Morgunblaðið - 14.03.2001, Side 48

Morgunblaðið - 14.03.2001, Side 48
UMRÆÐAN 48 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ MARGAR fyrir- spurnir hafa borist til skrifstofu borgar- stjórnar varðandi at- kvæðagreiðslu 17. mars nk. Því þykir mér rétt að gera grein fyrir ýmsum þáttum til leiðbeining- ar varðandi atkvæða- greiðsluna. Kosið er í fyrsta sinn með rafrænum hætti. Í því felst m.a. að kjósandinn er ekki bundinn við að kjósa á fyrirfram ákveðnum kjörstað og kjördeild, heldur getur hann kosið á hvaða kjörstað sem er. Kjörstaðir Flestar kjördeildir eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Jafnframt eru kjör- staðir í Hagaskóla, Laugarnes- skóla, Engjaskóla, Seljaskóla og í Kringlunni. Verði kjörsókn mikil, eins og margt bendir til, er kjósendum bent á að í Kringlunni eru kjördeildir fáar og lík- legt að biðraðir mynd- ist á háannatíma. Að kjósa Kosningin fer þann- ig fram að þegar kjós- andi kemur inn kjör- deild gefur hann sig fram við fulltrúa kjör- stjórnar og framvísar persónuskilríkjum. Flett er upp á nafni hans í tölvu og merkt við hann á kjörskrá. Kjósandinn fær síðan afhent kjör- kort, sem hlaðið er einu atkvæði, og fer hann með það inn í kjör- klefa og setur í lesara. Við það birtist á skjánum valmynd með at- kvæðaseðli og merkir kjósandinn með tölvumús við einn af þremur möguleikum: 1. Flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir 2016 2. Flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016 3. Skila auðu Þá birtist ný mynd á skjánum sem sýnir val kjósanda og hann staðfestir að rétt hafi verið valið og þar með hefur kosning farið fram. Óski kjósandinn eftir að endurskoða val sitt ýtir hann á að- gerð „til baka“ og fær þá kjörseð- ilinn upp á skjáinn að nýju. Að kosningu lokinni tekur kjós- andinn kjörkortið úr lesara og set- ur það í kjörkassa um leið og hann yfirgefur kjördeildina. Atkvæðagreiðslan er að sjálf- sögðu leynileg í samræmi við kosningalög. Þjónusta við fatlaða Á hverjum kjörstað verður gott aðgengi og sérstakur útbúnaður fyrir fatlaða og þá sem óvanir eru að handleika tölvumús. Það eru svokallaðir snertiskjáir. Þá velur kjósandi með því að snerta þar til gerðan reit á skjánum. Í Ráðhúsi Reykjavíkur sérstakur útbúnaður fyrir blinda og sjónskerta. Þeir geta hlustað á það sem spurt er um í heyrnartóli og kjósa síðan á snertiskjá sem sérstaklega er útbúinn fyrir þá. Aðstoð við kosninguna Aðstoð við kjósendur við að greiða atkvæði er með tvennum hætti. Í fyrsta lagi er um að ræða að- stoð skv. kosningalögum. Þannig má aðstoða kjósanda vegna sjón- leysis eða ef honum er höndin óhothæf eins og segir í lögunum. Þá verður kjósandinn að gefa sig fram við kjörstjórnina og óska eft- ir aðstoð. Má þá einungis sá kjör- stjórnarmaður sem kjósandinn kallar til veita honum aðstoð og er hann að sjálfsögðu bundinn trún- aði. Í öðru lagi getur kjörstjórnin veitt aðstoð vegna rafrænnar kosningar. Búast má við að að- stoða þurfi einhverja kjósendur við að setja kjörkortið í lesarann og fá valmynd upp á skjáinn og leið- beina honum hvernig hann skuli bera sig að. Kjósandi kýs þó engu að síður í einrúmi. Ekki kosið á Netinu Rétt er að taka fram að einungis er hægt að neyta atkvæðisréttar á kjörstað og ekki er hægt að kjósa á Netinu. Kjósendur geta nú í fyrsta sinn flett upp í kjörskrá á Netinu til að kanna hvort nöfn þeirra standi á kjörskránni, netfang http:// www.flugvollur.is Yfirkjörstjórn – manntal Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjördag. Kjósendum er bent á að leita þangað eða til hverfiskjörstjórnar á hverjum kjörstað um hvers kon- ar vafaatriði sem upp kunna að koma varðandi atkvæðagreiðsluna. Þar eru einnig starfsmenn mann- tals sem gefa upplýsingar um kjör- skrá. Atkvæðagreiðsla um framtíð Vatnsmýrar og staðsetningu flugvallar Gunnar Eydal Flugvöllur Kosið er í fyrsta sinn með rafrænum hætti, segir Gunnar Eydal, og getur kjósandi því kosið á hvaða kjör- stað sem er. Höfundur er skrifstofustjóri borg- arstjórnar og oddviti yfirkjör- stjórnar. TILEFNI þessa bréfs er grein sem skrifuð var af kollega mínum, Héðni Svafars- syni, og birtist hér í Morgunblaðinu sl. laugardag. Greinin fjallaði lauslega – og ekki alltaf réttilega – um „Manual Therapy“, framhaldsmenntun þá sem íslenskir sjúkra- þjálfarar hafa hlotið. Héðinn tekur sérstak- lega fram að ætlunin sé ekki á nokkurn hátt að gera lítið úr námi sem undirrituð á að baki, en þó fannst mér að mér vegið og reyndar að fjarnámi almennt. Það er vísast til einungis vegna skorts á góðum upplýsingum, því ekki tel ég Héðin vilja fara með rangt mál. Framhaldsmenntun Undirrituð útskrifaðist með B.Sc.- gráðu í sjúkraþjálfun frá læknadeild Háskóla Íslands (HÍ) vorið 1992 og hóf strax störf við sjúkraþjálfun hér- lendis. Fljótlega fór ég að kynna mér hina ýmsu möguleika á fram- haldsnámi við mitt áhugasvið, sem kallast á ensku „Manual Therapy“ (MT). Á þeim tíma var ekki um ann- að að ræða en að fara utan til náms og að vel ígrunduðu máli fór svo að ég kaus að halda vestur um haf og hóf nám við Institute of Physical Therapy (IPT) haustið 1994. IPT er deild innan University of St. Augustine for Health Sciences, sem er viðurkenndur háskóli í Bandaríkjunum, og býður sjúkra- þjálfurum upp á framhaldsmenntun á ýmsum sviðum. Gerð er krafa um að nemendur séu með háskólagráðu í sjúkraþjálfun, hafi klíníska reynslu og séu jafnframt starfandi sjúkra- þjálfarar, því námið er sett upp á þann hátt að kenndir eru stakir kúrsar og nemandinn yfirfærir það sem hann lærir hverju sinni beint inn í raunverulegan heim sjúkra- þjálfunar í sínu starfi. Þetta er leið til náms sem mér finnst heppileg í þessu fagi, enda hafi maður þann góða grunn sem HÍ býður upp á, klíníska reynslu, auk þess sjálfs- trausts og aga sem til þarf. Námið er sett upp sem fjarnám. Já, ég kynnti mér allt það fram- haldsnám sem boðið er upp á í MT og kaus að fara alla leið vestur til Ameríku til að komast í fjarnám. Þar var ég í fullu starfi sem sjúkra- þjálfari, tók mér það frí sem ég þurfti til að sinna kúrsum og bók- legu námi, en var ann- ars 8–9 tíma á dag, í eiginlegu sjálfsnámi á meðan ég hélt áfram að starfa og axla þá ábyrgð sem mínu starfi fylgdi. Fræðilega og verklega kennslan, öf- ugt við það sem Héð- inn heldur, er reyndar innan þeirra marka sem IFOMT (Inter- national Federation of Orthopaedic Manipula- tive Therapists) setur. Ekki það að mér hafi fundist það skipta höfuðmáli við val mitt á skóla. Stanley Paris Nú ber þess að geta að einn kenn- ara þessa háskóla og jafnframt stofnandi og forseti hans er dr. Stanley Paris. Þetta hafði ekki síst áhrif á val mitt á skóla, því dr. Paris er eitt stóru nafnanna í orthopaed- ískri sjúkraþjálfun og nýtur mikillar virðingar fyrir þann fjölda rann- sókna og greinaskrif sem eftir hann hafa birst í bókum og fagtímaritum sjúkraþjálfara og lækna um allan heim undanfarna áratugi. Hann var einn stofnenda IFOMT, samtaka sem Héðinn og aðrir í hans félagi meta mikils, og hefur einnig verið forseti þeirra. Hann er óumdeilan- lega frumkvöðull í framhaldsnámi í formi fjarnáms fyrir sjúkraþjálfara. Menntun – sérsvið Nú er ljóst að þeir sjúkraþjálfarar hér á landi sem hafa MT sem sérsvið hafa afar mismunandi nám að baki. Jafnvel þeir sem stunduðu nám inn- an sama skóla í Noregi (sem var reyndar ekki nám á háskólastigi) hlutu mismunandi kennslu því staðl- að námsefni var ekki fyrir hendi. Það er einfaldlega mjög erfitt að bera skólana saman og þá menntun sem boðið er upp á. Hvað lastu margar blaðsíður og hversu merki- legar voru þær? Hvað æfðirðu þig mikið, á hverjum, hversu lengi stóð kennari hjá þér og hversu fær var sá kennari ...? Það er engin leið að horfa einungis á námskrárnar og meta hversu góður viðkomandi er að meðhöndla sjúklinga samkvæmt að- ferðum MT. Það er samt eitt sem við eigum sammerkt og það er þetta eitt sem sameinar okkur sjúkraþjálfara sem vilja kenna okkur við MT. Við geng- umst öll undir próf. Skrifleg, munn- leg og verkleg próf eru haldin þar sem hæfni okkar er metin áður en skólarnir fá okkur prófskírteinið í hendurnar. Ég tók, og stóðst, öll mín lokapróf árið 1996. Nú er ég ekkert að draga í efa að aðrir skólar geri miklar kröfur til sinna nemenda, en það gaf mér mikið að vera metin af dr. Paris sjálfum eftir tveggja ára þjálfun og skólun. Vera prófuð og standast þær kröfur sem hann og hans skóli gerir til þeirra sjúkra- þjálfara sem hann útskrifar með MT-gráðu, enda þótt það gefi mér ekki rétt til inngöngu í MT-félagið hér á landi. Reyndar er ég ekki í neinu MT-félagi. Hér á landi eru tveir hópar sjúkraþjálfara með MT-framhalds- menntun og þar eð markmið þeirra beggja er að vinna að framdrætti MT skil ég ekki í öðru en að þau komi til með að sameinast í framtíð- inni. Annað væri kjánalegt að mínu mati. Óperusöngur Hvað varðar óperusöngvarann sem Héðinn Svafarsson notar sem samlíkingu held ég að sá söngvari hefði ekki skoðað námskrár píanó- leikaranna sem hann gat valið á milli til að spila undir hjá sér. Þess í stað hefði hann sennilega kosið að hlusta á hljóðupptökur til að meta hæfni þeirra. Ljóst er þó að sá sem hefur atvinnu af því að leika á tónleikum reglulega (auk þess að fá leiðbein- ingar kennara) hlýtur að hafa til- komumeiri ferilsskrá en sá sem situr heima og æfir með kennara sér við hlið (auk þess að „performera“ af og til). MT á Íslandi Kristín Briem Sjúkraþjálfun Ég kynnti mér allt það framhaldsnám sem boð- ið er upp á í MT, segir Kristín Briem, og kaus að fara alla leið vestur til Ameríku til að kom- ast í fjarnám. Höfundur er löggiltur sjúkraþjálfari og starfar á Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. LAUGARDAGINN 17. mars geta borg- arbúar haft afgerandi áhrif á skipulagsmál í Reykjavík með því að nýta kosningarétt sinn og greiða at- kvæði með flugvelli í Reykjavík. Það er enginn vafi í mínum huga að það var góð ákvörðun að efna til þessarar atkvæða- greiðslu. Það er búið að vera gaman í borg- inni okkar að undan- förnu, hvar sem mað- ur kemur er rætt um flugvöllinn. Borgarbúar sýna mikinn áhuga og allir hafa skoð- anir. Stundum er heitt í kolunum á vinnustöðum og minnir á stundum á forsetakosningar vegna þess að þarna fer álit fólks ekki eftir flokkslínum. Þær raddir heyrast að þessi at- kvæðagreiðsla sé ótímabær þar sem þegar er búið að ákveða flug- vellinum stað í Vatnsmýrinni til 2016. Þetta er ekki rétt. Við erum að vinna svæðisskipulag til 20 ára með öllum sveitarfélögunum á höf- uðborgarsvæðinu. Staða flugvallarins hefur afger- andi áhrif á hvernig við sjáum þró- un svæðisins alls til framtíðar litið. Fimmtán ár eru í raun stuttur tími þegar talað er um afdrifarík skipu- lagsmál. Ég minni á samning borgarinnar við ríkið um færslu Hringbrautar. Í samningi frá 1976 er samið um makaskipti lands og úthlutun lands til afnota fyrir Landspítalann og stofnanir Háskóla Íslands. Ríkis- sjóður á samkvæmt samningum að kosta færslu Hringbrautar á móts við Landspít- alalóðina. Framkvæmd þess- arar samþykktar hef- ur tekið 25 ár þ.e.a.s. að núna fyrst er þessi framkvæmd á fram- kvæmdaáætlun ríkis- ins. Miðborgin Að vissu leyti má segja að Reykvíking- ar standi frammi fyr- ir vali milli þess að efla miðborgina sem aðalkjarna höfuðborgarsvæðisins og landsins alls eða að þróunin verði dreifari byggðarkjarnar. Ég óttast að ef flugvallarstarfsemin fer úr borginni og flyst á Reykja- nesið þá missi miðborgin stöðu sína sem miðstöð menntunar, verslunar, samgangna og stjórn- sýslu. Í flestum borgum í heim- inum eru járnbrautarstöðvar, sem liggja inn í miðkjarna þeirra með tilheyrandi járnbrautarteinum. Vitaskuld taka þessi samgöngu- tæki einnig mikilvægt byggingar- land. Ég vil að flugvöllur verði áfram í Reykjavík en í breyttri og bættri mynd. Það er t.d. mikilvægt til að styrkja stöðu Háskóla Íslands og fá land fyrir fyrirtæki m.a. í rann- sóknar- og tækniiðnaði. Atkvæðisrétturinn Einn helgasti réttur hvers manns í lýðræðisþjóðfélagi er at- kvæðisrétturinn. Ég hvet alla borgarbúa til þess að fara á kjörstað hinn 17. mars nk. og nýta rétt sinn. Það furðuleg- asta í allri þessari umræðu er að til séu stjórnmálamenn sem hvetja til að atkvæðisrétturinn sé ekki nýtt- ur. Það er sama um hvað er kosið og hvernig menn skiptast í fylk- ingar þá hljóta stjórnmálamenn sem byggja starf sitt á þátttöku fólks í kosningum að fara og kjósa. Flugvöllur í Vatnsmýrinni Sigrún Magnúsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Flugvöllur Ég vil að flugvöllur verði áfram í Reykjavík, segir Sigrún Magnúsdóttir, en í breyttri og bættri mynd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.