Morgunblaðið - 14.03.2001, Síða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 41
HELDUR þykir það
smásálarlegt að ráðast
á menn og stofnanir úr
hátimbruðum þingsöl-
um, þar sem þolendur
geta ekki borið hönd
fyrir höfuð sér. Samt
eru það engin nýmæli.
Æðstu menn þjóðarinn-
ar og Alþingis nota
þessi meðöl þegar hent-
ar.
Hinn 6. mars réðst 1.
þingmaður Norður-
landskjördæmis eystra
og forseti Alþingis,
Halldór Blöndal, að
ástæðulausu á Náttúru-
rannsóknastöðina við
Mývatn og stjórnarformanninn Gísla
Má Gíslason prófessor og fann starf-
semi stöðvarinnar það helst til foráttu
að hún hefði ekkert gert fyrir at-
vinnulíf í Mývatnssveit. Þá var liðið
rúmt ár frá aðför framsóknarmanna,
með Hjálmar Árnason í fararbroddi,
að Skipulagsstofnun og skipulags-
stjóra ríkisins vegna Fljótsdalsvirkj-
unar í árslok 1999.
Ekki þarf náttúrufræðing til að
skilja að Mývatn er náttúruparadís á
heimsmælikvarða en til að tryggja
vernd hennar var rannsóknastöðin
stofnuð – ekki til þess að byggja upp
atvinnulíf í sveitinni. Hlutverk hennar
er að stunda nauðsynlegar rannsókn-
ir til að geta verið stjórnvöldum til
ráðgjafar um verndun Mývatns og líf-
ríkis þess. Rannsóknir hafa leitt í ljós
geigvænleg áhrif kísilnáms í Ytri-
Flóa. Fæðuöflunarsvæði fugla eins og
kafanda hefur minnkað
og lífsskilyrðum fugla
og fiska hrakað. Hús-
andarstofninn er bein-
línis í hættu. Gröfturinn
í Ytri-Flóa hefur lokað
fyrir aðburð lífrænna
efna yfir í Syðri-Flóa og
áhrifin koma fram alls
staðar – líka í Laxá.
Málflutningur 1.
þingmanns Norður-
landskjördæmis eystra
vegur ekki síst að
mannréttindum. Mann-
réttindi og lýðræði eru
ekki eitthvað sem
stendur á blaði í laga-
safni eða er æft á fjög-
urra ára fresti. Þetta eru hornsteinar
lífsins, vort daglegt brauð, og eiga að
fylgja því sjálfkrafa að vera frjáls
maður í frjálsu landi. Grundvallar-
þáttur mannréttinda er virðing fyrir
einstaklingum og lýðræðislegum
vinnubrögðum. Árás Halldórs Blön-
dal á Náttúrurannsóknastöðina var
ómálefnaleg og ófagleg og hann stað-
festi fyrri grunsemdir um að hann sé
afleitur talsmaður fjölda sjálfstæðis-
manna sem unna náttúru landsins.
Náttúrurannsóknastöðin við Mý-
vatn er ekki ein á báti í þessum efn-
um. Stjórnvöld beita ýmsum brögð-
um til að ná tökum á stjórnendum
ríkisstofnana. Stundum eru þeir tekn-
ir fyrir í þingsölum og einnig hafa
stjórnirnar, sem eru stuðpúðar og ör-
yggisventlar stofnana, verið leystar
upp. Eftir standa forstöðumenn ber-
skjaldaðir fyrir ágangi stjórnarherra
og hefur sýnt sig að þegar ráðherra
heimtar undirgefni og hlýðni eiga
menn fárra kosta völ. Þannig verða
stjórnarhættir gerræðislegir og
mannréttindi misvirt. Fjölmargir
embættismenn ríkisins hafa lent í
þessari kreppu og heilu stéttunum
eins og náttúrufræðingum er bannað
að birta skoðanir sínar. Þeim er ein-
faldlega stillt upp við vegg og meinað
að ræða um eða skrifa grein í blað og
viðra þekkingu sína og áhyggjur af
stöðu mála – nema þeir þóknist
stjórnvöldum. Rétt er að taka fram að
framsóknarmenn eru ekki barnanna
bestir í þessum efnum.
Þingforseti Alþingis er ekki venju-
legur nonni úti í bæ. Rógsherferð á
hendur einstaklingum og stofnunum
eru hvorki honum né stöðu hans
sæmandi. En þetta virðist liggja hon-
um í laufléttu rúmi. Í því sambandi er
fróðlegt að draga fram fundargerð frá
fundi Húsgulls á Húsavík 16. janúar
1998 en þar þáðu ráðherrar og þing-
menn kjördæmisins leiðsögn hags-
munafélagsins Húsgulls um það
hvernig standa bæri að lagasetning-
um um umhverfismál. Þá var sótt
hart að Náttúrufræðistofnun Íslands
og stjórnanda hennar sem ekki var á
staðnum til að bera hönd fyrir höfuð
sér. Við það tækifæri sagði þáverandi
landbúnaðarráðherra, Halldór Blön-
dal, ef marka má fundargerð: „Ef
þeim sem stjórna þeim stofnunum
sem hafa með þessi mál að gera, sé
ekki treystandi fyrir þeim, væri mun
einfaldara að skipta um menn í emb-
ættum en að vera með skrifræði fyrir
sunnan sem ekki þekkir til á þeim
stöðum sem verið er að fjalla um.“
Okkur er lífsnauðsyn að eiga vand-
aða embættis- og vísindamenn sem
segja skoðanir sínar umbúðalaust og
fylgja samvisku sinni. Hvernig hefði
þjóðin brugðist við ef Ólafur Ólafsson
landlæknir hefði verið rægður í þing-
sölum, maður sem óhræddur lét í ljós
skoðanir sínar og faglegt álit? Það
hefði verið mikið tjón ef hælbítar
hefðu komið honum úr starfi.
Á Náttúrurannsóknastöðinni við
Mývatn, Líffræðistofnun Háskólans
og Náttúrufræðistofnun Íslands er
einstakt mannval. Þeim er meira að
segja vel kunnugt um að sömu nátt-
úrulögmál og lög eru við lýði norð-
anlands og sunnan. Heimóttarleg rök
Halldórs Blöndals um að „þekkja ekki
til“ sýna svart á hvítu að skilningur
hans á eðli náttúrurannsókna er ekki
rúmfrekur á harða diskinum. Það er
engum til blessunar að hægt sé að
panta niðurstöður rannsókna sem
henta atvinnulífi eða stjórnmálatrú í
það og það sinnið. Móðir náttúra er
einfaldlega ekki háð vilja Halldórs
Blöndals, jafnvel þótt hann sé forseti
Alþingis.
Við Mývatn hefur verið unnið þrek-
virki með gæðarannsóknum. Sá
árangur er fenginn með þrautseigju
og fræðilegri vandvirkni. Ef örlaði á
skilningi á þessu merka starfi heima í
héraði meðal sveitarstjórnarmanna,
þingmanna og atvinnuforkólfa hefðu
þeir virkjað þekkingu og mannauð og
gert stöðina að stórveldi, eins konar
Smithsonian-safni sínu þar sem rann-
sóknir, stórbrotin náttúra og saga
Mývatns væri kynnt á glæsilegan
hátt og fylgt eftir með fræðandi ferða-
mennsku. Þess í stað hafa þeir sár-
lega brugðist landi og þjóð og ekki
síst blessaðri sveitinni.
Í merkri grein eftir Þór Magnús-
son fyrrverandi þjóðminjavörð í
Morgunblaðinu 7. mars sl. segir hann:
„Við Íslendingar höfum á stundum
líka verið duglegir við að skemma
menningararfinn, og ekki sízt beitt
hinni „réttu“ trú til þess.“ Þetta á líka
við um náttúruarfinn. Það er von mín
að náttúrufræðingar vandi til verka –
óhræddir – líkt og þeir við Mývatn því
ef rannsóknir eiga að fara eftir flokks-
línum eða hreppapólitík veikir það
lýðræðið og afbakar vísindi. Og frið-
urinn er úti ef stjórnmálamenn halda
áfram að rægja fólk og ofsækja fyrir
það eitt að vinna vinnuna sína af trú-
mennsku. Það má ekki líðast lengur
að vísindamenn séu óvelkomnir í eigin
landi nema þeir dilli bossa undir takti
stjórnvalda og lúti höfði í undirgefni.
Breytum því!
Óvelkomnir í eigin landi?
Guðmundur Páll
Ólafsson
Náttúruvernd
Okkur er lífsnauðsyn,
segir Guðmundur Páll
Ólafsson, að eiga vand-
aða embættis- og
vísindamenn sem segja
skoðanir sínar
umbúðalaust og fylgja
samvisku sinni.
Höfundur er náttúrufræðingur og
rithöfundur.
GRÍÐARLEG aukn-
ing hefur orðið á sókn
erlendra ferðamanna
til landsins. Rannsókn-
ir benda til að náttúra
Íslands sé megin-
ástæða þess að ferða-
maðurinn sækir landið
heim. Einnig hefur orð-
ið mikil vakning meðal
Íslendinga sjálfra að
skoða landið sitt.
Á sama tíma hefur
vaknað aukinn áhugi á
stofnun og starfrækslu
þjóðgarða hér á landi.
Þjóðgarðar eru í
Skaftafelli og Jökulsár-
gljúfrum, auk þjóðargerseminnar á
Þingvöllum. Fyrirhuguð er formleg
stofnun Snæfellsnesþjóðgarðs á
þessu ári og Vatnajökulsþjóðgarðs á
næsta ári.
Þjóðgarðar hafa alþjóðlega tilvís-
un í huga ferðamanna enda eru þeir
stofnaðir til að varðveita sérstakar
náttúruheildir, sem verðugt er að
njóta. Í hugtakinu þjóðgarður felst
ákveðinn gæðastimpill
og eru tilteknar kröfur
gerðar til aðbúnaðar og
umbúnaðar slíkra
svæða. Þess er t.d.
vænst að allur aðbún-
aður til útivistar sé full-
nægjandi s.s. vegvísar,
kort og leiðbeiningar
um svæðið. Einnig eiga
göngustígar að vera í
góðu ástandi, öruggir
og þeim vel viðhaldið,
svo og viðeigandi bún-
aður og mannafli vegna
hugsanlegra slysa eða
óhappa. Þjóðgarðar
eiga að vera fyrirmynd
við skipulag á móttöku ferðamanna á
öðrum náttúruperlum.
Bágborið ástand í Skaftafelli
Þegar Skaftafellsþjóðgarður var
stofnaður var það gert með miklum
glæsibrag. Vel var vandað til verka
og var hann talinn til fyrirmyndar
langt út fyrir landsteinana. Frá
fyrstu tíð hefur þjóðgarðurinn verið
vinsæll viðkomustaður jafnt er-
lendra sem innlendra ferðamanna og
voru gestir hans um 100 þúsund á
síðasta ári og fer fjölgandi. Því miður
hefur þó ekki tekist að halda þjóð-
garðinum í því ástandi sem sómi er
að og aðbúnaður hefur ekki þróast í
samræmi við breyttar kröfur og hug-
myndir manna um rekstur þjóð-
garða. Er ástand þjóðgarðsins nú
fremur bágborið. Göngustígar eru í
slæmu ásigkomulagi, víða niður-
gengnir og sleipir þegar rignir. Þetta
hefur leitt til þess að ágangur á
svæði utan göngustíga hefur aukist
og nýir farvegir myndast, sem er til
lýta á svæðinu. Á hverju ári hefur um
1 milljón króna varið til verklegra
framkvæmda í þjóðgarðinum m.a. til
viðhalds göngustíga. Reyndar má
segja að hámarksnýting fáist úr
þessu fé, því árlega koma breskir
sjálfboðaliðar sem vinna við endur-
bætur og endurnýjun á göngustíg-
um, launalaust. Merkingar og veg-
vísar eru til staðar, en langt frá því
að vera viðunandi. Hér er ekki við
staðarhaldara að sakast, heldur er
ljóst að ekki er nægilegu fjármagni
veitt til þjóðgarðsins, þótt nokkur
bragarbót hafi verið gerð í þeim efn-
um við fjárlagagerð ársins 2001.
Hér verður að staldra við. Á
teikniborðinu eru tveir nýir þjóð-
garðar, Snæfellsnesþjóðgarður og
Vatnajökulsþjóðgarður. Ég tel að
lengra verði ekki gengið í þá átt að
stofna fleiri þjóðgarða, fyrr en ljóst
verður hvernig staðið verði að
rekstri þeirra og hvernig afla skal
fjármagns til reksturs þeirra.
Aðgangseyrir
Í 32. gr. laga um náttúruvernd er
opnað á heimild til að setja ákveðið
gjald fyrir veitta þjónustu á náttúru-
verndarsvæðum, svo og fyrir aðgang
að svæðinu ef spjöll hafa orðið af
völdum ferðamanna eða hætta er á
slíkum spjöllum.
Ef þessari heimild væri beitt og
hver einstakur fullorðinn ferðamað-
ur sem heimsækti Skaftafellsþjóð-
garð greiddi vægt gjald sem næmi
t.d. 200–250 krónum fyrir aðgang að
svæðinu, þar með talið gestastofu,
hefði þjóðgarðurinn um 15–20 millj-
ónir króna til ráðstöfunar á ári til
endurbóta.
Ferðamenn, sem sækja erlenda
þjóðgarða, eru vanir því að greiða
sérstakt aðgöngugjald að slíkum
svæðum. Þeir gera jafnframt kröfu
um að aðbúnaður sé til fyrirmyndar
og fyrir þá þjónustu finnst þeim
sjálfsagt að greiða.
Þingvellir undanskildir
Þjóðgarðarnir í Skaftafelli og Jök-
ulsárgljúfrum eru landfræðilega
þannig í sveit settir að auðvelt ætti
að vera að rukka aðgangseyri. Hið
sama á við um fyrirhugaðan Snæ-
fellsnesþjóðgarð. Í þessu sambandi
vil ég þó undanskilja þjóðgarðinn á
Þingvöllum. Hann hefur slíka sér-
stöðu meðal þjóðarinnar að ég tel
ekki koma til greina að krefjast að-
göngugjalda að svæðinu.
Hagsmunir ferðaþjónustunnar
Ferðaþjónustuaðilar hafa jafnan
lýst sig mótfallna sérstakri gjaldtöku
á ferðamenn ef þjónusta kemur ekki
á móti. Gjaldtaka í þjóðgörðum er
fyrst og fremst hugsuð til að standa
undir væntingum ferðamanna um
þjónustu og aðbúnað á slíkum svæð-
um. Aukinn fjöldi ferðamanna leiðir
til ágangs á viðkvæm svæði og það er
hagsmunamál ferðaþjónustunnar að
vel sé staðið að þessum málum. Við
vitum að ef aðbúnaður er ekki í lagi,
minnkar virðing fyrir umhverfinu og
umgengnin verður verri. Því tel ég
sjálfsagt að taka upp aðgöngugjöld í
þjóðgörðum.
Rekstur þjóðgarða
Ásta Möller
Náttúruvernd
Ég tel sjálfsagt, segir
Ásta Möller, að taka
upp aðgöngugjöld í
þjóðgörðum.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins og á sæti í umhverf-
isnefnd Alþingis.
Í LOK ársins 2000 er
talið að 36,1 milljón
manna hafi verið á lífi
með HIV-(human imm-
unodeficiency virus)
sýkingu í heiminum.
Stærstur hluti þeirra
býr í þróunarlöndum.
Talið er að um 22 millj-
ónir manna hafi látist
úr alnæmi fram til
þessa. Á Íslandi hafa á
undanförnum árum
greinst um 10 einstak-
lingar á ári með HIV-
smit og er heildarfjöldi
greindra nú 146. Hærra
hlutfall gagnkyn-
hneigðra og fleiri konur greinast nú
en áður en kynmök eru meginsmit-
leið alnæmisveirunnar. Enn hefur
ekki tekist að þróa virkt bóluefni
gegn sjúkdómnum til notkunar í
mönnum en miklar framfarir hafa
orðið í lyfjameðferð sem því miður
aðeins litlum hlutra
sýktra jarðarbúa gefst
kostur á að njóta, fyrst
og fremst vegna fá-
tæktar. Með fjöllyfja-
meðferð er í flestum til-
fellum unnt að styrkja
ónæmiskerfið og hefta
framgang sjúkdómsins.
Aukaverkanir, bæði til
skemmri og lengri tíma,
geta verið vandamál.
Með bættri meðferð
gegn HIV hafa færri
einstaklingar greinst
með alnæmi og fylgi-
kvilla þess en meira
kveðið að öðrum vanda-
málum, einkum lifrarsjúkdómi, hjá
þeim sem einnig hafa lifrarbólgu C
en hún smitast einkum með spraut-
um í tengslum við fíkniefnanotkun.
Sprautunotkun er önnur meginsmit-
leið HIV-sýkingar en alnæmisveiran
hefur ekki borist að neinu marki í sí-
fellt stækkandi hóp fíkniefnaneyt-
enda á Íslandi. Það er því sérlega
mikilvægt að varna því að HIV berist
í hóp fíkniefnaneytenda hér á landi. Í
fyrirlestri fyrir almenning um þetta
efni, sem haldinn verður 15. marz kl.
20 í Lögbergi, verður gefið yfirlit um
HIV-sýkingu og alnæmi.
HIV sýking og alnæmi
Gunnar Gunnarsson
Höfundur er sérfræðingur í lyflækn-
ingum og smitsjúkdómum á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi.
Veirur
Með bættri meðferð
gegn HIV, segir Gunn-
ar Gunnarsson, hafa
færri einstaklingar
greinst með alnæmi.
Fermingarmyndatökur
Erling Ó. Aðalsteinsson
Ljósmyndastofa
Laugavegi 24, sími 552 0624
Pantanir í síma 552 0624
frá kl. 13-18
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur Skál kr. 6.300
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.