Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 49 Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Hótel Selfossi föstudaginn 30. mars 2001 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins 2. Önnur mál, löglega upp borin Tillögur frá félagsaðilum sem, bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 12. mars 2001. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. ÞEGAR rætt er um að rækta eigi 750 fer- kílómetra, af barrnytja- skógi, þá eru menn að slíta hlutina úr sam- hengi. Framkvæmdir þessar eru í tengslum við s.k. landshlutabund- in skógræktarverkefni. Þau byggja á þeirri hugmynd að bændur sjálfir sjái um skóg- ræktina og njóti ágóða hennar. Meðal stærð skógar- reits sem ræktaður verður á vegum bænda verður ca. 60 – 70 ha. skv. bráðabirgðamati mínu. Þetta þýðir að ekki er verið að rækta samfellda skóga á hundruðum eða þúsundum hektara lands heldur er þarna um að ræða marga smærri reiti. Fortíð og nútíð: Í árdaga skógræktar snerist skóg- ræktarstarf um að fá trén til að lifa. Menn reyndu að finna út hvaða teg- undir lifðu hérlendis og þar fram eft- ir götunum. Þar af leiðandi urðu skógarnir oft á tíðum einhæfir barr- skógar. En með því öfluga rannsókn- arstarfi á síðustu áratugum hefur verið lagður grunnurinn að því sem verið er að gera í dag. Í dag hafa menn snúið frá útplönt- un einhæfra barrskóga sem áður þekktust og farið að einbeita sér að fjölbreytni og fjölnotagildi skógar- svæðanna. Skógurinn er fyrir alla, bæði menn og dýr. Fyrir hvert skóg- ræktarsvæði er gerð áætlun þar sem landinu er skipt upp í reiti eftir frjó- semi og legu. Þar er einnig fjallað um æskilega tegundasamsetningu, jarð- vinnslu og aðrar aðgerðir sem taldar eru nauðsynlegar vegna fram- kvæmdanna. Einnig er tekið tillit til búsvæða villtra dýra, búskapar og beitarstjórnunar, auk annarra hluta sem finnast á hverju svæði fyrir sig. Tegundasamsetning í íslenskri ný- skógrækt er í dag gjörólík þeirri samsetningu sem áður þekktist. Ávallt er gert ráð fyrir 2 – 3 teg- undum í hvern reit, þ.m.t. lauftrjám. Gerðir eru sérstakir skógarkantar sem samanstanda af tegundum eins- og birki, víði, berjarunnum og fleiru. Í framtíðinni eiga þessir skógarkant- ar eftir að verða mjög mikilvægir í fæðuöflun fugla. Einnig er töluvert um að plant- að sé hreinum birki- skógum og þeir birki- skógar sem fyrir eru styrktir með áburðar- gjöf og friðun. Breyttir búskapar- hættir og fjölbreyttari atvinnustarfsemi til sveita mun í framtíðinni leiða af sér meiri friðun lands. Í kjölfarið má vænta þess að birki- og víðikjarr vaxi miklu víð- ar en það gerir í dag. Þetta mun skapa gríð- arlega fæðuuppsprettu fyrir fugla og aðar dýrategundir, á svæðum sem þykja ekkert of hagstæð fyrir sömu dýr í dag. Hvað mun skógrækt leiða af sér fyrir rjúpnastofninn? Sú skógrækt sem stendur fyrir dyrum mun að öll- um líkindum hafa jákvæðar afleið- ingar fyrir rjúpnastofninn. Þegar skógarsvæðin eru jafnlítil og raun ber vitni mun rjúpan, sem og aðrir fuglar, eiga þess kost að hámarks- nýta skógræktarsvæðið. Rjúpan mun þar eiga gott skjól fyrir rysjóttri tíð að vetri til, auk meira vetrarfóð- urs , þetta mun þýða aukinn fjölda rjúpna sem lifa af harða vetur og því fleiri pör sem verpa að vori. Allar lík- ur eru á að þetta muni minnka þær sveiflur sem í dag eru staðreynd hjá rjúpnastofninum en þær sveiflur sem munu eiga sér stað munu verða á hærra plani. Þ.e. lágmarksrjúpn- astofninn mun að öllum líkindum verða stærri. Framleiðni skógar er mun meiri heldur en framleiðni mó- lendis og þetta mun hafa mikil áhrif á fugla sem og önnur dýr. Sérstaklega má búast við fjölbreyttara fæðufram- boði yfir hörðustu mánuðina. Einnig mun rjúpan eiga gott skjól fyrir veiðimönnum í þéttum skóginum en það mun ekki endilega minnka heild- arveiðina því stofninn mun stækka og sveiflurnar minnka. Skógurinn mun á hinn bóginn tryggja góða ný- liðun stofnsins í hörðum árum. Með áframhaldandi sambærilegri veiði, ca. 150.000 fuglar á ári, og sam- bærilegum sumar-, vetrar- og voraf- föllum mun rjúpnastofninn haldast óbreyttur. Við getum lítið gert með sumarafföllin, en við getum styrkt stofninn með því að stuðla að öruggri fæðu yfir hörðustu vetrarmánuðina. Og þar með fá fleiri pör til að lifa fram á varptíma til fjölgunar um vor- ið. Og þá spyr sá sem ekki veit: Hvert fer rjúpan í leit að æti í hörðum vetr- um þegar jarðbönn eru? Þeir rjúpnaveiðimenn sem ég hef heyrt í að undanförnu eru almennt á þeirri skoðun að skógur sé jákvæður fyrir rjúpnastofninn. Nútíma skóg- rækt á lítið skylt við þéttan líflítinn barrskóg. Heldur er um að ræða teg- undafjölbreyttan skóg og öflugt vist- kerfi sem mun styðja við það vist- kerfi sem fyrir er. Menn verða að líta heildstætt á málið en ekki skella fram tölum án útskýringa. Vonandi er að menn beri þá gæfu til að taka höndum saman og leggja út í rann- sóknir á, ekki bara rjúpum, heldur einnig öðru fuglalífi í íslenskri skóg- rækt. Skógrækt og rjúpur Ólafur Erling Ólafsson Umhverfi Aukinn fjöldi rjúpna mun lifa af harða vetur, segir Ólafur Erling Ólafsson, og því fleiri pör verpa að vori. Höfundur er skógræktarráðunautur Vesturlands og Vestfjarða og áhugamaður um fuglaveiðar. STJÓRN Fram- sóknarfélags Reykja- víkur hefur ákveðið að kanna viðhorf félags- manna til framboðs- mála í væntanlegum borgarstjórnarkosn- ingum, og er það vel. Eins og kunnugt er hefur flokkurinn átt aðild að Reykjavíkur- listanum, R-lista, frá árinu 1994 og á þar tvo borgarfulltrúa. Á könnunarblaði til félagsmanna eru þeir beðnir að gefa upp af- stöðu sína til tveggja kosta; að Framsókn- arflokkurinn haldi áfram að starfa með R-listanum, eða hann bjóði fram undir eigin nafni með lista- bókstafnum B. Fróðleg úrslit Þótt ekki sé hér um bindandi kosningu að ræða verður fróðlegt að sjá hver úrslitin verða svo og hversu almenn þátttaka verður í könnuninni. Ástæða er þó til að óttast að úrelt og afturhaldssöm vinstrisinnuð viðhorf, ásamt lélegri þátttöku, verði ofan á eins og því miður baklandið virðist orðið innan félagsins í Reykjavík. Ljóst er að þátttaka Framsóknar- flokksins, miðjuaflsins í íslenskum stjórnmál- um, í hræðslu- banda- lagi vinstrimanna, R- listanum, hefur stór- skaðað bæði ímynd flokksins og fylgi og ekki hvað síst allt flokksstarf í Reykja- vík. Það er með ólík- indum að flokkur sem hefur verið að reyna að markaðssetja sig sem miðjuaflið í ís- lenskum stjórnmálum, skuli láta sig nánast hverfa í langfjölmenn- asta sveitarfélagi landsins og það undir pilsfaldi vinstrimanna, Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur. Fylgi flokksins minnkar því hratt í Reykjavík skv. öllum skoðanakönnunum, þrátt fyrir mikla fólksflutninga (þ.á m margra framsóknarmanna væntan- lega) af landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins. Mikilvæg tímamót Niðurstaða þessarar viðhorfs- könnunar framsóknarmanna í Reykjavík getur því þýtt mikilvæg tímamót fyrir flokkinn. Þá er flokksþing framsóknarmanna 16.– 18. mars nk. einnig þýðingarmikið tímamótaþing þar sem virkilega gæti reynt á ímynd flokksins sem þjóðlegs stjórnmálaafls. Þar skipt- ir mestu að flokkurinn móti skýra stefnu í Evrópumálum og hafni al- farið öllum kratahugmyndum um aðild Íslands að Evrópusamband- inu. Gangi það eftir og ákveði framsóknarmenn að bjóða fram í eigin nafni í Reykjavík við næstu borgarstjórnarkosningar, ætti framtíð Framsóknarflokksins að vera björt í íslenskum stjórnmál- um. Viðhorfskönn- un framsóknar- manna Guðmundur Jónas Kristjánsson Höfundur er bókhaldari. Framboðsmál Þátttaka Framsókn- arflokksins í hræðslu- bandalagi vinstrimanna, R-listanum, segir Guð- mundur Jónas Krist- jánsson, hefur stór- skaðað bæði ímynd flokksins og fylgi. Yfirhafnir Neðst á Skólavörðustíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.