Morgunblaðið - 14.03.2001, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 63
DAGBÓK
VINNU-
SÁLFRÆÐI
Á flestum vinnustöðum eru samskipti flókin og oft
vandasöm. Á námskeiðinu verður kennd samskiptalík-
an til að auka samstarfshæfni þátttakenda og þjálfa
viðbrögð sem leysa ágreining og auka vinnugleði.
Námskeiðið er ætlað fyrir:
Stjórnendur, yfirmenn og aðra starfsmenn sem í starfi
sínu þurfa að takast á við samskipti og samstarfsvanda.
Upplýsingar og skráning í síma
Sálfræðistöðvarinnar, 562 3075,
milli kl. 11 og 12/fax 552 1110.
Leiðbeinendur og höfundar
námskeiðs eru sálfræðingarnir
Álfheiður Steinþórsdóttir
og Guðfinna Eydal.
Samskipt
i á vinnus
tað
LAUGAVEGI 36
Opnaðu
augun
30% verðlækkun
á öllum
gleraugnaumgjörðum
& gleri.
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
FISKAR
Þú getur verið ákaflega
sannfærandi og átt því auð-
velt með að fá fólk á þitt band
en þér hættir til að missa
sjónar á heildarmyndinni.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Stundum stendur maður
frammi fyrir öflum sem ekki
eru á eins manns færi. Þess
vegna skaltu ekki hika við að
leita þér aðstoðar þegar erfitt
mál rekur á þínar fjörur í dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Reyndu að halda eins mikið
aftur af þér og þér er mögu-
legt því stundum er bið besti
leikurinn og margt er vel þess
virði að bíða eftir því.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Legðu þig allan fram við verk-
efni dagsins því annars áttu á
hættu að það verði tekið af þér
og fengið samstarfsmanni
þínum í hendur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Gefðu sköpunarþránni lausan
tauminn og gleðstu yfir þeim
gjöfum sem hún færir þér og
gleðja líka þá sem þú leyfir að
njóta hennar með þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ættir að reyna að hagræða
vinnuumhverfi þínu þannig að
þú getir verið sem mest út af
fyrir þig í dag. Ef það er ekki
hægt þá biddu vinnufélaga
þína um að láta þig í friði.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þig langar til þess að breyta
til en vantar herslumuninn
upp á að drífa hlutina í gegn.
Leitaðu þér aðstoðar til þess
að geta hafist handa.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Enginn kemst hjá því að við-
urkenna þau takmörk sem
honum eru sett og muna
skaltu að frelsi fylgir ábyrgð
og þitt frelsi endar þar sem
frelsi nágranna þíns tekur við.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Reyndu að hafa hemil á skapi
þínu því það gerir bara illt
verra að stökkva upp á nef sér
og rjúka frá málunum óleyst-
um í einhverju bræðikasti.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Eyddu ekki orkunni í að reyna
að snúa við eðlilegu flæði hlut-
anna. Reyndu frekar að færa
það þér í nyt svo þú standir
sterkari að vígi eftir en áður.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vinnufélagar þínir líta upp til
þín vegna þess hve ráðagóður
þú ert. Þótt ásókn þeirra sé
stundum þreytandi skaltu
reyna að þola hana.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er ekki endalaust hægt að
kenna öðrum um og best færi
á því að þú litir í eigin barm og
veltir fyrir þér hvort orsakir
erfiðleikanna sé ekki að finna
hjá þér sjálfum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þótt þér þyki eitthvað gott er
ekki þar með sagt að nágranni
þinn sé sama sinnis. En
mundu að bera sömu virðingu
fyrir skoðunum hans og þú
vilt að hann sýni þér.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
Í KLAUSTURGARÐINUM
Ég tilbað þig, móðir, í trausti og undirgefni.
Mitt traust til þín var milt og ástríðulaust.
Og í myrkrinu leiddirðu mig eins og barn í svefni –
og ég minnist þess dags, er ég skynjaði fyrst þína raust.
Svo ungur ég fann þín ástúð um sál mína streyma.
Fyrir óralöngu kom tólf ára drengur og kraup,
einmana og hryggur, við altaristöfluna heima –
og augnaráð þitt eins og hunang í sár hans draup.
Ég man, að þá lagði hann líf sitt í þínar hendur.
Þá lagði ég mína veröld að fótum þér:
minn sæ, mín fannhvítu segl, mínar gullnu strendur,
minn saklausa harm og hvern dag, sem var ætlaður mér.
Þá sofnaði’ ég út frá mynd þinni á veggnum mínum,
og morgunninn lagði nafn þitt á varir mér.
Og ég las allan fögnuð lífs míns úr augum þínum
og las alla þjáning míns hjarta úr augum þér.
Tómas Guðmundsson.
STAÐAN kom upp á Capp-
elle la Grande skákmótinu
sem lauk fyrir skömmu.
Hvítu mönnunum stýrði
rússneski stórmeistarinn
Semen Dvorys (2.568) gegn
alþjóðlega meistaranum
Gullaume Vallin (2.396). 12.
Bxc4! dxc4 13. Rxc4 Da6 14.
Rd6+ Kd7 15. Bxh6 Bxh6
16. d5! exd5 17. Dxd5 Re7
18. e6+ Kc7 19. Rb5+ Kb6
20. Dd6+ Rc6 Ekki gekk
upp að leika 20. ...Kxb5 þar
sem eftir 21. a4+ Kc4 22.
Re5+ Kb3 23. Ha3+ Kxb2
24. Db4+ mátar hvít-
ur. 21. a4 Hd8 22.
Dc7+ Kc5 23. e7 He8
24. Dd6+ Kb6 25.
a5+ Dxa5 26. Hxa5
Hxe7+ 27. Kf2 Be3+
28. Kg3 Bc5 29. Df6
He6 30. Df4 Rxa5 31.
b4 Be3 32. bxa5+
Kxb5 33. Hb1+ Kc6
34. Re5+ Kd6 35.
Rc4+ og svartur
gafst upp saddur líf-
daga. Upphafsleikir
skákarinnar voru
þessir: 1. e4 e6 2. d4
d5 3. e5 c5 4. c3 Db6 5. Rf3
Rc6 6. a3 c4 7. Rbd2 f6 8.
Rh4 g6 9. f4 fxe5 10. fxe5
Bg7 11. Rhf3 Rh6. Skákmót
öðlinga hefst í kvöld, kl.
19.30. í húsakynnum Tafl-
félags Reykjavíkur, Faxa-
feni 12. Teflt verður einu
sinni í viku og samtals 7 um-
ferðir. Keppninni lýkur 2.
maí með hraðskákmóti.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Þegar skiptingin er tiltölu-
lega jöfn og enginn boðleg-
ur tromplitur fyrir hendi, er
það dómur reynslunnar að
33 háspilapunkta þurfi til að
réttlæta hálfslemmu í
grandi. Í spili dagsins eiga
NS samtals 31 punkt á milli
handanna og því „náði“ ekk-
ert par sex gröndum í spili
dagsins þegar það kom upp
á landsliðsæfingu fyrir
stuttu. Hins vegar er
slemman „sénsarík“.
Norður
♠ Á84
♥ Á10
♦ Á1093
♣ KD92
Suður
♠ K3
♥ K9765
♦ KG5
♣Á103
Segjum sem svo að les-
andinn sé staddur í sex
gröndum. Útspil í tígli og
laufi eru hjálpleg og
kannski í hjarta líka, en
vestur er ekki í jólaskapi og
leggur af stað með spaða-
drottningu. Hvernig er best
að spila?
Ef láglitirnir gefa átta
slagi, þarf ekki að leita
lengra. En til þess að það
gerist, þarf í fyrsta lagi að
finna tíguldrottningu, og
öðru lagi verður laufið að
falla 3-3 eða gosinn að sýna
sig. Áður en hreyft er við
láglitunum er hins vegar
sjálfsagt að reyna að gera
sér mat út hjartanu. Það
gæti legið 3-3 og þá er nóg
að laufið skili sér eða tíg-
ulsvíning heppnist í loka-
stöðunni. En það er ekki
sama hvernig hjartanu er
spilað. Ef vestur er með litlu
hjónin eða annað þeirra í
tvíspili fást fjórir slagir með
því að spila strax á tíuna:
Norður
♠ Á84
♥ Á10
♦ Á1093
♣ KD92
Vestur Austur
♠ DG92 ♠ 10765
♥ G4 ♥ D832
♦ 8764 ♦ D2
♣754 ♣G86
Suður
♠ K3
♥ K9765
♦ KG5
♣Á103
Svona var allt spilið.
Sagnhafi tekur á spaðakóng
heima og spilar hjarta að
blindum og lætur tíuna.
Austur drepur með drottn-
ingu og síðan fellur gosi
vesturs undir ásinn. Litur-
inn er þá rennandi. Næst er
laufið prófað og það liggur
vel. Tólf slagir.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Hlutavelta
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar
um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og
fleira lesendum sín-
um að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrir-
vara virka daga og
þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki af-
mælisbarns þarf að
fylgja afmælistil-
kynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
75 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 14.
mars, verður 75 ára Guð-
mundur F. Halldórsson frá
Tyrðilmýri á Snæfjalla-
strönd. Eiginkona hans var
María Ólafsdóttir. Guð-
mundur býr nú á Hlíf á Ísa-
firði og tekur þar á móti
gestum næstkomandi laug-
ardag frá kl. 15.
Árnað heilla
Morgunblaðið/Nanna Sjöfn
Þessar ungu stúlkur héldu tombólu á Bíldudal til styrktar
Rauða krossi Íslands. Þær heita Monika, Andrea, Ágústa,
Júdit og Una Áslaug.
FYRSTI fundurinn í röð fræðslu-
funda fyrir almenning um veirur
og veirusjúkdóma verður haldinn
fimmtudaginn 15. mars kl. 20 í
Lögbergi, stofu 101.
Örverufræðifélag Íslands stend-
ur fyrir röð fræðslufunda fyrir al-
menning um veirur og veirusjúk-
dóma. Stuttir útdrættir úr
fyrirlestrunum munu birtast fyr-
irfram í Morgunblaðinu og sam-
antekt auk upplýsinga um félagið
mun birtast í tímaritinu Lifandi
vísindi að fundaröðinni lokinni.
Fundirnir eru öllum opnir og að-
gangur ókeypis.
Fundurinn hefst á inngangsfyr-
irlestri um veirur í umsjón Þor-
gerðar Árnadóttur líffræðings og
að loknu hléi mun Gunnar B.
Gunnarsson læknir fjalla um al-
næmi.
Fundur um
veirur og
veirusjúk-
dóma
HELGI Arngrímsson og Áskell
Heiðar Ásgeirsson sýna myndir frá
Víkum sunnan Borgarfjarðar eystri
og segja sögur á myndasýningu
Ferðafélags Íslands í dag, miðviku-
daginn 14. mars.
Þar ætlar Gerður Steinþórsdóttir
líka að sýna myndir úr ferð FÍ
norður og vestur fyrir Langjökul sl.
sumar um fáfarnar slóðir þar sem
m.a. var gengið um Tjarnardali og
Djöflasand að Hundavötnum, um
Fljótsdrög og Hallmundarhraun
svo nokkuð sé nefnt. Þarna hafa fá-
ir komið og því kjörið að nota þetta
tækifæri til að fræðast um þetta
sérstæða landsvæði, segir í frétta-
tilkynningu.
Sýningin er haldin í FÍ-salnum,
hún hefst kl. 20.30 og aðgangseyrir
er 500 krónur. Kaffiveitingar í hléi
eru innifaldar.
Myndasýning FÍ
Víknaslóðir
og nágrenni
Langjökuls
FRÉTTIR