Morgunblaðið - 14.03.2001, Side 57

Morgunblaðið - 14.03.2001, Side 57
ALDARAFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 57 Í KVÖLD, miðvikudaginn 14. mars, mun séra Ingþór Indriðason Ísfeld annast Biblíulestur í Hallgríms- kirkju sem hefst kl. 20. Viðfangs- efnið er fyrra bréf Páls postula til Korintumanna. Mun séra Ingþór ræða ástand í söfnuðinum í Kor- intuborg með hliðsjón af bréfinu og skoða samtíma okkar í ljósi þess. Korintuborg var hin dæmigerða hafnarborg allra tíma, þar sem hvers konar siðleysi óð uppi sem náði inn í hinn unga, kristna söfnuð, jafnframt því sem flokkadrættir stóðu honum fyrir þrifum. Auk þess einkenndist borgin af því sem við nú köllum fjölhyggju í trúarlegum efnum, sem postulinn og söfnuður- inn urðu að takast á við. Öllum er velkomið að taka þátt í lestrinum og umræðum um efnið. Áskirkja. Föstumessa kl. 20. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samvera eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund, kaffiveitingar og samræður. TTT-starf (10–12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10–12. Fræðsla: Brjóstagjöf. Sóldís Traustadóttir hjúkrunarfræðingur. Passíusálmalestur kl. 12.15. Bibl- íulestur kl. 20. Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 11–16 í Setrinu í umsjón Þórdísar Ásgeirsdóttur þjónustu- fulltrúa. Við minnum á heimsókn- arþjónustu Háteigskirkju, upplýs- ingar hjá Þórdísi í síma 551-2407. Kórskóli fyrir 5–6 ára börn kl. 16. Barnakór 7–9 ára kl. 17. Kvöldbæn- ir og fyrirbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11– 16. Heilsupistill, léttar líkamsæfing- ar og slökun í Litla sal. Kyrrðar- og bænastund, orgelleikur og sálma- söngur í kirkjunni. Létt máltíð (500 kr.) í stóra sal. Spilað, hlustað á upplestur og málað á dúka og kera- mik. Kaffisopi og smákökur kl. 15. Að lokum er söngstund með Jóni Stefánssyni. Eldri borgarar eru sérstaklega velkomnir en stundin er öllum opin. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Kirkjuprakkarar 6–7 ára kl. 14.10. Fermingarfræðsla kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarnes- kirkju og Þróttheima kl. 20, 8. bekkur. Neskirkja. Starf fyrir 7 ára börn kl. 14–15. Opið hús kl. 16. Kyrrðar- stund á föstu kl. 20. Tónlist, íhugun, ritningarlestur og bæn. Tónlist Szymon Kuran og Hafdís Bjarna- dóttir. Prestur sr. Halldór Reyn- isson. Óháði söfnuðurinn. Föstumessa kl. 20.30. Gunnar Steingrímsson guð- fræðinemi prédikar. Biblíulestur út frá 25. Passíusálmi. Krumpaldins- kaffi. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverð- ur á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11–12 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13–16. Handmennt, spjall og spil. Fyr- irbænaguðsþjónusta kl. 16. Bænar- efnum er hægt að koma til presta safnaðarsins. Kirkjuprakkarar 7–9 ára kl. 16–17. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digraneskirkju fyrir 10–12 ára drengi kl. 17.30. Ung- lingastarf KFUM&K og Digranes- kirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Opið hús fyrir fullorðna til kl. 14. Bæna- og þakkarefnum má koma til Lilju djákna í síma 557-3280. Látið einnig vita í sama síma ef óskað er eftir keyrslu til og frá kirkju. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 15–16. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan há- degisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára kl. 16.30– 17.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 18–19. KFUK fyrir stúlkur 12 ára og eldri annan hvern miðviku- dag kl. 20.30–21.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8–9 ára barna í dag kl. 16.45–17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. TTT-sam- vera 10–12 ára barna í dag kl. 17.45–18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Léttur kvöld- verður að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12 í safnaðarheimilinu. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14–16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12, altarisganga og fyr- irbænir. Léttur hádegisverður frá kl. 12:30 –13. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurs- hópar. Umsjón Ásta Sigurðardóttir. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Ytri-Njarðvíkurkirkja. STN-starf í dag kl. 16.30 í umsjá Vilborgar Jónsdóttur og er ætlað börnum 6. til 9 ára. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Helgistund á Hraunbúðum k. 11. Allir velkomnir. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12–12.30. Opið hús fyr- ir unglinga í 8.–10. bekk í KFUM&K-húsinu kl. 20. Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18. Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, unglingafræðsla, kennsla fyrir enskumælandi og biblíulestur. Allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan. Námskeið dr. Steinþórs Þórðarsonar „Lærum að merkja biblíuna“ í kvöld kl. 20. Mörg spennandi efni verða tekin fyrir og biblían verður aðgengilegri. Allir velkomnir. Kapella sjúkrahúss Hvammstanga. Bænastund í dag kl. 17. Allir vel- komnir. KEFAS. Samverustund unga fólks- ins kl. 20. Samband íslenskra kristniboðs- félaga, Háaleitisbraut 58. Fjáröfl- unarsamkoma Kristniboðsfélags kvenna kl. 20.30 í kvöld. Árni Gunn- arsson syngur einsöng. Happ- drætti, veglegir vinningar. Kjartan Jónsson flytur hugvekju. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf Deilur og ólifn- aður í söfnuðinum Stefán Sigurðsson, fyrrverandi kennari við Melaskólann í Reykja- vík, er hundrað ára í dag. Stefán er Austur- Skaftfellingur, fæddist 14. mars 1901 á Reyð- ará í Lóni. Fyrir hálfri öld, þegar hann varð fimmtugur, birtist um hann afmælisgrein í Ís- lendingaþáttum Tím- ans, en þá hafði hann gegnt skólastjórastarfi um 17 ára skeið við heimavistarskólann í Reykholti við góðan orðstír. Er þar sérstaklega til nefnt skyldurækni og árvekni í starfi, heið- arleiki í viðskiptum, umgengnis- menning og félagsþroski. Þeir eig- inleikar hafa einkennt Stefán alla tíð, jafnt í starfi sem félagslífi. Hér er ekki ætlunin að rekja merkilegan starfsferil Stefáns sem kennara, heldur víkja nokkrum orð- um að þeim þætti í ævi hans sem fáum er kunnur öðrum en þeim sem deila með honum hugsjóninni um hlutlaust hjálparmál í alþjóðlegum samskiptum. Stefán hreifst af tungu- máli Zamenhofs, esperanto, þegar hann var við nám í Kennaraskólan- um en hóf ekki markvisst nám í mál- inu fyrr en á fertugsaldri. Naut hann þá leiðsagnar Þórbergs Þórðarson- ar. Hann hóf þá að skrifast á við er- lenda esperantista og afla sér bóka á esperanto. Árið 1975 sótti hann í fyrsta sinn alþjóðaþing Alþjóðlega esperantosambandsins sem þá var haldið í Kaupmannahöfn. Síðan hef- ur hann sótt flest slík þing en þau eru haldin árlega í ýmsum borgum á víxl í öllum heimsálfum. Hefur eng- inn Íslendingur jafn oft tekið þátt í þessum stærstu og fjölbreyttustu menningarþingum esperantohreyf- ingarinnar. Jafnframt hefur Stefán gegnt trúnaðarstörfum fyrir ís- lensku esperantohreyfinguna, var m.a. ritari Auroro, esperantofélags- ins í Reykjavík, í nokkur ár. Hann kenndi einnig esperanto í níu ára bekk í Melaskóla veturinn 1950–51. Á 90 ára afmælinu var hann gerður heiðursfélagi Íslenska esperanto- sambandsins og var þá gefið út safn esperantoþýðinga hans á íslenskum ljóðum. Stefán er vel ritfær maður STEFÁN SIGURÐSSON og er einkum kunnur fyrir þýðingar sínar á barnabókum, þar á meðal bókunum um Óla Alexander eftir Anne- Cath. Vestly. En hann hefur einnig þýtt margt úr esperanto. Má þar nefna tvær bækur eftir tékkneska esperanto- höfundinn Fr. Omelka, Boðhlaupið í Alaska og Flugslys á jökli. Báðar þær sögur las Stefán í útvarp og var sú fyrr- nefnda einnig gefin út í bókarformi. Þá þýddi hann einnig bókina Kúmeúáa, sonur frumskógarins, eftir ferðalanginn og esperantohöfundinn Tibor Sekelj og las hana í útvarp. Margar smásögur hefur Stefán þýtt úr esperanto og lesið í útvarp og hafa sumar einnig birst í blöðum. Öll þessi rit voru frumsamin á esperanto og lét Stefán þess ævinlega getið til að vekja at- hygli á frumsömdum esperantobók- menntum. Stefán hefur einnig þýtt margt úr íslensku yfir á esperanto. Þar má m.a. nefna leikritið Inúk sem leik- hópur Þjóðleikhússins sýndi tvívegis á alþjóðaþingi esperantista í Reykja- vík 1977. Er það eina tungumálið annað en íslenska sem þetta fræga leikrit hefur verið flutt á við sýning- ar. Margar smásögur og kvæði hefur Stefán þýtt á alþjóðamálið og hefur það flest verið birt í esperantotíma- ritum. Sérstaklega má þar nefna rit- smíð Þórbergs Þórðarsonar Strönd- in á Horni sem annar íslenskur esperantisti, Karl Sigurðsson, sendi pennavini sínum í Frakklandi og var síðan þýdd á frönsku og vakti mikla athygli. Margt er þó enn óbirt og ótalið af þýðingum Stefáns. Hann hefur unnið merkilegt menningar- starf með þýðingum sínum og hefur það starf beinst í tvær áttir: kynn- ingu á íslenskum bókmenntum er- lendis með esperantoþýðingum og kynningu á esperantobókmenntum hérlendis. Það ber að lofa og þakka. Íslenskir esperantistar þakka Stefáni Sigurðssyni áratuga sam- starf og árna honum heilla á aldaraf- mælinu. Baldur Ragnarsson, Hallgrímur Sæmundsson. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á tíu borðum mánudaginn 12. mars. Miðlungur 168. Efst voru: NS Karl Gunnarss. og Ernst Backmann 205 Díana Kristjánsd. og Ari Þórðars. 201 Helga Helgad. og Þórhildur Magnúsd. 186 AV Þórhallur Árnas. og Björn Bjarnas. 198 Viðar Jónss. og Sigurþór Halldórss. 186 Kristján Guðm.ss. og Sig. Jóhannss. 186 – Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 alla mánudaga og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Síðastliðinn miðvikudag var fyrsta kvöldið af þremur í Lands- bankatvímenningi Bridgefélagsins Munins. 12 pör voru skráð til leiks. Efstu 8 sætin eru þéttsetin og mjög jöfn, þannig að ljóst þykir að keppnin verði spennandi og hörð, en svona standa stigin hjá efstu 4: Efstir með 131 stig eru Einar Júlíusson – Þórir Hrafnkelsson, í öðru sæti eru Karl G. Karlsson – Guðjón Svavar Jensen með 125 stig, í þriðja sæti urðu Randver Ragnarsson – Pétur Júlíusson með 124 stig, og í því fjórða eru Guðjón Óskarsson – Eiður Gunnlaugsson með 123 stig. Félag eldri borgara í Kópavogi Góð þátttaka var í tvímenningn- um 6. mars sl. eða 24 pör. Úrslit í N/S urðu þessi: Bragi Björnss. – Magnús Halldórss. 258 Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafss. 236 Ragnar Björnsson – Hreinn Hjartarson 232 Hæsta skor í A/V: Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 304 Heiður Gestsd. – Þorsteinn Sveinsson 241 Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 237 Sl. föstudag mætti 21 par og þá urðu úrslit þessi í N/S: Einar Einarss. – Hörður Davíðsson 244 Eysteinn Einarss. – Sigurður Pálsson 239 Sigríður Pálsd. – Eyvindur Valdimarss. 226 Hæsta skor í A/V: Helga Helgad. – Þorleifur Þórarinss. 245 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 245 Ingibjörg Stefánsd. – Þórólfur Meyvantss. 236 Meðalskor var 216 báða dagana. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 8. mars lauk að- alsveitakeppni félagsins með sigri sveitar Þorsteins Berg. Sveit Þor- steins hafði forystu nánast frá byrjun móts og hélt henni allt til loka. Með Þorsteini spiluðu Guð- mundur Grétarsson, Baldur Bjart- mars, Guðmundur Sigurjónsson, Hallgrímur Hallgrímsson og Guð- mundur Baldursson. Lokastaðan varð þessi: 1. Sveit Þorsteins Berg 211 2. Sveit Þróunar 205 3. Sveit Sigurðar Sigurjónss. 188 4. Sveit Vina 187 5. Sveit Old Boys 187 Eftir síðasta leik sveitakeppn- innar var spilaður stuttur tví- menningur og bestum árangri náðu: N-S Georg Sverriss. – Gunnl. Kristjánss. 116 Guðm. Baldurss. – Hallgr. Hallgrímss. 101 A-V Árni Már Björnss. – Gísli Þ. Tryggvas.107 Magnús Aspelund – Steingrímur Jónss. 103 Á fimmtudaginn kemur, 15. mars, hefst tveggja kvölda „board a match“-sveitakeppni með tví- menningsútreikningi og hefst spilamennska kl. 19.45. Spilað er í Þinghól við Hamra- borgina og eru allir spilarar vel- komnir. Aðaltvímenningi Bridsfélags Húsavíkur lokið Lokastaðan í aðaltvímenningi Bridsfélags Húsavíkur er þannig: Óli Kristinss. – Pétur Skarphéðinss.: 96 Friðrik Jónass. – Torfi Aðalsteinss.: 79 Þórir Aðalsteinss. – Gaukur Hjartars.: 28 BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Aðeins tvær sveitir mættu til leiks í flokki yngri spilara í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Sveit Sig- urbjörns Haraldssonar sigraði eftir hörkukeppni. Guðmundur Ágústsson, forseti BSÍ, afhenti verðlaunin í mótslok en með honum á myndinni eru Íslandsmeistararnir. Talið frá vinstri: Heiðar Sigurjónsson, Sigurbjörn Haraldsson, Ingvar Jónsson og Ásbjörn Björnsson. KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.