Morgunblaðið - 14.03.2001, Qupperneq 52
MINNINGAR
52 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
=
>%
!
>
%
%
C>&A ? $
+)$1%
! " !$ # (, $&%(,$ "
- !$ #
' - $ "
'$ $' #-'$ $'$ $' %
=
>% !
%
! >
C>& D 7?C $,- =B
) .,! %
- ,$ ##-
>$," D0.$$ #%
:
74 ? $ ?$$
8 ,.+ ! ,
8A," - EF
% , , %
$"
" 2$-/ " ! " &.$ #
& ,$ &.$+ # ? ,"$
"
#-'$ $'$ $' %
=
>% !
>
%
!
%
>&A<2 ?8 + -
$ %
- >+ -5 $ ,$ "
$> -1 " & +0>++" #
,$ > -1 # (,,$(,,+
2$-/ > -1 # ? ,"$2$ .$ "
-$&$> -1 "
+)! &+ #
'$ $' #-'$ $'$ $' %
?
2&%&
) ,@ 8
- / $./
+ $ 0 $
%% %
$"
8
> /1+ "
?$, . ," $-.+ ( $,1+ -#-/$%
✝ Lilja Jóhanns-dóttir fæddist 20.
maí 1915 á Akureyri.
Hún lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akur-
eyri 3. mars síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Jóhann
Hallgrímsson kokkur
og Tómasína Þor-
steinsdóttir. Systkini
Lilju á lífi eru Þór-
stína og Hjördís en
látin eru þau Jóhann,
Magnús, Sigurpála,
Bragi, Kristján og
Þorsteinn. Eiginmað-
ur Lilju var Gunnar Guðmundsson,
f. 26. september 1916, d. 25. mars
1975. Börn þeirra
eru 1) Sjöfn, f. 23.7
1944, maki Kolbeinn
Gunnarsson, börn
þeirra eru Gunnar
og Lilja. 2) Árni, f.
14.1. 1951, maki Ing-
unn Björk Jónsdótt-
ir, börn þeirra eru
Árni Þór og Íris
Björk. 3) Rúnar, f.
23.12. 1952, maki
Katrín Sighvatsdótt-
ir, börn þeirra eru
Jóhann Goði og Sig-
hvatur. Langömmu-
börn Lilju eru átta.
Útför Lilju fór fram frá Akur-
eyrarkirkju 12. mars.
Kæra móðursystir . Það er margs
að minnast þegar ég kveð þig í hinsta
sinn.
Sem ungur drengur var það ævin-
týri að fara frá Siglufirði til Akureyr-
ar og heimsækja þig og Gunnar. Glað-
værðin og hlýjan frá ykkur
endurspeglaði vel þau fjölskyldu-
tengsl sem ríktu þar. En eins og hjá
mömmu fékk maður að heyra ef eitt-
hvað var að. Og margar voru ferð-
irnar sem til þín voru farnar og alltaf
varstu tilbúin að taka á móti okkur
með sömu glaðværðinni.
Ég man hvað innilega þú tókst á
móti Steinunni og ykkar á milli skap-
aðist mikil og góð vinnátta sem hélst
alla tíð. Ég var stundum afbrýðisam-
ur hvað þú stóðst alltaf með Steinunni
en þú varst glögg og vissir hvað mér
var fyrir bestu.
Það voru innilegar þær kvöld-
stundir sem við áttum við að spila
manna og fá okkur sérríglas. Ekki var
það síðra þegar þú komst suður og við
hittumst og spiluðum saman brids,
eða þegar þú gistir hjá okkur og börn-
in okkar fengu að kynnast þér og voru
þess vegna alltaf viljug að koma með
og heimsækja þig norður og ætíð
varst þú tilbúin að taka á móti okkur.
Þú talaðir alltaf tæpitungulaust og
lést mig vita ef þér mislíkaði eitthvað,
sérstaklega ef ég hringdi ekki í ein-
hvern tíma.
En þú gladdist líka með mér þegar
þannig stóð á. Það var skemmtilegt í
maí síðastliðinn þegar ég var fyrir
norðan og við fórum saman tvö keyr-
andi um Eyjafjörðinn og þú sagðir
mér frá átthögum þínum.
Við hjónin höfðum rætt um það að
heimsækja þig í vetur en af því varð
ekki en símtölin við þig voru alltaf
jafnhressileg jafnvel þótt þú værir
lasin, en lífsgleði þín var það mikil að
þú varst farin að skipuleggja ferðir
sem þú ætlaðir að fara í sumar og þá
var Ísafjörður inni í þeirri mynd.
Nú ert þú farin í þína hinstu ferð og
ég er viss um að Gunnar og mamma
taka vel á móti þér.
Birgir Jónsson.
LILJA
JÓHANNSDÓTTIR
Í fjarlægð með hug-
ann heima, stend ég nú í
þeim sporum að minn-
ast Palla frænda míns,
sem kveður okkur að-
eins rúmlega fertugur
að aldri. Á stundum
sem þessum er orða
vant, hugsanir koma í
stað orða. Hann var barn vorsins,
fæddur í maí, bjartur yfirlitum með
PÁLL SVERRIR
PÉTURSSON
✝ Páll Sverrir Pét-ursson fæddist á
Akranesi 13. maí
1960. Hann lést 23.
febrúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram 6. mars.
fallega brosið sitt. Hann
tók mér ávallt með
hlýju og kærleika. Ég
sá hann vaxa úr grasi og
verða glæsilegan ungan
mann, stofna sína fjöl-
skyldu og eignast börn-
in sín. Björt framtíðin
blasti við. En áður en
varir en hann horfinn
sjónum okkar. Þung eru
nú sporin ykkar, elsku
Katla mín og börnin öll,
Piddi minn og Magga,
systkinin og allir aðrir
aðstandendur hans.
Á stundum sem þess-
um er Kristur okkar eina haldreipi,
hann sem gaf okkur fyrirheit um eilíft
líf. Ég bið algóðan Guð að styrkja
ykkur og græða sárin á þeim erfiðu
tímum sem framundan eru.
Ég vil kveðja Palla frænda minn
með ljóði, sem afi hans fékk frá kær-
um vini sínum Sigurbirni Einarssyni,
í þeirri vissu að algóður Guð taki hann
til sín og að afi og amma, sem voru
honum svo kær, breiði nú faðminn
móti honum.
Blómin falla fölskva slær
á flestan ljóma.
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(S.E.)
Guð geymi þig, elsku vinur.
Edda L. Jónsdóttir.
Ágúst Jónsson var
mikill velunnari Há-
skólans á Akureyri. Í
desember 1997 af-
hentu hann og Mar-
grét kona hans Háskólanum steina-
safn sitt að gjöf sem hefur að geyma
rúmlega 1200 skrásetta steina. Á
þeim tíma var steinasafnið eitt hið
merkasta í eigu einstaklings hér á
landi. Það var ógleymanlegt að
heimsækja Ágúst að heimili þeirra
hjóna á Reynivöllum og skoða
steinasafnið undir handleiðslu hans.
Þrátt fyrir háan aldur fór Ágúst
með gestum sínum yfir steinasafnið,
tók út einstaka steina og lýsti á lif-
ÁGÚST
JÓNSSON
✝ Ágúst Jónssonbyggingameist-
ari fæddist að Hlíð í
Skíðadal 22. desem-
ber 1902. Hann lést á
Dvalarheimilinu Hlíð
á Akureyri 22. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Akureyrarkirkju
2. mars.
andi hátt ferðalögum
sem farin voru til að ná
þeim. Steinasafnið var
heill heimur út af fyrir
sig. Þarna hafði Ágúst
byggt upp heim steins-
ins frá mörgum sjónar-
hornum þ.á m. fræði-
legum, listrænum og
yfirnáttúrlegum. Innri
gerð steina Ágústs
kallaðist á við ljóð
Kristjáns frá Djúpa-
læk í bókinni Óður
steinsins sem út kom
1976.
Steinasafn Ágústs
verður varðveitt í þeim hluta ný-
byggingar Háskólans sem tekinn
verður í notkun síðar á þessu ári.
Þar mun það fá verðugan sess kom-
andi kynslóðum til fróðleiks og ynd-
isauka.
Eftirlifandi eiginkonu Ágústs,
Margréti, afkomendum þeirra og
öðrum ástvinum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. Háskólans á Akureyri
Þorsteinn Gunnarsson.
Mig langar í örfáum
orðum að kveðja hann
Óla frænda eins og ég
kallaði hann alltaf.
Hann var móðurbróðir
minn, mikill atorkumaður og var alla
tíð einstaklega lífsglaður. Hann söng
mikið og spilaði á gítar og var því
hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann
kom. Bræðurnir Óli og Jósep sungu
oft saman við ýmis tækifæri innan
fjölskyldunnar, öllum til mikillar
ánægju.
ÓLAFUR Þ.
SIGURÐSSON
✝ Ólafur Þ. Sig-urðsson fæddist
á Hamraendum í
Hraunhreppi 1. sept-
ember 1924. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 7.
febrúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Vídalíns-
kirkju 16. febrúar.
Þegar Óli var í fragt-
siglingum sem ungur
maður færði hann mér
stundum gjafir erlend-
is frá og gladdi það mig
mjög.
Sem níu ára drengur
fékk ég að kynnast Óla
betur þegar hann bauð
móður minni, mér og
Gumma bróður að
dveljast hjá sér, Olgu
og börnunum í Grinda-
vík. Þar sem Gummi
veiktist af lugnabólgu
lengdist dvölinn í heila
viku. Á þessum tíma
fékk ég tækifæri til að kynnast allri
fjölskyldunni og nutum við gestristni
þeirra. Það eru sérstaklega tvö atriði
sem eru mér minnisstæðust. Þetta
sumar gaf hljómsveitin Hljómar út
lagið „Fyrsti kossinn“ og sungum við
Helga frænka þetta lag af eldmóð
alla daga og kom sér þá vel þolin-
mæði og skilning þeirra fullorðnu. Í
lok dvalarinnar bauð Óli mér, í dags-
róður með sér út á sjó, á fiskibát sem
hann vann á og var það hámark dval-
arinnar. Á sjónum var Óli í essinu
sínu, hress að vanda og gaf sér tíma
til að útskýra og sýna borgarbarninu
það helsta um borð á meðan siglt var
út á miðin. Eftir dvölina hjá frænda,
skyldi ég vel hvers vegna hann var
svo vinmargur.
Margar góðar stundir áttum við
saman og alltaf var Óli jákvæður og
hress og sýndi því áhuga sem sam-
ferðamenn hans voru að fást við
hverju sinni. Stundirnar á Lyng-
brekku á Mýrum, þar sem vensla-
fólkið hittist nokkur sumur, eru vel
geymdar í minningunni.
Að lokum vill ég þakka þér,
frændi, fyrir allar góðar stundir sem
við áttum saman og bið guð að
styrkja Möggu, börnin þín, fjölskyld-
ur þeirra og systkinin. Minning um
góðan mann deyr aldrei.
Fljúgðu nú hátt minn fuglinn fríði,
fagra vængi þen af þrótt.
Vænghaf þitt veitti gleði og prýði,
vermir það hjartað um vetrarnótt.
Sigurvin.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.