Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 31
Laugavegi 91, s. 511 1717
...Nýjar vörur
bolir frá 500
buxur - 1.900
peysur - 1.900
jakkar - 1.900
skór - 990
DÖMUR - SKÓR
HERRAR
KJALLARI
Ný sending frá...
French Connection
Diesel
Kookai
Imitz
Tark
Billi Bi
Done Shoes
Vagabond
DKNY
Mao
Dico
4 you
Café 17
NÝTT KORTATÍMABIL
Fermingar
pantanir
óskast sóttar
á Laugaveg
HEFÐBUNDIN leiðsögn um sýn-
inguna Gullpensilinn á Kjarvalsstöð-
um verður einnig túlkuð á táknmál af
táknmálstúlki nk. sunnudag kl. 15,
en sunnudagsleiðsögn er fastur liður
í starfsemi Listasafns Reykjavíkur,
bæði á Kjarvalsstöðum og í Hafn-
arhúsinu við Tryggvagötu. Tákn-
málstúlkun verður síðan mánaðar-
lega á dagskrá Listasafns Reykja-
víkur um valdar sýningar safnsins á
Kjarvalsstöðum, í Ásmundarsafni og
í Hafnarhúsi.
Þjónusta við ýmsa sérhópa er í
boði á safninu en safnið hefur ekki
áður boðið upp á táknmálstúlkun.
„Meðal þess sem gert hefur verið er
að taka á móti hópum blindra og gefa
þeim kost á að kynnast t.d. verkum
Ásmundar Sveinssonar með snert-
ingu,“ segir Ólöf K. Sigurðardóttir,
deildarstjóri fræðsludeildar Lista-
safns Reykjavíkur. „Hinir blindu fá
sérstaka hanska og fá síðan tækifæri
til að upplifa listaverkin með snert-
ingu um leið og um þau er fjallað.“
Listasafn Reykjavíkur hefur um
langt skeið boðið upp á leiðsögn um
sýningar sínar á Kjarvalsstöðum, í
Hafnarhúsi og í Ásmundarsafni.
„Leiðsagnirnar hafa verið sniðnar
að þörfum ákveðinna hópa; þannig
hefur verið tekið saman ákveðið efni
sem hentar nemum á öllum stigum
skólakerfisins og í sumum tilfellum
hafa grunnskólanemar fengið verk-
efni með sér heim eða í skólann til að
geta farið yfir það eftir á hvað fyrir
augu og eyru bar. Það er fræðslu-
deild Listasafns Reykjavíkur sem
sér um leiðsögn en aðsókn nema í
safnið eykst frá ári til árs og hefur
aldrei verið meiri en einmitt nú,“
segir Ólöf.
Áhersla á að auka veg
fræðslu innan safnsins
„Þegar Listasafn Reykjavíkur
gekk til samstarfs við Íslandssíma í
byrjun árs 2001 var lögð á það
áhersla að auka veg fræðslu innan
safnsins, sér í lagi fyrir grunnskóla-
nemendur. Ljóst er að það fjármagn
hefur skilað sér vel en enn er unnið
að nýjungum í leiðsögn og fræðslu
fyrir nemendur og almenning sem
eiga eftir að líta dagsins ljós síðar á
þessu ári.“
Táknmálsleiðsögn
um listsýningu
Morgunblaðið/Ásdís
Nokkrir listamannanna sem standa að samsýningunni Gullpenslinum.
RICHARD Wagner-félagið á Ís-
landi kynnir óperuna Die Feen
(Álfkonurnar) í Norræna húsinu, á
morgun, laugar-
dag, kl. 14.
Reynir Axelsson
mun þá hefja röð
kynninga með
tóndæmum á
fyrstu óperum
Wagners, þeim
sem tónskáldið
samdi á undan
Hollendingnum
fljúgandi.
Kynningin hefst með umfjöllun
um Die Feen, eða Álfkonurnar og
verða leikin valin atriði óperunnar
af geisladiski.
Wagner lauk gerð óperunnar ár-
ið 1833, aðeins tvítugur að aldri, en
hún var ekki frumflutt fyrr en að
honum látnum, árið 1888 í Mün-
chen. Wagner samdi sjálfur óperu-
textann, sem byggist á verki eftir
leikritaskáldið ítalska Carlo Gozzi.
Í fyrstu óperum sínum hafði
Wagner ekki tekið upp þann sér-
staka stíl sem bæði einkennir og
þróast í höfuðverkum hans. Þau
eru fyrir utan Hollendinginn, óp-
erurnar Tannhäuser, Lohengrin,
Tristan og Isolde, Meistarasöngv-
ararnir frá Nürnberg, Niflunga-
hringsóperurnar fjórar og Parsifal.
Á undan þessum meginverkum
samdi Wagner á unga aldri 3 óp-
erur: Die Feen, Das Liebesverbot
og Rienzi. Af þessum þrem óperum
var það einungis Rienzi sem var
flutt í einhverjum mæli meðan
Wagner lifði og er enn í dag sýnd í
óperuhúsum víða erlendis, einkum
í Þýskalandi.
Rannsóknir
og umfjöllun
Richard Wagner félagið á Ís-
landi hefur frá stofnun félagsins,
árið 1995, staðið fyrir kynningar-
starfi á verkum tónskáldsins með
fyrirlestrum og myndbandssýning-
um. Auk þess hefur félagið lagt
mikla áherslu á að stuðla að rann-
sóknum og umfjöllun á skyldleika
Niflungahrings Wagners og ís-
lenskra bókmennta. Fyrir síðustu
áramót kom út hjá Máli og menn-
ingu bókin Wagner og Völsungar
með rannsóknum dr. Árna Björns-
sonar um það efni.
Á undan kynningu Reynis, kl.13,
verður haldinn fimmti aðalfundur
félagsins. Formaður Richard
Wagner-félagsins er Selma Guð-
mundsdóttir, varaformaður Jóhann
J. Ólafsson.
Kynning á
óperu eftir
Wagner
Richard
Wagner
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar