Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 51
Kristín Leifsdóttir
vinkona okkar og fyrr-
verandi samstarfs-
maður er látin eftir
erfið veikindi.
Kristín sleit barnsskónum á
Laugum í Reykjadal þar sem faðir
hennar Leifur var skólastjóri en
flutti til Reykjavíkur 1943 í fjöl-
skylduhús móður sinnar, Hverfis-
götu 53.
Að Kristínu stóðu sterkir stofnar
er allir máttu kenna er kynntust
foreldrum hennar.
Að loknu námi við M.R. dvaldist
hún í Bandaríkjunum með foreldr-
um sínum en Leifur var þar við
stærðfræðirannsóknir. Eftir heim-
komuna settist Kristín í Stúdenta-
deild K.Í. og lauk þar námi vorið
1958.
Haustið eftir gerðist hún kennari
við Breiðagerðisskóla í Reykjavík
ásamt okkur tveimur og þar áttum
við saman ógleymanleg ár.
Það var þá mikil barnamergð í
hverfi sem enn var að byggjast,
bekkir yfirfullir og 1964 náði nem-
endafjöldi tölunni 1399. Þarna
kenndi Kristín við mikinn og góðan
orðstír og var sárt saknað er hún lét
af störfum 1966. Vinkonu okkar og
fyrrum nemanda Kristínar varð að
orði er hún frétti andlát Kristínar:
„Hún var besti kennari sem ég hef
nokkru sinni haft.“
Kristín gekk í hjónaband fljót-
lega eftir að hún hóf kennslu. Eig-
inmaður hennar Indriði Einarsson,
rafmagnsverkfræðingur, varð góð-
ur kunningi okkar samkennara
Kristínar og oft var glatt á hjalla á
þeim árum.
Eftir að Kristín hætti að vinna
fæddust þeim hjónum óskabörnin,
Einar 1967 og Hrefna 1969. Eftir að
börnin fæddust þurftu þau stærra
húsnæði og fluttu úr Sólheimunum í
raðhús í Sævarlandi og allt lék í
lyndi. Þá kom reiðarslagið. Indriði
lést í þyrluflugslysi ásamt sam-
starfsmönnum sínum hjá Raf-
magnsveitum ríkisins 17. janúar
1975. Hann var mikill harmdauði
öllum er til hans þekktu og ekki
hvað síst eignkonunni og börnun-
um.
Foreldrar Kristínar, Leifur og
Hrefna, urðu henni stoð og stytta
og kom hún börnum sínum vel til
manns.
Kristín valdi að fara ekki aftur í
kennslu eftir lát Indriða en hóf störf
hjá Tímanum, fyrst við prófarka-
lestur og síðan sem blaðamaður og
þar vann hún þar til skömmu áður
en blaðið hætti að koma út.
Kristín var vinaföst og þó að bilið
lengdist milli okkar eftir að við
hættum að vinna saman höfðum við
alltaf samband.
Síðustu árin átti Kristín við van-
heilsu að stríða en alltaf var gaman
að hitta hana og heyra skoðanir
hennar á mönnum og málefnum
sem voru skeleggar enda konan
sterkur perónuleiki.
Eitt það síðasta sem hún sagði við
okkur þegar við komum til hennar á
sjúkrahúsið skömmu fyrir andlát
hennar var: „Ég á svo góð börn.“
Þeim góðu börnum, Einari og
Hrefnu og fjölskyldu hennar, vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Hrefna og Elsa.
Fátt er dýrmætara en góður vin-
ur. Vinur sem er til staðar þegar á
þarf að halda. Vinur sem gefur sér
tíma til að hlusta, til að gefa ráð, til
að spjalla um daginn og veginn. Til
að koma og dvelja hjá mér um
KRISTÍN
LEIFSDÓTTIR
✝ Kristín Leifs-dóttir, kennari
og blaðamaður,
fæddist í Laugaskóla
í Suður-Þingeyjar-
sýslu 11. maí 1935.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
3. mars síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 12. mars.
stund, eða taka á móti
mér. Vinur sem deildi
með mér bernsku-
brekum og sólskins-
dögum æskunnar,
væntingum unglings-
áranna og alvöru lífs-
ins. Slíkur vinur var
Kristín. Hún veitti af
nægtabrunnum vits og
reynslu. Hún sagði svo
skemmtilega frá, var
fróð og minnug. Hún
vakti gleði og reyndi
ætíð að sjá einhverjar
bjartar hliðar. Hún
fékk þó ærinn skammt
af erfiðleikum, meiri en margur
annar. Þó að hún bognaði um stund-
arsakir rétti hún við á ný og um-
vafði fólkið sitt ást og umhyggju.
Foreldra sína, meðan þau þurftu á
að halda. Börnum sínum og tengda-
syni var hún kjölfesta. Litlu barna-
börnunum, sem komu eins og sól-
argeislar inn í líf hennar, vildi hún
taka þátt í að hlúa að. En það var
henni ekki ætlað. Sá sem öllu ræður
kallaði hana burt og okkur sem eftir
stöndum finnst það mjög svo ótíma-
bært, það var ótalmargt sem hún
átti eftir að fá að njóta. En við eig-
um eftir minningarnar um yndis-
lega konu, þær verða okkar hugg-
un.
Við, systkinin frá Hvítafelli, sem
ólumst upp við hlið hennar, þökkum
tryggð hennar og vináttu. Rætur
okkar allra lágu í sömu norðlensku
moldinni, þótt þær greindust síðar
til ýmissa átta.
Elsku Einar, Hrefna, Jose, Andr-
és og Iðunn. Hugur okkar Þórsteins
er óskiptur hjá ykkur, við biðjum al-
mættið að styrkja ykkur í sorginni.
Ykkar sorg er einnig mín. Minn-
ingarnar eru minn fjársjóður, þakk-
lætið er minn auður.
Aðalbjörg (Abba) Pálsdóttir.
Kristín Leifsdóttir vinkona okkar
og nágranni til margra ára er látin
eftir stutta en erfiða baráttu við ill-
kynja meinsemd. Við kynntumst
Kristínu árið 1972, er hún flutti í
sama raðhús og við í Sævarlandinu
ásamt Indriða Einarssyni, eigin-
manni sínum og tveim ungum börn-
um þeirra. Betri nágranna var vart
hægt að hugsa sér, bæði hress og
skemmtileg í allri umgengni. Gott
var að njóta hæfileika Indriða í
sambandi við lokafrágang húsa okk-
ar og lóða, enda úrræðagóður og
hjálpsamur. Því miður fengum við
ekki að njóta nærveru Indriða
lengi, því hann féll frá aðeins nokkr-
um árum síðar, er hann fórst í svip-
legu þyrluslysi í Hvalfirði 17. janú-
ar 1975. Í þessu hörmulega slysi
fórust einnig nokkrir kollegar hans
úr verkfræðistétt svo og aðrir sam-
starfsmenn hjá Rafmagnsveitum
ríkisins. Var þetta mikið áfall fyrir
Kristínu og börn hennar, sem þá
voru ung að árum. Kristín bjó
áfram ásamt börnunum hér í Sæv-
arlandinu og var ávallt mikill og
góður vinskapur milli fjölskyldna
okkar.
Fyrir þremur árum seldi Kristín
hús sitt og festi kaup á íbúð enda
bæði börnin flutt að heiman. Hafði
hún komið sér vel fyrir í fallegri
íbúð í Ljósheimum þar sem hún bjó
í næsta nágrenni við son sinn Einar,
sem var henni stoð og stytta. En
skjótt skipast veður í lofti, því fyrir
aðeins þremur mánuðum veiktist
Kristín illa og greindist með ill-
kynja sjúkdóm, sem nú hefur hrifið
hana burt. Aldrei kvartaði hún
þrátt fyrir þrautir, en bar harm
sinn í hljóði. Skömmu fyrir andlát
sitt eignuðust Hrefna dóttir hennar
og José maður hennar sitt annað
barn, stúlkubarn, sem Kristínu
auðnaðist að sjá skömmu fyrir and-
lát sitt og var það henni mikill gleði-
gjafi.
Að leiðarlokum vottum við börn-
um hennar, tengdasyni og barna-
börnum innilegustu samúð. Megi
hún hvíla í friði.
Gerður og Daníel.
Okkur langar að kveðja litla
frænda okkar Jóhannes Örn með
nokkrum orðum. En hvað getur
maður sagt þegar tilveran sýnir á
sér hliðar sem eru okkur með öllu
óskiljanlegar?
Það var stoltur frændi sem hélt á
litlum nafna sínum nýskírðum fyrir
aðeins nokkrum dögum og nú er
hann farinn. Eftir stöndum við og
reynum að skilja hvað skaparanum
gengur til en það eru margar spurn-
ingar og engin svör. Að barn sem
fæðist í svo ástríka fjölskyldu skuli
vera kallað svo skjótt frá okkur er
nokkuð sem við ekki skiljum. Eftir
stendur söknuður og tóm í hjarta
okkar sem seint verður fyllt.
Þetta vekur okkur til umhugsunar
um hve lífið er hverfult og að hvert líf
og hver dagur er kraftaverk sem við
skulum vera þakklát fyrir.
Elsku Sólmundur, Vilma, Krist-
rún stóra systir, Steinar Örn og
Hjalti Örn, fráfall Jóhannesar Arnar
er ykkur mikill missir, en þið eigið
líka mikið eftir og falleg minning
hans mun lifa með okkur öllum. Guð
blessi ykkur.
Jóhannes Helgi og Sigrún.
Elsku litli frændi. Fæðing ykkar
bræðra hinn 14. janúar sl. var okkur
mikil gleði. Tveir litlir frændur
komnir í fjölskylduna og tilveran
varð okkur enn bjartari og innihalds-
ríkari. Þið voruð dálítið á undan
sjálfum ykkur en heilbrigðir og allt
gekk eins og best varð á kosið. Pabbi
tók gott frí frá vinnu og þið nutuð
einstakra samvista við foreldra og
systkini, sem gáfu ykkur alla sína ást
og alúð, enda döfnuðuð þið vel. Sól
hækkaði á lofti og litlir drengir voru
skírðir; Jóhannes Örn og Hjalti Örn.
JÓHANNES ÖRN
SÓLMUNDSSON
✝ Jóhannes ÖrnSólmundsson
fæddist 14. janúar
2001 í Reykjavík.
Hann lést á heimili
sínu hinn 6. mars síð-
astliðinn. Jóhannes
Örn var sonur
hjónanna Vilmu
Jónsdóttur, f. 10.
janúar 1966 og Sól-
mundar Arnar
Helgasonar, f. 15.
apríl 1968. Jóhannes
Örn átti þrjú systkin;
Kristrúnu, f. 12.
mars 1985, Steinar
Örn, f. 30. júlí 1998, og tvíbura-
bróður, Hjalta Örn, f. 14. janúar
2001.
Foreldrar Vilmu eru Jón Víg-
lundsson bakarameistari og Stein-
unn V. Jónsdóttir húsmóðir. For-
eldrar Sólmundar eru Helgi
Ingvarsson landpóstur og Bára
Sólmundsdóttir læknaritari.
Útför Jóhannesar Arnar fer
fram frá Grensáskirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 10.30.
Skömmu síðar eða að
morgni 6. mars dró ský
fyrir sólu þegar þú,
elsku frændi Jóhannes
Örn, andaðist fyrir-
varalaust í svefni. Til-
veran er á köflum óút-
reiknanleg og óvægin.
Tilgangur ósýnilegur
og forsendur óskiljan-
legar. Þannig er fólki
stillt upp og gert að lifa
við það sem er óásætt-
anlegt, kyngja því sem
ekki er hægt að kyngja.
Almennir bakhjarlar,
s.s. staðreyndir, kenn-
ingar, reglur og áunnin kunnátta til
að leysa dagleg viðfangsefni, hrynja
og gagnast lítt við spurningum eins
og þeirri sem andlát þitt skilur eftir.
Vegir Guðs eru órannsakanlegir og
þar við situr.
Elsku frændi. Fæðing þín og hin
stutta jarðvist voru okkur frænd-
fólkinu yndislegur gleðigjafi. For-
eldrum þínum og systkinum gafstu
ómetanlega samveru, gleði og minn-
ingar sem munu ávallt lifa með þeim.
Elsku frændi. Vissan um tilvist
þína er okkur mikils virði og gefur
okkur styrk. Við fjölskyldan vitum af
þér frændi.
Tíminn líður fljótt og fyrr en varir
hittumst við aftur og þá á þínum
vettvangi.
Guð blessi þig og minningu þína
elsku vinur.
Elsku Sólmundur Örn, Vilma,
Kristrún, Steinar Örn og Hjalti Örn.
Gjöfin ykkar var mikil, hún er og hún
verður. Guð blessi ykkur og styrki til
framtíðar.
Kveðja,
Ingvar.
Ó, ljóssins faðir, lof sé þér,
að líf og heilsu gafstu mér
og föður minn og móður.
Nú sest ég upp, því sólin skín,
þú sendir ljós þitt inn til mín.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður.
Þitt blessað ljósið lýsi mér,
svo lifi ég og fylgi þér
á vísdóms vegi sönnum,
en auk mér þroska, dyggð og dáð,
svo dafni ég í Jesú náð,
hjá Guði og góðum mönnum.
Þigg, Guð, minn faðir, hug og hönd,
mitt hjarta, vilja, líf og önd,
svo blessuð boð þín geymi.
Að treysta, hlýða, þóknast þér
sé þúsund sinnum dýrra mér,
en fylgja holdi og heimi.
(M. Joch.)
Með þessu ljóði langar mig til að
minnast þín, litli frændi Jóhannes
Örn. Jarðvist þín hjá okkur var stutt
en minningin mun ávallt lifa.
Elsku bróðir Sólmundur Örn,
Vilma mín, Kristrún, Steinar Örn og
Hjalti Örn, Guð og góðir englar
styrki ykkur á þessari erfiðu stundu
og um alla framtíð.
Hrafnhildur.
Gráttu ekki af því að ég er dáinn
Ég er innra með þér alltaf
Þú hefur röddina
Hún er í þér
Hana getur þú heyrt
Þegar þú vilt.
Þú hefur andlitið
líkamann.
Ég er í þér.
Þú getur séð mig fyrir þér
Þegar þú vilt.
Allt sem er eftir
af mér
Er innra með þér.
Þannig erum við alltaf saman.
(Barbro Lingren.)
Elsku Vilnara, Sólmundur og
börn, megi guð varðveita litla eng-
ilinn ykkar, og styrkja ykkur í sorg-
inni.
Ykkar vinir,
Helga, Leifur og Nína Huld.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
=
>%
!
!
*
>&
> /$,$ -=
()$$ $ 1+ %
&.$$
$ $ "
)--1 $ - '$ $ # ?+,-
1 - '$ $ #
&.$
+) - '$ $ #
?+,-
# )"$& "
&.$+
# 7+ $ ,$ "
< ,'# -
"
1$
# $-.+ ?+ -+ " %
!!!"
# " !
"" $"$!%