Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ og fyrirtækið Landmat hafa gert með sér samn- ing um að mbl.is fái aðgang að upplýsingakerfi Landmats til að birta gagnvirk landakort með fréttum. Lesendur geta opnað kortin og stækkað þau og minnkað eða fært þau til á tölvuskjá sínum. Bæði er um að ræða kort af Íslandi og öðr- um löndum. Þegar fram líða stundir verður einnig hægt að skoða breiðmyndir eða hreyfimyndir af viðkomandi svæðum, sé þær að finna í gagna- banka Landmats. Landmat sérhæfir sig í þróun upplýsingakerfa sem byggjast á landfræðilegum staðsetningum. Fyrirtækið var stofnað árið 1999. Þar vinna nú 35 manns og er Landmat með starfsemi í þremur löndum. Framkvæmdastjóri Land- mats er Sveinn Baldursson. Gagnvirk landakort í boði á mbl.is MYNDAVÉLAR efst í Hallgríms- kirkjuturni senda götumynd Reykjavíkur út um allan heim í beinni útsendingu á Netinu allan sólarhringinn, alla daga ársins. Skólavörðustígurinn, flugvöll- urinn í Vatnsmýrinni og iðnskóla- nemendur á leið til eða frá skóla eru undir vökulu auga myndavél- arinnar. Þetta er hvorki fjarlæg framtíð- arsýn né upphafsorð vísindaskáld- sögu heldur tilraunaverkefni fyr- irtækisins Videocom ehf., fyrirtækis sem sérhæfir sig í eft- irlitskerfum og birtingu lifandi myndefnis á Netinu. Bjarni Þór Júlíusson, upplýsingafulltrúi Vid- eocom ehf., segir myndavélarnar marka fyrsta skref í þróunarverk- efni fyrirtækisins sem stefnir að því að auka möguleika íslenskra fyrirtækja í ferðaiðnaði. „Mynda- vélarnar senda út efni á Netið, myndir frá mismunandi sjón- arhornum borgarinnar. Mynd- irnar gefa ferðalöngum sem stefna á Íslandsheimsókn færi á að sjá Reykjavík dagsins í dag og átta sig á veðri og aðstæðum,“ segir Bjarni og fullyrðir að vélarnar séu ein- göngu hugsaðar til að njóta útsýn- isins úr himinháum turni Hall- grímskirkju en ekki sé hægt að beina sjónum að einstaklingum. Upplagt fyrir Íslendinga með heimþrá Íslensk fyrirtæki geta svo tengst útsendingum myndavélanna og sett þær inn á eigin heimasíður þar sem Reykjavíkurmyndin verð- ur hluti af öðru kynningarefni og segir Bjarni fyrirtæki því geta kynnt vörur sínar, þjónustu og fegurð borgarinnar jöfnum hönd- um. Verkefnið er unnið í samvinnu við Hallgrímskirkjusókn og segist Bjarni ekki eiga von á öðru en út- sendingarnar eigi eftir að vera í loftinu næstu árin. Reykvíkingar búsettir erlendis sem finna fyrir heimþrá geta því fengið kærkominn glugga inn í borgina sína. Þeir þurfa aðeins að setjst fyrir framan tölvuskjáinn, tengjast Netinu og horfa yfir sundin blá, Öskjuhlíðina og Blá- fjöllin, rétt eins og væru þeir heima. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Útsýnið úr Hallgrímskirkjuturni er fagurt og nú getur heimsbyggðin einnig notið þess með höfuðborgarbúum næstu árin. Reykja- vík í beinni út- sendingu Á MORGUN koma út fjögur frímerki í Svíþjóð í tilefni af 100 ára afmæli Nóbelsverðlaunanna, en þau voru fyrst afhent 10. desember 1901. Það er ís- lenski hönnuðurinn Ólöf Baldursdóttir sem hefur haft veg og vanda af hönnun merkjanna, en hún rekur, ásamt eigin- manni sínum, Gústafi Adolfi Skúlasyni, hönnun- arfyrirtækið 99 Design í Stokkhólmi þar sem þau hafa verið búsett frá árinu 1984. Að sögn Ólafar er þetta ekki fyrsta verkefnið sem hún vinnur fyrir póstþjónustuna í Svíþjóð því pósturinn hefur átt viðskipti við fyr- irtæki þeirra hjóna allt frá því það var sett á fót árið 1989. Í gegn um það samstarf hefur hún teiknað frí- merki og tekið að sér önnur verkefni þeim tengd. „Það er heill iðnaður í kring um frímerkjaútgáfurnar,“ seg- ir hún og nefnir fyrsta dags umslög, söfnunarblöð með frímerkjum, bæklinga og fleira. Hins vegar segir hún þetta verk- efni frábrugðið að mörgu leyti. „Þessi útgáfa er svolítið sérstök, ekki bara vegna þess að þetta er í til- efni af 100 ára afmæli Nóbelsverð- launanna heldur verður eitt frí- merkjanna einnig gefið út í Bandaríkj- unum þannig að það er svolítið meira í kring um þessa út- gáfu en margar aðr- ar.“ Þá eru merkin einnig gefin út með frá málmristunni sem er notuð í prent- uninni og grafin er af Czeslaw Slania, sem að sögn Ólafar er sá þekktasti í heimi í þessum geira. Sú út- gáfa er í mjög tak- mörkuðu upplagi og verður því eins kon- ar safngripur að sögn Ólafar. Hún segir verkefnið vera búið að vera spennandi en hafa tekið langan tíma. „Þetta er ekkert sem er unnið á nokkrum vikum heldur er aðdrag- andinn langur. Líklega er upp undir ár frá því ég byrjaði á þessu en mér finnst vera heil ævi síðan,“ segir hún og hlær. Frímerkið sem kemur út bæði vestan hafs og í Svíþjóð sýnir and- litsmynd af Nóbel sjálfum auk fram- hliða beggja nóbelsverðlaunapening- anna, annars vegar þeim sem veittur er fyrir vísindaafrek og er afhentur í Svíþjóð en einnig friðarnóbelsverð- laununum sem afhent eru í Noregi. Hin frímerkin þrjú sem koma ein- göngu út í Svíþjóð sýna bakhliðina á sænsku verðlaunapeningunum sem veittir eru fyrir afrek í læknisvísind- um, eðlisfræði, efnafræði og bók- menntum. Ólöf segist ekki vita í hversu stóru upplagi frímerkin verða gefin út í Svíþjóð en í Bandaríkjunum verða þau prentuð í 35 milljónum eintaka. Á morgun er formlegur útgáfudagur frímerkjanna og af því tilefni verður útgáfuathöfn í verðbréfahöllinni í Stokkhólmi þar sem frímerkin verða kynnt að viðstöddum bandaríska sendiherranum. Samtímis verður kynningarathöfn í Washington. „Ég kem til með að sitja á póstsafninu hér í Stokkhólmi því þangað kemur harði kjarninn af söfnurunum,“ segir Ólöf. „Ég hef stundum setið þar þeg- ar frímerki eru að koma út því fólk vill oft á tíðum láta skrifa undir fyrstadagsbréfin og fleira í þeim dúr.“ Íslendingur hannar afmælisfrímerki Sænska útgáfan af Nóbels-frímerkjunum. Ólöf Baldursdóttir 100 ára afmælis Nóbelsverðlaunanna minnst í haust VETURINN hefur verið afar mildur og snjóléttur þó kulda- köst hafi sett hroll að lands- mönnum í janúar og fram í byrj- un febrúar. Þóranna Pálsdóttir, forstöðumaður rannsóknarsviðs Veðurstofunnar, segir gott tíð- arfar með hlýju og stilltu veðri einkum hafa einkennt veturinn sem nú er farið að sjá fyrir end- ann á. Vorjafndægur voru í gær og myrkrið loks farið að hopa fyrir sólinni. Þóranna segir vet- urinn hafa verið mjög snjólítinn, einkum sunnanlands, en einnig hafi verið snjólétt víðast hvar um landið. Að sögn hennar er ekki um neitt einsdæmi að ræða, sl. vetur hefði einnig verið mjög snjóléttur þó Reykvíkingar hefðu þá fengið mun meiri snjó en í ár. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er nú greiðfært um alla helstu þjóðvegi landsins en gæta skal að hálku eða hálku- blettum einkum á heiðum á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi. Jón Rögnvaldsson, aðstoðar- vegamálastjóri, segir snjóleysið vissulega hafa skilað sér í sparn- aði í snjómokstri, hálkueyðingu og annarri vetrarþjónustu Vega- gerðinnar, en það sem af er árinu, þ.e. janúar og febrúar, nemur kostnaður Vegagerðar- innar tæpum 70 milljónum krón- um minna en á sama tíma í fyrra. „Það ber þó að hafa þann varann á að síðasti vetur var mjög þungur og óvenju mikill kostnaður þessa tvo mánuði í fyrra,“ sagði Jón. Aðspurður hvort götur borg- arinnar væru óvenju illa farnar eftir akstur á nagladekkjum í snjóleysinu segist Jón ekki telja það, slit væri alltaf nokkuð mikið út af nagladekkjum en malbikið fari mun verr þegar tíðarfarið kalli á saltaustur og götur borg- arinnar liggi í saltpækli jafnvel um langa hríð. Útboð eru hafin á malbikunarframkvæmdum sum- arsins sem að sögn Jóns verða svipaðar að umfangi í ár og í fyrra hjá Vegagerðinni. Færri árekstrar í góðri færð Léttari færð skilar einnig sparnaði inn í tryggingakerfið og segir Halldór Gunnar Eyj- ólfsson, forstöðumaður tjóna- sviðs Sjóvár-Almennra, að til- kynnt hafi verið um 15% færri tjón á bifreiðum til félagsins á fyrstu mánuðum ársins 2001 til samanburðar við í fyrra. „Helsta skýringin sem við ályktum af tölunum er að snjóleysið og góð færð í vetur hafi haft áhrif á þessa fækkun tjóna,“ segir Hall- dór. Lítil sem engin hálka virðist einnig valda því að minna er um smáárekstra og aftanákeyrslur og segir Halldór að starfsmönn- um tjónasviðsins virðist sem ró- legra fas sé á borgarbúum í blíð- viðrinu sem eigi eflaust sinn þátt í færri tjónum. Gott tíðarfar með hlýju og stilltu veðri hefur einkennt veturinn Tugir milljóna hafa sparast í snjómokstri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.