Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 23
SAMA dag og starfsmenn Ericsson
komust ekki til vinnu í Kista-hverf-
inu, Kísildal þeirra Svía, vegna raf-
magnsleysis gaf fyrirtækið út af-
komuviðvörun. Í yfirlýsingunni segir
að tap Ericsson á fyrsta fjórðungi
þessa árs verði um fjórir til fimm
milljarðar sænskra króna eða um 34
til 43 milljarðar króna. Niðurstaðan
er mun verri en búist hafði verið við.
Ericsson hafði áður sagt að reikna
mætti með að fyrirtækið væri rekið á
núlli á fyrsta ársfjórðungi 2001. Rétt
fyrir viðvörunina var viðskiptum
með bréf Ericsson hætt og eftir að
þau hófust aftur lækkuðu þau um
20% og á nokkrum klukkutímum féll
markaðsvirði félagsins um 1.300
milljarða íslenskra króna.
Hlutabréfavísitalan í Stokkhólmi
lækkaði um tæp sex prósent á mánu-
dag. Bréfin lækkuðu síðan um tíu
prósent til viðbótar við upphaf við-
skipta í gær. Hvert hlutabréf selst
nú á um 60 sænskar krónur en komst
hæst í 228 krónur sænskar í mars
2000 eða fyrir um ári. Verð hluta-
bréfanna er nú svipað og um mitt ár
1999.
Seint á árinu 1999 og í byrjun árs
2000 steig verð hlutabréfanna hratt
og fór úr rúmum 60 sænskum krón-
um í 228 á nokkrum mánuðum. Síðan
hefur leiðin legið niður á við. Mark-
aðsvirði fyrirtækisins hefur lækkað
um ellefu þúsund milljarða síðan það
var hæst í mars 2000. Nú er Ericsson
metið á sex þúsund milljarða ís-
lenskra króna.
Fyrirtækið rekur tapið fyrst og
fremst til hægari vaxtar á mörkuð-
um en gert var ráð fyrir. Á Banda-
ríkjamarkaði færi hagvöxtur minnk-
andi og viðskiptavinir Ericsson væru
í auknum mæli að fresta þeim fjár-
festingum sem voru fyrirhugaðar. Á
Evrópumarkaði væri einnig útlit fyr-
ir minni sölu en áætlanir gerðu ráð
fyrir. Viðskiptavinir fyrirtækisins
héldu að sér höndum vegna óvissu
um markaðshorfur og viss mettun á
markaði ætti sér stað. Salan í heild
stæði því í stað í stað þess að vaxa
um fimmtán prósent eins og gert var
ráð fyrir í upphaflegum áætlunum.
Við þetta bætist tap á farsímafram-
leiðslu og mikill þróunarkostnaður
vegna þriðju kynslóðar farsíma.
Framleiðsla á farsímum var nýverið
látin í hendur fyrirtækisins Flex-
tronics sem hefur einbeitt sér að
framleiðslu þeirra og framleiðir
meðal annars síma fyrir keppinaut-
inn Motorola. Vandamálið hins vegar
núna er að minnkandi hagvöxtur og
óvissa á mörkuðum virðist hafa áhrif
á öllum viðskiptasviðum fyrirtækis-
ins en ekki bara í sölu á farsímum.
Kom fjármálasérfræðingum á óvart
Fréttin kom mörgum sérfræðing-
um á fjármálamörkuðum á óvart.
Svo mikið tap á einum ársfjórðungi
væri fyrirboði um að eitthvað mikið
væri að og áhrifanna kæmi ekki bara
til með að gæta á fyrsta ársfjórðungi.
Sérfræðingar sem versla mikið með
bréf fyrirtækisins sögðu að fyrst svo
væri komið yrði ekki ólíklegt að bréf-
in lækkuðu niður í um fimmtíu
sænskar krónur. Það sem væri sér-
stakt áhyggjuefni væri slök afkoma
á sviði sem hefði í gegnum tíðina
skilað hvað mestum hagnaði og lýtur
að uppbyggingu og sölu símkerfa.
NTT DoCoMo í Japan, sem fyrst
símafyrirtækja í heiminum mun
bjóða upp á svokallaða þriðju kyn-
slóð farsíma í maí næstkomandi, til-
kynnti í gær að einungis tveir fram-
leiðendur af ellefu væru tilbúnir með
þriðju kynslóðar farsíma. Bæði fyr-
irtækin eru japönsk, NEC og Mat-
sushita. Sú staðreynd að Nokia og
Ericsson skuli ekki geta framleitt
þriðju kynslóðar símtæki í maí eru
viss vonbrigði fyrir þessi tvö fyrir-
tæki sem hingað til hafa verið leið-
andi í tækniþróun og nýjungum á
þessu sviði. Hingað til hefur verið
talið að horfur hjá evrópskum fyr-
irtækjum væru bjartari en hjá
bandarískum vegna þess að hagvöxt-
ur er nú meiri í Evrópu. Nú er hins
vegar ljóst að slæmt efnahagsástand
í Bandaríkjunum getur haft mikil
áhrif á evrópsk fyrirtæki.
Búast má við að Nokia þurfi að
gefa út afkomuviðvörun en fyrirtæk-
ið gerði ráð fyrir vexti í sölu upp á
35%. Sérfræðingar segja nú að sú
tala sé allt of há miðað við aðstæður í
dag. Sumir sérfræðingar halda því
fram að nú sé botninum náð og við-
snúningur á mörkuðum geti átt sér
stað, sérstaklega í upplýsinga- og
fjarskiptageiranum.
Taprekstur Ericsson
hefur víðtæk áhrif
Stokkhólmi. Morgunblaðið.