Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sýningarhald og sögustaðir Að gera söguna sýnilega Í DAG klukkan níu ár-degis hefst málþingum sögustaði og sýningahald. Yfirskrift þingsins er Að gera sög- una sýnilega. Málþing um sýningahald, sögustaði og viðskipti við ferðamenn. Málþingið er í Þjóðmenn- ingarhúsinu og stendur til klukkan 16. Þar flytja ávörp Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra. Meðal fyrirlesara er Björn G. Björnsson leikmynda- hönnuður. Fyrirlestur sinn nefnir hann Sýninga- hús og sögusetur utan minjavörslunnar. „Ég ætla að ræða um nýjung sem er að gera vart við sig á þessu sviði hér á landi, það eru að koma fram sjálfstæð sýningahús eða sögusetur utan hinna hefðbundnu safna. Það virð- ist sem gróskan og framtakið á þessu sviði sé að færast í hendur áhugasamra aðila, einstaklinga, félaga og sveitarfélaga.“ – Getur þú nefnt okkur dæmi um svona hús? „Já, ég átti sjálfur hlut að því að móta og hanna sögusetrið á Hvolsvelli, þar sem Njálssögu eru gerð skil og reyndar fleiru. Þar er t.d. að koma upp safn um sögu kaupfélaganna á Suðurlandi og fleiri sýningar eru í farvatninu. Önnur dæmi um svona starf er galdrasýningin á Ströndum, hvalamiðstöð á Húsavík, Heims- kringla í Reykholti og jöklasýning á Hornafirði. Þegar eru komnir um 20 staðir af þessu tagi víða um land.“ – Hvað skilur þessi sýningar- hús frá hinum hefðbundnu söfn- um? „Fyrst og fremst að það er síð- ur stuðst við fornminjar og safn- gripi en meira við „upplifun“, sviðsetningu sögu og atburða. Þó að margar sýningar byggi auðvit- að á rannsóknarstarfi sagnfræð- inga og safnafólks. Kannski svo hitt líka að frekar er beitt nýrri aðferðum við uppsetningu sýning- anna en á hinum hefðbundnu söfnum enn sem komið er.“ – Verður margt á dagskrá mál- þingsins? „Þar verða flutt um 10 ávörp og erindi. Við höfum fengið bæði inn- lenda aðila úr menningarlífi og ferðaþjónustu til að tala og einnig erlenda fyrirlesara frá söfnum og sögustöðum. Frá Science Mus- eeum í London kemur dr. Graham Farmelo sem nýlega setti upp sýningu þar sem hefur notið gíf- urlegra vinsæla, sérstaklega með- al yngri gesta. Tveir sérfræðingar koma frá fyrirtæki í Skotlandi sem sérhæfir sig í að setja upp gestastofur á sögustöðum, þangað sem menn geta sótt sér fróðleik og upplýsingar um staðinn og hvað þar hafi farið fram. Tvær konur koma frá Stiklastöðum í Noregi, sem er einn af stóru stöð- unum í norskri sögu. Þar féll Ólafur helgi í orrustu. Konurnar ætla að greina frá því hvað gert hefur verið á Stiklastöðum til að taka á móti ferðamönn- um. Þess má geta að orrustan á Stiklastöðum er svið- sett á hverju sumri með miklum fjölda þátttakenda manna og hesta. Innlendir fyrirlesarar á þinginu eru Tómas Ingi Olrich formaður ferðamálaráðs, Arthur Björgvin Bollason, forstöðumaður Sögusetursins á Hvolsvelli, Sig- ríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ, Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinn- ar en þau samtök eru í forsvari fyrir þessu málþingi. Þeir Örlygur Kristfinnsson og Sigurjón Jó- hannsson munu kynna framtíðar- áform og uppbyggingu Síldar- minjasafns á Siglufirði sem þeir eru að vinna að og kalla: Frá for- tíð til framtíðar.“ – Eru þessi safnamál í mikilli gerjun í heiminum? „Já, víðast hvar. Þar kemur m.a. til ný tækni, margmiðlun, auknar gæðakröfur og aukið fjár- magn til safna. Nýjar kenningar og stefnur ryðja sér til rúms, t.d. að leyfa fólki að koma við hluti og gera eitthvað sjálft. Sjálfur hef ég komið að hönnun og uppsetningu allmargra safna og sýninga und- anfarin ár og er þetta orðið mikið áhugamál hjá mér. Sem dæmi um slíkt starf get ég nefnt Brydebúð í Vík í Mýrdal, Fjarskiptasafn Landssímans í gömlu Loftskeyta- stöðinni á Melunum, Eldborg í Hitaveitu Suðurnesja í Svarts- engi, sem er sýning um jarðsögu og jarðhita og sýninguna: Kristni í 1000 ár, sem stendur í Þjóðmenn- ingarhúsinu.“ – Hver er tilgangur þessa mál- þings? „Að opna umræðuna um hvort við eigum að gera söguna sýni- legri. Einnig hvort sagan sé tekju- lind sem geti fært söfnum og sýn- ingarhúsum auknar tekjur til þess að standa undir blóm- legra starfi. Ef svarið við þessum spurning- um er já – hver á þá að gera þetta? Á þetta að vera í höndum hins op- inbera eins og lengst af hefur verið eða stefnir í að þessi starfsemi færist í hendur einkaaðila. Í mínum huga er þetta spurningin um hvort skiltið við setjum upp á sögustöðum okkar: Skilti sem segir: Gangið ekki á grasinu. Eða hitt sem segir: Vel- komin. Maður getur velt því fyrir sér hvað bíði staðar eins og Þing- valla í þessum efnum.“ Björn G. Björnsson  Björn G. Björnsson fæddist í Reykjavík 26. maí 1944. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1966 og eftir það hóf hann störf hjá Sjón- varpinu sem leikmyndateiknari og hönnuður. Hann sótti ýmis násmskeið í sambandi við það starf og var um ár starfandi við leikmyndahönnun hjá danska sjónvarpinu. Árið 1976 gerðist hann sjálfstætt starfandi á þess- um vettvangi og hefur gert leik- myndir síðan fyrir sjónvarp, kvikmyndir og leikhús. Björn er kvæntur Þóru Jónsdóttur mót- tökuritara og eiga þau þrjá syni. Getur sagan verið söfnum tekjulind til blómlegra starfs? HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugs- aldri í þriggja mánaða fangelsi fyr- ir þjófnaði, umferðarlagabrot og tilraunir til þjófnaða. Í dómnum segir að sakaferill mannsins sé langur og alvarlegur. Á fjórtán árum, frá 1985 til ársloka 1998, hlaut maðurinn 22 dóma þar sem honum var í heild ákveðið ríf- lega 11 ára fangelsi. Dómarnir voru einkum fyrir þjófnað en einn- ig gegn lögum um ávana- og fíkni- efni. Í fyrra var maðurinn enn dæmd- ur, að þessu sinni í 2½ árs fangelsi. Brotin sem maðurinn var sakfelld- ur fyrir nú framdi hann áður en dómur gekk í því máli. Með skýlausri játningu manns- ins sem var í samræmi við rann- sóknargögn þótti sannað að mað- urinn hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Þau voru m.a. innbrot og stuldur á greiðslukorti sem hann notaði til að taka peninga út í hraðbanka, hann gerði einnig sex misheppn- aðar tilraunir til þess. Þá gerði maðurinn tilraun til að svíkja út vörur á greiðslukortið. Maðurinn braust einnig inn í fyrirtæki í Höfðahverfi í Reykjavík og stal þaðan ýmsum tölvubúnaði. Auk þriggja mánaða fangelsis- vistar, var manninum gert að greiða allan sakarkostnað þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 110.000 krónur. Gunnar Aðalsteinsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Síbrotamað- ur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi Það hefur nú margur Gordons-hnúturinn verið leystur hérna, Árni minn, en svona kvóta- laga-hnútar verða ekki leystir nema á hinu háa Alþingi, góði. Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum 24 stunda dag- og næturkrem fyrir þurra og viðkvæma húð Þú ert örugg með BIODROGA BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur www.sminor.is/ tolvubun.htm Áður slógu hendur landans létt á Olivetti ritvél- arnar en nú eru það bleksprautuprentarar og geislaprentarar frá Olivetti sem allir vilja hafa undir höndum. Hér eru á ferðinni fjölhæfir og velvirkir gæða- prentarar á góðu verði sem sómi er að á heimili og skrifstofu. Prentarar Nánar á Netinu! Láttu prentara frá Olivetti sjá um skriftirnar! OD DI H F G 82 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.