Morgunblaðið - 14.03.2001, Side 29

Morgunblaðið - 14.03.2001, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 29 MYNDLISTARFÉLAG Fljótsdals- héraðs á tíu ára afmæli um þess- ar mundir. Af því tilefni var á laugardag opnuð sýning á verk- um félagsmanna í flugstöðinni á Egilsstöðum. Í sýningarskrá segir að á Fljótsdalshéraði standi andleg menning á traustum grunni. Þar búi skáld og rithöfundar í öðru hverju húsi, leiklistarstarfsemi sé landskunn og tónlistarlíf á heims- mælikvarða. Sýningin sé framlag Myndlistarfélagsins til þessa sam- félags. Björn Kristleifsson, arkitekt og formaður félagsins frá upphafi, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið hefði í upphafi verið stofnað til að efla myndlist- aráhuga á Fljótsdalshéraði og væri það enn meginmarkmiðið: „Við höldum hið minnsta eitt námskeið árlega, fyrir áhuga- sama, og það er einmitt eitt slíkt í gangi núna. Við höfum fengið gestakennara á námskeiðin, til dæmis Pétur Behrens, Einar Há- konarson, Örn Inga, Gunnlaug Stefán Gíslason og fleiri og höf- um svo gripið í að kenna sjálf. Einnig höldum við árlega sýningu sem er samsýning félaganna. Svo höfum við verið að setja upp stór- ar sýningar, ég nefni í því sam- bandi veglega sýningu á fimmtíu ára afmæli Egilsstaða og mjög veigamikla sýningu um Steinþór Eiríksson okkar heitinn, þegar hann varð áttræður. Við höldum einnig sýningar á afrakstri nám- skeiða. Við hittumst alltaf á veturna á laugardagsmorgnum, þeir sem vilja, og allir eru velkomnir. Þá teiknum við og málum. Við erum svona tíu manns í hvert skipti og drekkum kaffi og komum með kex og bollur, frá klukkan tíu til eitt og ægilega gaman. Spekúlerum í hinum fögru listum.“ Aðspurður um sýninguna sem nú hefur verið opnuð segir Björn að hún sé skemmtileg og fjöl- breytt eins og alltaf, vegna þess að þeir sem sýna spanni allt lit- rófið, frá skólagengnu atvinnu- fólki til byrjenda: „Sýningin er falleg, heildstæð, fer vel og ég er ánægður með hana.“ 12 listamenn eiga verk á sýn- ingunni, sem stendur til maíloka og er opin á sama tíma og flug- stöðin. Björn Kristleifsson, arkitekt og formaður Myndlistarfélags Fljóts- dalshéraðs, opnaði sýninguna. Gestir á opnun sýningar Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs í flugstöð- inni á Egilsstöðum síðastliðinn laugardag. Sýningin stendur til maíloka. Afmælissýning opnuð í flugstöð- inni á Egilsstöðum Egilsstaðir. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Tíu ára afmæli Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs haldið hátíðlegt eystra VEITTIR hafa verið 166 styrkir samtals að upphæð 74.785.000 kr., úr Húsfriðunarsjóði fyrir árið 2000. Styrkirnir voru aðallega til endurbygginga og viðhalds frið- aðra húsa um land allt og húsa sem talin eru hafa menningarlegt og listrænt gildi. Leitast er við að veita tiltölulega stórum styrkjum til verkefna í hverjum landshluta í samræmi við stefnumörkun húsfriðunarnefndar. Sex hús fengu tiltölulega háa styrki: Syðstabæjarhúsið í Hrísey, byggt árið 1886, 5.000.000 kr., Frí- kirkjan í Hafnarfirði, byggt árið 1913, 3.000.000 kr., Borgarkirkja á Mýrum, byggingarár 1880, 2.500.000 kr., Villa Nova, Sauð- árkróki, byggt 1903, 2.500.000 kr., Norðurgata 2, Oddagata 6, Seyð- isfirði, byggt árið 1898, 1920 2.500.000 kr., og Landlyst, Vest- mannaeyjum, byggt árið 1847, 2.500.000 kr. Þá var einnig veittur sérstakur styrkur til Reykholtskirkju að upphæð 2.500.000 kr. ásamt því að tryggja kirkjunni hæsta styrk næstu tvö árin, til endurbyggingar hennar í samráði við Þjóðminja- safn og heimamenn. Húsfriðunarnefnd stjórnar Hús- friðunarsjóði, en hlutverk sjóðsins er að veita styrki til viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkjum. Þá eru einnig veittir styrkir til húsa, sem hafa menn- ingarsögulegt eða listrænt gildi að mati nefndarinnar. Rit um byggingararf Ennfremur styrkir sjóðurinn gerð húsakannana og rannsóknir á íslenskum byggingararfi og útgáfu þar að lútandi. Ritið „Íslensk byggingararfleifð II, varðveisluannáll“ eftir Hörð Ágústsson kom út seint á árinu ásamt ritinu „Skrá yfir friðuð hús, lög, reglugerðir og samþykktir“ í ritröð húsfriðunarnefndar um við- gerðir gamalla húsa. Áður eru útkomin ritin „Tré- gluggar“, „Gömul timburhús, út- veggir, grind og klæðning“ og „Leiðbeiningar um gerð bæja- og húsakannana“. Í húsfriðunarnefnd sitja Þor- steinn Gunnarsson, arkitekt, for- maður, Einar Njálsson, bæjar- stjóri í Grindavík, Margrét Hall- grímsdóttir, þjóðminjavörður, Nikulás Úlfar Másson, arkitekt, Árbæjarsafni, og Pétur Ármanns- son, arkitekt, Listasafni Reykja- víkur. Framkvæmdastjóri húsfrið- unarnefndar er Magnús Skúlason arkitekt. Syðstabæjarhúsið í Hrísey, byggt árið 1886, fékk hæsta styrkinn úr Húsfriðunarsjóði. 166 styrkir úr Húsfriðunarsjóði NÚ stendur yfir sýning Ragnars Stefánssonar á Mokka. Sýningin heitir Algengir litir. Ragnar hlaut myndlistarmenntun sína í Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og Scool of Visual Arts í New York. Í skrifum sem fylgja með sýn- ingunni leggur Ragnar áherslu á að listaverk er efnislegur hlutur sem endurspeglar andlega eiginleika, sem eru óháðir handbragði, tækni og efninu sem verkið er gert úr og hvort það er þekkjanlegt eða ekki. Hug- myndafræði listamannsins, tjáning hans og þörf eru einnig annars eðlis. Hann bendir einnig á að andlegir eiginleikar myndverks geta tapast þegar listamaðurinn er of upptekinn af þessum þáttum verksins. Verkin sem eru til sýnis á Mokka eru einlitaðar myndir úr blikki, unn- in af iðnaðarmönnum. Þau voru lituð á verkstæði sem sér um að lita járn- iðnaðarvarning. Litavalið ákvarðað- ist af þeim litum sem iðnaðarmenn- irnir voru mest að nota þá stundina, þ.e.a.s. þetta eru algengir litir. Sýningin stendur til 8. apríl. Ragnar Stefánsson sýnir á Mokka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.