Morgunblaðið - 14.03.2001, Síða 24
ERLENT
24 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
OLIVE LEAF
EXTRACT
FRÁ
APÓTEKIN
T
al
ið
g
o
tt
vi
ð
há
ls
b
ó
lg
u
o
g
fle
ns
u.
MORÐ á 12 ára gamalli stúlku hefur
vakið mikinn óhug í Þýskalandi og
hafa sumir íhaldssamir þingmenn
lagt til að notuð verði byltingar-
kennd aðferð við að finna morðingj-
ann. Það er, að safnað verði erfða-
sýnum úr öllum fullorðnum
karlmönnum í landinu, sem eru um
41 milljón.
Sérfræðingar stjórnvalda í per-
sónuverndarmálum segja tillöguna
ekki fýsilega, hvorki lagalega né
framkvæmdalega, og kallaði einn
stjórnarþingmaður þetta „orwellska
eftirlitsóra.“
Engu að síður eru þess dæmi að
Þjóðverjar hafi með góðum árangri
bælt sterka tilhneigingu sína til
verndar einkalífs og leyft töku erfða-
efnissýna, eða DNA, til rannsóknar á
kynferðisafbrotamálum. Rannsókn á
16.400 körlum í norðvesturhluta
landsins 1998 leiddi til handtöku
manns sem viðurkenndi að hafa
nauðgað og myrt 11 ára stúlku.
En þessi kostur þykir ekki koma
til greina í bænum Eberswalde, þar
sem líkið af Ulrike Brandt fannst sl.
fimmtudag, og hafði henni verið mis-
þyrmt kynferðislega og hún myrt.
Yfirvöld eru undir miklum þrýstingi
um að ná árangri í rannsókn málsins.
Eitt hundrað og þrjátíu lögreglu-
menn sinna rannsókninni og hefur
190 þúsund marka fundarlaunum –
eða tæpum 7,7 milljónum króna –
verið heitið þeim sem veitt geti vís-
bendingar er leiði til handtöku morð-
ingjans.
Það jók á þrýstinginn þegar lög-
fræðilegur talsmaður Kristilega
demókrataflokksins og Kristilega
sósíalsambandsins, sem eru í stjórn-
arandstöðu, Norbert Geis, hvatti til
þess í viðtali við blaðið Bild am Sonn-
tag að allir þýskir karlmenn gengj-
ust undir próf, og bætti við að harð-
ari refsingar hefðu ekki reynst
nægjanlegar til að draga úr glæpum.
Tillagan vakti hörð viðbrögð. Ráð-
gjafi ríkisstjórnarinnar í persónu-
verndarmálum, Joachim Jacom,
benti á að samkvæmt þýskum lögum
yrði grunur um afbrot að liggja fyrir
áður en heimilt væri að leita gena-
bundinna sérkenna.
Jafnvel formaður Kristilega
demókrataflokksins, Angela Merkel,
sagði „stjórnarskrárleg vandkvæði“
á tillögunni.
Morð á tólf ára gamalli stúlku vekur mikinn óhug í Þýskalandi
Vilja taka DNA-sýni
úr öllum karlmönnum
Berlín. AP.
BANDARÍSKUR hermaður, sem
slasaðist þegar bandarísk herþota
varpaði sprengju fyrir mistök á æf-
ingu í Kúveit í fyrradag, var flutt-
ur á sjúkrahús í Þýskalandi þar
sem hann er talinn í lífshættu, að
því er talsmaður sjúkrahússins
greindi frá. Búist var við tveim
öðrum mönnum, sem slösuðust í
sprengingunni, á bandaríska
Landstuhl-sjúkrahúsið skammt frá
Ramstein í suðvesturhluta Þýska-
lands, í gær eða dag.
Foringi orrustuvélasveitar í
bandaríska flotanum var við
stjórnvölinn á F/A-18 Hornet-þot-
unni sem varpaði um 230 kílóa
sprengju sem varð sex manns að
bana og slasaði sjö í eftirlitsstöð á
æfingasvæði í eyðimörkinni í Kúv-
eit í fyrrakvöld (um klukkan 16 síð-
degis að íslenskum tíma), að því er
bandarískir varnarmálafulltrúar
greindu frá í gær.
Fimm þeirra sem létust voru
Bandaríkjamenn og einn var
Nýsjálendingur. Allir sem létust og
slösuðust voru eftirlitsmenn við
æfinguna. Orrustuvélasveitin hefur
aðsetur á flugmóðurskipinu Harry
Truman sem er á Persaflóa. Sveit-
arforingjar eru hátt settir her-
menn og jafnan þrautreyndir flug-
menn.
Heræfingunum fram haldið
Bandaríkjamenn og Kúveitar
skipuðu í gær sameiginlega nefnd
sem rannsaka á tildrög atburðar-
ins. „Slysið mun engu breyta um
sameiginlegar æfingar Kúveita og
Bandaríkjamanna. Þeim verður
fram haldið,“ sagði Sheik Jaber
Mubarak al-Sabah, varnarmálaráð-
herra Kúveit.
Þær upplýsingar fengust hjá
bandaríska sendiráðinu í Kúveit,
að bandarískir rannsóknarmenn
væru væntanlegir til landsins „nú í
vikunni,“ en ekki var gefin upp ná-
kvæm dagsetning. Varnarmálaráð-
herra Nýja-Sjálands sagði að
Bandaríkjamenn hefðu samþykkt
að nýsjálenskur eftirlitsmaður yrði
við rannsóknina.
Talsmaður bandaríska varnar-
málaráðuneytisins, David Lapan
undirofursti, sagði að það hefði
verið hluti af æfingunni að varpa
sprengjunni. „Augljóslega missti
sprengjan marks,“ sagði hann. Tal-
ið er að um hafi verið að ræða
Mark-82 sprengju sem er miðað án
sérstakra miðunartækja. Annar
varnarmálaráðuneytisfulltrúi sagði
aftur á móti að sprengjan kunni að
hafa verið búin leysigeislamiði.
Bandarískar hersveitir stunda
reglulega æfingar á þessu svæði,
sem er í al-Udari eyðimörkinni, um
50 km suður af landamærum Íraks.
Um 4.500 bandarískir hermenn eru
staðsettir í Doha-búðunum vestur
af Kúveitborg. Í síðasta mánuði
endurnýjuðu Bandaríkin og Kúveit
varnarsamning til tíu ára en hann
var fyrst undirritaður eftir Persa-
flóastríðið 1991.
AP
Bandarískir herbílar sem eyðilögðust þegar sprengjunni var varpað á æfingasvæðið í Kúveit.
Sex féllu er sprengja frá bandarískri herþotu missti marks
Háttsettur foringi
var við stjórnvölinn
Ramstein í Þýskalandi, Kúveit, Washington. AFP, Reuters.
NORÐUR-Kóreumenn aflýstu
á síðustu stundu fyrirhuguðum
viðræðum við háttsetta ráða-
menn frá Suður-Kóreu, sem
hefjast áttu í gær. Engin form-
leg ástæða var gefin en stjórn-
málaskýrendur töldu að hana
mætti hugsanlega rekja til
harðnandi afstöðu Bandaríkja-
stjórnar gagnvart kommún-
istastjórninni í Pyongyang.
Fyrirhugað var að háttsettur
ráðherra, Jon Kum-Jin, færi
fyrir sendinefnd Norður-Kór-
eumanna til Seoul, höfuðborgar
Suður-Kóreu, í gær. Viðræð-
urnar áttu fyrst og fremst að
snúast um fyrirhugaða heim-
sókn Kim Jong-Il, leiðtoga
Norður-Kóreu, þangað en einn-
ig átti að ræða leiðir til að draga
úr hernaðarlegri spennu milli
Kóreuríkjanna.
Boðað var til neyðarfundar
suður-kóresku stjórnarinnar
eftir að viðræðunum var aflýst í
gær. Að sögn embættismanna
mótmælti ráðherra sameining-
armála framkomu Norður-Kór-
eumanna harðlega og sendi yf-
irlýsingu til stjórnvalda í
Pyongyang, þar sem hann
harmar að viðræðunum hafi
verið aflýst og hvetur til þess að
þær verði hafnar sem fyrst.
Mótmæli vegna yfirlýsinga
Bandaríkjaforseta?
George W. Bush Bandaríkja-
forseti gaf fyrirheit um harðari
afstöðu Bandaríkjastjórnar
gagnvart Norður-Kóreu á
fundi sínum með Kim Dae-
Jung, forseta Suður-Kóreu, í
síðustu viku. Lét Bush meðal
annars í ljósi þá skoðun að
stjórnvöldum í Pyongyang væri
ekki treystandi og utanríkis-
ráðherrann Colin Powell lýsti
því yfir að Bandaríkjastjórn
ráðgerði ekki að ræða við Norð-
ur-Kóreumenn um áform sín
um að koma upp eldflauga-
varnakerfi.
Stjórnmálaskýrendur leiddu
getum að því að Norður-Kór-
eustjórn hefði verið að mót-
mæla þessu með því að aflýsa
viðræðunum í Seoul í gær.
„Norður-Kóreumenn munu
samt sem áður ekki aflýsa við-
ræðunum endanlega og munu
hafa samband við Suður-Kór-
eumenn von bráðar,“ sagði Ryu
Suk-Rur, sérfræðingur við ut-
anríkis- og öryggismálastofnun
Suður-Kóreu.
N-Kóreu-
menn af-
lýstu við-
ræðum
Seoul. AFP, AP.
ELDRA fólk í Danmörku mun
hvorki hafa ráð á því né heldur
treysta sér til þess að fara til út-
landa, verði það að hafa meðferðis
skrifleg vottorð fyrir öllum lyfjum
sem það þarf að hafa með sér, að
sögn forsvarsmanns Samtaka eldri
borgara í Danmörku.
Þegar Danir fullgilda Schengen-
sáttmálann 25. mars nk. taka um leið
gildi nýjar reglur um lyf sem inni-
halda vímuvaldandi efni. Þetta þýðir
að þeir sem þurfa að nota t.d. magn-
ýl, tilteknar gerðir af hóstasaft, gikt-
arlyf, róandi, sársaukastillandi og
slakandi, verða að hafa skriflegt
vottorð frá lækni fyrir hverju lyfi.
Ennfremur þarf að senda vottorðin
til heilbrigðisyfirvalda og fá þau
staðfest.
„Maður gæti haldið að það væri
fyrsti apríl,“ sagði Bjarne Hastrup,
framkvæmdastjóri Samtaka eldri
borgara. Hann bendir á að þessi lyf
séu notuð af mörgum eldri borgur-
um. Þeir muni missa allan áhuga á
ferðalögum „því að þeir munu aldrei
geta áttað sig á svona flóknum
reglum. Og eldra fólk kærir sig ekki
um að brjóta gildandi reglur – og
heldur því sig fremur heima hjá sér.“
Eldra fólk
fer hvergi
Danmörk