Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 47 MEÐ ákvörðun flug- málayfirvalda að gera alþjóðaflugvöll í mið- bænum voru þau að taka ákvörðun um flug- völl sem ekki uppfyllir staðla Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar. Byggð er of nálæg norðurenda norður/suður-brautar og stendur upp úr inn- flugsfleti hennar, þ.e. Þingholtið, og turn Frí- kirkjunnar skagar upp úr ákveðnum fleti sem á að vera hindrunarlaus. Þá eru hótelið og flug- turninn of nálægt brautinni. Þessar bygg- ingar standa upp úr öryggisfleti brautarinnar sem á að vera hindrun- arlaus. Á hinu 300 metra breiða ör- yggissvæði NS-brautarinnar sem samkvæmt öllum stöðlum, reglum og kröfum á að vera hindrunarlaust hef- ur árum saman staðið flugskýli. Ör- yggissvæðin á AV-braut eru á stórum svæðum ekki nægjanlega breið, húsin í Skerjafirði standa of nálægt og brautin er aðeins 1.500 m löng svo ekki má nota brautina, hvorki fyrir blindflug né fyrir far- þegaþotur. Ef nota á flugbrautir til blindflugslendinga eiga þær með ör- yggissvæðum að vera 300 m breiðar og farþegaþotur í millilandaflugi þurfa a.m.k. 1.800 m langar brautir. Öskjuhlíðin stendur upp úr innflugs- fleti hennar og við hinn endann er Suðurgatan of nálægt. Þá vantar inn- flugsljós við alla brautarenda. Ef koma ætti fyrir innflugsljósum þyrftu þau að koma í Hljómskála- garðinn og út frá brautarendum úti í Skerjafirði. Völlurinn of stór Ef nota á flugvöllinn, eins og gert er ráð fyrir, sem alþjóðaflugvöll og til blindflugslendinga, þá þarf að veita undanþágur til þess frá reglum Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar. Það er dapurlegt til þess að vita að flug- málayfirvöld hafa valið að fara út í milljarðaframkvæmdir og vita þó að með þessari staðsetningu vallarins er ekki hægt að fullnægja þeim stöðl- um sem um slík mannvirki gilda. Hér er einfaldlega verið að reyna að troða of stóru mannvirki á of lítið svæði, svipað og ef reyna ætti að troða flug- málastjóra í gömlu fermingarfötin hans. Eftir að hafa starfað við flugvall- arframkvæmdir á Grænlandi frá 1993 sem verktaki og ráðgjafi græn- lensku flugmálastjórnarinnar og kynnst þar þeirri stefnu sem græn- lensk flugmálayfirvöld vinna eftir í samráði við þau dönsku, þ.e. fara í einu og öllu eftir kröfum Alþjóðaflug- málastofnunarinnar, er undirrituð- um til efs að dönsk flugmálayfirvöld myndu heimila millilandaflug á end- urgerðan Reykjavíkurflugvöll ef það væri þeirra að veita slíka heimild. Það yrði þá gert í formi bráðabirgða- leyfis. Jafnframt yrðu settar fram kröfur um úrbætur. Þær úrbætur myndu felast í því að fjarlægja yrði innan ákveðins tíma þær hindranir sem hér hafa verið nefndar og öll nauðsynleg innflugs- ljós sett upp. Að öðrum kosti yrði flugvellinum lokað sem millilanda- flugvelli. Öryggiskröfur ekki uppfylltar Þess má geta að þeir sex innanlandsflugvell- ir sem gerðir hafa verið á Grænlandi á síðustu fjórum árum eru gerðir samkvæmt þeirri ský- lausu kröfu að öll ör- yggissvæði, sem eru lá- rétt út frá miðlínu og enda brauta, ásamt innflugs- og öryggis- flötum sem þar taka við með ákveðn- um halla, skulu vera hindrunarlausir. Á klöppunum í Grænlandi höfðu þessar kröfur í för með sér að fleyga og sprengja varð stór svæði í mörg hundruð metra fjarlægð frá flug- brautum jafnvel þó að þau stæðu ein- ungis 10 til 20 cm upp úr þessum inn- flugs- og öryggisflötum. Tugir Íslendinga störfuðu við þessar fram- kvæmdir, bæði í Aasiaat og Sisimiut, og tóku þátt í þessari vinnu. Græn- lensk flugmálayfirvöld greiddu háar fjárhæðir til þess að ná öryggissvæð- um ásamt innflugs- og öryggisflötum hindrunarlausum. Á Íslandi leyfa flugmálayfirvöld að heil íbúðar- hverfi, Öskjuhlíðin o.fl., standi upp úr þessum innflugs- og öryggisflötum. Öryggissvæðunum sjálfum er ekki einu sinni haldið hindrunarfríum. Kalla á til ábyrgðar þá aðila sem taka ákvörðun um að setja milljarða í að endurgera flugvöll sem brýtur mörg þeirra öryggisákvæða sem um slík mannvirki gilda. Sjálfsagt kemst flugmálastjóri í gömlu fermingarföt- in sín ef við leyfum okkur að spretta upp saumum hér og þar. En er það þannig sem við viljum sjá hann til fara og er það þannig sem við viljum byggja flugvelli? Nei, auðvitað ekki, enda á flugvöllur ekki heima í Vatns- mýrinni. Þar eigum við að reisa glæsilega miðborg og búa þar með til öflugt vaxtarsvæði sem mun keppa við samsvarandi svæði í borgum Evr- ópu. Miðborg sem mun verða grund- völlur og miðstöð þeirrar atvinnu- starfsemi sem mun halda okkur í fremstu röð þjóða og skapa hér lífs- kjör eins og best gerast á næstu ára- tugum. Víða flugvallarstæði Erlendir og innlendir ráðgjafar og sérfræðingar í flugvallagerð hafa í áranna rás bent á ýmsa kosti vilji menn flytja flugvöllinn. Á kynning- arsíðu borgarinnar, „flugvollur.is“, er að finna skýrslu Línuhönnunar hf. þar sem staðfest er að flugvöllur í Hvassahrauni getur vel þjónað sem miðstöð innanlandsflugs. Við eigum ekki að hafna góðum lausnum ef þeir sem hafa þekkingu, réttindi, leyfi og lögboðnar tryggingar til að hanna slík mannvirki telja þessar lausnir í lagi. Í allri þessari umræðu hefur enginn slíkur „löggiltur“ hönnuður haldið því fram að flugvöllur í Hvassahrauni eða á Lönguskerjum muni ekki geta fullnægt þeim kröfum sem til slíkra mannvirkja eru gerðar. Ólöglegan alþjóða- flugvöll eða glæsilega miðborg Friðrik Hansen Guðmundsson Flugvöllur Við eigum ekki, segir Friðrik Hansen Guð- mundsson, að hafna góðum lausnum. Höfundur er verkfræðingur. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. SUMARBÚSTAÐUR ÓSKAST VIÐ LAUGARVATN Höfum traustan kaupanda að sumarbústað við Laugarvatn eða í nágrenni. Upplýsingar veitir Guðmundur Jónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.