Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN
46 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN um
framtíð eða ekki fram-
tíð Reykjavíkurflug-
vallar hefur vart farið
fram hjá neinum að
undanförnu og eflaust
finnst mörgum orðið
nóg um. Þetta mál
hefur mjög margar
hliðar og tilraunir
manna til að einskorða
umræðuna við skipu-
lagsmál í Reykjavík
hafa sem betur fer
farið út um þúfur.
Auðvitað eru skipu-
lagsmál borgarinnar
einn mikilvægur þátt-
ur þessarar umræðu,
en það er allt of mikil einföldun að
láta þar staðar numið. Við erum að
ræða um eitt stærsta almennings-
samgöngukerfi landsins, brú allra
landsmanna að þeirri þjónustu sem
byggð hefur verið upp í Reykjavík.
Með þessu er ekki með neinu móti
verið að stilla dæminu upp sem
borg á móti landsbyggð, þetta er
einfaldlega sú staðreynd sem við
blasir. Auk þess má öllum vera það
ljóst, að fyrir þá 500 einstaklinga
sem nú stunda sína vinnu á vinnu-
staðnum Reykjavíkurflugvelli er
þetta miklu meira en einföld skipu-
lagsspurning!
Yfirlýsingar forystumanna borg-
arinnar um að ekki verði pláss fyrir
flugtengda ferðaþjónustu í borginni
í framtíðarhugmyndum þeirra vek-
ur mikla athygli. Borgarstjóri hef-
ur hreinlega lýst því yfir, að það
pláss sem flugvöllurinn hefur í dag
verði að fást til uppbyggingar á
þekkingarfyrirtækjum framtíðar-
innar. Ekki vil ég á neinn hátt gera
lítið úr slíkum fyrirtækjum og
framtíð þeirra í borginni. Hitt er
rétt að hafa í huga, að ferðaþjón-
usta er sú atvinnugrein sem hefur
vaxið hvað hraðast hér á landi á
undanförnum árum og starfa nú
þegar fleiri við hana en við sjávar-
útveg. Spár gera ráð fyrir áfram-
haldandi vexti í ferðaþjónustu í
heiminum og við Íslendingar ætlum
okkar góðan skerf þar. Ferðaþjón-
usta verður einn af vaxtarbroddum
okkar í framtíðinni og auðvitað
væri best ef unnt yrði að finna
lausn, sem tryggði framtíð ferða-
þjónustufyrirtækja í borginni, í
góðu samlífi með öðrum fyrirtækj-
um sem þar eru, eða munu koma í
framtíðinni.
Það hefur borið nokkuð á því, að
menn geri lítið úr þeirri starfsemi
sem fram fer á vellinum og tel ég
að menn verði nú ekki menn meiri
af slíku. Komið hefur fram í um-
ræðunni að einungis um 500 manns
fari um völlinn á dag og finnst
mönnum greinilega lítið til koma.
Eitthvað þarf nú að fara að athuga
reikningskunnáttu
ýmissa aðila. Farþeg-
ar sem fara um
Reykjavíkurflugvöll
eru um 450.000 á ári
og hefur þeim fjölgað
nokkuð stöðugt á und-
anförnum árum. Þetta
gerir um 1.200 far-
þega á dag, sem fara
um völlinn. Til að
setja þessa hluti í
samhengi, þá fara um
1.700 íslenskir farþeg-
ar um Keflavíkurflug-
völl að meðaltali á dag
og finnst eflaust eng-
um það lítið. Það er
hins vegar staðreynd,
að flestir þeir sem mest hafa haft
sig í frammi í andstöðu við flugvöll-
inn nota hann ekki að staðaldri og
vita í raun lítið um þá starfsemi
sem þar fer fram. Um 65% þeirra
Íslendinga sem nota flugvöllinn að
staðaldri eru utanbæjarmenn.
Stærsti hagsmunahópurinn er að
sjálfsögðu þeir farþegar sem nýta
sér þá þjónustu sem þarna er veitt,
en að mestum hluta hafa þeir ekki
kosningarétt um framtíð flugvall-
arins.
Þær röksemdir hafa einnig
heyrst að verð í innanlandsflugi sé
orðið allt of hátt og að farþegum
fækki vegna þessa. Eins og alltaf í
slíkum samanburði, þá eru hæstu
skráð verð notuð til viðmiðunar um
verðlagið. Það er nú reyndar stað-
reynd að einungis um 5% farþega
innanlands fljúga á hæsta fargjaldi.
Meðalfargjöld eru um 35% lægri en
hæstu fargjöld að meðaltali. Sem
dæmi má nefna að ef viðskiptavinir
okkar nýta sér fjölskyldufargjöld
sem í boði eru, þá kostar um 31.320
kr. fyrir fjögurra manna fjölskyldu
að fljúga fram og til baka á Egils-
staði – ekki um 60.000 kr. eins og
þeir halda sem lítið fljúga. Stað-
reyndin er sú að ferðakostnaður
hefur almennt hækkað hér innan-
lands, fyrst og fremst vegna mik-
illar hækkunar á eldsneyti. Sam-
kvæmt upplýsingum frá FÍB hefur
bensínkostnaður bifreiða hækkað
um 50% frá síðasta ári og ekki hafa
tryggingar bifreiða orðið ódýrari. Á
sama tíma hafa fargjöld innanlands
hækkað um 27% frá fyrra ári. Það
er því enn hagkvæmasti kosturinn
að fljúga, þrátt fyrir nokkra hækk-
un fargjalda.
Mikið hefur verið rætt um þá
kosti sem fyrir hendi eru ef flug-
völlur verður aflagður í Vatnsmýri.
Afstaða flugrekenda hefur verið sú
sama og flugmálayfirvalda – val-
kostir eru í raun aðeins tveir – nú-
verandi aðstaða í einhverri og
væntanlega breyttri mynd, eða
flutningur til Keflavíkur. Þessi af-
staða hefur þótt einstrengingsleg,
en frá okkar sjónarmiði er þetta
fyrst og fremst raunsæissjónarmið.
Það liggur fyrir að miklar fjárfest-
ingar eru framundan hvaða kostur
sem valinn verður. Hagkvæmustu
eða ódýrustu kostirnir eru núver-
andi aðstaða, eða Keflavík. Allir
aðrir kostir eru mun dýrari, eða á
bilinu 7–16 milljarðar. Til viðbótar
á eftir að reikna nauðsynlegar fjár-
festingar flugfélaganna á svæðinu,
því yfirleitt hefur ekki verið tekið
tillit til þeirra í útreikningum. Ef
dæmi er tekið um Hvassahraun, þá
liggur fyrir að flugfélögin þurfa að
leggja í verulegar fjárfestingar ef
sá kostur er valinn. Það er ekkert
leyndarmál að rekstur innanlands-
flugs hefur gengið illa á síðustu
misserum og félögin eru misjafn-
lega vel í stakk búin til fjárfestinga.
Þegar til viðbótar liggur fyrir að
umræddur flugvöllur er einungis í
um 20 mínútna fjarlægð frá Kefla-
vík og að nýting flugvallarins verð-
ur undir því sem krefjast verður
vegna veðurs, þá er ekki mikið eftir
sem mælir með þessum kosti.
Varðandi flugvöll úti í sjó, þá þarf
lítið annað en að fara niður í fjöru í
góðum vindi og horfa á boðaföllin
ganga yfir umrædd sker til að
vekja a.m.k. spurningar. Flugvélar
eru ekki beint til þess fallnar að
glíma við sjávarseltu og ísingar-
hætta á flugbrautum verður veru-
leg.
Umræðan um flugvöll eða ekki
flugvöll í Vatnsmýrinni hefur verið
í gangi í áratugi. Flug hér innan-
lands er það almenningssamgöngu-
kerfi sem hefur vaxið á undanförn-
um árum og spár gera ráð fyrir
áframhaldandi vexti. Flugið hér á
landi kemur í stað lestarsam-
gangna í öðrum löndum, þannig að
hlutfallslega nýta Íslendingar sér
flug í mun meira mæli en flestar
nágrannaþjóðir okkar. Fargjöld
hér innanlands eru líka mun lægri
en í flestum nágrannalöndum okk-
ar. Við lifum í strjálbýlu landi, þar
sem samgöngur skipta miklu máli
fyrir þá sem nota þær að staðaldri.
Tryggjum það að þau sjálfsögðu
réttindi verði ekki tekin frá okkur
öllum.
Reykjavíkurflugvöll-
ur – enn og aftur
Jón Karl
Ólafsson
Flugvöllur
Samgöngur, segir
Jón Karl Ólafsson,
skipta miklu máli fyrir
þá sem nota þær að
staðaldri.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Flugfélags Íslands.
ÞAÐ er fróðlegt að
fylgjast með framgangi
forvígismanna Sjálf-
stæðisflokksins í borg-
arstjórn og á þingi þeg-
ar talið berst að
atkvæðagreiðslu um
framtíð Vatnsmýrar-
innar sem fer fram
næsta laugardag. Það
er eins og sjálfstæðis-
menn skilji ekki út á
hvað atkvæðagreiðslan
gengur, þeir segja að
hún skipti engu máli af
því að hún sé ekki bind-
andi nema fyrir þann
meirihluta sem situr
núna, að hún snúist um
það hvað gera eigi við flugvöllinn eftir
15 ár og að hún beri vott um sýnd-
arlýðræði. Forystumenn flokksins í
borgarmálum hafa hver á fætur öðr-
um látið hafa þessa rullu eftir sér og
sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar
hefur ekki látið sitt eftir liggja í þess-
um áróðri. Hann og oddviti sjálfstæð-
ismanna í borginni hafa bæði lýst því
yfir að þau ætli ekki að mæta á kjör-
stað sem er í raun undarleg afstaða af
hálfu forystumanna í stjórnmálum.
Svo mikil er ást sjálfstæðismanna í
Reykjavík á þeim tækjum sem lýð-
ræðið hefur upp á að bjóða, að þeir
hvetja fólk ötullega til að nýta ekki
kosningarétt sinn, og að því er virðist
af þeirri ástæðu einni að núverandi
meirihluti í borginni hefur undirbúið
kosninguna.
Atkvæðagreiðslan á laugardaginn
er fagnaðarefni fyrir borgarbúa, því
með þátttöku í henni gefst okkur
tækifæri til að hafa áhrif á framtíð-
arþróun borgarinnar. Núverandi
borgaryfirvöld ákváðu að leita eftir
áliti borgarbúa á því hvernig framtíð-
arskipulag Vatnsmýrarinnar ætti að
líta út. Sem íbúi í borginni fagna ég
því einstæða tækifæri sem mér býðst
á laugardaginn með því að lýsa af-
stöðu minni til þess hvernig borgin
mín þróast á komandi áratugum, því
auðvitað kemur það borgarbúum við.
Slík könnun á vilja íbúanna er hins
vegar einsdæmi en um leið nýnæmi
sem ber að fagna. Svo virðist hins
vegar sem sjálfstæðis-
menn séu öllu vanari
valdboði en því að vera
spurðir álits á mikil-
vægum málefnum eins
og því hvort flugvöllur-
inn eigi að fara eða
vera. Og það lýsir líka
undarlegri afstöðu til
málsins að segja að at-
kvæðagreiðslan sé bara
ómark þar sem hún sé
ekki bindandi fyrir þá
sem stjórna borginnni
árið 2016! Slík afstaða
felur í sér að stjórnvöld
í borg eða hjá ríki eigi
aldrei að leita eftir af-
stöðu kjósenda í neinu
sem nær til lengri tíma en út viðkom-
andi kjörtímabil. Rétt eins og afstaða
fólks í dag geti ekki verið leiðbein-
andi vegvísir fyrir borgaryfirvöld í
framtíðinni, þótt hún feli í sjálfu sér
ekki í sér bindandi niðurstöðu. Öll
röksemdafærsla sjálfstæðismanna í
málinu er gegnsýrð af þeirri hugsun
að valdboð sé það sem öllu máli skipt-
ir og að þannig beri að stjórna. Með
valdboði.
Ég vil hvetja alla borgarbúa, hver
sem skoðun þeirra annars er á flug-
vallarmálinu, til að nýta sér atkvæð-
isréttinn og kjósa á laugardaginn. Sú
tilraun sem hér er farið af stað með
og felur í sér þá nýbreytni að borg-
arbúar eru spurðir álits á framtíðar-
skipulagi borgarinnar getur skipt
sköpum um það hvernig stórar
ákvarðanir eru teknar í framtíðinni.
Vilja Reykvíkingar að þeir séu spurð-
ir álits um framtíð borgarinnar eða
ekki og svari borgarbúar með því að
mæta ekki á kjörstað eru það ótvíræð
skilaboð til borgaryfirvalda um að
þeir hafi ekki áhuga á því að vera
inntir eftir skoðun á ámóta málum í
framtíðinni. Lýðræðisins vegna vona
ég að til þess komi ekki.
Flugvöllurinn á að víkja
Sem borgarbúi og áhugamaður um
framtíðarskipulag og þróun borgar-
innar vil ég flugvöllinn burt úr Vatns-
mýrinni. Núverandi staðsetning hans
hamlar þróun borgarinnar og það er
engin lífsnauðsyn fyrir framtíð inn-
anlandsflugsins að hafa flugvöllinn
þar sem hann er. Og það að vilja flug-
völlinn burt úr Vatnsmýrinni þýðir
ekki endilega að maður vilji senda
hann alla leið til Keflavíkur. Aðrir
kostir eru í stöðunni sem vert er að
skoða og það er hræðsluáróður og
ekkert annað að halda því fram að
annaðhvort fari hann til Keflavíkur
eða verði kyrr þar sem hann er. Það
er skiljanleg krafa landsbyggðar-
manna að vilja hafa flugvöllinn í ná-
vígi við höfuðborgina en það er líka
fullkomlega eðlileg krafa af hálfu
borgarbúa að fá flugvöllinn færðan út
úr hjarta borgarinnar, þar sem hann
er nú. Sú fullyrðing að flugvöllurinn
gagnist landsbyggðarfólki ekki nema
úr Vatnsmýrinni sjálfri er ekki trú-
verðugur málflutningur og vakin hef-
ur verið athygli á nokkrum möguleik-
um öðrum. Sem dæmi má nefna að
færa flugvöllinn suður fyrir Hafnar-
fjörð, en sú staðsetning er í raun nær
miðju höfuðborgarsvæðisins en nú-
verandi staðsetning. Hafnarfjarðar-
hugmyndin er athyglisverður kostur,
ekki síst með tilliti til þess hversu
ódýr hún virðist vera í samanburði
við aðra möguleika. Hver sem niður-
staðan yrði er það löngu orðið ljóst að
ef borgarbúar velja þann kostinn á
laugardaginn að flugvöllurinn eigi að
víkja úr Vatnsmýrinni þýðir það ekki
að hann verði að fara til Keflavíkur
eins og þeir sem vilja flugvöllinn um
kyrrt halda fram. Slíkur málflutning-
ur er til þess eins fallinn að slá ryki í
augu fólks. Ég vil hvetja borgarbúa
til að horfa nú til framtíðar og nýta
þetta tækifæri til að hafa áhrif á
skipulag borgarinnar með því að
koma á kjörstað á laugardaginn og
kjósa.
Auðvitað förum
við að kjósa!
Bryndís
Hlöðversdóttir
Höfundur er þingmaður Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík.
Flugvöllur
Ég vil hvetja alla borg-
arbúa, segir Bryndís
Hlöðversdóttir, hver
sem skoðun þeirra ann-
ars er á flugvallarmál-
inu, til að nýta sér at-
kvæðisréttinn og kjósa á
laugardaginn.
UNDANFARNAR
vikur hafa spunnist
harðar umræður og
deilur í blöðum vegna
hugmynda um að dæla
upp sandi og byggja á
rana út í Arnarnesvog.
Ungur Garðbæingur
líkti hugmyndinni ný-
lega við æxli á skipu-
lagi bæjarins.
Í framtíðinni munu
Garðbæingar þakka
Arnarnesbúum fyrir að
hafa tekið forystu um
að fá Arnarnesvoginn
verndaðan fyrir því að
anað verði með íbúðar-
byggð langt út í voginn af fljótfærni
og smekkleysu. Garðabær á mikið af
góðu landi til að byggja hús sín á í
stað þess að fara að leyfa byggð út í
voginn sem er á náttúruminjaskrá
sbr. Náttúruvernd rík-
isins #117, sjöunda út-
gáfa 1996.
Í stað gömlu skipa-
smíðastöðvarinnar
Stálvíkur hf. er auðvit-
að unnt að byggja á
landi, við voginn, fal-
lega íbúðarbyggð sem
gæti notið hafnar og
bryggju, sem er þegar
fyrir hendi að stofni til
en eftir að ljúka öllum
frágangi í kring fyrir
nýtt hlutverk. Ekki
ætti að vera erfitt að
finna arkitekt sem gæti
fellt þarna saman
byggð og bryggju án þess að hefja
verk með því að fylla upp í nýbyggða
höfnina sem er um 11 metra djúp og í
eigu almennings.
Látum ekki trufla okkur með und-
arlegustu hugmyndum um að nú
skuli byggja úti í sjó, fremur en á
klöpp á landi. Garðabær hefir frá
upphafi verið byggður upp af smekk-
vísi og framsýni. Fyrir það þökkum
við góðum bæjarstjórnum sl. 40 ár
sem höfðu m.a. forystu um að lóðir í
Garðabæ væru afmarkaðar með lim-
gerði, sem nánast allir hér hafa tekið
upp. Þetta prýðir bæinn á hverju
vori með grænu laufskrúði, sem
dregur að sér fjölda smáfugla er
margir gera sér hreiður nærri
gluggum okkar.
Arnarnesvogur er nú varinn með
nýjum og vönduðum fráveitum, þar
hefir bæjarstjórnin staðið vel að
ákvörðunum. Okkur ber að skila
Arnarnesvogi óspilltum í hendur af-
komenda okkar.
Lykillinn að þessu máli er í hönd-
um bæjarstjórnar Garðabæjar, sem
ég treysti að forði okkur frá slíku
umhverfisslysi og skýri okkur sem
fyrst frá því svo friður skapist á ný í
bæjarfélaginu.
Gegn byggð út í Arnarnesvog
Jón Sveinsson
Umhverfisslys
Lykillinn að þessu máli
er í höndum bæjar-
stjórnar Garðabæjar,
segir Jón Sveinsson,
sem ég treysti að forði
okkur frá slíku um-
hverfisslysi.
Höfundur er tæknifræðingur
búsettur í Garðabæ.