Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 4

Morgunblaðið - 16.03.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HYDRA-DETOX RAKAGEFANDI OG HREINSANDI HÚÐVÖRUR FYRIR KARLMENN FYRIR FRÍSKARI HÚÐ OG FALLEGRI HÚÐLIT Snyrtitaska fylgir þegar keyptir eru 2 hlutir ÚTSÖLUSTAÐIR: Andorra Hafnarfiðri, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu Akureyri, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ GENGIÐ var frá samkomulagi um sölu á rækjuverksmiðju Nasco í Bol- ungarvík á fundi tilboðsgjafa og kröfuhafa í þrotabúið á fundi í Byggðastofnun í gærmorgun og und- irrituð viljayfirlýsing þar um. Kaup- verð verksmiðjunnar verður 236 milljónir króna en um kaup og rekst- ur hennar verður stofnað hlutafélag þar sem heimamenn fara með svo- kallaðan virkan meirihluta. Stefnt er að því að hefja rækjuvinnslu í verk- smiðjunni eftir u.þ.b. mánuð. Á fundinum voru fulltrúar AG-fjár- festingar, sem Agnar Ebenesarson og Guðmundur Eydal standa að, Sjó- vár-Almennra og Sparisjóðs Bolung- arvíkur. Auk þeirra voru þrír fulltrú- ar frá Byggðastofnun sem er stærsti kröfuhafinn í þrotabúið. Í viljayfirlýs- ingunni sem þessir aðilar undirrituðu felst að AG-fjárfesting ásamt sam- starfsaðilum mun leggja til 60 millj- óna króna nýtt hlutafé samfara því að veðkröfum stærstu kröfuhafa verður að mestu leyti breytt í hlutafé. Hlutur Byggðastofnunar verður 30 milljónir, hlutur Sjóvár-Almennra verður 27,3 milljónir, hlutur Sparisjóðs Bolung- arvíkur verður 40 milljónir auk 60 milljóna króna hlut heimamanna, þar af eru bæjarsjóður og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur með 7,5 milljónir króna hvor. Þá verður u.þ.b. 90 milljónum af veðkröfum Byggðastofnunar breytt í langtíma- lán. Heimamenn með meirihlutavald Að sögn Guðmundar Eydal, fram- kvæmdastjóra AG-fjárfestingar, er stefnt að því að hefja vinnslu von bráðar. „Okkar hugmyndir eru að reyna að vinna þetta eins hratt og hægt er og koma vinnslunni í gang eftir u.þ.b. mánuð.“ Í samningnum er tryggt að heima- menn fari með meirihlutavald í mál- efnum verksmiðjunnar og er það gert m.a. með þeim hætti að 60 prósent af 30 milljóna króna hlutafé Byggða- stofnunar eru í svokölluðum B-hluta- bréfum, en í því felst að hluthafar þeirra hafa ekki vægi í stjórn félags- ins auk þess sem þau bera ekki ávöxt fyrstu 5 árin. Guðmundur segist vona að með þessu samkomulagi hafi rekstrar- grundvöllur verksmiðjunnar verið tryggður en tíð eigendaskipti og gjaldþrot hafa sett svip sinn á rekst- urinn hingað til. Verksmiðjan er ein sú öflugasta á landinu og eru há- marksafköst hennar um 220 tonn af hráefni á viku en að sögn Guðmundar verður afkastagetan ekki nýtt að fullu til að byrja með. Enginn rækjukvóti fylgir rekstrinum en að sögn Guð- mundar er meiningin að kaupa hrá- efni á almennum mörkuðum frá þeim útgerðum sem ekki eru tengdar vinnslu, bæði innanlands og utan. Hann segist ánægður með að sam- komulagið sé nú í höfn. „Þetta mál er náttúrlega búið að taka geysilangan tíma og það hefur verið tekist á um ýmis sjónarmið. Þetta er fyrst og fremst léttir fyrir byggðarlagið í Bolungarvík og það fólk sem hefur atvinnu sína af þessari vinnslu,“ segir hann. Hann vill þó ekkert segja til um hversu margir verða við vinnu í verksmiðjunni til að byrja með enda segir hann ljóst að hluti af fólkinu sé kominn í vinnu ann- ars staðar. Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bol- ungarvíkur, sagði að um 40 manns fengju vinnu við verksmiðjuna til að byrja með. Þetta er einungis um helmingur þeirra sem störfuðu í verk- smiðjunni fyrir gjaldþrot en það voru um 80 manns. Lárus sagðist engu síð- ur fagna samkomulaginu. „Þetta er hamingjudagur fyrir Bolvíkinga enda er búið að bíða lengi eftir þessu. Þetta þýðir gríðarlega mikið fyrir byggðar- lagið enda þótt talsvert færra fólk verði þar við vinnu til að byrja með.“ Hann sagði að þess bæri að geta að núna væru um 40 manns á atvinnu- leysisskrá í bænum en þegar mest var eftir gjaldþrotið voru þeir 92. Hann sagði mjög mikilvægt fyrir byggðarlagið að heimamenn verði með meirihlutastjórn í verksmiðj- unni. „Við höfum lagt áherslu á það frá byrjun að heimamenn stjórni þessu. Við komum þá til með að standa og falla með því.“ Byggðastofnun tapar um 150 milljónum króna Theódór Bjarnason, forstjóri Byggðastofnunar, segist ákaflega ánægður með að málinu sé lokið. „Það var ákaflega góð stemmning á fund- inum enda gengu aðilar á hann með það í huga að reyna að finna endan- lega lausn á málinu og það tókst.“ Hann kveður þó erfitt að segja til um hvort reksturinn sé tryggður til framtíðar með samkomulaginu þar sem um þunga atvinnugrein sé að ræða sem krefjist mikils hlutafjár og lágrar vaxtabyrðar. Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, tekur í sama streng. „Ég hefði kosið að það væri meira hlutafé þarna því þetta er erfiður og áhættusamur rekstur sem þarf að taka miklum sveiflum. En þeir sem ætla að vera með virkan meirihluta trúa á þetta þannig að ég ætla ekki að draga úr þeim kjarkinn.“ Hann segir ljóst að Byggðastofnun tapi miklu fé vegna gjaldþrotsins. „Við afskrifum tvö lán sem eru sam- tals upp á 150 milljónir og það er auð- vitað gríðarlegt tap og stærsta tap stofnunarinnar í langan tíma á einu máli.“ Hann segist þó sáttur við sam- komulagið enda sé það í meginatrið- um í samræmi við þær hugmyndir sem urðu til í samtölum hans við bæj- aryfirvöld Bolungarvíkur fyrir um tveimur vikum. Fyrst og fremst kveðst hann þó sáttur við að málinu skuli vera lokið. Stefnt að rækjuvinnslu eftir um einn mánuð Morgunblaðið/Ásdís Frá fundinum í gær. F.v. Sigurður Sigurkarlsson, fjármálastjóri Sjóvár-Almennra, Ásgeir Sólbergsson, spari- sjóðsstjóri, Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, og Theodór Bjarnason forstjóri. Rækjuverksmiðja Nasco seld á 236 milljónir – virkur meirihluti heimamanna  Lok nóvember 2000: Samningar um sölu rækjuverksmiðju Nasco á Bolungarvík til AG-fjárfestingar undirritaðir með fyrirvara um fjár- mögnun. Agnar Ebenesersson, fyrrverandi framkvæmdastjóri verksmiðjunnar og Guðmundur Ey- dal standa að félaginu.  27. nóvember: Stjórn Nasco ákveður að óska eftir gjald- þrotaskiptum á búi félagsins.  Byrjun desember: Fallið er frá kaupum AG-fjárfestingar á verk- smiðjunni. Kröfur á verksmiðjuna reynast hærri en gert hafði verið ráð fyrir og ekki nást samningar við helstu kröfuhafa.  15. desember: Skiptastjóra þrotabúsins er falið að auglýsa verksmiðjuna í Bolungarvík til sölu.  5. janúar 2001: Frestur til að skila inn tilboðum í verksmiðjuna rennur út. Tvö tilboð í verksmiðj- una berast; annað frá AG- fjárfestingum upp á 145 milljónir króna, hitt frá Agli Guðna Jónssyni, sem áður var stjórnarformaður Nasco, upp á 245 milljónir. Bæði til- boðin eru háð ákveðnum fyr- irvörum.  Janúar - febrúar: Ágreiningur um veðréttaröð í þrotabúið tefur fyrir afgreiðslu málsins. Fallið frá málssókn vegna þess í lok febrúar.  13. mars: Kröfuhafar og heima- menn funda vegna hugmynda um lausn málsins.  15. mars: Gengið frá sölu verk- smiðjunnar til AG-fjárfestingar og kröfuhafa. Aðdragandi sölunnar HÖRÐ gagnrýni kom fram á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi á upp- lýsingarit þar sem kynntar eru til- lögur um endurbætur flugvallar- svæðisins í Reykjavík. Ritinu verður dreift inn á hvert heimili borgarinnar. Í tilefni atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar nk. laugardag fól samgönguráðherra Flugmálastjórn að sjá um að kynna borgarbúum þær breyting- ar sem samgönguyfirvöld sjá fyrir sér að gætu orðið í Vatnsmýrinni á næstu árum. Í ritinu er rakinn aðdragandinn að því að ráðist var í endurbætur á tveimur aðalflugbrautum flugvall- arins árið 1999 en þeim á að ljúka á næsta ári. Þá er sýnt í ritinu hvernig flugvallarsvæðið gæti litið út þegar búið er að færa alla flug- starfsemina austur fyrir flugbraut- irnar, þar með talin flugstöð, á svæðið í kringum Hótel Loftleiðir. Þá er ráðgert að leggja niður NA/ SV-flugbrautina. Þessar aðgerðir munu skapa aukið landrými í Skerjafirði og í grennd við Há- skóla Íslands, Landspítalann og fyrir aukna byggð og atvinnustarf- semi. Milljónir í áróðursstríð Miklar umræður spunnust um þetta á borgarstjórnarfundi í gær- kvöldi. Hrannar B. Arnarson, borgarfulltrúi gagnrýndi dreifingu á bæklingi Flugmálastjórnar og vakti máls á því að samgöngu- yfirvöld hefðu í umræðunni um at- kvæðagreiðslu um flugvöllinn á morgun, laugardag, haldið því fram að einungis tveir kostir væru í stöðunni, þ.e.a.s. að flugvöllurinn verði í Vatnsmýri eða færist til Keflavíkur. „Í dag tók steininn endanlega úr þegar Flugmálastjórn, að beiðni samgönguráðherra eins og fram kemur í bæklingnum, taka sig til tveimur dögum fyrir kosningu og dreifa inn á heimili allra Reykvík- inga áróðursbæklingi fyrir þessari afstöðu samgönguyfirvalda ríkisins á kostnað skattborgaranna.“ „Það er verið að eyða milljónum kr. af fé skattborgara í áróðurs- stríð fyrir ríkið í þessari kosningu. Ég verð að segja alveg eins og er að þetta háttalag samgönguráð- herra og hans undirmanna er í fyrsta lagi alger vanvirða við þá lýðræðislegu stjórnarhætti sem þessi kosning er fyrirboði um,“ sagði Hrannar. Helgi Pétursson borgarfulltrúi tók undir gagnrýni Hrannars og sagði dreifingu bæklingsins vera inngrip samgönguráðherra í þá umræðu sem fram fari um at- kvæðagreiðsluna. Ekki náðist í Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, í gærkvöldi Upplýs- ingarit gagnrýnt HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt mann til 12 mánaða fangelsis, skilorðsbund- ið til þriggja ára, og til greiðslu miska- bóta fyrir kynferðisbrot. Maðurinn var 15 ára þegar hann framdi brotin, fyrir nærri áratug, en telpan 8 ára. Þau eru frændsystkin. Maðurinn játaði hluta sakargifta, en neitaði öðrum og alvarlegri hlutum staðfastlega. Hæstiréttur segir að þegar framburður hans sé virtur í heild hafi ýmislegt verið í svörum hans um atvikin, sem gefi til kynna að lengra hafi verið gengið en hann við- urkenndi. Framburður telpunnar hafi hins vegar verið trúverðugur. Hæstiréttur staðfesti því þá niður- stöðu héraðsdóms að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðismök við stúlkuna þegar hún var barn þannig að varðað hafi við þágildandi ákvæði hegningarlaga. Rétturinn staðfesti einnig niður- stöðu um 12 mánaða fangelsi, með vísan til forsendna héraðsdóms, þar sem sagði að brot mannsins hefðu verið gróf ofbeldisbrot, þar sem hann neytti yfirburða aldurs gagnvart ungu barni. Til refsihækkunar horfði, að afleiðingar brota hans hefðu orðið mjög alvarlegar fyrir brotaþolann, en til verulegrar refsilækkunar kæmi ungur aldur hans þegar brot var framið. Hæstiréttur hækkaði miskabætur, sem manninum var gert að greiða, úr 800 þúsund krónum í eina milljón, með dráttarvöxtum frá mars 2000. Dæmdur fyrir brot gegn barn- ungri frænku Í MÁLI Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra, á fundi borgarstjórnar í gærkvöld, kom fram að áætlaður kostnaður vegna kosninganna um flugvöllinn á morgun, laugardag, er samtals 36,4 milljónir króna. Þar af eru 21,4 milljónir vegna atkvæðagreiðslunnar sjálfrar en um 15 milljónir vegna kynningar og undirbúnings kosninganna. Kom þetta fram í svari borgar- stjóra við fyrirspurn Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa Sjálf- stæðismanna. Kosningar um flugvöll Kostnað- ur 36,4 milljónir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.