Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 29

Morgunblaðið - 16.03.2001, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 29 FJÖLMÖRG lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson verða frumflutt á tónleik- um í Kaffileikhúsinu í kvöld og önnur flutt sem sjaldan hafa heyrst opin- berlega áður. Flytjendur eru þær Anna Sigríður Helga- dóttir söngkona og María Kristín Jónsdótt- ir píanóleikari. Lögin eru samin við ljóð Hrafns Andrésar Harðarsonar, Steins Steinarrs og Tómasar Guðmundssonar. Að sögn Gunnars Reynis munu þær Anna Sigríð- ur og María Kristín flytja fimmtán ein- söngslög auk fimm pí- anóópusa og eru verkin flest ný og nýleg. „Á tónleikunum verða frumflutt fjögur lög úr laga- flokki við ljóð eftir Stein Steinarr og einnig verða frumflutt fjögur lög við ljóð eftir Hrafn Andrés Harðarson. Píanóverkið Fókus, sem nú heyrist í fyrsta sinn, er síðbúinn lofgjörðaróð- ur til löngu látinna píanóvirtúósa, þeirra Alberts Ammons og Meade Lux Lewis, sem léku hvor á sinn flyg- ilinn fjórhent og gerðu Boogie Woog- ie bernskuáranna að upphafinni list- grein sem seint gleymist. Það er svo skrýtið hvað maður man eftir lögum sem maður heyrði þegar maður var krakki. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að á Lindargötunni þar sem ég átti heima í þá daga var amerískur gítarleikari í herbúningi að æfa sig allan daginn. Ég suðaði í kringum hann eins og randafluga og hann fór að gefa mér bandarískar plötur. Svo leiddi hann mig með sér niður á Sölv- hólsgötu, þar sem var aðalskemmti- staður bandaríska hersins í Reykja- vík og reyndist þessi gítaristi þá vera hljómsveitarstjórinn sjálfur, H.Y. White. Hann kom mér svo hressilega á djass- bragðið þegar ég var níu ára að ég hef ekkert lagast síðan,“ segir Gunnar Reynir. „María Kristín mun einnig leika hið klass- íska Habanera, sem ég samdi til heilla vini mínum Fidel Castro þegar gerðar höfðu verið 29 tilraunir til að ráða hann af dögum og sendi honum til vernd- ar og heilla. Hann sendi mér í þakkarskyni þennan æðisgengna vindlakassa – en ég hef aldrei getað reykt vindla,“ seg- ir tónskáldið. Tónleikunum lýkur svo á fimm söngvum við ljóð Tómasar Guð- mundssonar úr ljóðabókinni Fögru veröld. „Ég hef í gegnum tíðina samið mikið við ljóð eftir Stein og Tómas. Þeir hafa alveg fylgt mér og þegar ég var yngri maður þorði ég ekki að fara af bæ og vera yfir nótt nema vera með ljóðabækurnar þeirra í hand- töskunni, þær voru mér til heilla og hin besta vörn.“ Gunnar Reynir kveðst mjög ánægður með túlkun þeirra Önnu Sigríðar og Maríu Kristínar á lögun- um. „Þetta svingar á flottasta máta,“ segir hann. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er að- eins um þessa einu tónleika að ræða. Morgunblaðið/Kristinn Anna Sigríður Helgadóttir og María Kristín Jónsdóttir. Ný lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson „Kom mér á djassbragðið“ Gunnar Reynir Sveinsson ÞRIÐJU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í bláu röðinni svokölluðu hófust fyrir aðeins rúmlega hálffullu húsi í gærkvöld; ugglaust sumpart fyrir þá sök, að tvö viðfangsefnin voru ný af nál- inni, og e.t.v. líka vegna þess að síðasti höfundur á skrá hefur ekki verið eins „heitt“ nafn meðal klassíkunnenda á seinni árum og áður fyrr. Hvað sem segja má um fyrsta verkið, Icerapp eftir Atla Heimi Sveinsson, sem SÍ hafði meðferðis í Ameríkuförinni í fyrra – manni heyrðist þá utan úr horni, að slíkt ábyrgðarlaust „sprell“ væri öld- ungis óhæft til kynningar á ís- lenzkri nútímamúsík – þá var nýj- asta „rondo fantastico“ þessa fjölhæfa tónskálds a.m.k. ekki leiðinlegt áheyrnar. Enda kenndi að vanda ýmissa grasa. Stílfærður rímnahrynur Jón Leifs gekk sem rauður þráður á milli annarra upp- átækja, þ. á m. upphrópana, söngs, klapps, tilvitnana í djass (I’ve Got Rhythm Gershwins) og Stravinskíj (Vorboðakaflann kunna úr Vorblótinu á eintómum niðurstrokum). Allt þetta og fleira bar fyrir eyru á aðeins 6 mínútum – að vísu á mikilli ferð, því tempó- val stjórnandans var í frísklegasta lagi – en engu að síður lipurt flutt og nákvæmt. Auðvelt væri að ímynda sér svona stykki kjörið til að hrífa yngri kynslóðir upp úr flatneskju dynkjaskólpsins. Ef svo reynist, væri góðum aukatilgangi náð. Heinz Karl Gruber er kunnast- ur fyrir gamanhrollvekjusöngverk sitt Frankenstein!! frá 1977, sem Íslenzka hljómsveitin flutti snemma á 9. áratug í Gamla bíói. Svolítið ungæðislegt en oft bráð- fyndið stykki, unnið upp úr ljóða- bálki með persónum frá ævintýr- um, hasarblöðum og spennu- kvikmyndum. Það var því ekki nema eðlilegt að vænta álíkra takta úr „Aerial“ trompetkonsert hans, saminn að beiðni BBC fyrir skánska trompetsnillinginn Håkan Hardenberger. Því er heldur ekki að neita, að þokuhjúpuð dulúð hljómsveitarupphafsins, þar sem einleikslúðurinn framkallaði hljóð er helzt líktist kolómögulegu súb- pedalurri (en reyndist búið til að hluta með raddböndum) jók enn á væntingarnar. Enda gutlaði víða á kímni og andagift í hljómsveitar- partinum, sem þrátt fyrir fáeina langdregna kafla í seinni hluta var saminn og orkestraður af verulegu hljómrænu og rytmísku hugviti. En einleiksröddin olli vonbrigð- um. Ekki vegna frammistöðu sól- istans, sem lék allt frá spilanlegu til vitaóspilanlegs af lygilegu ör- yggi, líkt og það væri daglegt brauð. Hins vegar var miður heillandi á að hlýða hvað hinn fyrrum svo kerskni og skáldlegi höfundur Frankensteins virtist með ólíkindum hugmyndasnauður í frágangi einleiksraddar, þar sem varla bólaði á aukatekinni mús- íklegri innistæðu, hvorki án undir- leiks né í sannfærandi samhengi við hljómsveitina. Trompetistan- um var þess í stað gert að fremja allar helztu viðteknu módernísku framúrstefnukúnstir sem falla undir klissjuna „að gernýta mögu- leika hljóðfærisins“ (þ.m.t. kýr- horns og pikkólótrompets) og sem jafnvel seinþreyttustu hlustendur hafa fyrir löngu fengið hundleiða á. Þó að virtúósinn frá Málmey skilaði frábæru dagsverki fyrir sinn hatt, er varla hægt að segja annað en að Gruber hafi, á óskilj- anleganlegasta hátt, kastað frá- bæru tækifæri á glæ. Gat þar litlu bjargað að stjórnandi og hljóm- sveit stóðu sig eins og sannkallaðir herforingjar í meðferð þessa of- urkrefjandi verks. Síðasta atriði kvöldsins var Sin- fonía Ígors Stravinskíjs í þrem þáttum frá 1945. Að sumra mati fágætt dæmi meðal verka meist- arans um samflot appollóskrar heiðríkju nýklassíska sköpunar- skeiðsins og díonýsíska orkuflæð- isins frá undangengnu „rúss- neska“ tímabili hans. Haft er fyrir satt, að ófáir tónsmiðir 20. aldar, a.m.k. í enskumælandi heimi, hafi sótt sitthvað nýtilegt í einmitt þetta verk, enda þótt heyrzt hafi mun sjaldnar flutt á seinni áratug- um en áður var. Alltjent er óra- langt síðan undirritaður barði síð- ast hljómkviðuna eyrum. En við síðbúna endurheyrn hafði hún greinilega aukizt að áhrifamætti frekar en hitt. Eftir þéttriðinn fjölkórarithátt Grubers var ómur- inn af þessu tæra meistaraverki í afburðahnitmiðaðri og oft nærri kammerkenndri orkestrun nánast eins og óvæntur ilmur af ferskum rakspíra. Og flutningurinn var án nokkurs vafa drjúgur partur gald- ursins. Burtséð frá sterkasta lúðrablástursstað í I. þætti var styrkjafnvægið í óskastöðu frá upphafi til enda. Í klukkuná- kvæmri og innlifaðri túlkun hljóm- sveitarinnar undir innblásandi for- ystu hins skelegga líbanska stjórnanda náði þessi e.t.v. bezta sinfónía Stravinskíjs slíku flugi þetta kvöld, að margan hlaut að langa til að bregða verkinu á fón- inn strax og heim kom. Óvæntur ilmur TÓNLIST H á s k ó l a b í ó Atli Heimir Sveinsson: Icerapp 2000. H. K. Gruber: Trompetkonsert „Aerial“. Stravinskíj: Sinfónía í þrem þátt- um. Håkan Hardenberger, tromp- et; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: George Pehlivanian. Fimmtudaginn 15. marz kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.