Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 18
Kátir og hressir Grímseyingar á kántrýhátíð Kiwanisklúbbsins Gríms.
Grímseyingar skemmtu sér vel á kántrýhátíðinni með fjölda heimagerðra skemmtiatriða.
Grímsey - Félagar í Kiwanis-
klúbbnum Grími í Grímsey stóðu
fyrir kynngimagnaðri kántrýhátíð
í félagsheimilinu Múla nýlega.
Gestir voru hvattir til að mæta í
tilheyrandi klæðnaði, sem sagt í
gallabuxum, vinnuskyrtum og að
sjálfsögðu með kúrekahatta. Á
boðstólum var „Grímseyjar-fried-
chicken“, borinn fram á borð sem
skreytt var með heyböggum og
fleiru í sveitastíl. Skemmtiatriði
voru ekki af verri endanum – öll
heimatilbúin með kröftugum
kántrýtakti. Allt frá dinnermúsik,
Morgunblaðið/Helga Mattína
Meðlimir sönghópsins „Þrjár úr Tungunum“, en þær heita frá vinstri
Sigrún Þorláksdóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Guðrún Ásgrímsdóttir.
harmonikkuleik – einsöng – tví-
söng – fjórsöng og fjöldasöng – í
brandaralestur af færibandi, ka-
raókí og línudans.
Hápunktur kvöldsins var þegar
elstu heiðursmenn eyjarinnar
komu fram og sögðu gamlar,
sannar, sveitasögur úr Grímsey.
Kántrýhátíðin endaði svo á ekta
hlöðuballi. Um dansmúsíkina sá
Dónald með aðstoð söngfuglanna,
Síu og Dabba.
Kynngi-
mögnuð
kántrýhátíð
í Grímsey
LANDIÐ
18 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRAMSÓKNARFLOKKUR og
Sjálfstæðisflokkur hafa myndað
nýjan meirihluta í bæjarstjórn
Grindavíkur en upp úr samstarfi
Framsóknarflokksins og Grinda-
víkurlistans slitnaði í síðustu viku
eftir tveggja ára samstarf vegna
deilna um stjórnarsetu í Hitaveitu
Suðurnesja.
Þetta er í þriðja sinn á kjör-
tímabilinu sem meirihluti er mynd-
aður í bænum. Eftir kosningarnar
1998 tóku Framsóknarflokkur og
Sjálfstæðisflokkur við stjórnar-
taumunum en upp úr því samstarfi
slitnaði ári síðar. Þá tók við meiri-
hlutastjórn Framsóknar og
Grindavíkurlista sem var við lýði
þar til í síðustu viku. Samstarfið í
flokkunum hafði verið stirt um
tíma en upp úr sauð þegar fulltrú-
ar Framsóknar studdu ekki Hörð
Guðbrandsson, fulltrúa Grindavík-
urlistans, í sæti Ómars Jónssonar,
Sjálfstæðisflokki, í stjórn Hita-
veitu Suðurnesja.
Hið nýja meirihlutasamstarf
verður staðfest á bæjarstjórnar-
fundi í dag en það er fyrsti fund-
urinn frá því að upp úr samstarfi
flokkanna slitnaði í síðustu viku.
Samkvæmt samningi nýs meiri-
hluta verður Ómar Jónsson forseti
bæjarstjórnar og helmingaskipti
eru í nefndum og formannssætum
þeirra. Bæjarstjóri verður áfram
Einar Njálsson.
Taka upp þráðinn
Að sögn Hallgríms Bogasonar,
oddvita framsóknarmanna, gekk
meirihlutamyndunin nú mjög hratt
og vel fyrir sig og engar byltingar
eru væntanlegar í málefnasamn-
ingi flokkanna. „Við erum vanir að
vinna saman og það má segja að
við tökum upp þráðinn þar sem frá
var horfið. Það er löngu búið að
jafna þann ágreining sem olli okk-
ar slitum á sínum tíma. Þetta jafn-
aðist allt saman þegar frá liðu
stundir.“
Ólafur Guðbjartsson, oddviti
sjálfstæðismanna, tekur í sama
streng. „Nú er byrjað upp á nýtt
og þetta ætti að ganga betur núna
því það eru engar framkvæmdir til
að deila um,“ segir hann en stjórn-
arslitin síðast urðu vegna ágrein-
ings um framkvæmdir. Hann segir
samstarfið leggjast vel í sig: „Við
erum sammála um að reyna að
ljúka þessu kjörtímabili á sem far-
sælastan hátt fyrir bæinn. Það er
það sem við vorum kosnir til.“
Nýr meirihluti
myndaður
í Grindavík
Norður-Héraði - Páll Benedikts-
son bóndi á Hákonarstöðum á
Jökuldal liggur fyrir tófu í skot-
húsi sem hann hlóð sjálfur af
torfi og grjóti. Páll hlóð skot-
húsið síðastliðið sumar en áður lá
hann fyrir lágfótu í aflögðum bíl
og fannst vistin oft köld. Þess
vegna brá hann á það ráð að
hlaða torfhús til að vera í og auk
þess að vera hlýrra fellur það vel
inní landslagið. Einnig berst lykt
síður úr þessu húsi en tófan er
þefvís með afbrigðum.
Á stærð við hjóna-
rúm af kóngastærð!
Húsið er ekki stórt enda tæp-
lega hægt að standa inní því upp-
réttur og flatarmálið ekki meira
en í góðu hjónarúmi af kónga-
stærð. Inni er rúmbálkur sem
Páll getur legið í og fylgst með
ferðum tófunnar út um glugga
neðan við skotlúguna. Þar er
byssan bundin upp tilbúin til að
skjóta þegar tófan birtist. Byssan
sem Páll notar við veiðarnar er
sjálfvirk haglabyssa sem hann
hefur sett sjónauka á til þess að
sjá bráðina betur. Páll bar út æti
við húsið á haustdögum og skaut
fyrstu tófurnar úr húsinu í janúar
síðastliðnum. Alls hefur Páll skot-
ið átta tófur úr húsinu í vetur og
þær gætu orðið fleiri vegna þess
að enn gengur á ætið hjá honum.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson.
Páll Benediktsson, bóndi á Há-
konarstöðum, hugar að skothúsi
sínu sem hann hlóð af torfi og
grjóti í sumar leið.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Páll búinn að koma sér fyrir inni í skothúsinu.
Liggur fyrir tófu
í skothúsi sem
hann hlóð sjálfur
Morgunblaðið/Daníel Hansen
Bjarni Kr. Þorsteinsson af-
henti Guðmundi Elvari
Jónssyni viðurkenninguna.
Eyja- og Miklaholtshreppi -
Nýlega var 8 ára dreng á Snæ-
fellsnesi, Guðmundi Elvari
Jónssyni í Kolviðarnesi, færð
viðurkenning frá Landssam-
bandi slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna og frá Bruna-
vörðum Borgarness. Viður-
kenningin er tvö skrautrituð
skjöl og hlaupahjól. Guðmund-
ur Elvar fékk þessa viðurkenn-
ingu fyrir að koma í veg fyrir
stórbruna heima hjá sér en þar
kviknaði í potti á eldavél. Hann
sagði til um hvernig ætti að
slökkva eldinn og með hverju
en Guðmundur hafði nýlega
verið í kennslu hjá Bjarna Kr.
Þorsteinssyni, slökkviliðsstjóra
í Borgarnesi.
Bjarni sagði að þetta hefði
vakið athygli hjá starfsfélögum
hans, það hve ungur drengur
sýndi mikið æðruleysi, skjót og
rétt viðbrögð þegar eldur var á
heimili hans. Þess vegna hefði
þeim þótt ástæða til að færa
honum viðurkenningu. Einnig
sagði hann þetta sýna þýðingu
þess að kynna öryggismál á
heimilum fyrir börnum en
Bjarni fór í skólana í hans um-
dæmi í desember sl. og var með
fræðslu um eldvarnir og þetta
er afrakstur þess. Þá sagði
Bjarni að verið væri að hanna
sérstakan bikar sem veita á
þeim skóla sem best tekur eftir
í árlegri heimsókn hans í
skólana í desember á þessu ári
en ef hann hefði verið veittur í
ár hefði hann komið í skóla
Guðmundar Elvars, Lauga-
gerðisskóla, en þar hlustuðu
nemendur með sérstakri at-
hygli.
Fékk við-
urkenningu
fyrir rétt
viðbrögð
við bruna