Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 16
FLUGVALLARKOSNING 16 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á MORGUN fer fram atkvæða- greiðsla á meðal íbúa Reykjavíkur um framtíð Vatnsmýrar og stað- setningu Reykjavíkurflugvallar. Kosningarnar verða rafrænar en í því felst að kjósandinn er ekki bundinn við að kjósa á fyr- irframákveðnum kjörstað og kjör- deild, heldur getur hann kosið á hvaða kjörstað sem er. Talning fer fram um leið og kosning er af- staðin og ættu niðurstöður að liggja samstundis fyrir. Á kjörskrá eru 80.262 kjósendur og geta þeir valið um 6 kjörstaði. Hægt er að kjósa í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hagaskóla, Laug- arnesskóla, Engjaskóla, Seljaskóla og Kringlunni. Verði kjörsókn mikil benda borgaryfirvöld kjós- endum á að í Kringlunni verða fá- ar kjördeildir og því líklegt að biðraðir myndist þar á háanna- tíma. Kosningin fer þannig fram að þegar kjósandi kemur inn í kjör- deild, gefur hann sig fram við full- trúa kjörstjórnar og framvísar persónuskilríkjum. Kjósandinn fær afhent kjörkort, sem hlaðið er einu atkvæði, og fer hann með það inn í kjörklefa, þar sem verður tölva og strikamerkjalesari. Hann setur kjörkortið í lesarann og við það birtist valmynd á tölvuskján- um með atkvæðaseðli, þar sem gefnir eru upp þrír möguleikar, þ.e.:  Flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir 2016.  Flugvöllur fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016.  Skila auðu. Þegar kjósandinn er búinn að velja einn möguleikann með tölvu- músinni birtist ný mynd á skjánum sem sýnir val kjósanda og þegar hann hefur staðfest valið er kosn- ingunni lokið. Óski kjósandinn eft- ir að endurskoða val sitt ýtir hann á aðgerð „til baka“ og fær þá kjörseðilinn upp á skjáinn að nýju. Að lokinni kosningu tekur kjós- andinn kjörkortið úr lesaranum og setur það í kjörkassa um leið og hann yfirgefur kjördeildina. Á hverjum kjörstað verður gott aðgengi og sérstakur útbúnaður fyrir fatlaða. Þá verða svokallaðir snertiskjáir fyrir þá sem óvanir eru að handleika tölvumús, þá vel- ur kjósandi með því að snerta þar til gerðann reit á skjánum. Í Ráð- húsi Reykjavíkur verður sérstakur útbúnaður fyrir blinda og sjón- skerta, þeir geta hlustað á það sem spurt er um í heyrnartóli og kjósa síðan á snertiskjá sem sér- staklega er útbúinn fyrir þá. Kjósendur eiga kost á aðstoð frá kjörstjórnarmönnum óski þeir þess. Kosið um framtíð Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar á morgun Rafræn kosning á 6 kjörstöðum Morgunblaðið/Golli Unnið var að uppsetningu rafræns kosningakerfis í Ráðúsinu í gær. INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist ekki ætla að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á morgun. Henni finnst afar gagnrýnisvert hvernig staðið hefur verið að undirbúningi málsins og telur hún atkvæðagreiðsluna ekki heldur tímabæra. Skýrir valkostir séu ekki fyrir hendi og er hún ósátt við vinnubrögð Reykjavíkurlistans í málinu. Eðlilegt sé þó að borgarbúar noti sér þann rétt að kjósa en þeir hafi þá aðeins einn rökréttan kost miðað við núverandi aðstæður, þ.e. að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. „Í upphafi var tekin ákvörðun um atkvæðagreiðslu um framtíð Vatnsmýrarinnar og staðsetn- ingu flugvallarins tveimur vikum eftir að búið var að ganga frá bindandi ákvörðun til 2016, og tveimur vikum eftir að skrifað var undir framkvæmdaleyfi sem endurbygging flugbrautanna upp á 1,5 milljarða byggist á. Lengst af var látið í veðri vaka af hálfu R-listans að með kosn- ingunni gætu Reykvíkingar breytt áformum um yfirstand- andi endurbyggingu flugbraut- anna. Margir borgarbúar voru farnir að trúa þessu og það er ekki fyrr en á síðustu vikum sem mönnum varð almennt ljóst að hér var um bindandi ákvörðun að ræða,“ segir Inga Jóna. Hún segir að í framhaldi ákvörðunar um at- kvæðagreiðslu hafi sérstakur sérfræðihópur verið settur á laggirnar. Honum hafi verið fal- ið að setja fram þá kosti sem gætu verið und- ir í atkvæðagreiðslunni. „Sérfræðihópurinn lagði til að kosið yrði um fjóra kosti, og þeir voru kynntir. Lögð var áhersla á að brýnt væri að sýna valkosti sem síðar gætu verið leiðbeinandi fyrir borgaryf- irvöld við endurskoðun á svæðaskipulagi og aðalskipulagi. Eftir þá kynningu var ákveðið, eftir mikil átök innan R-listans, að hverfa frá því og láta kjósa aðeins um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni eða verði þar áfram,“ segir Inga Jóna. Hún gagnrýnir vinnubrögð R-listans og undrast hvað þau hafi gengið langt. Skipt hafi verið um skoðun á síðustu stundu. „R-listanum hefur tekist að einhverju leyti að slá ryki í augu fólks, meira að segja Morg- unblaðið hefur fallið í þá gryfju að trúa því að hér sé um raunverulega atkvæðagreiðslu að ræða. Morgunblaðið hefur lagt út í viðamikla kynningu á fjölmörgum valkostum eins og stæði til að kjósa um þá. Blaðið hefur í sjálfu sér gert þetta vel en horft framhjá samheng- inu við atkvæðagreiðsluna sjálfa. Staðreyndin er nefnilega sú að hér er ekki um raunveru- lega atkvæðagreiðslu að ræða, sem snýst um einhverja valkosti, heldur pólitískan leik R- listans,“ segir Inga Jóna. Hún segir atkvæðagreiðslu vissulega vera mikilvægt tæki til að ná fram lýðræðislegum vilja fólks. Stjórnmálamenn eigi að umgang- ast slík tæki með virðingu, bæði fyrir fólki og lýðræðinu. Um það sé ekki að ræða í þessu tilviki þar sem borgarbúar viti ekki hvaða þýðingu niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur. Úti- lokað verði að sjá skýran vilja þeirra sem kjósa og það verði því stjórnmálamannanna að lesa úr niðurstöðunum og leggja sína eigin túlkun á þær. Inga Jóna segir það alrangt sem andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins hafi haldið fram, að hann vilji ekki að borgarbúar fái tækifæri til að sýna vilja sinn í atkvæðagreiðslu. „Slíkur málflutningur er ómerkilegur. Við viljum hins vegar ekki hafa lýðræðið í flimt- ingum, eins og R-listinn er í raun að gera með þessum vinnu- brögðum sínum.“ Eigum að staldra við Spurð um afstöðu til staðsetningar flug- vallar fyrir innanlandsflugið minnir Inga Jóna á að Reykjavíkurborg sé bundin næstu 15 ár. Þann tíma eigi að nota til að ljúka þeirri end- urskoðun sem var hafin á staðsetningu og uppbyggingu flugvallarins. Fá þurfi fram raunverulega kosti á allra næstu árum. „Við eigum sömuleiðis að taka mið af þeirri þróun sem mun verða og ég spái því að hún verði mjög hröð. Samfélag okkar er á mikilli hraðferð, örar breytingar eiga sér stað í tækni, samgöngum og búsetu landsmanna. Sem dæmi nefni ég að eftir skamman tíma verða hér komnir hálendisvegir. Af þeim sök- um eigum við að staldra við og taka ákvarð- anir með hliðsjón af þessari þróun. Skipulag Vatnsmýrarinnar er auðvitað mál Reykvík- inga en það er sömuleiðis mál Reykvíkinga með hvaða hætti er staðið að innanlandsflug- inu. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur sam- þykkt það samhljóða að borgin verði miðstöð í innanlandssamgöngum og þess vegna getum við ekki slitið þetta mál úr samhengi við Vatnsmýrina,“ segir Inga Jóna. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Viljum ekki hafa lýð- ræðið í flimtingum Inga Jóna Þórðardóttir INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri og oddviti Reykjavíkurlistans, segir það afar mikilvægt að borgarbúar taki þátt í atkvæða- greiðslunni um flugvöllinn á morgun. Markmið- ið sé að fá fram vilja borgarbúa til nýtingar Vatnsmýrarinnar þegar til framtíðar er litið. Hún á von á góðri þátttöku og svo geti farið að úrslit verði tvísýn. „Borgarbúar eru að taka þarna afstöðu til skipulags Reykjavíkur- borgar og þróunar hennar. Þar sem við vitum að þetta hefur verið umdeilt mál í 60 ár meðal borg- arbúa, og að auki verið þverpóli- tískt, þá fannst okkur rétt að leggja þetta í dóm íbúanna sjálfra. Ástæðan fyrir því að við gerum þetta núna er sú að í skipulags- lögum er rík skylda að líta til framtíðar. Sveitarfélög eiga að skipuleggja sig 20 ár fram í tím- ann og við erum að vinna nýtt að- alskipulag fyrir Reykjavík og sömuleiðis svæðisskipulag fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Mörgum finnst það greinilega fásinna að hugsa þetta langt fram í tímann, þó ekki séu það nema 15 ár, en þá ættu menn að hafa í huga að margt er að gerast núna í borginni sem ákveðið var fyrir aldar- fjórðungi og sem dæmi nefni ég flutning Hring- brautarinnar sem ákveðinn var 1976 en er fyrst núna að koma til framkvæmda,“ segir Ingibjörg Sólrún. Mikilvæg umræða fyrir borgina Spurð um þá gagnrýni margra að fá ekki að kjósa um það hvert flugvöllur eigi að fara segir Ingibjörg Sólrún að borgaryfirvöld hafi það ekki í valdi sínu að bjóða þann valkost. Það verði ekki gert öðruvísi en í samstarfi við samgöngu- yfirvöld, sem hingað til hafi ekki verið tilbúin að ræða annað en flutning vallarins til Keflavíkur. „Ég lít hins vegar svo á að það sé skylda okk- ar og samgönguyfirvalda að þegar niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslunni, ef hún nú yrði sú að flugvöllurinn ætti að fara, að finna farveg fyrir málið sem allir geta sætt sig við.“ Ingibjörgu Sólrúnu finnst umræðan um Reykjavíkurflugvöll að undanförnu vera afar mikilvæg fyrir borgina. Meiri þróun í skipulags- umræðu í borginni hafi átt sér stað á síðustu tveimur mánuðum heldur en undanförnum tutt- ugu árum. Borgarbúar séu meðvitaðri um mik- ilvægi skipulagsmála en áður og hafi skýrari skoðanir á umhverfinu. Innan Reykjavíkurlistans eru skiptar skoð- anir til staðsetningar flugvallarins og segir Ingi- björg Sólrún það eðlilegt. Það gildi þó um listann og sömuleiðis Sjálfstæðisflokkinn í minnihlutanum að flestir séu sammála um að völlurinn taki þannig breytingum að hann taki minna rými en hann gerir í dag. „Pólitísk ákvörðun var ekki tekin í þessu máli enda koma borgarfulltrúar fram í því eins og hverjir aðrir Reykvíkingar. Ég tel það ekki skipta máli þótt einhug- ur sé ekki innan okkar raða í Reykjavíkurlistanum,“ segir Ingi- björg Sólrún. Tíminn til 2016 verði vel nýttur Hún segist persónulega vera á þeirri skoðun að eftir árið 2016 fari flugvöllur úr Vatnsmýrinni. Mikilvægt sé að taka þá stefnu- mótandi ákvörðun og nýta tímann vel við að finna innanlandsfluginu sem bestan stað á höfuðborgar- svæðinu. Í hennar huga er það ekki úrslitaatriði hvort þetta gerist árið 2016, 2020 eða 2024, bara að menn viti í hvaða átt þeir stefni með málið. „Ég tel óhemju mikilvægt að gefa nýjum at- vinnuháttum og hugmyndum um byggðaþróun svigrúm í borginni og það verður best gert á þessu svæði,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hvort framhald málsins verði ekki erfiðara ef kosningin leiðir í ljós skiptar fylkingar segir hún að auðvitað sé betra að fá skýra niðurstöðu. En ef svo verði ekki þá verði borgaryfirvöld og samgönguyfirvöld að horfast í augu við það að sátt ríki ekki um málið. Báðir aðilar verði þá að stíga varlega til jarðar og haga sér í samræmi við það. Að hennar mati mun sú aðferð færast í aukana á næstu árum að mál verði borin undir almenna borgara í atkvæðagreiðslu. Það sé gamaldags hugsunarháttur að halda því fram að með þeim hætti séu stjórnmálamenn að skjóta sér undan ábyrgð. „Hugmyndir okkar um hvernig og hvar eigi að taka ákvarðanir hafa alltaf verið að þróast. Fulltrúalýðræðið sem við þekkjum í dag er hvorki upphaf né endir á lýðræðisþróuninni,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri og oddviti Reykjavíkurlistans Rík skylda í skipu- lagslögum að líta til framtíðar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.