Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 28

Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TOPSHOP ríkja sem bönnuðu kjötinnflutning frá Argentínu, en Bandaríkin og ESB-ríkin höfðu riðið á vaðið. Í því skyni að hindra að veikin breiddist frekar út á meginlandinu settu Austurríkismenn bann við öll- um innflutningi kjötafurða af hófdýr- um frá Frakklandi. Tyrkir bættu mjólkurafurðum, ull og skinni á listann yfir vörur sem ekki mætti flytja inn frá neinu því landi þar sem gin- og klaufaveiki hefði greinzt. Í Portúgal var á miðvikudag greint frá því að mótefni við gin- og klaufa- veiki hefði greinzt í nautgripum sem fluttir höfðu verið inn frá Hollandi. Að sögn portúgalska landbúnaðar- ráðherrans þýddi þetta ekki að dýrin væru sýkt af veikinni en þeim var slátrað í varúðarskyni. Þefhundum beitt á ferðamenn frá Evrópu Enginn vafi er talinn á því að þetta ástand komi kjötframleiðendum í Bandaríkjunum og Kanada til góða. Japanskir kjötinnflytjendur sæktust Í BRETLANDI, þar sem veikin upp- götvaðist fyrst fyrir rúmum þremur vikum, heldur hún áfram að breiðast út. Þótt sérfræðingar hefðu verið farnir að gera sér vonir um að út- breiðslan hefði náð hámarki voru í gær enn ekki merki um annað en að smit væri enn að berast milli bæja með svipuðum hraða og hingað til. Tíu ný tilfelli uppgötvuðust í gær og var þar með heildarfjöldi staðfestra tilfella í Bretlandi kominn upp í 240. En talsmenn ríkisstjórnarinnar vísa engu að síður á bug fullyrðingum um allsherjarneyðarástand. Um 1200 brezk býli hafa verið sett í sóttkví, en samtals er búfjárrækt stunduð á um 160.000 býlum í landinu. Að sögn Nicks Brown landbúnaðarráðherra er nú þegar búið að ganga úr skugga um að 660 býli séu ósýkt. „Við erum að herða á slátrun dýra sem hætta er á að verði fyrir smiti,“ sagði Brown á þingi. Er þessi herta áætlun kölluð „slátrun við grun“. Á þeim svæðum í NA- og SV-Englandi þar sem veikinnar hefur mest orðið vart á umsvifalaust að slátra öllum dýrum sem gengið hafa laus innan þriggja km radíuss frá stöðum þar sem sýking hefur greinzt. Óbreytt kosningaáform Talsmaður Tony Blair forsætisráð- herra ítrekaði í gær að ekki væru að svo komnu máli uppi nein áform um að fresta sveitarstjórnarkosningum sem boðaðar hafa verið hinn 3. maí nk., en ferðafrelsi fólks um sveitir landsins hafa verið settar strangar hömlur í nafni sjúkdómavarna. Uppi hafa verið vangaveltur um að Verka- mannaflokkur Blairs hafi hug á að láta ennfremur fara fram þingkosn- ingar þennan dag, en fari á annað borð fram sveitarstjórnarkosningar þennan dag er engin gild ástæða til að hætta við þingkosningar þann dag- inn. Að sögn brezkra embættismanna munu hömlur á ferðafrelsi fólks verða endurskoðaðar í þeim héruðum þar sem ekki hefur orðið vart við veikina eftir viku til tíu daga. Ferðafrelsis- hömlurnar eru taldar valda ferða- þjónustunni einni meira en milljarðs króna tjóni á viku. Byssur sumra bænda á sýktum svæðum Bretlands hafa verið gerðar upptækar. Vitað er til þess að einn bóndi í Wales hafi fyrirfarið sér í ör- væntingu. Í Þýzkalandi hefur verið hert á var- úðarráðstöfunum eftir að fyrsta gin- og klaufaveikitilfellið á meginlandinu greindist á kúabúi í NV-Frakklandi í vikunni. Tekin hefur verið upp ströng gæzla á þýzk-frönsku landamærun- um, sem valdið hefur umferðartöfum. Sýni voru tekin á 6000 dýra svínabúi í Þyringjalandi í Þýzkalandi, til að ganga úr skugga um að grunur um að veikin hefði stungið sér þar niður væri tilhæfulaus. Búið var innsiglað unz niðurstöður prófana liggja fyrir. Arabalönd grípa til ráðstafana Í löndum Arabíuskagans – Sádí- Arabíu, Sameinuðu furstadæmunum, Oman, Jemen, Kúveit, Bahrain og Katar – var gripið til varúðarráðstaf- ana eftir að gin- og klaufaveikismit greindist í innfluttum kálfum í Sádí- Arabíu og kúm í Sameinuðu fursta- dæmunum. Greindi landbúnaðarráð- herra Sameinuðu furstadæmanna frá því að ríkisstjórnir landa Arabíuskag- ans hefðu tekið sig saman um að grípa til ráðstafana til að hindra út- breiðslu veikinnar í sínum heims- hluta, þar á meðal með því að setja bann við innflutningi búfjár og kjöt- afurða frá Bretlandi og öðrum lönd- um Evrópusambandsins. David Byrne, sem fer með heil- brigðis- og neytendamál í fram- kvæmdastjórn ESB, hefur hvatt rík- isstjórnir heims til að ganga ekki óþarflega langt í að banna innflutning landbúnaðarvara frá ESB-löndunum. Stjórnvöld í Marokkó og Túnis féllust í gær á að falla frá banni sem þau höfðu sett við korninnflutningi frá ESB, í ofanálag við kjötinnflutnings- bann þaðan. En nýjum bönnum við kjötinn- flutningi var skellt á víða, þar á meðal gegn Argentínu, eftir að eitt gin- og klaufaveikitilfelli greindist þar í landi. Búlgarar bættust í gær í hóp þeirra nú mjög eftir svínakjöti frá Norður- Ameríku eftir að Japansstjórn setti tímabundið bann við kjötinnflutningi frá ESB, sem kemur mjög illa við danska svínakjötsútflytjendur. Rúss- ar, stærstu kaupendur kjöts frá lönd- um ESB, hafa enn sem komið er ekki séð ástæðu til að hindra þau viðskipti. En bandaríska hamborgarastaða- keðjan McDonalds Corp. lýsti áhyggjum af sínum hag. Kúariðufárið hefði þegar spillt fyrir viðskiptunum; æ fleiri forðuðust að borða kjöt yf- irleitt. Í Bandaríkjunum hefur landbúnað- arráðherrann Ann Veneman lýst því yfir að allt verði gert sem þurfa þyki til að halda gin- og klaufaveiki fjarri, en hún hefur ekki greinzt þar í landi frá því árið 1929. Bandarískir embættismenn sögðu að farþegar frá vissum Evrópulönd- um, sem til Bandaríkjanna kæmu, yrðu látnir stíga á sótthreinsunar- mottur og leitað yrði á þeim að öllu sem hugsanlega gæti borið smit, með aðstoð sérþjálfaðra þefhunda. Kjötiðnaður í löndum ESB í uppnámi vegna útbreiðslu gin- og klaufaveiki Enn engin merki um rénun veikinn- ar í Bretlandi     !"   #                       !      "     #  !     "  $  %&' ()  $        '...  '..(  '... '..(       -  *     E   0   3   3  1  'B.    () FG '.....%+      4= 8% " 4+         %    */ !       F  $  F & ""       1      E    (CF((B %+          '... $    #  >/ 3     &    )F @....%+   :/  1       (CF  " -   5 %         :  5 #       H#     %   '... 4 3      ')  $ I%+                $   Löndum heims sem gripið hafa til varúðar- ráðstafana gegn út- breiðslu gin- og klaufa- veiki heldur áfram að fjölga. Innflutningshöft sem lönd hafa sett á búfé og landbúnaðar- afurðir frá Evrópulönd- um stefna kjötiðnaði álfunnar í kreppu. Reuters Verzlað á nautgripamarkaði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en gengið úr skugga um heilbrigði kýrinnar áður en hún er seld. DEMÓKRATAR hafa sakað George W. Bush Bandaríkjaforseta um að tala með of neikvæðum hætti um ástand efnahagslífsins og segja að það geti haft slæm áhrif á fjármála- markaði. The Washington Post fjallaði í gær um hugsanleg áhrif af ummælum for- setans um efnahagsmál á miðviku- dag, en þann dag varð mikil lækkun á gengi hlutabréfa á mörkuðum. Til dæmis fór Dow Jones-vísitalan niður fyrir 10 þúsund stig í fyrsta sinn í fimm mánuði. Bush sagði við frétta- menn á miðvikudag að hann hefði áhyggjur af lægðinni á fjármálamörk- uðum. „Fólk hefur fjárfest í hluta- bréfum og horfir nú upp á fjárfest- ingu sína rýrna,“ sagði forsetinn ennfremur í ræðu sem hann flutti síð- ar um daginn. Í ræðunni kvaðst Bush hins vegar einnig hafa mikla trú á bandarísku efnahagslífi og sagði skattalækkunartillögur sínar til þess fallnar að hleypa í það krafti á ný. Demókratar hafa gagnrýnt forset- ann fyrir neikvæð ummæli um efna- hagsástandið og segja þau geta leitt til þess að almenningur dragi úr neyslu, en það geti valdið kreppu í landinu. Embættismenn segja hins vegar að forsetinn eigi ekki að gegna hlutverki klappstýru; honum beri skylda til að vera heiðarlegur og raunsær í ummælum sínum um efna- hagsmál. Trú neytenda á efnahagslífinu mælikvarði á áhrif ummæla „Þetta er sennilega í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem forsetinn og varaforsetinn hafa lagst í herferð til að sannfæra þjóðina um að ástandið eigi eftir að versna. ... Það er afar lík- legt að endurtekin neikvæð ummæli forsetans um efnahagslífið séu orðin að forspá sem gerði sjálfa sig að veru- leika,“ hefur The Washington Post í gær eftir Gene Sperling, fyrrverandi ráðgjafa Bills Clintons í efnahagsmál- um. Lawrence B. Lindsey, helsti efna- hagsráðgjafi Bush, vísar þessum ásökunum á bug. Hann bendir á að kaupmáttur hafi náð hámarki í des- ember og sömuleiðis vinnustundir, þótt markaðir hafi verið í niðursveiflu allt árið. „Hvað er þá um að ræða? Á fólk ekki að geta tjáð sig um ástand- ið?“ Lindsey segir forsetann hafa mikla trú á að efnahagslífið rétti úr kútnum, meðal annars vegna örra tæknifram- fara, en það sé jafnframt nauðsynlegt að hann tjái sig á raunhæfan hátt um efnahagsmálin. „Meðal bestu vopna stjórnvalda ... eru hreinskilni, raunsæi og trúverðugleiki,“ hefur The Washington Post eftir Lindsey. Gene Sperling segir á hinn bóginn að forsetinn geti verið raunsær og bjartsýnn í senn. „Hversu oft heyrir maður Bush benda á að atvinnuleysi sé í sögulegu lágmarki eða að fram- leiðni hafi aldrei verið meiri?“ spyr Sterling. Hann segir kannanir á trú neytenda á efnahagslífinu sýna hvaða áhrif ummæli á borð við orð Bush hafi. Samkvæmt nýjustu könnunum hafi trú neytenda á núverandi ástandi efnahagslífsins ekki minnkað mikið, aðeins um 8%, en trú almennings á efnhagsástandinu á næstu mánuðum hafi minnkað mikið, eða um 32%. Demókratar segja ummæli Bush geta haft slæm áhrif Talar ógætilega um efnahagsmál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.