Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 18
FLUGVALLARKOSNING 18 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANDRÉS Magnússon, talsmaður samtakanna 102 Reykjavík, segir að þau séu nokkurs konar regnhlífar- samtök, því félagsmenn hafi margvíslegar skoðanir á því hvað skuli verða um innanlands- flugið, hvernig nýta beri Vatns- mýrina í fram- tíðinni og svo framvegis. En það sem sameini félagsmenn sé að þeir telji allir brýnt að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. „Helstu röksemdirnar fyrir því að flugvöllurinn þurfi að víkja eru þær að þetta sé alltof dýrmætt land til þess að sóa því undir flugstarfsemi, sem óðum fer minnkandi. Þetta er skipulagsmál fyrst og fremst, en segja má að Reykjavík hafi verið í herkví flugvallarins allt frá því að Bretar lögðu hann á stríðsárunum. Vegna flugvallarins hefur byggðin þurft að vaxa í kringum hann og fyr- ir vikið hefur byggðin verið slitin í sundur. Afleiðingin er sú að und- anfarna áratugi hafa verið byggð eintóm úthverfi, atvinnuhverfi hér, svefnhverfi þar, í stað þess að byggðin hafi fengið að þróast með eðlilegum hætti,“ segir Andrés. Hann segir þetta óheillaþróun sem hafi líka reynst dýrkeypt því vegakerfið kosti æ meira, rekstrar- kostnaður bílsins sé miklu hærri en ella, fólk eyði sífellt meiri tíma til þess að komast á milli staða, slysa- tíðni hafi aukist í réttu hlutfalli og þar fram eftir götum. Þetta kalli einnig á mun meiri kostnað vegna alls veitukerfis og víðar liggi falinn kostnaður vegna þessa. „Fyrst og síðast má þó líta á fast- eignaverð í gömlu hverfunum til þess að sjá þá eftirspurn og fram- boð, sem er á íbúðum þar, en miklu færri fá en vilja. Og hvers vegna ættu borgarbúar ekki að leyfa sér þann munað að búa þar sem þeir kjósa? Svo má ekki gleyma því að umhverfis flugvöllinn er nú þegar ýmis starfsemi, sem þarf á meira rými að halda, en hefur ekkert að sækja nema inn í Vatnsmýrina. Þá á ég við Háskólasvæðið og Landspít- alasvæðið, en í kringum Háskólann eiga auk þess eftir að bætast ýmis fyrirtæki úr þekkingariðnaðinum,“ segir Andrés. Flugslysunum og menguninni má ekki gleyma Hann segir þetta snúast um fleira en skipulagsmál. Ekki megi gleyma því að í kringum flugvöllinn hafi orð- ið mörg alvarleg flugslys. „Hvað sem menn segja um lík- urnar, þá verður ekki framhjá því litið að flugslys verða oftar við flug- velli en annars staðar og þess vegna hafa menn þá ekki í miklu þéttbýli og síst í miðborgum. Þá má ekki gleyma menguninni. Fæstir taka eftir hinni hefðbundnu mengun, sem er á vellinum, enda er hann girtur af og fáir stíga þar fæti. Á hinn bóginn taka ófáir eftir hljóðmenguninni frá vellinum, því um 20 þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu mega á degi hverjum þola flugvéladrunur yfir hávaðamörkum,“ segir Andrés. Hann bætir því við að stuðnings- menn flugvallarins hafi að undan- förnu haft uppi hræðsluáróður um að kosingin standi um það hvort inn- anlandsflugið eigi að vera í Reykja- vík eða Keflavík. Þetta sé rangt, því kosningin snúist aðeins um það hvort innanlandsflugið þurfi „endi- lega“ að vera í Vatnsmýrinni eða ekki. Andrés Magnússon, talsmaður samtak- anna 102 Reykjavík Andrés Magnússon Of dýrmætt land til að sóa því undir flugstarfsemi FRIÐRIK Pálsson, formaður Holl- vina Reykjavíkurflugvallar, hvetur alla borgarbúa með kosningarétt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á morgun um staðsetningu flugvall- arins í Vatnsmýrinni. Hann segist þó hafa kosið að valkostir í at- kvæðagreiðslunni yrðu skýrari. Meginmarkmið Hollvina er að standa vörð um flugvöll í Reykjavík og eru samtökin andvíg flutningi hans úr Vatnsmýrinni að óbreyttum aðstæðum. Friðrik segir Hollvini hafa lagt mesta áherslu á það í upphafi síns starfs að sýna fram á að staðsetn- ing Reykjavíkurflugvallar væri flókið mál og eðlilegra að það yrði leyst á vettvangi borgarstjórnar annars vegar og Alþingis og stjórnvalda hins vegar enda hafi þegar legið fyrir um það sam- komulag. Allt í einu hafi verið ákveðið að halda áfram með þessa atkvæða- greiðslu. „Hollvinum finnst að á þessum tíma hafi komið mjög berlega í ljós að valið stendur eingöngu um flugvöll áfram í Vatnsmýrinni eða flutning til Kefla- víkur. Þetta staðfestist meðal ann- ars síðast í leiðara Morgunblaðsins, sem hefur sett gríðarlega vinnu í að taka saman og kynna sér gögn málsins. Samgönguráðherra lagði fram á sunnudag nýja tillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem kalla má tillögu um þjóðarsátt um þessa aðalsamgönguæð landsins. Hollvinir styðja hana og telja hana einu raunhæfu lausnina, þar til önn- ur lausn, jafngóð eða betri, finnist eða að byggðaþróun og samgöngu- tækni verði þannig breytt að hægt verði að komast af án flugvallar í Vatnsmýri,“ segir Friðrik. Deilan heldur áfram „Okkar vilji er sá að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í þeirri breyttu mynd sem samgönguyfir- völd hafa boðað þangað til önnur lausn finnst sem tryggir samgöngur þéttbýlis og annarra landshluta. Við útilokum ekki að breytingar verði í þjóðfélaginu á næstu árum og ára- tugum en eins og staðan er núna hafa engir aðrir kostir komið fram sem hægt er að greiða atkvæði um. Ef menn vilja að Reykjavík haldi höfuðborgarhlutverki sínu kjósa þeir Vatnsmýrina. Ef menn vilja tryggja áframhaldandi öruggar og hagkvæmar samgöngur innanlands þá velja menn flugvöllinn í Vatns- mýrinni,“ segir Friðrik. Eins og áður segir hvetja Friðrik og Hollvinir borgarbúa til að kjósa á morgun. Miðað við valkostina liggi þó ekki fyrir hvað gert verður í framhaldinu og telur Friðrik lík- legt að deilan um flugvöllinn haldi áfram að atkvæðagreiðslunni lok- inni. Friðrik Pálsson, formaður Hollvina flugvallarins Friðrik Pálsson Valið um Vatns- mýri eða Keflavík JÓHANN J. Ólafsson, formaður Samtaka um betri byggð á höfuð- borgarsvæðinu, segir að kosningar almennings um einstök mál geti oft átt rétt á sér þegar búið sé að undirbúa þær vel og upplýsa fólk um þá kosti sem valið er um. Í kosningunum á morgun sé verið að „kasta vand- ræðamáli hráu í kjósendur á fölskum forsendum“, eins og hann orðar það. Það hafi alveg eins verið hægt að varpa hlutkesti um málið. „Þessar kosningar verða á fölsk- um forsendum því okkur er sagt að verið sé að kjósa um flugvöll, þegar í raun er verið að kjósa um framtíð- arskipulag höfuðborgarsvæðisins. Áhættan sem tekin er með skipulag- ið er alltof mikil. Afleiðingarnar geta orðið hræðilegar fyrir framtíðarþró- un byggðarinnar. En kosningarnar eru staðreynd og ég mæli með að menn kjósi flugvöllinn burt til þess að auka svigrúm skipulagsins í sínu þýðingarmikla starfi,“ segir Jóhann. Höfuðborgarsvæðið ein heild Samtök um betri byggð á höfuð- borgarsvæðinu eru þverfagleg áhugamannasamtök sem Jóhann segir að hafi sameiginlega hagsmuni almennings og atvinnulífs að leiðar- ljósi. Þau starfi óháð pólitískum flokkum, óháð hagsmunum ein- stakra sveitarstjórna og óháð ein- stökum stofnunum eða fyrirtækjum. „Tilgangur samtakanna er að skapa umræður um og hafa áhrif á stefnumótun um framtíðarskipulag byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Við erum að kynna nýjar hugmyndir um þróun höfuðborgarsvæðisins, þar sem lögð er áhersla á þéttingu og endurnýjun inn á við sem valkost við áframhaldandi útþenslu og útþynn- ingu borgarinnar. Við lítum á höf- uðborgarsvæðið sem eina efnahags- lega og félagslega heild og viljum að þannig líti skipuleggjendur á það. Samtökin mæla með að borgar- skipulag verði unnið langt fram í tímann, 20 til 40 ár, þannig að allir aðilar geti gengið að því vísu með sæmilegri vissu, hvert þróun byggð- ar stefnir. Með þessum hætti fá borgararnir betra tækifæri til að taka þátt í umræðuni um skipulags- mál. Í þessu skyni þarf að stórefla starfsemi borgarskipulags svo að hið ágæta starfsfólk skipulagsins og borgarverkfræðings verði losað und- an eilífum málamiðlunum svo hægt sé að auka faglegt svigrúm þess,“ segir Jóhann. Hann segir að það sé eins með flugvöllinn og sjúkrahúsin, hafnirn- ar, orkuveituna, símkerfið, gatna- kerfið og fleiri þjónustugreinar. Þær lagi sig eftir þörfum borgarinnar og veiti henni þjónustu í stað þess að setja henni úrslitakosti. „Borgin er ekki skipulögð fyrir þjónustugreinarnar heldur eru þjón- ustugreinarnar skipulagðar fyrir borgina. Það á að vera eins með flug- völlinn. Þegar búið er að koma heild- arskipulagi á allt höfuðborgarsvæðið er flugvellinum fundinn staður í samræmi við það. Heildarskipulag höfuðborgarsvæðisins er stærsta byggðamál sem landsmenn standa frammi fyrir síðan Ingólfur Arnar- son tók hér land í árdaga. Eins og málum er nú komið er verið að spyrja dauðan hlut, „flugvöllinn“, leyfis hvort skipuleggja megi höfuð- borgarsvæðið með hagsmuni íbú- anna að leiðarljósi,“ segir Jóhann. Jóhann J. Ólafsson, formaður Samtaka um betri byggð Jóhann J. Ólafsson Vandræða- máli kastað hráu í kjós- endur KRISTÍN Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri þróunar- og fjöl- skyldusviðs, sem ber ábyrgð á und- irbúningi og kynningu atkvæðagreiðslunnar, segir að stýrihópur um málið hafi ekki séð ástæðu til að gera skoðanakönnun á viðhorfum annarra landsmanna en borgarbúa til framtíðar flugvallar í Reykjavík, þegar ljóst var að aðeins yrði kosið um tvo kosti en ekki fjóra eins og sérfræðingahópur lagði til við borgarráð. Inga Jóna Þórð- ardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir það enn eitt dæmið um dæmalaus vinnubrögð R- listans í flugvallarmálinu að hætt skyldi við skoðanakönnunina. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn á borgarráðsfundi sl. þriðjudag: „Á fundi borgarráðs 12. desem- ber sl. samþykkti meirihluti borg- arráðs í öllum meginatriðum til- lögur sérfræðihóps vegna atkvæðagreiðslu um framtíðarnýt- ingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Þar var m.a. samþykkt að samhliða atkvæða- greiðslunni yrði efnt til skoð- anakönnunar meðal annarra lands- manna til að fá fram sjónarmið landsbyggðarfólks og íbúa annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu. Úrtak 5 – 10 þúsund manna yrði spurt í síma. Samþykkt var að nið- urstöður þessarar skoðanakönn- unar og atkvæðagreiðslunnar yrðu birtar samtímis. Því er spurt: Hvað líður gerð skoðanakönnunarinnar, hvað er úr- takið stórt og með hvaða hætti hyggst borgarstjóri láta meta nið- urstöður hennar inn í niðurstöður atkvæðagreiðslunnar?“ Tilgangurinn að varpa ljósi á aðra staðsetningarkosti Kristín Árnadóttir, formaður stýrihópsins, segir að til hafi staðið að gera slíka skoðanakönnun. Til- llaga þar að lútandi kom fram í greinargerð undirbúningshóps vegna atkvæpagreiðslunnar og borgarráð samþhykkti tillögurnar í meginatriðum. „Í tillögum sem sér- fræðihópurinn lagði fram í borg- arráði 12. desember var lagt til að kosið yrði um fjóra kosti og sam- hliða efnt til skoðanakönnunar með- al annarra landsmanna. Nið- urstaðan varð hins vegar sú að aðeins yrði kosið um það hvort flug- völlurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni eftir 2016 eða hvort hann viki. Þetta breytti nokkuð forsendum og þegar fjögurra kosta hugmyndin datt upp fyrir og féll því stýrihópurinn frá því að efna til jafnumfangsmikillar skoðanakönnunar og upphaflega var fyrirhugað. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að varpa ljósi á það hvaða aðrir staðsetningarkostir væru fýsilegir í hugum almennings en þar sem ekki er spurt um það í atkvæðagreiðslunni var ekki heldur ekki talin ástæða til að spyrja um þetta í skoðanakönnun,“ segir Kristín. Hún segir að auk þess hafi aðrir aðilar kannað hug landsmanna til þess hvort þeir vilji að völlurinn fari eða veri, þ.e. Pricewaterhouse- Cooper og Frjáls verslun. „Við höf- um kynnt þær niðurstöður, m.a. inni á vefnum Flugvöllur.is. Niðurstaðan er sú Pricewaterhouse-könnunin leiðir í ljós svipaðar áherslur meðal annarra landsmanna og Reykvík- inga, þ.e.a.s. 50,7% eru annað hvort mjög eða frekar sammála því að völlurinn verði á sama stað. Í könn- un Frjálsrar verslunar kemur fram að 60,4% vilja hafa völlinn áfram á núverandi svæði. Við teljum að þess- ar skoðanakannanir uppfylli það sem við ætluðum að gera, þ.e. að varpa ljósi á það hvað aðrir lands- menn vildu áður en Reykvíkingar gengju til atkvæða,“ segir Kristín. Oddviti sjálfstæðis- manna ósáttur Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, er ósátt við þau svör sem fengust á fundi borgarráðs við þessari fyr- irspurn, að starfsmaður borg- arinnar hefði tekið þá ákvörðun að hundsa samþykkt borgarráðs frá því í desember. „Þetta er einn eitt dæmið um þau dæmalausu vinnubrögð sem R- listinn hefur viðhaft í þessu flugvall- armáli og ég gagnrýni. Það hefur komið fram í könnunum að stór hluti Reykvíkinga telur að allir landsmenn eigi að koma að mál- efnum flugvallarins,“ segir Inga Jóna. Ekki þörf á skoðanakönnun að mati borgaryfirvalda BRÁÐABIRGÐATÖLUR fyrstu tvo mánuði ársins 2001 sýna veru- legan samdrátt farþegafjölda í inn- anlandsflugi frá sama tíma í fyrra. Í janúar 2000 höfðu 28.335 farþeg- ar viðkomu á Reykjavíkurflugvelli samanborið við 22.623 í janúar sl. Í febrúar 2000 voru farþegar 29.022 á móti 21.350 í febrúar í ár. Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur, segir for- sendur áætlana samgönguráð- herra og flugmálayfirvalda um mikla uppbyggingu við Reykjavík- urflugvöll nú brostnar þar sem þessar nýju tölur um innanlands- flug sýni verulegan samdrátt í fluginu en ekki aukningu eins og áætlanir ráðherra byggist á. „Flest virðist benda til þess að metnaðarfullar fjárfestingaráætl- anir samgönguráðherra séu byggðar á röngum áætlunum en þær voru byggðar á spám um 5% vöxt í innanlandsfluginu á ári út skipulagstímann,“ segir Helgi. Átelja forseta borgarstjórnar Stjórn Hollvina Reykjavíkur- flugvallar átelur Helga Hjörvar, forseta borgarstjórnar, fyrir að falsa tölur til að styðja málflutning sinn gegn Reykjavíkurflugvelli. „Helgi hefur ítrekað fullyrt að 500 farþegar fari um Reykjavíkurflug- völl á degi hverjum og telur hann það sýna að flugstarfsemin sé ekki jafn umfangsmikil og af er látið. Hið rétta er að daglega fara 1.200 farþegar um Reykjavíkur- flugvöll, eða um 440 þúsund far- þegar á ári, samkvæmt upplýsing- um Flugmálastjórnar. Til samanburðar má geta þess að dag- lega fara 1.550 Íslendingar um Keflavíkurflugvöll. Forseti borgarstjórnar hefur rökstutt rangfærslur sínar þannig að telja beri ferð fram og til baka sem eina ferð. Slík talningaraðferð viðgengst hvergi í samgöngum. Til dæmis er hver farþegi hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur talinn sem einn farþegi þegar hann stígur inn í vagninn og sem annar farþegi þegar hann tekur vagninn til baka.“ Samtökin segja að borgaryfir- völd berjist leynt og ljóst gegn flugvellinum og grípi til blekkinga til að hafa áhrif á hina lýðræðis- legu umræðu. Samtökin gera þá kröfu að forseti borgarstjórnar leiðrétti ummælin og biðji Reyk- víkinga afsökunar á rangfærslum sínum. Deilt um farþegatölur á Reykjavíkurflugvelli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.