! 2      -"  !2                    3' ' 4' 4 4 33   43 4  3' '3 '  3                             ! " ! " ! "                HALLDÓR Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að ekk- ert sérstakt nýtt hafi komið fram í ummælum Kristjáns Ragnarssonar, formanns bankaráðs Íslandsbanka- FBA, á aðalfundi bankans um upp- gjörsaðferðir bankanna. Páll Gunn- ar Pálsson, forstjóri Fjáramálaeft- irlitsins segir að þessi mál séu þegar í skoðun hjá eftirlitinu. Halldór segist telja að uppgjör Landsbankans sé nákvæmt og eðli- legt. „Við getum þess mjög opinskátt í okkar afkomutilkynningu að það sé þessi mismunur á bókfærðu verði þeirra bréfa sem eru í fjárfesting- arbók samanborið við veltubók. Við tókum um það alveg viðskiptalega ákvörðun í upphafi síðasta árs að það væri eðlilegt að við ættum um það bil tvo þriðju af markaðsskulda- bréfaeign okkar til lengri tíma í fjár- festingarbók þannig að við erum með um einn þriðja markaðsbréfa okkar í veltubók. Bréfin í fjárfest- ingarbók ætlum við að eiga til lengri tíma, það er viðskiptaleg ákvörðun og þar af leiðandi ber okkur að færa tekjur af þeim til tekna á hverju ári en ekki gengisbreytingar. Þetta er algerlega rétt viðskiptaleg ákvörð- un að okkar mati og rétt bókun á því. Það er því engin ástæða til þess að gera þetta tortryggilegt á neinn hátt enda greindum við nákvæm- lega frá þessu í afkomutilkynningu. Að mínu viti gefur það beinlínis ranga mynd að færa bréf sem menn hafa ákveðið að eiga í fjárfesting- arbók til lengri tíma eins og þau væru í veltubók. Við getum sagt sem svo að ef við hefðum fært þetta nið- ur um síðustu áramót þá værum við búnir að hagnast allt í einu á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs um 400 milljónir af þessari eign. Það er jafnóeðlilegt að fara að færa það til tekna í tveggja mánaða uppgjöri eins og að færa hitt til lækkunar í síðasta ársuppgjöri. Markaðurinn upplýstur Það er allt skýrt og nákvæmt í uppgjöri bankans. Það eru við- skiptalegar ástæður til þess að við bókum þetta með öðrum hætti en Íslandsbanki-FBA. Þeir greina skýrt frá því hvað þeir eru að gera og það gerum við líka og markaður- inn er algerlega upplýstur og fær um að meta þessi viðskipti. Ef Kristján hefði viljað vera alveg sanngjarn í þessari umræðu þá hefði hann kannski líka látið þess getið að Landsbankinn á einna stærsta hlut dulinna eigna í óskráð- um bréfum sem bankinn hefur ekki fært upp. Ef við færðum öll okkar bréf í fjárfestingarbók til líklegs markaðsvirðis þá væri það verulega til hækkunar.“ Notum viðurkennda aðferð Árni Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbankans, segir að leyfðar séu tvær aðferðir. Önnur sé sú að láta verðmæti bréfa fylgja sveiflum á markaði sem sé í sjálfu sér viður- kennd aðferð. Búnaðarbankinn noti aðra aðferð sem einnig sé viður- kennd. Þegar bankinn kaupi ríkis- pappíra færi hann þá við þeirri ávöxtunarkröfu sem þá gildir. Séu bréfin til dæmis til fimm ára og bankinn haldi þeim á þessu verði þá fái hann alltaf sömu vextina og fái bréfin borguð eftir fimm ár. „Svo gerist það að ef markaðsvextir hækka þá lækkar verðið á bréfunum á þeim degi en þau bera hærri vexti eftir það. Lækki vextir hækka bréf- in aftur á móti í verði á sama tíma en bera lægri vexti. Endapunkturinn verður alltaf sá sami. Ef hugsað er sem svo að uppsafnaðir vextir og höfuðstóll borgist í lokin þá verður það alltaf sama talan. Ef við hefðum fært þetta eftir hinni aðferðinni þá er það rétt að hagnaðurinn í fyrra hefði verið minni en þetta eru ein- faldlega tvær viðurkenndar aðferð- ir.“ Árni segir að öll hlutabréf bank- ans í veltu- og fjárfestingarbók séu hins vegar færð á markaðsvirði, sama hvort þau séu skráð eða óskráð en við mat á óskráðum bréf- um sé reynt að taka mið af síðustu viðskiptum. Málið þegar í vinnslu hjá Fjármálaeftirlitinu Aðspurður segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlits- ins, að Fjármálaeftirlitið hafi fyrir nokkru ákveðið að taka þessi mál sérstaklega til skoðunar, þ.e. ákvæði um mat á verðbréfum í reikningsskilum fjármálafyrirtækja og þá ekki bara bankanna einna. Verið sé að vinna í þessum málum með það að markmiði að auka sam- ræmi í framsetningu ársreikninga þeirra. Það sé liður í eftirlitsskyldu Fjár- málaeftirlitsins að fylgjast með hvernig fjármálafyrirtæki setji árs- reikninga sína fram. Menn hafi einnig til hliðsjónar mótun reikn- ingsskila á alþjóðavettvangi en stefnan sé almennt að koma á sem mestu samræmi. Þessi stefna hafi meðal annars verið í mótun innan Evrópusambandsins, meðal annars til þess að koma á innri markaði og í því skyni að auðvelda fyrirtækjum útboð í fleiri en einu ríki. Ársreikningar bankanna Fjármálaeftir- litið með málið í skoðun ÞESS má vænta að breytingar verði á stjórn Flugleiða á aðal- fundi félagsins sem haldinn verð- ur á morgun, fimmtudag, klukkan 14. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun verða gerð tillaga á fundinum um að Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskips, Birgir Rafn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kjaran, og Pálmi Haraldsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, komi inn nýir í stjórn Flugleiða. Í stað þeirra fari Indriði Páls- son, Árni Vilhjálmsson og Gunn- ar Jóhannsson úr stjórninni. Framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á aðalfundinum en frestur til að óska eftir margfeld- iskosningu rann út fimm sólar- hringum fyrir aðalfund, þ.e. klukkan 14 síðastliðinn sunnu- dag. Aðrir í stjórn Flugleiða eru: Hörður Sigurgestsson stjórnar- formaður, Grétar Br. Kristjáns- son varaformaður, Benedikt Sveinsson, Garðar Halldórsson, Haukur Alfreðsson og Jón Ing- varsson. Þrír nýir koma inn í stjórn Flugleiða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.