Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MENNIRNIR þrír, sem handteknir
voru á farfuglaheimilinu í Laugardal
með þýfi úr tveimur innbrotum að
andvirði 6–8 milljónir kr., eru taldir
tilheyra rússnesku mafíunni. Gunn-
leifur Kjartansson yfirmaður auðg-
unarbrotadeildar lögreglunnar, seg-
ir að það sem styðji þetta séu
aðferðirnar, sem eru þær sömu og
þekktar eru meðal afbrotamanna frá
Austur-Evrópu, og afbrotaferillinn
sem nær víða um álfuna.
„Þetta er skipulögð glæpastarf-
semi sem er undir stjórn annarra
manna. Það er ýmislegt í aðferðum
þessara manna og einnig Rúmenans,
sem handtekinn var á síðasta ári fyr-
ir innbrot, sem segir okkur að hér sé
um þrælskipulagða starfsemi að
ræða. Við höfum líka upplýsingar í
þessa veru frá starfsbræðrum okkar
á Norðurlöndum og víðar í Vestur-
Evrópu. Þessir afbrotamenn koma
inn í löndin, fremja glæpi og eru
farnir sem fyrst til baka. Þessi starf-
semi er um alla Evrópu og við erum
einfaldlega að fá þetta yfir okkur
núna,“ segir Gunnleifur.
Að mati lögreglunnar er ekki talið
að Schengen-samningurinn sé til
þess fallinn að sporna við þessari
þróun. Hluti þessarar skipulögðu
starfsemi fari fram innan Schengen-
svæðisins, þar sem útsendarar
glæpasamtaka haldi margir til. Þeir
sem séu á annað borð innan Scheng-
en-svæðisins eigi greiða leið hingað
til lands og minna eftirlit verði með
þeim en áður.
Hingað til lands komu mennirnir
frá Vilníus í Litháen með millilend-
ingu í Kaupmannahöfn. Danir verða
ekki formlegir aðilar að Schengen-
samningnum fyrr en næstkomandi
sunnudag, eins og öll hin Norður-
löndin. Mennirnir hafa hlotið dóma í
Þýskalandi, sem er aðili að Scheng-
en, og hefðu þeir að líkindum verið
stöðvaðir í Kaupmannahöfn hefði
Schengen-samningurinn verið kom-
inn í gildi þar. Lögreglan í Ósló og
Helsinki hefur farið fram á nánari
upplýsingar frá lögreglunni í
Reykjavík um mennina.
Ómar Smári Ármannsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn segir að starf-
semi af þessu tagi sé þekkt í Evrópu
og beri jafnan á góma á alþjóðlegum
ráðstefnum og fundum lögregluyfir-
valda.
Þjófar taldir tilheyra
rússnesku mafíunni
BORGARYFIRVÖLD hyggjast
ljúka endurskoðun aðalskipulags
Reykjavíkur eftir árið 2016 á
þessu kjörtímabili og að sögn Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur borg-
arstjóra verður gert ráð fyrir
íbúðabyggð á svæðinu í því skipu-
lagi.
„Við gerum náttúrlega ekki ráð
fyrir breytingu á aðalskipulaginu
fyrir 2016 en eftir það má gera ráð
fyrir byggð í Vatnsmýrinni,“ sagði
Ingibjörg Sólrún. Í drögum að
svæðisskipulagi fyrir höfuðborgar-
svæðið, sem kynnt var í október á
síðasta ári, kemur fram að 5 þús-
und íbúða byggð rúmist í Vatns-
mýrinni.
Ingibjörg Sólrún sagði hins veg-
ar að ekki væri búið að taka neina
formlega ákvörðun um það hversu
þétt byggðin yrði. Nú yrðu menn
að fara yfir þau mál.
Vinnu við svæðisskipulag
á að ljúka í vor
„Þetta getur gerst í áföngum og
á nokkuð löngum tíma og ég held
raunar að það sé nokkuð mikil-
vægt fyrir Vatnsmýrina að það
gerist þannig.“ Ingibjörg Sólrún
sagði að stefnt væri að því að sér-
stök samvinnunefnd um svæðis-
skipulag á höfuðborgarsvæðinu,
sem skipuð er fulltrúum átta sveit-
arfélaga, skilaði frá sér tillögum
um nýtt svæðisskipulag höfuðborg-
arsvæðisins í vor. Þegar tillögurn-
ar lægju fyrir þyrftu sveitarfélögin
og umhverfisráðherra að staðfesta
þær og þá væri skipulagið orðið
bindandi fyrir sveitarfélögin.
Svæðisskipulagið tekur til
byggðaþróunar, landnotkunar, um-
hverfismála, samgangna og veitu-
kerfa auk þess sem samfélagsleg
þróun á svæðinu er skoðuð sér-
staklega. Skipulagssvæðið afmark-
ast af sveitarfélagsmörkum Kjós-
arhrepps í norðri og Hafnarfjarðar
í suðri.
Svæðisskipulag er gert til
minnst 12 ára, en svæðisskipulag
höfuðborgarsvæðisins nær til árs-
ins 2024 og er skipt í tvo áfanga
varðandi byggðaþróun, eða 2000 til
2018 og 2018 til 2024.
Áætlað er að íbúafjöldi á höf-
uðborgarsvæðinu muni aukast um
60 þúsund á þessum 24 árum, eða
úr 170 þúsund í 230 þúsund.
Þar sem svæðisskipulagið er
bindandi fyrir sveitarfélögin þarf
aðalskipulag hvers sveitarfélags að
taka mið af því. Aðalskipulag er
skipulagsáætlun sem nær til alls
lands í viðkomandi sveitarfélagi.
Það er rammi fyrir deiliskipulag
og er stefnumörkun sveitarstjórn-
ar um landnotkun, umferðarkerfi
og þróun byggðar.
Byggt á Álfsnesi, í suðurhluta
Hafnarfjarðar og Vatnsmýri
Eins og fram kom að ofan voru í
október á síðasta ári kynnt drög að
nýju svæðisskipulagi höfuðborgar-
svæðisins. Samkvæmt þeim er gert
ráð fyrir mögulegum byggingar-
svæðum á Álfsnesi í Reykjavík, við
Hamranes og Vatnshlíð í suður-
hluta Hafnarfjarðar og á svæði
Reykjavíkurflugvallar.
Ingibjörg Sólrún sagði að það
færi svolítið eftir því hvaða
ákvörðun yrði tekin um Vatnsmýr-
ina hvort og þá með hvaða hætti
byggð yrði skipulögð í Álfsnesi og
sunnan Hafnarfjarðar. Hún sagði
að samvinnunefndin þyrfti að meta
það hvaða áhrif ný byggð í Vatns-
mýri myndi hafa á byggðaþróun til
norðurs og suðurs.
Í fyrri áfanga svæðisskipulags-
ins, sem nær frá 2000 til 2018, er
gert ráð fyrir að 26 þúsund nýjar
íbúðir muni rísa innan höfuðborg-
arsvæðisins.
Í síðari áfanganum, sem nær frá
2018 til 2024, er gert ráð fyrir 7
þúsund nýjum íbúðum. Þó aðeins
sé gert ráð fyrir 7 þúsund nýjum
íbúðum í síðari áfanganum er í
drögunum tekið fram að í Álfsnesi
sé rúm fyrir 7 þúsund nýjar íbúðir,
á byggingarsvæðunum í suður-
hluta Hafnarfjarðar rúmist 7 þús-
und í viðbót og í Vatnsmýrinni
rúmist 5 þúsund íbúðir.
Stefnt að því að endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur verði lokið á þessu kjörtímabili
Rými fyrir 5.000
íbúða byggð í
Vatnsmýrinni
! !
"#! #$ %&
' %()
*+,-.'&
/ * - 0 *
(%" ,,&
1.#()
!2 3 4 5 6 3 5 !7 5
89
!7 5
89:
!7 5
;
.
<
!
*= >!' ?
MEIRI óvissa ríkir um efnahagshorfur hér á
landi nú en um langt skeið og liggja til þess
bæði innlendar og erlendar orsakir að mati
Þjóðhagsstofnunar, en rit stofnunarinnar um
þjóðarbúskapinn, framvinduna í ár og horfur á
næsta ári var birt í gær. Erlendu orsakirnar
eru niðursveiflan í Bandaríkjunum og verðfall
á hlutabréfamörkuðum, en óvissan hér á landi
felst ekki síst í því hvernig atburðarásin verður
sem leiðir til minni viðskiptahalla á næstu
misserum og árum.
Stofnunin spáir að verulega dragi úr vexti
þjóðarútgjalda í ár og að þau aukist um 1,1% í
ár en jukust um 5,4% í fyrra og 4,6% árið 1999.
Þessi umskipti skýrast af minni fjárfestingu,
en gert er ráð fyrir að hún dragist saman um
2,5%, og hægari vexti einkaneyslu, en spáð er
að hún aukist um 2,5% en jókst 4,0% árið 2000
og 6,9% árið 1999. Jafnframt er því spáð að út-
flutningur vöru og þjónustu aukist um 3,4% og
innflutningur um 0,9%. Hagvöxturinn verður
2,0% í ár en var 3,6% á síðasta ári og við-
skiptahallinn nær hinn sami og í fyrra eða sem
nemur um 10% af landframleiðslu. Þá er áfram
spáð mikilli atvinnu og að verðbólga verði 4,3%
milli áranna 2000 og 2001 og um 5% innan árs-
ins.
Þjóðhagsstofnun segir að brýnasta verkefni
hagstjórnar á Íslandi sé að draga úr viðskipta-
halla með því að koma á betra samræmi milli
þjóðarútgjalda og þjóðartekna. 10% viðskipta-
halli af landframleiðslu sé meiri en áður hafi
verið hér á landi við sambærilegar aðstæður.
Þegar mikill halli hafi skapast hafi það að jafn-
aði verið vegna óvæntrar lækkunar útflutn-
ingstekna eða rýrnunar viðskiptakjara, en nú
stafi hann nær eingöngu af innlendri eftir-
spurnarþenslu.
„Gífurleg útlánaaukning, slaki í hagstjórn,
einkum 1998 og 1999, og almennar launahækk-
anir umfram launabreytingar í helstu við-
skiptalöndum hafa viðhaldið uppgangi og
eftirspurn í efnahagslífinu. Andlagið er hins
vegar mikill viðskiptahalli og erlend lántaka
bankakerfisins. Svona mikill halli fær ekki
staðist til lengdar og gerir efnahagslífið við-
kvæmara fyrir breytingum í ytri aðstæðum,“
segir Þjóðhagsstofnun.
Jafnframt kemur fram að ríkisfjármála-
stefnan í ár geti flýtt fyrir því að forsendur
skapist til vaxtalækkunar, bæði með góðri af-
komu og þéttu taumhaldi á útgjöldum. Samspil
ríkisfjármála og peningamála sé einkar þýð-
ingarmikið við núverandi horfur þegar reyni
eigi mjúka lendingu í efnahagslífinu.
Stofnunin segir einnig að ástæða sé til að
endurskoða peninga- og gengisstefnuna, jafn-
framt því að auka vægi ríkisfjármálastefnunn-
ar í efnahagsstjórninni. Það gæti auðveldað að-
lögun hagkerfisins að minni vexti þjóðar-
útgjalda um hríð sem sé óhjákvæmilegt til að
draga úr viðskiptahalla og verðbólgu og
treysta fjármálastöðugleikann. Að auki sé
æskilegt að efla ýmsa þætti fjármálaeftirlitsins
í því skyni að tryggja að lánastofnanir haldi
áhættu sinni innan þeirra marka sem eðlilegt
geti talist með tilliti til þeirra hagsveiflna sem
búast megi við í íslenskum þjóðarbúskap.
Þá kemur fram að efnahagshorfur fyrir árin
2002–2005 séu að ýmsu leyti hagfelldar. Stofn-
unin spáir 3% árlegum hagvexti og að verð-
bólga verði að jafnaði um 3,5% á ári, auk þess
sem atvinna verði áfram mikil þótt atvinnu-
leysi aukist nokkuð um leið og dragi úr spennu
í efnahagslífinu. Hagvöxturinn gæti jafnvel
orðið meiri ef ráðist yrði í frekari fjárfestingar
í áliðnaði í samræmi við þau áform sem væru í
undirbúningi.
Þjóðhagsstofnun kynnir nýtt mat á efnahagsframvindunni í ár og á næsta ári
Efnahagshorf-
urnar óvissari en
um langt skeið