Morgunblaðið - 14.03.2001, Síða 28
LISTIR
28 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á UNDANFÖRNUM ár-um hefur i8 átt stóranþátt í því að breyta list-flórunni í Reykjavík og
þá ekki síst viðhorfum til sam-
tímalistar. Í galleríinu hafa marg-
ir helstu samtímalistamenn okkar
sett upp sýningar sem margar
hverjar teljast til tímamóta, auk
heimsfrægra erlendra listamanna
á borð við Tony Cragg, Roni
Horn og Catherine Yass, sem
ekki hafa hikað við að taka boði
um að sýna í þessu smáa rými á
Íslandi þar sem orðspor þess hef-
ur borist víða um lönd. Þar til um
síðustu áramót átti i8 sér hógvær-
an og látlausan samastað í gömlu
timburhúsi í Þingholtunum, en
eigandi þess, Edda Jónsdóttir,
ákvað þá að koma starfseminni í
framtíðarhúsnæði á Klapparstíg
þar sem verslunin Hamborg hafði
verið um áratugabil. Gallerí i8
verður opnað á nýjum stað á
föstudag, en stórfelldar breyting-
ar hafa verið gerðar á húsnæðinu
til þess að sníða það að þörfum
nýrrar starfsemi og óhætt er að
segja að þar verði eitt athygl-
isverðasta sýningarrými borgar-
innar. Hönnun rýmisins hefur
verið í höndum Snædísar Úlriks-
dóttur, en fyrsta sýningin á nýja
staðnum verður á verkum vel
þekkts þýsks listamanns, Karin
Sander.
„Þessir flutningar eru ákveðinn
áfangi í sögu gallerísins,“ segir
Edda Jónsdóttir, þegar hún er
spurð um flutningana og þær
breytingar sem verða á starfsemi
gallerísins í kjölfar þeirra. „Hér
er verið að taka starfsemina einu
skrefi lengra. Gamla húsnæðið
var orðið of lítið og sýnilegir
möguleikar á að reksturinn gæti
vaxið takmarkaðir. Þar var fyr-
irtaksaðstaða til að hafa litlar
sýningar þar sem nándin var mik-
il, en erfitt að finna svigrúm til að
viðra verk fleiri listamanna og
gefa mynd af víðara sviði í mynd-
listinni. Að fenginni þeirri reynslu
sem ég öðlaðist þar langaði mig
til að opna gallerí þar sem væri
góður sýningarsalur, auk annars
rýmis sem hefur upp á fjölbreytt-
ari möguleika að bjóða.“
Þörfin fyrir svona
starfsemi er brýn
„Það má ekki gleyma því að i8
var upphaflega opnað sem eins
konar tilraun, mig langaði til að
kanna hvort það væri raunhæfur
vettvangur fyrir svona starfsemi í
Reykjavík. Það kom fljótt í ljós að
þörfin fyrir svona gallerí er brýn
og áhuginn mikill, en hins vegar
var svo komið að ekki var hægt
að efla starfsemina frekar nema
með því að færa úr kvíarnar,“ út-
skýrir Edda. „Þegar ég fór út úr
Ingólfsstrætinu eygði ég mögu-
leika á að láta þann draum rætast
með því leggja það sem ég átti
fyrir undir. Ég átti góða vinnu-
stofu sem ég seldi til að geta látið
þetta ganga upp. Áður en ég fór
út í þennan gallerírekstur starfaði
ég sem myndlistarmaður og á
meðan ég var á gamla staðnum
má segja að ég hafi gælt við að
halda í báða heima, mína eigin
listsköpun og galleríreksturinn.
Ég sá þó fljótt að þannig rekur
maður ekki fyrirtæki, maður
verður að vera heill í því sem
maður gerir. Annars hefði ekkert
af þessu orðið að veruleika nema
vegna þess að maðurinn minn
hefur staðið við hlið mér eins og
klettur og yngri sonur minn,
Börkur Arnarson, hefur verið
með frá upphafi, en hann hefur
hannað allt efni fyrir i8.
Í byrjun mótaðist áhugi minn
af því að mig langaði til að vita
hvernig listumhverfið liti út frá
hinni hliðinni. Ég kom inn í þetta
sem myndlistarmaður sem sá til-
tölulega litla möguleika á að koma
nútímalist á framfæri í góðu sýn-
ingarrými, nema á söfnunum. Mig
langaði til að kanna hvað hægt
væri að gera erlendis, hvort ís-
lenskir listamenn væru ekki það
góðir að erlendum söfnurum
þætti fengur í að kaupa verk
þeirra. Eins fannst mér forvitni-
legt að sjá hvort hér heima væri
markaður fyrir þá tegund sam-
tímalistar sem mér finnst hvað
áhugaverðust. Ég gat ekki komist
að þessu nema reyna það sjálf,“
segir hún.
Nauðsynlegt að
kynna íslenska list í
alþjóðlegu samhengi
„Starfseminni á nýja staðnum
verður að einhverju leyti fundinn
nýr farvegur, þótt ég haldi að
sjálfsögðu fast í listrænt forræði
sem felst í því grundvallaratriði
að velja sjálf alla listamenn og
bjóða þeim að sýna. Ég er nýbúin
að ráða rekstrarstjóra til starfa,
sem sér um viðskiptahliðina og
daglegan rekstur, en starfsmað-
urinn sem ég hafði áður er að fara
í barnsburðarleyfi. Sjálf sé ég um
listrænu hliðina. Þær vonir sem
ég geri mér um að reksturinn á
galleríinu geti gengið upp byggj-
ast á því að þátttaka mín í alþjóð-
legum listkaupstefnum á undan-
förnum árum hefur leitt í ljós að
það er mögulegt að selja íslenska
list annars staðar. Það er einnig
mögulegt að komast í samband
við málsmetandi erlenda lista-
menn og selja verk þeirra, því
mér hefur tekist að koma upp
samböndum við safnara sem hafa
trú á stefnu i8 og fylgjast með
öllu sem ég hef á boðstólum. Ann-
að sem ég hef uppgötvað erlendis
er að með því að sýna íslenska og
erlenda listamenn saman er ég í
raun að tefla fram fólki sem verð-
ur að vera sátt hvað við annað og
sitja við sama borð. Alþjóðlegu
listamennirnir sem ég á í sam-
starfi við verða því að hafa trú á
þeim íslensku listamönnum sem
ég vel, listrænt séð. Það er for-
senda þess að fá þá til að vinna
með mér. Og samstarf við þekkta
erlenda listamenn er afar mik-
ilvægt fyrir þá sem starfa að list
sinni í tiltölulegri einangrun hér á
landi. Í raun þýðir ekkert að
kynna íslenska myndlist erlendis
án þess að setja hana í samhengi
við það sem er að gerast á al-
þjóðavettvangi. Listin er ekkert
síður íslensk fyrir það, hún styrk-
ist fremur og verður áhugaverð-
ari,“ segir Edda.
Myndlist verður að vera
meira en rammanna virði
„Annað nýnæmi í rekstrinum er
að galleríið er nú með ráðgjafa-
stjórn. Reynsla síðustu fimm ára
hefur leitt í ljós að kominn er tími
til að reyna að vinna meira úti í
þjóðfélaginu. Menningarstarfsemi
á borð við þessa verður að eiga
sér samstarfsaðila til að þrífast og
sýningin sem verður opnuð núna
er t.d. í samstarfi við Oz. Ég og
mínir listamenn erum kannski út
af fyrir sig svolitlir sérvitringar,“
segir hún og brosir, „en með
tengiliðum á borð við þá sem sitja
í ráðgjafanefndinni, sem allir hafa
áhuga á menningarstarfsemi jafn-
framt því að hafa tengsl í atvinnu-
lífinu, kemur ákveðið mótvægi.
Þetta fólk hefur trú á því sem i8
stendur fyrir. Það er ekki hægt
að standa undir rekstrinum með
sýningarhaldi eingöngu og því er
afar mikilvægt að reyna að virkja
þá aðila í þjóðfélaginu sem gera
sér grein fyrir því að myndlist
verður að vera meira en ramm-
anna virði, ef svo má að orði kom-
ast. Það er hægt að fjárfesta í
myndlist til framtíðar ef leitað er
ráðgjafar atvinnumanna. Auðvitað
hefur myndlist líka tilfinninga-
gildi, en best er ef tilfinningagild-
ið og fjárfestingarkosturinn hald-
ast í hendur. Þetta er fólk í
atvinnulífinu farið að skilja.“
Framsýn fyrirtæki vilja
tengjast menningarstarfsemi
Edda segir að burðug fyrirtæki
hafi nú vaxandi áhuga á að ráð-
stafa þeim tekjum sem áður fóru
eingöngu í auglýsingar í ímynd-
armótun. „Framsýn fyrirtæki
vilja tengjast starfsemi á borð við
i8, því við höfum verið svo heppin
að eiga töluverðri velgengni að
fagna. Galleríið nýtur trausts
listamanna og góðs orðspors er-
lendis. Það er orðið eftirsótt á
listkaupstefnum víða um heim og
þróunin hefur þar af leiðandi ver-
ið sú að listamennirnir sem gall-
eríið er í forsvari fyrir njóta góðs
af. Þeim er boðið að sýna í er-
lendum galleríum og á listasöfn-
um og það er svo sannarlega
gaman að finna hve erlendum
sýningarstjórum finnst íslensk
list standa framarlega. Þeim
finnst hún bæði eftirtektarverð og
nútímaleg.
Annars er ein ástæða þess hve
vel hefur gengið að kynna i8 ef til
vill sú að við höfum lagt mikla
vinnu í góðar sýningarskrár und-
anfarið ár,“ segir Edda ennfrem-
ur. „Það má segja að í kringum
þá viðleitni hafi myndast vísir að
útgáfustarfsemi. Við sáum allt í
einu að þarna var búið að safna
saman miklum fróðleik sem hefur
verið unninn af alúð, bæði af fólki
hér innanlands og utan. Þegar
menningarárið hófst fékk i8 að-
eins meira fjármagn en áður og
ég ákvað að nota það til þess að
gefa út vel unnar sýningarskrár.
Það reyndist galleríinu mjög vel
því slíkt efni er frumforsenda
þess að hægt sé að komast í
samband við þá sem skipta máli í
hinum alþjóðlega listheimi. Svo
varð þetta efni einnig til þess að
opna augu fólks fyrir því hversu
lítið er til á prenti um íslenska
nútímamyndlist og um leið vakn-
aði áhugi bókaútgefenda á sam-
vinnu þar sem unnið yrði úr þess-
um gögnum í samvinnu við þá
listamenn sem um er að ræða,
ásamt i8. Sýningarskrárnar verða
þó með nýju sniði eftir flutn-
ingana. Með stærra húsnæði á
áberandi stað erum við sýnilegri í
borgarlífinu og sýningarskrárnar
verða í samræmi við það meira
áberandi,“ segir Edda.
Langar að tryggja
framþróun og endurnýjun
„Maður hefur svona starf út frá
persónulegum smekk,“ segir
Edda þegar hún er spurð um nýj-
ar áherslur í starfsemi i8, „og list-
rænn metnaður er auðvitað í fyr-
irrúmi. Það má alveg líkja
stjórnanda svona gallerís við
verðbréfakaupanda sem veðjar á
ákveðna listamenn af því hann
trúir því að þeir eigi erindi við
umheiminn og séu mests virði. Ég
sýni því auðvitað þá listamenn
sem ég álít besta. Það má vera að
ég sýni oftar þá listamenn sem
tilheyra minni kynslóð og ég
þekki best, en ég hef fylgst vel
með og langar til að tengja starf-
semina yngri listamönnum. Ragna
Róbertsdóttir vígir nú þegar gall-
eríið opnar lítið sýningarrými sem
er undir stiganum, en í framtíð-
inni verður það helgað því sem
yngri listamenn hafa fram að
færa. Þannig langar mig að
tryggja ákveðna framþróun og
endurnýjun, um leið og galleríið
veitir gestum sínum innsýn í
hvernig samtímalist er að þróast.
Enda er alltaf afar forvitnilegt að
sjá hvernig ein kynslóð tekur við
af annarri.
Svo má einnig segja frá því að
ég var að leita að einhverju veru-
lega góðu frá eldri tíma og heim-
sótti Hörð Ágústsson,“ segir
Edda. „Hjá honum fann ég verk
sem eru afar fágæt, frá 1953, í
upprunalegum römmum eftir
Dieter Roth. Ég lét hreinsa þau
og lagfæra og verð að segja að
þetta eru ótrúleg verðmæti í landi
þar sem listasagan er ekki svo
ýkja löng. Ég er þess vegna afar
stolt af því að fá að sýna þessi
verk núna þegar við opnum á nýja
staðnum. Ég hlakka til að fá tæki-
færi til að sýna fram á meiri
breidd í öllum skilningi.“
Meðal þeirra sem unnið hafa
verk sérstaklega inn í nýtt rými
i8 á Klapparstígnum er listamað-
urinn Hreinn Friðfinnsson, en
hann sýndi fyrstur manna í Ing-
ólfsstrætinu. Textaverk hans er á
vegg þar sem stigi tengir efri og
neðri hæð og hljóðar svo: „Yes, I
know how it feels to have wings
on my heels,“ sem útleggst eitt-
hvað á þessa leið: „Já, ég veit
hvernig það er að hafa vængi á
hælum mér.“ Ef til vill felast í
þessum orðum skilaboð til gall-
erísins i8 á þessum tímamótum
þar sem hugsjónamennskan hefur
ráðið för og fjölskylda, listamenn
og vinir lagst á eitt til að gera
samtímalist eilítið hærra undir
höfði í Reykjavík.
Með vængi á
hælum sér
Edda Jónsdóttir myndlistarmaður ákvað fyrir fimm árum
að kanna hvort það væri markaður fyrir íslenska samtímalist.
Hún stofnaði gallerí i8 og komst fljótt að því að með ákveðið
sjónarhorn og persónulega nálgun var hægt að rjúfa þá ein-
angrun sem oft einkennir íslenskt listalíf. Fríða Björk Ingvars-
dóttir ræddi við Eddu um aukna möguleika í starfsemi i8 sam-
fara nýju húsnæði í miðborginni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Edda Jónsdóttir í nýjum húsakynnum i8 á Klapparstíg. Í forgrunni er verk eftir Sigurð Guðmundsson en fyr-
ir aftan Eddu má sjá fágæt verk eftir Hörð Ágústsson frá sjötta áratugnum.