Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 56
MINNINGAR
56 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Stefán ÞengillJónsson fæddist
á Öndólfsstöðum í
Suður-Þingeyjar-
sýslu 26. apríl 1929.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík
laugardaginn 10.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jón Stefánsson, f.
8.4. 1900, d. 1989,
og Þórveig Kristín
Árnadóttir, f. 5.9.
1908, d. 23.6. 1935.
Alsystkini Stefáns
Þengils eru Ingi-
gerður Kristín Jónsdóttir, Stein-
gerður Sólveig Jónsdóttir, Árni
Guðmundur Jónsson og hálfsyst-
ir hans er Hólmfríður Valgerð-
ur Jónsdóttir.
Stefán Þengill kvæntist Ást-
hildi Sigurðardóttur 20.9. 1958.
Hún er dóttir Sigurðar Jóns-
sonar verslunarmanns í Reykja-
vík og Vilborgar Karelsdóttur
húsmóður. Börn Stefáns Þengils
og Ásthildar eru: 1) Valgerður,
f. 4.5. 1959, sjúkraliði og nudd-
ari á Akureyri. Maður hennar
er Ottó Eiríksson bygginga-
meistari. 2) Stefán Þorri, f. 6.4.
1967, framreiðslumaður í
Reykjavík. Kona hans er Arndís
Aradóttir. Stefán Þengill og
Ásthildur Sigurðardóttir skildu.
Stefán Þengill
lauk sveinsprófi í
múrverki árið 1954
og meistaraprófi
árið 1958. Hann
stundaði nám við
Tónlistarskólann í
Reykjavík 1954–
1959, Kennaraskóla
Íslands 1956–1957
og lauk söngkenn-
araprófi árið 1957.
Veturinn 1964–
1965 stundaði hann
framhaldsnám við
Guildhall School of
Music and Drama í
London. Stefán stundaði bústörf
til ársins 1954, byggði m.a. ný-
býlið Öndólfsstaði II ásamt Árna
Guðmundi bróður sínum. Á ár-
unum 1957–1991 var hann tón-
menntakennari í Reykjavík,
fyrsta veturinn við Laugarnes-
skóla en upp frá því við Lang-
holtsskóla og jafnframt við
Barnamúsíkskólann veturinn
1963–1964. Auk þess starfaði
Stefán Þengill töluvert við múr-
verk, einkum á sumrin.
Minningarathöfn um Stefán
Þengil fer fram í Langholts-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30, en hann verður
jarðsunginn frá Einarsstaða-
kirkju í Reykjadal í Suður-Þing-
eyjarsýslu.
Elsku bróðir. Ég vil minnast þín
með nokkrum orðum. Það er sárt að
eiga ekki oftar eftir að heyra hressi-
lega rödd í símanum: „Komdu nú
sæl. Hvað er títt, systir góð?“ Líka
sárt að geta ekki tekið upp tólið og
hringt í þig, þegar mig langar til og
hef þörf fyrir.
Margs er að minnast frá liðnum
dögum. Öll bréfin þín, frá náms-
manni í útlöndum og frá söngkenn-
aranum í Reykjavík. Ég man gleðina,
þegar þú skrifaðir mér og sagðir, að
ef ég yrði nú dugleg að hjálpa Árna
bróður okkar við sauðburðinn, skyld-
ir þú senda mér eitthvað fallegt. Ég
fékk kjólefni og fleira, en um dugn-
aðinn skulum við ekkert ræða frekar.
Allur söngurinn heima á Öndólfs-
stöðum rifjast upp: Kórsöngur, ein-
söngur, glúntar og fleira, kóræfingar
hjá Páli H., einsöngvararnir, Siggi
„líttá“, þú og fleiri. Tónleikar í
Þróttó, þar sem litla hálfsystirin gat
ekki setið kyrr og hljóp í miðjum klíð-
um upp á senu og í fang stóra bróður
að loknu laginu um Ísis og Ósíris.
Eða þegar þú og einn frændi okkar
voruð að spila á harmonikkur niðri í
vesturherbergi. Lítil stelpa laumað-
ist inn með plastgítar og vildi spila
með á leikfangið sitt. Þið voruð ekki
ýkja hrifnir, en samt fékk ég að vera
með í hljómsveitinni. Ég gleymi því
heldur aldrei, þegar þið bræðurnir
sunguð glúnta uppi á loftinu í norður-
húsi fyrir mömmu mína á áttræðisaf-
mæli hennar.
Ég er þakklát fyrir allar heim-
sóknirnar þínar norður til okkar
Torfa og alla góðvildina til mín og
minna. Börnin muna orgel- og harm-
onikkuspil Stebba frænda, glens
hans og gaman, ökuferðir í hvítum
Landróver, sólböð í garðinum með
bardaga um garðslönguna, sendi-
ferðir eftir Thuleöli í Hrísalund og
raddæfingarokur með tilþrifum í
tíma og ótíma. Við munum Stebba
frænda á sundskýlu við að slá Önd-
ólfsstaðahólinn með orfi og ljá, og að
stinga sér til sunds í stífluhylinn í
Reykjadalsá, Stebba júdókappa að
jafnhatta steðjann úr smiðjunni,
Stebba bróður í Reykjavík. Sérstak-
lega þakka ég móttökurnar í höfuð-
borgarferðum okkar hjónanna í
gegnum tíðina og hjálpsemina við
okkur í veikindum í fjölskyldunni
fyrir nokkrum árum, ekki síst alla
keyrsluna í Trabant, fram og til baka.
Þótt við mæðgur værum ekki ýkja
hrifnar af Trabba, komst þú okkur
ætíð á áfangastað í tæka tíð.
Óvænt hvarfst þú til áfangastaðar,
annars heims. Ég sakna þín, bróðir.
Þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Rósu
vinkonu þinni eru þakkir færðar fyrir
alúð, umhyggju og ómetanlega hjálp-
semi á erfiðum tímum. Elsku Val-
gerður, Þorri og fjölskyldur, guð veri
með ykkur.
Far þú í friði, bróðir, friður guðs
þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín systir,
Hólmfríður Jónsdóttir.
Stefán móðurbróðir minn eða
Stebbi frændi er dáinn. Það er skrítið
að átta sig á því og enn sorglegra að
fá ekki að heyra röddina hans í síma-
num eða í heimsóknum sönglandi
Dagnýju eða Dalakofann. Ég man
aldrei eftir honum öðruvísi en raul-
andi eða hummandi lög sem eru okk-
ur öllum svo kær. Hann hringdi
reglulega í mig og síðast fyrir rúmri
viku. Við áttum gott og hlýlegt sam-
tal og þar rifjaði hann upp ferð sem
við fórum í saman þegar ég var lítil.
Við fórum á rúntinn í Reykjadal og
komum við í Einarsstaðaskála. Þar
keypti hann handa mér appelsín í
flösku og síðan keyrðum við heim í
Öndólfsstaði. Eftir þessa ferð sagðist
hann hafa farið að kalla mig rauð-
hettu, kannski ekki skrítið þar sem
ég var lítil skotta með eldrautt hár.
Enn í dag er þessi litla ferð okkar
ólýsanlegt ævintýri í augum litlu
skottunnar. Stebbi á margar þakkir í
hjarta mér fyrir allar góðu og
skemmtilegu stundirnar á Akureyri
og alltaf þegar við hittumst. Þær
gleymast aldrei.
Ég á erfitt með að kveðja þig en
það síðasta sem ég sagði við þig var
að þú værir og yrðir alltaf uppáhalds-
frændi minn. Ég stend við það og
kveð þig með söknuði.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar dóm
sem ævina telur í dögum
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu gengin á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Elsku Valgerður, Þorri, Rósa og
fjöl-skyldur, Guð vaki yfir ykkur og
verndi.
Védís Elfa Torfadóttir.
Stefán Þengill. Í minningunni er
hann ævintýramaður sem birtist fyr-
irvaralaust, renndi um hásumar í
hlað heima á Öndólfsstöðum og lífið í
sveitinni hans gömlu fékk á sig annan
blæ. Reykjadalur á sjötta áratug lið-
innar aldar. Stefán Þengill, heims-
maðurinn, kominn alla leið sunnan úr
Reykjavík til að anda að sér sumrinu
fyrir norðan. Með tónlistina í fartesk-
inu, draumana og ævintýraþrána í
brjóstinu. Settist við píanóið í stof-
unni og spilaði, lét okkur krakkana
syngja fyrir sig. Hló og gantaðist.
Hafði farið til útlanda, séð blámenn
og villidýr, gat brugðið fyrir sig út-
lensku. Fannst jafn leiðinlegt og okk-
ur krökkunum að puða í heyskapnum
frá morgni til kvölds. Fór með allan
skarann í sund á Laugum, kaffærði
okkur strákana, keypti handa okkur
sælgæti á eftir og lét okkur hlæja
einsog vitleysinga. Þegar heim var
komið sentist hann svo kannski upp í
fjós til að bragða á síldarmjölinu í
fóðurgeymslunni og fá sér nokkra
gúlsopa af spenvolgri mjólk. Naut
ómældrar aðdáunar níu ára pjakks
sem átti erfitt með að renna síldar-
mjölinu niður. Það fylgdi honum sí-
fellt glens og gaman. Augun full af
gáska. Fettur og brettur framan í
smákrakkana til að láta þau hlæja
eða gráta. Stríðnari en andskotinn,
en ekki hægt að erfa það við hann.
Jafnvel þegar hann tók sig til og
snoðklippti mig einn daginn fannst
mér það alveg frábært, þótt foreldr-
um mínum stæði hreint ekki á sama.
Þetta voru sólrík sumur og mikið
um gestakomur. Stefán Þengill og
fjölskylda, fastir liðir einsog venju-
lega, í græna herberginu sem lengi
vel var kallað Stebbaherbergi.
Stundum komu svo gestir til þeirra
og síðan fólk til að hitta gestina. Það
voru eiginlega gestir út um allt, börn
og fullorðnir, tjaldað í túninu. Líf og
fjör þegar nálgaðist töðugjöld. Við
vissum að hann drakk stundum
brennivín. Þá varð hann glaðværari
en endranær, hrekkjóttari og ærsla-
fyllri. Auðvitað! Þannig áttu ævin-
týramenn að vera. Hann gerði líka
óspart grín að því sem var hvers-
dagslegt og venjubundið. Og ósjálf-
rátt fékk maður hugboð um að heim-
urinn sem var handan við heiðar og
vötn væri fullur af furðum og ævin-
týrum. Ekkert var lengur með kyrr-
um kjörum.
Stefán Þengill, svartskeggjaður
garpur sem stundaði líkamsrækt,
átti forláta boxhanska og æfinga-
gorma til að þenja vöðvana. Bauð
stráklingi í krók og krumlu og kunni
víst ekki að hræðast neitt. Mikilfeng-
leg röddin sem hefði átt að sigra
heiminn fyllti húsið, hláturinn ógur-
legi magnaði stemmninguna og í
raun atgervið allt. Var hann ekki
sannur víkingur að upplagi? Hetja á
borð við Egil sterka eða Gunnar á
Hlíðarenda? Eitt sumarið var með
honum í för Japanssigldur júdókappi
sem skrifaði nafnið sitt með táknum
á hálfa síðu í gestabókinni. Þeir
sýndu okkur framandi fangbrögð á
grænum blettinum sunnan við hús.
Minningar um ferðir í Dimmu-
borgir, Grjótagjá, Námaskarð, Ás-
byrgi, Laxárdal og einu sinni í
Möðrudal. Við hlustuðum á fjörgaml-
an bóndann söngla hástöfum og spila
undarlega, öfugsnúna tónsmíð á org-
elið í kirkjunni. Og veiðiferðir á Más-
vatn heyrðu líka sumrinu til.
Svo liðu tímar, krakkar uxu úr
grasi, fóru burt og út í heim. Sumir í
ævintýraleit. Ekki laust við að ein-
hverjum dytti meira að segja í hug að
feta í spor frændans sem hafði eitt
sinn stefnt að ódauðleika. Einboðið
að halda á vit ævintýranna. Þannig er
lífið. Hetjur æskuáranna halda velli
þrátt fyrir allt.
Ævintýramaðurinn hætti ekki að
vera ævintýramaður þótt tímarnir
breyttust og mennirnir sumir hverj-
ir. Og þótt lífið væri ekki alltaf jafn
leiftrandi af galsa og stráksskap brá
glettninni í augunum fyrir oftar en
ekki. Meira fyrir tilviljun að við hitt-
umst. Löngu seinna eitt samtal í
trúnaði um listina að lifa. Og enn liðu
ár. Í seinni tíð nokkur óvænt og
stundum einkennileg símtöl, flest
svolítið endaslepp, en þó tími fyrir
hlý orð sem skiptu máli.
Myndbirting hugans. Stefán
Þengill, glaðbeittur einsog forðum
daga, á leið út úr hrollköldum vetri,
heim í norðlenska sumarið. Ævintýr-
ið á enda. Það heyrist hlátur í
fjarska, hljómmikil syngjandi rödd
og síðan hetjuleg þögn.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Stefán Þengill Jónsson, söngkenn-
ari og múrarameistari, var fjölhæfur
maður. Hann var íþróttaáhugamað-
ur, góður á skíðum og áður fyrr í fim-
leikum, en best þekkti ég hann í júdó
sem við æfðum saman í mörg ár.
Stefán var einn af stofnendum Júdó-
félags Reykjavíkur sem er eitt öfl-
ugasta júdófélag hér á landi. Stefán
æfði einnig júdó í Budokwai meðan
hann var við tónlistarnám í London.
Skömmu eftir 1970 bauðst Júdófélagi
Reykjavíkur að senda lið til keppni í
Tékkóslóvakíu. Stefán var valinn í
liðið, þá kominn á fimmtugsaldur, og
stóð sig vel þar. Mest þótti honum
samt um að fá tækifæri til að dýfa
hendi í Moldá sem eitt fegursta tón-
verk Smetana heitir eftir. Svona
þótti honum vænt um tónlistina.
Stefán var maður mikillar skap-
gerðar, fastur fyrir ef því var að
skipta, en glettinn og næmur á gam-
ansemi. Hann var vandlátur á tónlist,
einkum söng, þótti illt ef flutningur
var óvandaður.
Við Stefán vorum kunningjar í
áratugi og aldrei féllu hnjóðsyrði
milli okkar. Hann hafði gaman af að
ræða um söng, íþróttir, þjóðlegan
fróðleik og vel kveðnar vísur enda
hagmæltur sjálfur.
Ég hef varla kynnst greiðviknari
manni, kom það einkum fram gagn-
vart þeim sem áttu við veikindi að
stríða eða höfðu lent í öðrum erfið-
leikum.
Ég hef nefnt hér fátt eitt sem mér
kom fyrir sjónir í fari Stefáns Þeng-
ils. Hann er mér mjög minnisstæður
persónuleiki og kveð ég hann með
hans eigin kveðju, þegar hann að
loknu erindi stóð hvatlega á fætur og
gekk til dyra: Vertu blessaður.
Sigurður H. Jóhannsson.
Það er flestum eða öllum áfall að
frétta fráfall vinar eða ættingja en
sjaldan hefur mér brugðið jafnmikið
og þegar mér voru sögð þau tíðindi á
liðnum sunnudagsmorgni að Stefán
Þengill Jónsson væri dáinn. Við hitt-
umst aðeins tveimur dögum fyrr og
þá bar hann það ekki með sér að
hann væri á förum. Við kvöddumst
að venju með handabandi og báðum
hvor öðrum heilla. Það eru líklegast
bara sögusagnir að feigðin sjáist á
fólki. Mig langar að kveðja Stefán
Þengil vin minn með fáeinum línum.
Leiðir okkar lágu saman þegar ég
byrjaði að kenna við Langholtsskóla í
Reykjavík haustið 1975. Hann var þá
orðinn 46 ára og hafði lengi kennt
tónmennt við skólann, einn af mörgu
ágætisfólki sem þar starfaði. Þótt
aldursmunur væri töluverður kynnt-
umst við vel og urðum vinir. Eftir að
við hættum kennslu héldum við
sambandi en daglegum samskiptum
okkar lauk þó þegar Langholtsárin
voru að baki.
Stefán Þengill fékk snemma áhuga
á tónlist og var byrjaður að kveða
rímur við raust í átthögunum fyrir
norðan innan við tvítugt. Þar var
hann um árabil formaður Ung-
mennafélagsins Eflingar í Suður-
Þingeyjarsýslu. Félagsmenn settu
upp leiksýningar, plöntuðu trjám,
lásu upp kvæði og héldu söng-
skemmtanir, svo fátt eitt sé nefnt af
því sem gert var. Þá kom fyrir að for-
maðurinn ungi setti sig í stellingar og
færi með kveðskap. Æfingin skapar
meistarann eru alþekkt sannindi og
að fáum árum liðnum var Stefán orð-
inn góður söngmaður og enn betri við
að kveða rímur, enda röddin mikil og
karlmannleg. Á námsárunum í höf-
uðborginni, þar sem hann lærði bæði
tónmennt og múrverk á sjötta ára-
tugnum, var hann um skeið formaður
Nemendafélags Tónlistarskólans í
Reykjavík og árið 1961 stofnaði hann
Liljukórinn ásamt Guðjóni Böðvari
Jónssyni og var formaður kórsins
fyrstu átta árin. Í kjölfarið tók hann
þátt í uppfærslu og flutningi á óp-
erunum Gerviblóminu, Amal og næt-
urgestunum og seinna Þrymskviðu
þegar hún var sett á svið. Einnig fór
hann í mörg söngferðalög með ýms-
um kórum til Bandaríkjanna, Bret-
lands, Norðurlandanna og fleiri
landa. Líklegast var honum ferð til
Rússlands á áttunda áratugnum eft-
irminnilegust og kærust. Þá var
hann beðinn að fara með Karlakór
Reykjavíkur þangað og kveða rímur.
Ferðaðist hann með kórnum um
landið og kom víða fram. Stefán var
lítið fyrir að segja af sér frægðarsög-
ur en í þau fáu skipti sem mér tókst
að fá hann til að rifja upp gamla tíma
varð léttara yfir honum þegar hann
sagði frá þessari för og greinilega
mátti á honum finna að þá hafði hon-
um liðið vel. Ég þykist vita að Stefán
hefði vel getað hugsað sér að hafa lifi-
brauð af söng og kórstarfsemi en
hann var menntaður tónmennta-
kennari, við tónmenntakennslu
barna hlaut hann að starfa. Það kaus
hann fremur en múrverkið þótt þar
væri hann líka góður fagmaður.
Reyndar starfaði hann alla tíð við
múrverk meðfram kennslu, einkum
við smærri og fínni verk; nostraði við
baðherbergi, flísalagði og endur-
bætti eitt og annað fyrir fólk. Þá átti
hann það til að kveða af krafti svo
undir tók í litlum herbergjum, þegja í
góðan tíma en þenja svo raddböndin
á ný. Þetta heyrði ég oft, bæði þegar
hann vann fyrir mig og í skólanum,
og þannig man ég Stefán Þengil best,
vil sjá mynd hans fyrir mér á þann
hátt nú eftir að hann er allur.
Stefán unni fleiri listum en söng-
listinni. Hann átti bækur sem hann
las, ekki hratt heldur hægt til að
muna. Sérstaklega hafði hann gaman
af að lesa ljóð og eins og margir af
hans kynslóð kunni hann fjölmörg
ljóð og kvæði utan að sem hann fór
stundum með, ekki síst ef hann var
glaður og reifur. Hann hringdi oft í
mig, spurði hvort ég vissi hver hefði
ort þetta eða hitt, hver væri höfund-
ur þessa eða hins ljóðsins.
Stefán starfaði töluvert að íþrótta-
málum. Hann byrjaði að æfa júdó
þegar hann var í London veturinn
1964–1965 og hélt því áfram hér
heima með Júdófélagi Reykjavíkur.
Keppti hann í greininni og fór m.a. í
keppnisför til Prag í Tékkóslóvakíu
árið 1973 með félagi sínu.
Sjaldgæft er að líf fólks sé eilíf
sæla og hamingja. Miklu fremur
skiptast á skin og skúrir. Þannig var
það hjá Stefáni Þengli. Hann varð
fyrir áföllum í lífinu sem settu á hann
mark. Hann stóð samt beinn eftir
sem áður og hélt sínu striki. Hann
var næmur, velviljaður og gæddur
mannkostum en stundum hrjúfur hið
ytra og því misskilinn af sumum. Þeir
sem þekktu hann að einhverju marki
vissu hins vegar hvað bjó með honum
hið innra. Það er sú jákvæða mynd
Stefáns Þengils Jónssonar sem lifir.
Blessuð sé minning hans.
Ég sendi kveðjur til barna Stefáns,
Valgerðar og Stefáns Þorra, og fjöl-
skyldna þeirra, og til Rósu Jónídu
Benediktsdóttur sem var vinkona
Stefáns Þengils í mörg ár.
Friðrik G. Olgeirsson.
Kveðja frá Júdófélagi
Reykjavíkur
Stefán Þengill Jónsson var einn af
stofnendum Júdófélags Reykjavíkur.
Hann æfði hjá félaginu meðan hann
hafði heilsu til og var ágætur júdó-
maður.
Allt frá stofnun félagsins tók hann
þátt í félagsstarfinu og jafnan bar
hann hag félagsins fyrir brjósti. Síð-
ustu tvö árin var hann í hópi þeirra
sem unnið hafa að sérstöku átaki til
að efla starf Júdófélagsins og koma
upp góðu húsnæði til æfinga.
Stefán Þengill hafði sterkan og eft-
irminnilegan persónuleika. Hann var
einarður maður, hraustmenni til lík-
ama og sálar, bar jafnan með sér
hressilegan andblæ og var hrókur
alls fagnaðar á góðum stundum.
Hans er nú sárt saknað í félagahópn-
um. Fyrir hönd J.R. þakka ég honum
störfin og samveruna og sendi ást-
vinum hans innilegar samúðarkveðj-
ur.
Magnús Ólafsson,
formaður J.R.
STEFÁN
ÞENGILL JÓNSSON
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er
æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII-skráa, öðru nafni
DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auð-
veld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang
þess (minning@mbl.is) —.