Morgunblaðið - 16.03.2001, Síða 22
VIÐSKIPTI
22 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AÐALFUNDUR Landsbanka Ís-
lands hf. var haldinn í gær. Í ræðu
formanns bankaráðs, Helga S. Guð-
mundssonar, kom fram að sú nið-
urstaða Samkeppnisráðs undir lok
síðasta árs að hafna samruna
Landsbanka og Búnaðarbanka hafi
verið vonbrigði, því samruninn hefði
skapað tækifæri til verulegrar hag-
ræðingar og nýrrar sóknar á fjár-
málamarkaði. Helgi tók fram að
þrátt fyrir þessa niðurstöðu sé staða
bankans afar sterk.
„Landsbankinn mun áfram kanna
möguleika á samstarfi við aðra aðila
á innlendum fjármálamarkaði,“
sagði Helgi. „Bankinn mun jafn-
framt leitast við að treysta samstarf
sitt við Vátryggingafélag Íslands hf.
Samstarf Landsbankans og Vá-
tryggingafélagsins hefur styrkt
stöðu beggja félaganna á íslenskum
fjármálamarkaði. Nú er unnið að því
að tengja enn betur saman starf-
semi LÍFÍS, sem annast líftrygg-
ingar og söfnunarlíftryggingar, við
aðra fjármálaþjónustu Landsbank-
ans.“
Helgi greindi einnig frá því að
bankinn hefði í fyrra fjárfest í Ís-
landssíma og hafið stefnumarkandi
samstarf við félagið sem miklar von-
ir séu bundnar við og áform séu um
að þróa fjarskipta- og hugbúnaðar-
lausnir fyrir banka- og verðbréfa-
viðskipti. Þessi kaup í Íslandssíma
hafi verið liður í þeirri grundvall-
arstefnu bankans að veita heildar-
fjármálaþjónustu.
Kannað verður með
eignaraðild erlends banka
Samhliða kaupum Landsbankans
á meirihluta í Heritable & General
Investment Bank í London í fyrra
eignaðist First Union í Bandaríkj-
unum hlutafé í Landsbankanum.
Helgi skýrði frá því að í kjölfarið
hafi samstarf hafist milli bankanna,
meðal annars um fjárstýringu, fjár-
festingarbankastarf-
semi, gjaldeyrisvið-
skipti, greiðslumiðlun,
eignastýringu og verð-
bréfamiðlun. Þrátt fyr-
ir þetta samstarf muni
Landsbankinn áfram
kanna forsendur fyrir
nánu samstarfi við evr-
ópskan banka. „Í því
sambandi verður kann-
að hvort forsendur séu
fyrir eignaraðild slíks
banka sem minnihluta-
eiganda í bankanum,“
sagði Helgi.
Í ræðu sinni kom
formaður bankaráðs
einnig inn á að á árinu
2000 hafi verið unnið að innleiðingu
á alhliða árangursstjórnun í Lands-
bankanum undir yfirskriftinni
„Betri banki“. Einnig hafi verið unn-
ið að breyttri uppbyggingu á við-
skiptabankaþjónustu og öðrum
þjónustuþáttum innan sama verk-
efnis með aðstoð sérfræðinga frá
Royal Bank of Scotland.
50.000 króna kaupauki
á hvern starfsmann
„Mikilvægur liður í því að innleiða
markvissa og altæka árangurs-
stjórnun í rekstri bankans var upp-
bygging á árangurstengdu kaup-
auka- og kaupréttar-
kerfi fyrir starfs-
menn,“ sagði Helgi, og
bætti við að því væri
ætlað að umbuna
starfsmönnum bank-
ans eftir árangri.
Halldór J. Krist-
jánsson, bankastjóri
Landsbankans, ræddi
einnig um afkomu-
tengt starfsþróunar-
kerfi bankans og sagði
það annars vegar fela í
sér kauprétt á hluta-
bréfum í bankanum og
hins vegar frammi-
stöðutengda kaup-
aukagreiðslu. Fyrir ár-
ið 2000 yrði 30% af hagnaði bankans
umfram 12% arðsemi fyrir skatta
varið til kaupaukagreiðslu en arð-
semi fyrir skatta var 12,7%. Þetta
þýddi að heildargreiðslan yrði um 35
milljónir króna, eða um 50.000 krón-
ur á hvern starfsmann í kerfinu.
Fyrir þetta ár yrði arðsemismark-
mið kaupaukagreiðslunnar hærra en
í fyrra vegna betra útlits. Nú yrði
miðað við 14% arðsemi fyrir skatta
en sama hlutfall, 30%, greitt til
starfsmanna af því sem umfram
yrði. Markmið bankans er að arð-
semi fyrir skatta verði 13-16%.
Um afkomu bankans í fyrra sagði
Halldór að hún hefði verið í sam-
ræmi við væntingar og betri en
meðal sambærilegra fjármálafyrir-
tækja. Hagnaður og arðsemi eigin
fjár hefðu dregist saman frá fyrra
ári en það skýrðist alfarið af verri
aðstæðum á mörkuðum. Hann rakti
hvernig umsvif bankans hefðu auk-
ist, útlán hefðu vaxið um 29% á
árinu og eignir hefðu rúmlega tvö-
faldast á 5 árum. Mikill vöxtur hafi
verið í starfsemi Landsbréfa og
heildareignir í stýringu og sjóða-
vörslu nemi nú um 145 milljörðum
króna og hafi tvöfaldast á 3 árum.
Þá sagði hann eigið fé hafa tvöfald-
ast frá ársbyrjun 1998 og það væri
einhver besti mælikvarðinn á styrk
bankans.
Svigrúm til að styrkja
eiginfjárhlutfallið
Halldór sagði verulegt svigrúm til
að taka víkjandi lán og styrkja
þannig eiginfjárhlutfallið samkvæmt
CAD-mælikvarðanum sem er sá
mælikvarði sem notaður er við mat
á eiginfjárhlutfalli banka. Eiginfjár-
hlutfallið hafi um síðustu áramót
verið 8,7%, en með víkjandi lánum
væri hægt að hækka hlutfallið upp í
11,6%. Markmið bankans á árinu sé
að taka víkjandi skuldabréfalán og
hækka hlutfallið í 9,5-10% og að því
sé nú unnið.
Bankinn hefur einnig sett sér
markmið fyrir yfirstandandi ár
varðandi kostnaðarhlutfall, þ.e. hlut-
fall kostnaðar af tekjum. Markmiðið
er að þetta hlutfall sé undir 67% en í
fyrra var hlutfallið 71,5%. Stefnt er
að því að arðsemi eigin fjár eftir
skatta á þessu ári verði 8-11% og
arðgreiðslur 45% hagnaðar. Á fund-
inum var samþykkt að arðgreiðslur
vegna ársins 2000 yrðu 47% hagn-
aðar, eða 445 milljónir króna.
Markmið bankans til 4-5 ára er að
arðsemi eigin fjár verði 14-17% fyrir
skatta og 9-12% eftir skatta. Kostn-
aðarhlutfall á að fara niður fyrir
65% og CAD-eiginfjárhlutfall að
vera 10%. Þá er arðgreiðslumark-
mið 45% til næstu 4-5 ára.
Engin breyting
á bankaráðinu
Halldór gerði markaðsskuldabréf
í eigu bankans að umfjöllunarefni og
sagði að þau næmu nú 10,5% af
heildareignum bankans en ætlunin
væri að lækka þetta hlutfall nokkuð.
Hann sagði stefnu bankans að um 2⁄3
markaðsskuldabréfa hans væru í
fjárfestingarbók en um 1⁄3 í veltubók.
Þau 10,5% af heildareignum sem
bankinn á í markaðsskuldabréfum
skiptast nú þannig að 6,2% eru í
fjárfestingarbók og 4,3% í veltubók.
Halldór sagði rekstrarlegar for-
sendur ráða þeirri ákvörðun að hafa
hluta markaðsskuldabréfanna í fjár-
festingarbók og nefndi sérstaklega
lausafjárstýringu í því sambandi.
Fyrir fundinum lá tillaga um
óbreytt bankaráð og voru banka-
ráðsmenn sjálfkjörnir. Eftir fundinn
kom ráðið saman og skipti með sér
verkum. Helgi S. Guðmundsson er
formaður bankaráðsins, Kjartan
Gunnarsson varaformaður þess og
Guðbjartur Hannesson ritari, en það
er nýtt embætti. Auk þessara sitja
Birgir Þór Runólfsson og Jónas
Hallgrímsson í bankaráðinu.
Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands hf., á aðalfundi bankans
Möguleikar á sam-
starfi innanlands
kannaðir áfram
Halldór J. Kristjánsson
bankastjóri
BÓKFÆRÐAR heildartekjur de-
CODE genetics, móðurfélags Ís-
lenskrar erfðagreiningar, á árinu
2000 námu 23,7 milljónum Banda-
ríkjadala, jafngildi tæplega 2,1
milljarðs íslenskra króna, en fyr-
irtækið greindi í gær frá helstu af-
komutölum samstæðunnar fyrir
síðastliðið ár. Bókfærðar tekjur á
síðasta ársfjórðungi voru 10,1 millj-
ón dala. Af bókfærðum heildar-
tekjum ársins er tekjufærslu 2,2
milljóna Bandaríkjadala frestað í
samræmi við reikningsskilastaðal
SAB 101 um tekjufærslu. Í rekstr-
arreikningi ársins 2000 eru því
tekjufærðar 21,5 milljónir Banda-
ríkjadala, jafngildi um 1,9 milljarða
íslenskra króna, sem er 30% aukn-
ing frá 16,6 milljónum dala árið
1999.
Í tilkynningu frá deCODE segir
að tekjuaukning á árinu 2000 stafi
fyrst og fremst af því að metnaðar-
full markmið fyrirtækisins í mein-
genaleit hafi náðst og áfangatengd-
ar tekjur samkvæmt samstarfs-
samningi við Roche hafi að sama
skapi aukist.
Útgjaldaaukning vegna vaxtar
á ýmsum rannsóknarsviðum
Útgjöld til rannsóknar- og þróun-
arstarfsemi árið 2000 voru 45,7
milljónir Bandaríkjadala, jafngildi
um 4,2 milljarða íslenskra króna,
sem er 38% aukning frá 33,2 millj-
ónum dala ársins 1999. Í tilkynning-
unni segir að þessi útgjaldaaukning
skýrist af vexti á ýmsum rannsókn-
arsviðum fyrirtækisins. Tap ársins
samkvæmt rekstrarreikningi nam
31,1 milljón dala, eða um 2,7 millj-
örðum íslenskra króna, og tap á
hvern almennan hlut eftir umbreyt-
ingu forgangshluta í almenna hluti
nam 0,85 dölum. Til samanburðar
var tapið 23,8 milljónir dala árið áð-
ur og hefur því aukist um 31%. Tap
á hvern almennan hlut eftir um-
breytingu forgangshluta í almenna
hluti nam 0,86 dölum árið 1999 og
hefur því minnkað um 1%, sem
samkvæmt tilkynningunni orsakast
meðal annars af fjölgun hluta vegna
fyrsta almenna hlutafjárútboðs
félagsins.
Í júlí síðastliðnum lauk fyrsta al-
menna hlutafjárútboði fyrirtækis-
ins sem aflaði því viðbótarhlutafé að
upphæð 198,7 milljónum Banda-
ríkjadala alls. Þann 31. desember
2000 hafði deCODE um 194,1 millj-
ón dala til ráðstöfunar í handbæru
fé.
Traustur grunnur að enn
frekari tekjuaukningu
„Þegar fyrirtækið var skráð á al-
mennan hlutafjármarkað í júlí í
sumar settum við okkur metnaðar-
full markmið í rannsóknum og
tekjum,“ sagði dr. Kári Stefánsson,
forstjóri Íslenskrar erfðagreining-
ar, þegar greint var frá afkomutöl-
um samstæðunnar í gær. „Þær töl-
ur sem kynntar voru í dag sýna að
við erum að ná þessum markmiðum
okkar. Aðferðafræði okkar við
meingenaleitina veitir okkur traust-
an grunn að enn frekari tekjuaukn-
ingu á öllum sviðum starfsemi okk-
ar. Með stórauknum afköstum í
arfgerðargreiningu og með kaupum
okkar á Íslenskum lyfjarannsókn-
um ehf. erum við nú í stakk búin til
að hraða meingenaleitinni og ná því
langtímamarkmiði okkar að taka
niðurstöður úr henni lengra í átt að
þróun nýrra lyfja. Með því móti
aukum við tekjumöguleika okkar til
muna. Við reiknum líka með að nýtt
samstarf okkar við Roche við þróun
nýrra greiningarprófa, sala á hug-
búnaði í lífupplýsingatækni og sala
áskrifta að samhæfðum gagna-
grunnum muni stórauka tekjur í
nánustu framtíð.“
Tekjuáhrif
SAB 101-staðalsins
Samfara fyrsta almenna hluta-
fjárútboði fyrirtækisins gekkst það
undir reglur bandaríska verðbréfa-
eftirlitsins um tekjuskráningu
(SAB 101). Í samræmi við þennan
staðal var tekjufærslu 2,2 milljóna
dala áfangagreiðslna vegna ársins
2000 frestað en þær munu verða
tekjufærðar á næstu uppgjörstíma-
bilum. Á efnahagsreikningi de-
CODE 31. desember 2000 voru 4,4
milljónir Bandaríkjadala færðar
sem frestaðar tekjur sem síðan
verða tekjufærðar í seinni uppgjör-
um.
Bókfærðar tekjur deCODE 23,7 milljónir Bandaríkjadala
30% tekju-
aukning
milli ára
%
!=
; %<
> "
%
3
3
*%
$
3
*%
#
$
(@)A( B(BCB #'BDB' '(D9 #((CC .
#9)B' #C.DD9 #@''(D #A @BB@.))
#.D@
'9))AC@)
('9.) 'B(9) #((B9. A'' #C)A .
#')9( . #(CB9A #C BB..)9@
GREINING Íslandsbanka-FBA er
þeirrar skoðunar að Seðlabanki Ís-
lands lækki vexti um 50 punkta á
öðrum árfjórðungi og um aðra 50
punkta fyrir lok árs. Þetta kemur
fram í markaðsgreiningu marsmán-
aðar sem Íslandsbanki-FBA sendi
frá sér í gær.
Spáin byggir á því að á öðrum
ársfjórðungi verði komnar fram
óyggjandi vísbendingar um að úr
þenslunni í efnahagslífinu sé að
draga og að verðbólgan stefni á
svipað stig og í viðskiptalöndunum
– en það eru þær forsendur sem
Seðlabankinn hefur gefið út að
þurfi að vera fyrir hendi svo hann
geti lækkað vexti. „Að öðru jöfnu
ætti vaxtalækkun Seðlabankans að
rýra verðgildi krónunnar. Hið
gagnstæða getur þó átt sér stað,
þ.e.a.s. að verðgildi krónunnar auk-
ist við vaxtalækkunina. Helst
myndi slíkt eiga sér stað ef vaxta-
lækkunin hleypti svo mjög lífi í vöxt
innlendrar eftirspurnar og tiltrú
fjárfesta að það myndi auka nýjar
stöðutökur í krónunni. Einnig kann
vaxtalækkun að auka væntingar um
frekari vaxtalækkanir á árinu og
hvetja þannig til nýrrar stöðutöku í
krónunni í gegnum vaxtaskipta-
samninga. Reynslan bæði af ís-
lenska markaðinum síðustu ár og
erlendis frá sýnir hins vegar að í yf-
irgnæfandi meirihluta tilfella leiðir
óvænt vaxtalækkun til þess að
myntin veikist. Hin dæmin eru þó
til og nokkrar líkur á því að þær að-
stæður sem nú ríkja á gjaldeyris-
markaði hér á landi orsaki slík við-
brögð.“
Greining
Íslandsbanka-FBA
100 punkta
vaxtalækk-
un spáð
á árinu