Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 45
&
Sprenghlægilegt verð!
Skart og klútar kr. 150 - Töskur kr. 500 -
Regnhlífar og sólgleraugu kr. 200 -
Húfur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 -
Pils frá kr. 800-1.500 - Kjólar frá 1.250-3.000 -
Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500
Opið alla daga frá kl. 12-18
Grensásvegi 16
Á ÍSLANDI er
hreinasta loft í heimi,
besta vatnið, dugleg-
asta fólkið, fallegustu
konurnar, sterkustu
karlmennirnir o.s.frv.
Flest könnumst við
þessi sígildu en bros-
legu dæmi um þjóð-
rembu og yfirburðar-
hyggju Íslendinga.
Þankagangur af
þessu tagi hefur komið
fram í ræðu og riti um
framtíð Reykjavíkur-
flugvallar og talið ein-
stakt í heimi hér, í vesta
falli sjaldgæft, að hafa
flugvelli nálægt mið-
borgum. Þetta er algjörlega úr lausu
lofti gripið eins allir vita sem hafa
hleypt heimdraganum og haldið ut-
an.
Til að kveða þessa fáfræði í kútinn
í eitt skipti fyrir öll, ákvað greinar-
höfundur að kanna hvað margir flug-
vellir í heiminum eru nálægt svokall-
aðri borgarmiðju (e: city center). Í
Reykjavík er þessi vegalengd 4 km,
samkvæmt Official Aiways Guide
(OAG) en þar er að finna áætlanir
700 flugfélaga með tilheyrandi flug-
vallaupplýsingum. Mörkuð var sú
stefna, að finna alla flugvelli sem eru
10 km, eða nær, borgarmiðju og með
umferð 50 til 500 sæta flugvéla (fá-
einir vellir með mikla umferð 33ja
sæta véla voru þó teknir með).
Reykjavík ekki eyland
í flugvallamálum
Rannsókn málsins leiddi í ljós að
599 flugvellir féllu innan áðurnefndra
skilyrða, langflestir verulega stærri
en Reykjavíkurflugvöllur. Fullyrða
má að vellirnir séu talsvert fleiri því í
mörgum tilfellum lá ekkert fyrir um
vegalengdir og átti það einkum við
smærri flugvelli sem líklegt má telja
að séu heldur nær en fjær þéttbýli.
Því miður liggja ekki fyrir á einum
stað nákvæmar upplýsingar um
heildarfjölda flugvalla í heiminum en
til að hafa einhverja viðmiðun hafa
stærstu alþjóðasamtök flugvalla,
Airport Council International (ACI),
innan sinna vébanda 550 flugvallayf-
irvöld er reka samtals 1.442 flugvelli í
165 löndum.
Þeir 599 flugvellir sem fram komu
við rannsóknina skiptust þannig eftir
heimshlutum: Evrópa 166; Banda-
ríkin og Kanada 181; Mið-/Suður
Ameríka og Karíbahafseyjar 63; Afr-
íka 46; Mið-Austurlönd 22; Asía og
Indlandshafseyjar 66; Eyjaálfa og
Kyrrahafseyjar 55.
„Grenndarflugvellir“
víða í Evrópu
Í Evrópu eru 34 flugvellir jafn-
langt, eða styttra, frá borgarmiðju en
völlurinn í Reykjavík. Það eru: Klag-
enfurt í Austurríki; Antwerpen í
Belgíu; Billlund í Danmörku; Lapp-
eenranta, Mariehamn og Pori í Finn-
landi; Biarritz, Cacassonne og Poit-
iers í Frakklandi; Vaagar í Fær-
eyjum; Gíbraltarflugvöllur og enn-
fremur Kerkyra í Grikklandi.
Á Írlandi var að finna Belfast City
og Galway; meðal Ítala eru Foggia,
Lampedusa, Pantelleria og Pisa;
Lúxemborgarflugvöllur; hjá frænd-
um okkar í Noregi Bardufoss, Bodö,
Longyearbyen á Svalbarða, Narvik
og Tromsö; Ponta Delgada og Santa
Maria á Asóreyjum; Svíar hafa
Halmstad, Karlstad, Norrköping og
Visby; Tyrkir eru með Adana og Diy-
arbakir og í Þýskalandi er um að
ræða Bremen og Friedrichafen.
Af tiltölulega þekktum flugvöllum
Evrópu sem eru í 4–10 km frá borg-
armiðju má t.d. benda á þessa: Inns-
bruck og Salzburg í Austurríki. Á
Bretlandi gefur á að líta Aberdeen,
Bournemount, Edinborg, Guernsey,
Jersey, Liverpool,
Londonderry, New-
castle, Norwich, Ply-
mouth, Sheffield og
Southampton. Danir
búa að Álaborg, Born-
holm, Esbjerg, Sönder-
borg og Kaupmanna-
höfn á meðan Finnar
hafa Turku og Waasa. Í
Frakklandi má nefna
Brest, Dijon, LeHavre,
Montpellier, Nantes,
Nice, Toulouse og
Rúðuborg. Grísku flug-
vellirnir Alexandrou-
polis og Heraklion falla
hér undir, einnig Nuuk
í Grænlandi sem og
Eindhoven, Maastricht og Rotter-
dam í Hollandi. Á Írlandi er um að
ræða Cork, Dublin og Knock. Það er
mikið af svona flugvöllum á Ítalíu,
t.d. Bologna, Brindisi, Florence,
Genoa, einn af völlunum við Mílanó,
Naples og þá Rimini og annað eins af
þeim er á Spáni: Almera, Ibiza, La
Coruna, Malaga, Minorca, Palma
Mallorca, Santiago de Compostella
og Valencia. Í Svíþjóð hafa menn
Jönköping, Kalmar, Kiruna, Luleå,
Östersund, Rönneby, Umeå, Vester-
ås og Växjö og Þjóðverjar eru með
sína Berlín-Tempelhof, Berlín-Tegel,
Bayreuth, Dortmund, Dresden,
Düsseldorf, Hannover og Nürnberg.
Ekki má gleyma Sviss en í þvísa landi
eru flugvellir þessir fimm talsins.
Basel, Bern, Genf, Ligano, Zürich.
Höfuðborgir Eistlands, Lettlands
og Litháen hafa allar flugvelli mjög
nálægt borgarmiðju og slíkir flug-
vellir eru á ýmsum evrópskum sól-
skinseyjum eins og Larnaca á Kýp-
ur, Valetta á Möltu og á Kan-
aríeyjum fjórir: Fuerteventura,
Lanzarote, Santa Cruz de la Palma
og Valverde.
Bandaríkjamenn kjósa
flugvelli við bæjardyrnar
Borgum og bæjum í Bandaríkjun-
um er sérstaklega umhugað um að
hafa flugvelli eins nálægt þéttbýli og
kostur er á. Þar, og í Kanada, gat að
finna 38 flugvelli sem eru nær miðju
viðkomandi borga en í Reykjavík.
Þeirra verður ekki getið hér því fyrir
Íslendinga er kunnuglegra að taka
dæmi um fáeina af þeim 138 völlum
sem eru í 4–10 km fjarlægð og eru
gríðarleg samgöngumannvirki.
Fyrst ber að nefna Ronald Reagan
National-flugvöllinn sem er aðeins 4
km frá miðju höfuðborgar Banda-
ríkjanna og síðan Boston og Fort
Lauderdale.
Þessum hópi flugvalla tilheyra
einnig: Anchorage, Aspen og Col-
arado Springs, Austin og Dallas-
Love Field, Bangor, Burbank,
Fresno, Long Beach, Palm Springs,
San José, Santa Ana og Santa Bar-
bara, Des Moines, Harrisburg,
Honolulu, Kalamazoo, Lafayette,
Las Vegas og Reno, Little Rock,
Louisville, Madison, Omaha, Phoen-
ix-Sky Harbour og Phoenix-Scotts-
dale, Salt Lake City, Springfield,
Tallahassee og Tampa, Tulsa og
Winston/Salem svo aðeins fáein
dæmi séu tekin.
Í Kanada eru nokkrar borgir með
flugvelli sem eru aðeins 2–3 km. frá
miðju þeirra eða nær en í Reykjavík.
Slíkar borgir eru: Calgary, Gander,
Goose Bay, Ontario, St. Johns Tor-
onto-City Center og Winnipeg.
Látum Reykjavík
ekki missa flugið
Staðreyndin er sú, að langflestir af
stærstu og fjölförnustu flugvöllum
heims eru í aðeins 10–20 km fjarlægð
frá miðju viðkomandi borga. Þetta er
helmingi styttra en á milli Reykja-
víkur og Keflavíkurflugvallar!
Á jarðarkringlunni er ósköp ein-
faldlega sjaldgæft að fjarlægð milli
flugvallar og næstu borgarmiðju sé
um 50 km eins og er í tilfelli Reykja-
víkur og Keflavíkurflugvallar!
Látum Reykjavíkurborg ekki
fatast flugið í samgöngumálum lands
og þjóðar. Kjósum flugvöllinn kjuran
eins nálægt Reykjavík og kostur er í
takt við aðra 600 flugvelli heimsins!
600 flugvellir í heimi
innan 10 km frá
borgarmiðju
Gunnar
Þorsteinsson
Reykjavíkurflugvöllur
Staðreyndin er sú, segir
Gunnar Þorsteinsson,
að langflestir af stærstu
og fjölförnustu flug-
völlum heims eru í
aðeins 10–20 km
fjarlægð frá miðju
viðkomandi borga.
Höfundur er formaður Fyrsta
flugs-félagsins.
NÚ STYTTIST
verulega í það að við
Framsóknarmenn
komum saman, höld-
um flokksþing og ráð-
um ráðum okkar.
Mörg stór og mikil-
væg mál liggja fyrir
þinginu og það er
áríðandi að sem flest-
ir mæti til að breið
sátt náist í hinum
ólíku málaflokkum.
En okkar bíður líka
að velja forystumenn.
Og þar rétt eins og í
málefnavinnunni
verðum við að vinna
vel og tryggja framsóknarmönnum
trausta forystu.
Ég hef þekkt Guðna Ágústsson
lengi. Ég hef fylgst með honum
vaxa og dafna af verkum sínum í
flokknum og fyrir flokknum. Hann
á þar langa og farsæla sögu og eft-
ir óeigingjarnt starf þekkir hann
innviðina, söguna, stefnuna og
fólkið. Það er þess vegna sem ég
treysti Guðna vel fyrir vandasömu
starfi varaformanns.
Eftir að Guðni varð landbún-
aðarráðherra hef ég starfað mikið
með honum að málefnum hesta-
mennsku og hestatengdrar ferða-
þjónustu. Það eru umbrotatímar í
þessum greinum og því nauðsyn-
legt að hafa sterka aðila með sér.
Guðni hefur verið óhræddur við að
vinna nýjum hugmyndum braut-
argengi og taka þannig á með
grein sem á tækifæri ef hún fær
leiðsögn og stuðning. Það hafði
vantað jákvæða umræðu um það
sem vel er gert í greininni en jafn-
framt hvatningu til nútímalegri
vinnubragða. Þetta hefur breyst
mikið til hins betra. Jákvæðni,
kraftur og bjartsýni í orðum
Guðna hefur dregið marga til liðs
við okkur. Slíkt er ómetanlegt.
Þetta hef ég séð til Guðna á fleiri
stöðum. Hann hefur í orði tengt
saman þéttbýli og dreifbýli og orð-
ið til að auka samkennd þjóðarinn-
ar. Á þessu kjörtíma-
bili hafa ekki aðrir
þingmenn eða ráð-
herrar haldið fjöl-
mennari eða glæsi-
legri stjórnmálafundi
í Reykjavík. 250
manns mættu á fund
um framtíð landbún-
aðar á Hótel Sögu nú
nýverið. Þar var sam-
staða um stefnuna.
„Nú vildu allir Lilju
kveðið hafa.“
Ég tel að við fram-
sóknarmenn þurfum á
að halda manni eins
og Guðna til að standa
við hlið formanns. Hann er bar-
áttumaður sem hlífir sér hvergi í
pólítískum átökum og málafylgju.
Við hestamenn segjum oft til hróss
um hrossin okkar að þau séu af
góðum ættum. Það á við um Guðna
Ágústsson. Hann er sannur, hefur
þrek, dug, kjark og reynslu til
þess ferðalags sem varafomanns
embættið er. Sameinumst um
sterkan varaformann, mann lands
og þjóðar. Kjósum Guðna Ágústs-
son.
Maður lands
og þjóðar
Einar Bollason
Höfundur er framkvæmdastjóri
Íshesta.
Framsókn
Guðni hefur verið
óhræddur við að vinna
nýjum hugmyndum
brautargengi, segir
Einar Bollason,
og taka þannig á með
grein sem á tækifæri ef
hún fær leiðsögn
og stuðning.
Njálsgötu 86,
s. 552 0978
Brúðargjöfin
fæst hjá
okkur