Morgunblaðið - 16.03.2001, Síða 61
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 61
M. BENZ ML 270 CDI
sk. 02/00, ek.22 þús km, ABS, s.sk,
hraðastillir, geisli, álfelgur og fl.
Ásett verð kr. 3.990,000
Til sölu og sýnis hjá Bílahöllinni,
Bíldshöfða 5, sími 567 4949.
alla virka daga kl. 13-17. Allar upplýsingar og minning-
arkort félaga S: 551-7744.
SJÚKRAHÚS heimsóknartímar
SKJÓL HJÚKRUNARHEIMILI. Frjáls alla daga.
LANDSPÍTALINN – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS
FOSSVOGUR: Alla daga kl. 15–16 og 19–20 og e. samkl. Á
öldrunarlækningadeild er frjáls heimsóknartími e.
samkl. Heimsóknartími barnadeildar er frá 15–16 og
frjáls viðvera foreldra allan sólarhringinn. Heimsókn-
artími á geðdeild er frjáls.
GRENSÁSDEILD: Mánud.–föstud. kl. 16–19.30, laugard.
og sunnud. kl. 14–19.30 og e. samkl.
LANDAKOT: Á öldrunarsviði er frjáls heimsóknartími.
Móttökudeild öldrunarsviðs, ráðgjöf og tímapantanir í s.
525 1914.
ARNARHOLT, Kjalarnesi: Frjáls heimsóknartími.
HRINGBRAUT: Kl. 18.30–20.
BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD, Dalbraut 12: Eftir
samkomulagi við deildarstjóra.
BARNASPÍTALI HRINGSINS: Kl. 15–16 eða e. samkl.
GEÐDEILD LANDSPÍTALANS KLEPPI: Eftir sam-
komulagi við deildarstjóra.
GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Vífilsstöðum: Eftir sam-
komulagi við deildarstjóra.
KVENNADEILD, KVENLÆKNINGAD. Kl. 18.30–20.
SÆNGURKVENNADEILD: Kl. 14–21 (feður, systkini,
ömmur og afar).
VÍFILSSTAÐASPÍTALI: Kl. 18.30–20.
SUNNUHLÍÐ hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknar-
tími kl. 14–20 og eftir samkomulagi.
ST. JÓSEFSSPÍTALI HAFN.: Alla d. kl. 15–16 og 19–19.30.
SJÚKRAHÚS SUÐURNESJA, KEFLAVÍK: Heimsóknar-
tími a.d. kl. 15–16 og kl. 18.30–19.30. Á stórhátíðum kl.
14–21. Símanr. sjúkrahússins og Heilsugæslustöðvar
Suðurnesja er 422 0500.
SJÚKRAHÚS AKRANESS: Heimsóknartímar eru frá kl.
15.30–16 og 19–19.30.
AKUREYRI – SJÚKRAHÚSIÐ: Heimsóknartími alla daga
kl. 15.30–16 og 19–20. Á barnadeild og hjúkrunardeild
aldraðra Sel 1: kl. 14–19. Slysavarðstofusími frá kl. 22–8,
s. 462 2209.
BILANAVAKT
VAKTÞJÓNUSTA. Vegna bilana á veitukerfum Orkuveitu
Reykjavíkur (vatns-, hita- og rafmagnsveitu) sími
585 6230 allan sólarhringinn. Kópavogur: Vegna bilana á
vatnsveitu s. 892 8215. Rafveita Hafnarfjarðar bilana-
vakt 565 2936
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA: Sími 5 800 430
tekur við tilkynningum um bilanir
og liðsinnir utan skrifstofutíma.
SÖFN
ÁRBÆJARSAFN: Safnhús Árbæjar eru lokuð frá 1. sept-
ember en boðið er upp á leiðsögn fyrir ferðafólk á mánu-
dögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 13. Einnig er
tekið á móti skólanemum og hópum sem panta leiðsögn.
Skrifstofa safnsins er opin frá kl. 8–16 alla virka daga.
Nánari upplýsingar í s. 577 1111.
BORGARBÓKASAFN, aðalsafn, Tryggvagötu 15: Sími:
563 1717, fax: 563 1705. Opið mánud–fimmtud. kl. 10–20.
Föstud. kl. 11–19. Laug. og sun kl. 13–17.
BORGARBÓKASAFNIÐ í Gerðubergi, Gerðubergi 3–5:
Sími: 557 9122, fax: 575 7701. Mánud.–fimmtud. kl. 10–
20, föstud. kl. 11–19. Sept.–maí er einnig opið laugard. og
sunnud. kl. 13–16.
BÚSTAÐASAFN v/Bústaðaveg: Sími: 553 6270, fax: 553
9863. Mánud.–fimmtud. kl. 10–20, föstud. kl. 11–19.
Sept.–maí er einnig opið laugard. kl. 13–16.
BÓKABÍLAR:Bækistöð í Bústaðasafni, sími: 553
6270.Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Bókabílar
ganga ekki í tvo mánuði að sumrinu og er það auglýst
sérstaklega.
FOLDASAFN v/Fjörgyn:Sími: 567 5320, fax: 567 5356. Má-
nud.–fimmtud. kl. 10–20, föstud. kl. 11–19. Sept.–maí er
einnig opið laugard. og sunnud. kl. 13–16.
SELJASAFN, Hólmaseli 4–6: Sími: 587 3320. Mánud. kl.
11–19, þriðjud.–föstud. kl. 11–17. Sumarafgreiðslutími
auglýstur sérstaklega.
SÓLHEIMASAFN, Sólheimum 27: Sími: 553 6814. Mánud.–
fimmtud. kl. 10–19, föstud. kl. 11–19. Sept.–maí er einnig
opið laugard. kl. 13–16.
BÓKASAFN DAGSBRÚNAR: Skipholti 50D. Safnið verð-
ur lokað fyrst um sinn vegna breytinga.
BÓKASAFN KEFLAVÍKUR: Opið mán.–fös. 10–20. Opið
lau. 10–16 yfir vetrarmánuði.
BÓKASAFN KÓPAVOGS, Fannborg 3–5: Mán.–fim. kl.
10–21, fös. kl. 10–17, lau. (1. okt.–30. apríl) kl. 13–17. Les-
stofan opin frá (1. sept.–15. maí) mán.–fim. kl. 13–19, fös.
kl. 13–17, lau. (1. okt.–15. maí) kl. 13–17.
BÓKASAFN SAMTAKANNA ’78, Laugavegi 3: Opið
mán.–fim. kl. 20–23.
BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR, Tryggvagötu
15: Opið mán. til fös kl. 9–12 og kl. 13–16. S. 563 1770.
BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu á Eyrarbakka: Op-
ið alla daga frá kl. 10–18 til ágústloka. S: 483 1504.
BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR: Sívertsen-hús,
Vesturgötu 6, 1. júní–30. ág. er opið alla daga frá kl. 13–
17, s: 555 4700. Smiðjan, Strandgötu 60, 16. júní–30. sept.
er opið alla daga frá kl. 13–17, s: 565 5420, bréfs.
565 5438. Siggubær, Kirkjuvegi 10, 1. júní–30. ág. er opið
lau.–sun.. kl. 13–17. Skrifstofur safnsins verða opnar alla
virka daga kl. 9–17.
BYGGÐASAFNIÐ Í GÖRÐUM, AKRANESI: Opið kl.
13.30–16.30 virka daga. S. 431 11255.
FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöðinni
v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá kl.
13–17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam-
komulagi.
FRÆÐASETRIÐ Í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði,
s. 423 7551, bréfs. 423 7809. Opið alla daga kl. 13–17 og
eftir samkomulagi.
GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar
frá kl. 9–19.
GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, Reykjavík. Opið þri.
og mið. kl. 15–19, fim., fös. og lau. kl. 15–18. S. 551 6061.
Fax: 552 7570.
HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar
opin alla daga nema þri. frá kl. 11–17.
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN:
Opið mán.–fim. kl. 8.15–22. Fös. kl. 8.15–19 og lau. 9–17.
Sun. kl. 11–17. Þjóðdeild lokuð á sun. og handritadeild er
lokuð á lau. og sun. S: 525 5600, bréfs: 525 5615.
LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi:
Opið eftir samkomulagi. S. 482 2703.
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Safnið er opið lau. og
sun. frá kl. 14–17. Lokað í desember og janúar.
LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán.
Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla
virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13–16.
Aðgangur er ókeypis á mið. Uppl. um dagskrá á internet-
inu: http//www.natgall.is
LISTASAFN REYKJAVÍKUR
THE REYKJAVÍK ART MUSEUM
Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105
ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191
Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn-
@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið fimmtu-
daga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 –
101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Netfang/
E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn@reykja-
vik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstudaga–mið-
vikudaga 11–18 Fimmtudaga 11–19
Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105
Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: lista-
safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí–
september kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16
alla daga
LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið dag-
lega kl. 12–17 nema mán.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið
laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Upplýsingar í s.
553 2906.
LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla
mið. kl. 12-18.
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús,
Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax:
563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán._föst.
kl. 10-16.
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið
er lokað yfir vetrarmánuðina, en hópar geta fengið að
skoða safnið eftir samkomulagi.
MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að-
alstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið frá 16.9.–31.5. á
sun. milli kl. 14–16. Einnig eftir samkomulagi fyrir hópa.
Skrifstofur opnar virka daga kl. 8–16.
MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum
1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til
1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við
gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara.
Safnbúð með minjagripum og handverksmunum. Kaffi,
kandís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust@eld-
horn.is.
MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/
Elliðaár. Opið á sun. kl. 15–17 og eftir samkomulagi. S.
567 9009.
MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá
kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253.
IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá
1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550
og 897 0206.
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum
tíma eftir samkomulagi.
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12.
Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116
eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16.
NESSTOFUSAFN. Yfir vetrartímann er safnið opið sam-
kvæmt samkomulagi.
NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17.
Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán.
Kaffistofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17.
Skrifstofan opin mán.–föst. kl. 9–16, lokað 20.–24.4. Sími
551–7030, bréfas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is
– heimasíða: hhtp://www.nordice.is.
PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafn-
arfirði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321.
RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til
ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s.
551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16.
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er
opið lau. og sun. frá kl. 13–17 og eftir samkomulagi. Sími
sýningar 565 4242. Skrifstofa Lyngási 7, Garðabæ, sími
530 2200. Fax: 530 2201. Netfang: aog@natmus.is.
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS-
SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S.
581 4677.
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl.
Uppl. í s: 483 1165, 483 1443.
SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18.
S. 435 1490.
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður-
götu. Handritasýning er opin þri. til fös. kl. 14–16 til 15.
maí.
STEINARÍKI ÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl.
13–18 nema mán. S. 431 5566.
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu
lokaðar vegna endurbóta á húsnæði.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning-
ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga
frá kl. 11–17. Sími 545 1400.
AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10–
19. Lau. 10–15.
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14–
18. Lokað mán.
NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní –
1. sept. Uppl. í s. 462 3555.
NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum-
ar frá kl. 11–17.
ORÐ DAGSINS
Reykjavík s. 551 0000.
Akureyri s. 462 1840.
SUNDSTAÐIR
SUNDSTAÐIR Í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl.
6.30–21.30, helg. kl. 8–19. Opið í bað og heita potta alla
daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30–21.30, helg. 8–
19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50–21.30, helg. 8–19.
Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50–22, helg. kl. 8–20.
Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50–22.30, helg. kl. 8–
20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50–22.30, helg. kl. 8–
20.30. Kjalarneslaug opin mán. og fim. kl. 11–15. Þri.,
mið. og fös. kl. 17–21.
SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 6.30–22, um
helgar 8–19 (apríl-sept.), kl. 8-18 (okt.-mars).
GARÐABÆR: Sundlaugin opin mán.–fös. 7–20.30. Lau. og
sun. 8–17. Sölu hætt hálftíma fyrir lokun.
HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mán.–fös. 7–21,
lau. 8–18, sun. 8–17. Sundhöll Hafnarfjarðar: Mán.–fös.
6.30–21, laug. og sun. 8–12.
VARMÁRLAUG Í MOSFELLSBÆ: Opið v. d. kl. 6.30–7.45
og kl. 16–21. Um helgar kl. 9–18.
SUNDLAUGIN Í GRINDAVÍK: Opið alla v. d. kl. 7–21 og
kl. 11–15 um helgar. S. 426 7555.
SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45–8.30 og 14–22,
helgar 11–18.
SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mán.–fös. kl. 7–21,
lau. kl. 8–17, sun. kl. 9–16.
SUNDLAUGIN Í GARÐI: Opin mán.–fös. kl. 7–9 og 15.30–
21, lau og sun. kl. 10–17. S: 422 7300.
SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7–21, lau. og
sun. kl. 8–18. S. 461 2532.
SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mán.–fös. 7–
20.30, lau. og sun. kl. 8–17.30.
JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mán.–fös. 7–
21, lau. og sun. 9–18. S: 431 2643.
BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11–20, helgar kl. 10–21.
ÚTIVISTARSVÆÐI
HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn alla daga kl. 10–17.
Kaffihúsið opið á sama tíma. Fjölskyldugarðurinn er op-
inn sem útivistarsvæði á veturna. S. 5757 800.
SORPA:
SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.15–16.15. Móttökustöð
er opin mán.–fim. 7.30–16.15 og föst 6.30–16.15. Endur-
vinnslustöðvarnar við: Bæjarflöt, Jafnasel, Dalveg og
Blíðubakka eru opnar kl. 12.30–19.30. Endurvinnslu-
stöðvarnar við: Ánanaust, Sævarhöfða og Miðhraun eru
opnar k. 8–19.30. Helgaropnun laugardaga og sunnu-
daga kl. 10–18.30. Endurvinnslustöðin á Kjalarnesi er
opin sunnudag., miðvikud. og föstud. kl. 14.30–19.30.
Uppl.sími 520 2205.
TVEIR skólar í Rangárvallasýslu,
Hvolsskóli og Skógaskóli, hafa nú
þegið vandað innanhússgolfsett að
gjöf frá Golfsambandi Íslands og
tveimur fyrirtækjum á Hvolsvelli
þ.e. Krappa ehf. og Landsbank-
anum.
Gjöfin er liður í átaki sem Golf-
sambandið stendur fyrir til að styðja
efla unglingastarf í golfi. Allir skól-
ar á landinu sem eru með nemendur
í 8.–10. bekk munu fá innanhúss-
golfsett að gjöf en meiningin er að í
framtíðinni verði öllum skólum gef-
in slík gjöf. Gjöfin samanstendur af
14 kylfum mottum og gúmmíkúlum,
en einnig fylgir með myndband og
kennsluefni. Kennsluefnið er hugs-
að þannig að jafnvel kennara sem
ekki eru vel að sér í golfíþróttinni
geti kennt undirstöðuatriðin í golfi.
Að sögn Óskar Pálssonar hjá
Golfklúbbnum Hellu er nú hafið
mikið uppbyggingarstarf við golf-
völlinn á Strönd en 8 hreppar í sýsl-
unni koma nú að rekstri vallarins og
er gjöfin einnig liður í samkomulagi
sem gert var við þessa hreppa um að
efla þátttöku barna og unglinga í
golfi.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Frá afhendingu golfsettsins. Gjöfin er liður í átaki sem Golfsambandið
stendur fyrir til að efla unglingastarf í golfi.
Fengu að gjöf golfsett
Hvolsvelli. Morgunblaðið.
NÆSTI fundur í kvennafundaröð
Samfylkingarinnar verður laugar-
daginn 17. mars kl. 11–13 í Kaffileik-
húsinu. Fjallað verður um vændi og
fleira því tengt. Bryndís Flóvens lög-
fræðingur er gestur fundarins ásamt
fulltrúa frá Bríeti, félagi ungra fem-
ínista. Guðrún Ögmundsdóttir, al-
þingismaður stýrir umræðum.
Fundur
um vændi
Í TILEFNI af 50 ára afmæli Lions-
hreyfingarinnar á Íslandi ætlar
Lionsklúbbur Kópavogs að efna til
hagyrðingakvölds föstudagskvöldið
16. mars kl. 20 í Lionssalnum, Auð-
brekku 25, Kópavogi.
Stjórnandi verður Kristján Hreins-
son. Þátttakendur verða Ómar Ragn-
arsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson,
Samúel Örn Erlingsson, Jóhannes
Benjamínsson og fleiri. Hverjum
miða fylgja fjórir fyrripartar sem
gestir geta spreytt sig á og eru góð
verðlaun í boði fyrir bestu botnana.
Aðgöngumiðar eru seldir í Bóka-
búðinni Hamraborg og við inngang-
inn. Öllum ágóða verður varið til líkn-
armála.
Hagyrð-
ingakvöld
í Kópavogi
OPIÐ hús verður í leikskólum í
Bakkahverfi í Breiðholti laugardag-
inn 17. mars.
Opið verður í Arnarborg, Maríu-
bakka 1, kl. 10–12, Bakkaborg,
Blöndubakka 2, kl. 11–13 og Fálka-
borg, Fálkabakka 9, kl. 12–14. Allir
eru velkomnir.
Leikskólar í
Bakkahverfi
með opið hús
STOFNUN Sigurðar Nordals
gengst fyrir málþingi um viðhorf til
íslenskrar tungu laugardaginn 17.
mars í Þjóðarbókhlöðunni. Málþing-
ið hefst kl. 13.30.
Frummælendur verða Birna Arn-
björnsdóttir háskólakennari, Guðni
Kolbeinsson framhaldsskólakennari,
Hallfríður Þórarinsdóttir kennari,
Toshiki Toma, prestur innflytjenda,
Þórarinn Eldjárn rithöfundur, Þór-
unn Blöndal lektor og Þröstur
Helgason, umsjónarmaður Lesbók-
ar Morgunblaðsins.
Að loknum framsöguerindum
verða almennar umræður.
Málþing um við-
horf til íslensku
DR. HANS Sundberg, prestur í Vin-
eyard í Stokkhólmi, kynnir ásamt lof-
gjörðarleiðtoga Vineyard-kirkjuna og
talar á samkomum dagana 17. og 18.
mars. Hans hefur yfirumsjón með öll-
um Vineyard-kirkjum á Norðurlönd-
um, sem eru u.þ.b. 27 talsins. Sam-
komurnar verða haldnar í sal
Kristniboðssambandsins, Háaleitis-
braut 58, 2. hæð. Á laugardag hefst
kennsla kl. 10-12 og samkoma kl. 20
og á sunnudeginum verður haldin
samkoma kl. 17.
„Síðastliðið haust var lagður
grunnur að Vineyard-kirkju hér á
landi. Vineyard er nafn á kristinni
kirkju sem stofnuð var í Bandaríkj-
unum á 8. áratugnum og er nú um all-
an heim. Í stuttu máli má segja að
Vineyard gangi út á það að koma
fagnaðarboðskapnum um Jesú Krist
til skila á jákvæðan, uppbyggjandi
hátt jafnt í orði sem verki. Því er leit-
ast við að hafa t.d. samkomurnar sem
mest nútímalegar og þægilegarog
umfram allt hylla Guð og njóta nær-
veru Hans,“ segir í fréttatilkynningu.
Vineyard-
kirkjan kynnt
„SLOW Food“-samtökin hafa nú
teygt anga sína til Íslands, en þau
voru stofnuð á Ítalíu 1986, þegar
nokkrir ungir menn tóku sig saman
um stofnun samtaka sem sporna
skyldi við „Fast Food“ byltingunni.
Þeir, líkt og aðrir áhangendur „Slow
Food“ víðs vegar um heim, telja að
sannri matarmenningu með tilheyr-
andi bragðgæðum stafi ógn af fjölda-
framleiðslu og stöðlun í matvæla-
framleiðslu nútímans. Slow Food
starfar nú í 50 löndum.
Slow Food beitir sér m.a. fyrir
varðveislu rótgróinna framleiðsluað-
ferða, og afurða, sem eiga sér menn-
ingarlega hefð, víðs vegar í heimin-
um. Undanfarin ár hefur
samtökunum vaxið mjög fiskur um
hrygg, enda stendur Slow Food fyrir
ýmissi starfsemi í því skyni að höfða
til sannra sælkera og efla þar með
matarmenningu. Slow Food á Ís-
landi mun, líkt og annars staðar,
standa fyrir uppákomum, fyrirlestr-
um, smökkunum og annarri starf-
semi til eflingar matarmenningar á
Íslandi, og skapa áhugaverðan
vettvang fyrir mat- og vínáhugafólk.
Til kynningar á Slow Food hér á Ís-
landi hefur Slow Food í samvinnu við
veitingahúsið La Primavera, skipu-
lagt langan hádegisverð laugar-
daginn 17. mars, á veitingahúsinu La
Primavera. Settur hefur verið saman
há-ítalskur matseðill, ásamt úrvals
vínum, sem mörg hver eru marg-
viðurkennd í heimalandi sínu, Ítalíu.
Á undan málsverðinum verður
gestum leiðbeint í ólífuolíusmökkun,
sem Steingrímur Sigurgeirsson
stýrir. Þar verða úrvals ólífuolíuteg-
undir smakkaðar, margar hverjar
illfáanlegar að öllu jöfnu, og sérstak-
ar varðandi uppruna og bragðgæði.
Langur hádegisverður Slow Food
og La Primavera hefst kl. 11, laug-
ardaginn 17. mars. Aðgangur er öll-
um opinn, sem vilja kynna sér Slow
Food og/eða njóta góðs matar.
Borðapantanir eru teknar á La
Primavera.
Samtökin „Slow
Food“ stofnuð
HEFÐ er fyrir því á degi St. Pat-
ricks að Írar hvar sem þeir eru í
heiminum safnist saman til heiðurs
heilögum Patreki, menningu sinni og
hefð. Á laugardaginn kemur mun
írska samfélagið á Íslandi í fyrsta
sinn halda opinberlega upp á daginn
hér á landi.
Mæting er kl. 13.30 á O’Briens bar
á Laugavegi 73 þar sem slegið verður
á létta strengi áður en gengið verður
niður the Celtic cross sem er á horni
Hverfisgötu og Smiðjustígs og síðar
niður á Dubliner. Á ferðalaginu verð-
ur boðið upp á írskra gestrisni í formi
tónlistar og léttra veitinga.
Írsk hátíð
fyrir alla í fjöl-
skyldunni
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦