Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 31 Laugavegi 91, s. 511 1717 ...Nýjar vörur bolir frá 500 buxur - 1.900 peysur - 1.900 jakkar - 1.900 skór - 990 DÖMUR - SKÓR HERRAR KJALLARI Ný sending frá... French Connection Diesel Kookai Imitz Tark Billi Bi Done Shoes Vagabond DKNY Mao Dico 4 you Café 17 NÝTT KORTATÍMABIL Fermingar pantanir óskast sóttar á Laugaveg HEFÐBUNDIN leiðsögn um sýn- inguna Gullpensilinn á Kjarvalsstöð- um verður einnig túlkuð á táknmál af táknmálstúlki nk. sunnudag kl. 15, en sunnudagsleiðsögn er fastur liður í starfsemi Listasafns Reykjavíkur, bæði á Kjarvalsstöðum og í Hafn- arhúsinu við Tryggvagötu. Tákn- málstúlkun verður síðan mánaðar- lega á dagskrá Listasafns Reykja- víkur um valdar sýningar safnsins á Kjarvalsstöðum, í Ásmundarsafni og í Hafnarhúsi. Þjónusta við ýmsa sérhópa er í boði á safninu en safnið hefur ekki áður boðið upp á táknmálstúlkun. „Meðal þess sem gert hefur verið er að taka á móti hópum blindra og gefa þeim kost á að kynnast t.d. verkum Ásmundar Sveinssonar með snert- ingu,“ segir Ólöf K. Sigurðardóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Lista- safns Reykjavíkur. „Hinir blindu fá sérstaka hanska og fá síðan tækifæri til að upplifa listaverkin með snert- ingu um leið og um þau er fjallað.“ Listasafn Reykjavíkur hefur um langt skeið boðið upp á leiðsögn um sýningar sínar á Kjarvalsstöðum, í Hafnarhúsi og í Ásmundarsafni. „Leiðsagnirnar hafa verið sniðnar að þörfum ákveðinna hópa; þannig hefur verið tekið saman ákveðið efni sem hentar nemum á öllum stigum skólakerfisins og í sumum tilfellum hafa grunnskólanemar fengið verk- efni með sér heim eða í skólann til að geta farið yfir það eftir á hvað fyrir augu og eyru bar. Það er fræðslu- deild Listasafns Reykjavíkur sem sér um leiðsögn en aðsókn nema í safnið eykst frá ári til árs og hefur aldrei verið meiri en einmitt nú,“ segir Ólöf. Áhersla á að auka veg fræðslu innan safnsins „Þegar Listasafn Reykjavíkur gekk til samstarfs við Íslandssíma í byrjun árs 2001 var lögð á það áhersla að auka veg fræðslu innan safnsins, sér í lagi fyrir grunnskóla- nemendur. Ljóst er að það fjármagn hefur skilað sér vel en enn er unnið að nýjungum í leiðsögn og fræðslu fyrir nemendur og almenning sem eiga eftir að líta dagsins ljós síðar á þessu ári.“ Táknmálsleiðsögn um listsýningu Morgunblaðið/Ásdís Nokkrir listamannanna sem standa að samsýningunni Gullpenslinum. RICHARD Wagner-félagið á Ís- landi kynnir óperuna Die Feen (Álfkonurnar) í Norræna húsinu, á morgun, laugar- dag, kl. 14. Reynir Axelsson mun þá hefja röð kynninga með tóndæmum á fyrstu óperum Wagners, þeim sem tónskáldið samdi á undan Hollendingnum fljúgandi. Kynningin hefst með umfjöllun um Die Feen, eða Álfkonurnar og verða leikin valin atriði óperunnar af geisladiski. Wagner lauk gerð óperunnar ár- ið 1833, aðeins tvítugur að aldri, en hún var ekki frumflutt fyrr en að honum látnum, árið 1888 í Mün- chen. Wagner samdi sjálfur óperu- textann, sem byggist á verki eftir leikritaskáldið ítalska Carlo Gozzi. Í fyrstu óperum sínum hafði Wagner ekki tekið upp þann sér- staka stíl sem bæði einkennir og þróast í höfuðverkum hans. Þau eru fyrir utan Hollendinginn, óp- erurnar Tannhäuser, Lohengrin, Tristan og Isolde, Meistarasöngv- ararnir frá Nürnberg, Niflunga- hringsóperurnar fjórar og Parsifal. Á undan þessum meginverkum samdi Wagner á unga aldri 3 óp- erur: Die Feen, Das Liebesverbot og Rienzi. Af þessum þrem óperum var það einungis Rienzi sem var flutt í einhverjum mæli meðan Wagner lifði og er enn í dag sýnd í óperuhúsum víða erlendis, einkum í Þýskalandi. Rannsóknir og umfjöllun Richard Wagner félagið á Ís- landi hefur frá stofnun félagsins, árið 1995, staðið fyrir kynningar- starfi á verkum tónskáldsins með fyrirlestrum og myndbandssýning- um. Auk þess hefur félagið lagt mikla áherslu á að stuðla að rann- sóknum og umfjöllun á skyldleika Niflungahrings Wagners og ís- lenskra bókmennta. Fyrir síðustu áramót kom út hjá Máli og menn- ingu bókin Wagner og Völsungar með rannsóknum dr. Árna Björns- sonar um það efni. Á undan kynningu Reynis, kl.13, verður haldinn fimmti aðalfundur félagsins. Formaður Richard Wagner-félagsins er Selma Guð- mundsdóttir, varaformaður Jóhann J. Ólafsson. Kynning á óperu eftir Wagner Richard Wagner Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.