Morgunblaðið - 21.03.2001, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
afsláttu
FRELSI TIL FERÐA Í 15 LÖNDUM
H
IN nýja suðurbygging
Leifsstöðvar er alls
um 17 þúsund fer-
metrar að stærð og
stækkar flugstöðina
um nálægt helming.
Fimm landgönguhlið eru á nýju
byggingunni en við opnunina 25.
mars verður miðhluti hennar og vest-
urálma, sem er með þremur land-
göngubrúm, tekin í notkun. Austur-
álman verður hins vegar lokuð þar til
í sumar.
Klædd líparíti og gleri
Áætlað var að verklok yrðu 1. des-
ember næstkomandi og þá yrði bygg-
ingin fullbúin, en nú hefur verið
ákveðið að stefna að því að fram-
kvæmdum verði lokið um miðjan júlí,
eða nærri fimm mánuðum á undan
áætlun. „Við höfðum gert ráð fyrir því
að verktakinn hefði tímann fram til 1.
desember til að ljúka þessu en hann
hefur lagt til að framkvæmdum verði
flýtt þannig að byggingin verði komin
í fulla notkun í júlí, og líst okkur vel á
það,“ segir Óskar Valdimarsson, for-
stjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.
Tæp tvö ár eru síðan framkvæmdir
hófust við bygginguna og hafa fram-
kvæmdir gengið vel. Hluti bygging-
arinnar hefur verið klæddur með líp-
aríti sem tekið var úr námum á
Austurlandi. Suðurhlið byggingar-
innar er að mestu klædd gleri.
Hanna þurfti bygginguna með til-
liti til þess að aðskilja þyrfti umferð
farþega sem koma frá löndum utan
Schengen-svæðisins og fara í gegnum
vegabréfaskoðun, frá farþegum sem
ferðast innan svæðisins. Er suður-
byggingin því á tveimur hæðum.
Undir henni er einnig kjallari.
Byggingunni er skipt í svokallaðan
miðkjarna og austur- og vesturálmu.
Vegabréfaskoðunarsvæðið, aðstaða
sýslumanns og annað sem snýr að
landamæraeftilriti er á annarri hæð í
miðbyggingunni. Á fyrstu hæð hefur
verið byggt þjónusturými fyrir þá
farþega sem ekki tilheyra Schengen-
löndunum. Séu þeir hins vegar á leið
inn á Schengen-svæðið fara þeir upp
á aðra hæð í stórt landamærarými
þar sem vegabréfaeftirlit fer fram.
Önnur hæðin er að öðru leyti ætluð
farþegum sem ferðast innan Schen-
gen-svæðisins. Frá 2. hæð liggja svo
brýr frá miðkjarnanum yfir í austur
og vesturálmu.
Fallið var frá áætlunum um bygg-
ingu sérstakra biðrýma við land-
gönguhliðin.
Sprengjuleit í farangri fer
fram í kjallara eftir tvö ár
Í kjallaranum verður tekin upp
sprengjuleit í farangri eftir tvö ár en
skv. alþjóðasamningum sem Ísland er
aðili að þarf að taka upp sprengjuleit í
öllum farangri á Keflavíkurflugvelli
áður en hann fer um borð í vélarnar.
Reglurnar kveða einnig á um að
sprengjuleit skuli gerð á farangri sem
fluttur er á milli flugvéla í tengiflugi.
Ekki er ljóst hvort Ísland fær und-
anþágu frá því ákvæði þó eftir því hafi
verið leitað.
„Þessar reglur taka gildi 1. janúar
2003 og til þess að vera tilbúnir var
byggður kjallari undir bygginguna,
sem þarf ekki að taka í notkun strax,“
sagði Óskar. Þar verður komið fyrir
sprengjuleitarbúnaði og sett upp
kerfi fyrir farangursflokkun.
Banki og veitingaaðstaða
Að sögn Óskars Valdimarssonar,
verður byggingin nokkuð hrá þegar
hún verður opnuð til bráðabirgða
næskomandi sunnudag. Ekki verður
búið að leggja gólfefni eða mála en
allt verður þó tilbúið til opnunar.
Á neðri hæðinni verður opnað þjón-
ustusvæði 25. mars fyrir um 200
manns. Þar verður bankaútibú og
veitingaaðstaða til bráðabirgða fyrir
farþega utan Schengen-svæðisins,
sem bíða eftir tengiflugi til landa sem
eru ekki þátttakendur í Schengen-
samstarfinu.
Á 2. hæð verður í fyrstu lítil þjón-
usta í boði fyrir farþega þar sem þeir
hafa aðgang að allri núverandi að-
stöðu í norðurbyggingu Leifsstöðvar.
Fjögur landgönguhlið við núver-
andi landgang verða eingöngu fyrir
flugvélar sem fljúga innan Schengen-
svæðisins, en aðrar landgöngubrýr
verða notaðar jafnt af Schengen-vél-
um og vélum sem koma frá löndum
utan Schengen, s.s. Bandaríkjunum
og Kanada.
omfr@mbl.is
Flugstöðin á að
vera fullbúin í júlí
:68
-3
4 5
&
41
0
2
-3
&
4 2 5
&
41
6
%1
2 77 2
4
0 +,'-
#
Hin nýja suðurbygging
Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar verður tekin í
notkun til bráðabirgða
næstkomandi sunnu-
dag, þegar Schengen-
samstarfið tekur gildi.
Byggingin verður svo
fullbúin í júlí, um fimm
mánuðum fyrr en áætl-
anir gerðu ráð fyrir.
HEILDARKOSTNAÐUR vegna
framkvæmda við nýja suður-
byggingu Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar, að meðtöldum flug-
hlöðum og eldsneytiskerfi og
breytingum sem gerðar hafa
verið í norðurbyggingu, er nú
áætlaður um fjórir milljarðar
króna.
„Við erum mjög nálægt því að
halda þeirri kostnaðaráætlun
sem gerð var fyrir ári,“ segir
Óskar Valdimarsson, forstjóri
Framkvæmdasýslu ríkisins.
Að hans sögn má gróflega
áætla að kostnaður við stækk-
unina vegna þátttöku Íslands í
Schengen nemi um fjórðungi
heildarkostnaðar, eða um einum
milljarði kr.
Óskar segir að sennilega hefði
ekki verið þörf á að byggja tvær
hæðir ef Ísland hefði ekki gerst
aðili að Schengen.
Fyrstu áætlanir um
minni byggingu námu
550 milljónum króna
Áætlanir um stækkun flug-
stöðvarinnar hafa tekið miklum
breytingum á seinustu árum.
Árið 1996, þegar ljóst var að Ís-
land yrði aðili að Schengen,
lagði Framkvæmdasýsla ríkisins
fram kostnaðaráætlun vegna
stækkunar flugstöðvarinnar og
tillögur um stækkun og breyt-
ingar. Var þá gerð tillaga um
byggingu 2.000 fermetra þjón-
ustumiðstöðvar við núverandi
landgang og að landgöngubrúm
yrði fjölgað úr 6 í 9. Kostnaður
var áætlaður 400 millj. kr. og
hreinn aukakostnaður vegna
Schengen var áætlaður 150
millj. kr.
Óskar segir áætlanir um
stækkun Leifsstöðvar hafa mik-
ið breyst frá þessum tíma.
„Þetta er í rauninni ekki sama
bygging. Í byrjun árs 1997 var
ákveðið að leggja hönnun sem
þá lá fyrir til hliðar og fara í
opna samkeppni um verkið. Í
framhaldi af því kom allt önnur
bygging. Margar forsendur hafa
breyst, m.a. hefur kjallarinn
sem er í byggingunni bæst við,“
segir hann.
Óskar sagði að þegar nið-
urstöður úr samkeppninni lágu
fyrir hefði heildarkostnaður
verið áætlaður um 3,6 millj-
arðar, sem með verðbótum og
einhverjum viðbótum vegna
ákvarðana byggingarnefndar,
væri í dag kominn í 4 milljarða.
„Það er alveg rétt að fyrstu
hugmyndir voru um allt annað
og minna hús en þarna um ræð-
ir,“ sagði hann.
Heildarkostnaður 4 milljarðar
MUN innflytjendum fjölga
vegna þátttöku Íslands í
Schengen-samstarfinu?
Hver verða áhrif Schengen á
ferðaþjónustu? Kostnaður
og ávinningur aðildar Ís-
lands. Viðtöl við ráðherra.
Á morgun
Áhrif Schengen