Morgunblaðið - 21.03.2001, Page 30
LISTIR
30 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÁTT í þúsund sögur og ljóð bárust
í smásagna- og ljóðakeppni Æsk-
unnar, Flugleiða og Ríkisútvarps-
ins, sem efnt var til meðal barna,
tólf ára og yngri. Aðalverðlaun
hlutu Bryndís Ósk Þorleifsdóttir
fyrir söguna Bjartur og Hildur
Kristín Stefánsdóttir fyrir söguna
Himnasending, en sögurnar fjalla
báðar um engla sem sendir eru til
jarðarinnar til þess að bæta mann-
lífið.
Aukaverðlaun hlutu tuttugu ung-
ir rithöfundar. Þeir eru Anna Guðný
Baldursdóttir Húsavík fyrir söguna
Vinir í raun og fyrir ljóðið Hvað er?,
Assa Sólveig Jónsdóttir Höfn fyrir
söguna Allt í einu!, Axel Þór Guð-
mundsson Ísafirði fyrir söguna Litlu
Marsbúarnir, Árdís Rut Einars-
dóttir Hólmavík fyrir ljóðið Vetr-
arkyrrð, Elfa Ólafsdóttir Selfossi
fyrir Jólasveinasögu, Eva Alfreðs-
dóttir Ísafirði fyrir söguna Jói og
jólatréð, Guðfinna Hávarðardóttir
Kjörvogi fyrir söguna Töfraferðin,
Hulda Margrét Pétursdóttir Reykja-
vík fyrir Ljóðin, Ingibjörg Guðný
Friðriksdóttir Reykjavík fyrir ljóðið
Sjórinn, Jóna Sigrún Vestmanna-
eyjum fyrir söguna Þrá eftir vini,
Katrín Halldóra Sigurðardóttir Nes-
kaupstað fyrir ljóðið Lambið og líf-
ið, Katla Þorgeirsdóttir Garðabæ
fyrir söguna Dagný og afmælið,
Maren Rún Gunnarsdóttir Bessa-
staðahreppi fyrir ljóðið Manstu
það?, María Fortescue Reykjavík
fyrir ljóðið Systir, Sigrún Inga
Garðarsdóttir Reykjavík fyrir ljóð,
en hún hlaut aðalverðlaunin í fyrra,
Solveig Þrándardóttir Reykjavík
fyrir söguna Áki og ferðatölvan,
Stefanía Hallgrímsdóttir Akranesi
fyrir söguna Barnapössun, Stefán
Diego Garcia Ísafirði fyrir söguna
Ég og afi, Sunna Dís Akranesi fyrir
ljóðið Haustið, og Þorleifur Úlfars-
son Hafnarfirði fyrir ljóðið Lífið.
Í dómnefnd voru Gunnar Stef-
ánsson, útvarpsmaður, Helgi Seljan,
fv. alþingismaður, og Ásgerður
Ingimarsdóttir, fv. framkvæmda-
stjóri.
VORIÐ kemur með kórunum, sem
einn af öðrum boða til vortónleika
sinna um þessar mundir. Karlakór
Reykjavíkur heldur upp á 75 ára af-
mæli sitt á þessu ári og því var nokk-
uð meira í lagt á vortónleikum kórsins
að þessu sinni, efnisskráin sérstak-
lega vel saman sett með góðri blöndu
af gömlu og nýju. Eldri félagar Karla-
kórsins sungu eftir hlé, en saman
sungu kórarnir þrjú lög í tónleikalok.
Það var sérstaklega hátíðlegt að
heyra í hornaflokki Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar sem lék hornakall eftir
Rossini og lék svo með Karlakór
Reykjavíkur í Veiðimannakór úr óp-
erunni Frískyttunni eftir Weber.
Tónleikarnir hófust á söng tveggja
limra eftir Pál P. Pálsson, fyrrum
stjórnanda karlakórsins, Öld hraðans
við limru Þorsteins Valdimarssonar
og Hvað svo? við limru Ragnars Ing-
ólfssonar. Limrur Páls eru skemmti-
leg og skondin tónverk, full af þeim
húmor sem ljóðin gefa tilefni til. Þetta
eru ekki létt verk í flutningi; ómstríð
og hlaðin rytmískri spennu. Karlakór
Reykjavíkur söng þessi verk frábær-
lega vel og einsöngvarinn, Gústav
Hjörtur Gústavsson, söng einsöngs-
hlut sinn í seinni limrunni skínandi vel
og með leikrænum tilþrifum. Græn-
landsvísur Sigfúsar Einarssonar við
Grænlandsrímur Sigurðar Breiðfjörð
hafa lengi átt fastapláss á efnisskrá
kórsins, þótt nú sé orðið nokkuð síðan
þær heyrðust á tónleikum. Kórinn
söng þær prýðilega, en þó hefði mátt
velja eilítið hraðara tempó og syngja
af meiri krafti til að halda uppi þjóð-
legri stemmningu verksins. Í þjóðlag-
inu Bára blá steig nýr einsöngvari
fram á sjónarsviðið, Karl Jóhann
Jónsson bariton, og söng hann af-
bragðs vel. Langbesta atriði tón-
leikanna var söngur kórsins á negra-
sálminum Were you there? í
útsetningu James Erb. Útsetningar á
þessu lagi skipta örugglega hundruð-
um, en gagnrýnandi minnist þess vart
að hafa heyrt aðra jafn góða á þessum
látlausa sálmi. Kórnum var skipt upp,
þannig að bassaraddirnar stóðu í
salnum umhverfis áheyrendur en ten-
orraddir á sviðinu. Útkoman var
hreint ótrúlega áhrifamikil. Veikur
söngur kórsins var jafn og fallegur –
og þótt greina mætti einstakar raddir
kórfélaga með þessu fyrirkomulagi
voru heildaráhrifin sterk og ákaflega
falleg. Þetta var sérstaklega vel gert
og áhrifamikið. Sylvia eftir Oley
Speaks er snoturt gamalt dægurlag
um ást skáldsins á Sylviu. Kórinn
söng þetta með ástúð og hlýju. Horn-
leikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands
léku hornakallið Stefnumót veiði-
mannanna eftir Rossini ofan af svöl-
um Ýmis. Þetta var stemmningsfullur
flutningur og smekklegur undanfari
Veiðimannakórsins úr Frískyttunni
eftir Weber, þar sem hornleikararnir
léku einnig með. Það var nýmæli í
flutningi þessa vinsæla óperukórs og
tókst afskaplega vel. Hjálmar Péturs-
son bariton söng einsöng með kórn-
um í aríu Falstaffs úr Kátu konunum
frá Windsor eftir Otto Nicolai. Hjálm-
ar hefur áður sungið einsöng með
kórnum og vex öryggi og þróttur í
hvert sinn. Falleg rödd Hjálmars
naut sín vel í þessum sívinsæla
drykkjusöng. Prestakórinn úr Töfra-
flautunni eftir Mozart, O Isis und
Osiris, welche wonne, er meðal feg-
urstu perla karlakórabókmenntanna.
Karlakór Reykjavíkur söng þetta
dæmalaust vel með fallega mótaðri
dýnamík og vel útfærðum blæbrigð-
um. Það sem síst var á fyrri hluta efn-
isskrárinnar var Dónárvalsinn; –
þessi vínarlangloka gerir sig ekkert
sérstaklega vel í kórútsetningu, þótt
ekkert hafi verið athugavert við fal-
legan söng kórsins. Það er eftirtekt-
arvert hve mikilli framför Karlakór
Reykjavíkur er í um þessar mundir.
Jólatónleikar kórsins voru sérdeilis
góðir, og nú koma vortónleikar, þar
sem kórinn virðist vera í sínu besta
formi. Stjórnandinn, Friðrik S. Krist-
insson, er orðinn mjög öruggur kór-
stjóri og kann vel á þetta hljóðfæri
sitt. Það var erfitt tímabil hjá kórnum
eftir að söngfélögum var fjölgað til
muna fyrir nokkrum árum; þá skap-
aðist ójafnvægi og nokkur spenna
milli radda, auk þess sem áberandi
var að nokkuð vantaði upp á heild-
arsvip í kórhljómnum með svo mörg-
um nýliðum. Nú hefur kórinn yfirstig-
ið þetta og hljómar hreint ekki verr
en bestu karlakórar hvar sem er.
Eldri félagar Karlakórs Reykjavík-
ur sungu seinni hluta tónleikanna.
Það er eftirtektarvert hvað eldri kór-
inn hefur á að skipa mörgum úrvals
söngvurum, þekktum einsöngvurum
og kvartettasöngvurum og mörgum
góðum kórmönnum með áratuga
reynslu af söng. Það má kannski
segja að þetta sé úrval hinna sterku –
þar sem hér eru þeir allra seigustu;
söngmenn sem ekki hafa látið aldur-
inn trufla sig við söngiðkun sína. Kór
eldri félaga Karlakórs Reykjavíkur er
líka skínandi góður kór og meira en
vel frambærilegur. Þar er sungið af
gleði og einlægni og hefur það óneit-
anlega góð áhrif á útkomuna. Ingólfs
minni eftir Sveinbjörn Sveinbjörns-
son og Úr útsæ rísa Íslands fjöll eftir
Pál Ísólfsson voru fyrstu lög þeirra;
vel sungin, með fallegum litbrigðum í
styrk og blæ. Í Hóladansi eftir Frið-
rik Bjarnason söng einn kórfélaga
einsöng, Guðmundur Þ. Gíslason ten-
or. Guðmundur hefur afbragðs rödd
og söng þetta ljómandi vel með mikl-
um þokka. Brimlending eftir Áskel
Jónsson var það lag sem eldri félag-
arnir sungu best. Það var fallega út-
fært í dýnamík og söngurinn blæ-
brigðaríkur og góður. Mansöngur
Lange-Müllers var hins vegar daufur
í flutningi kórsins, og Bellman-söng-
urinn Hjá lind sem áfram líður náði
heldur ekki flugi, enda erfitt að halda
dampi í svo löngu lagi. Söngur Mend-
elssohns Á vængjum söngsins var síð-
asta lag eldri félaganna. Kjartan Sig-
urjónsson, stjórnandi kórsins, hefur
unnið mikið verk við að samhæfa og
jafna raddir Kórs eldri félaga Karla-
kórs Reykjavíkur. Þetta er orðinn
nokkuð stór kór og vandaverk að
halda öllum þráðum saman svo vel
megi vera. Þegar best lætur er þetta
virkilega fínn kór, enda vanir menn í
hverju rúmi.
Kórarnir sungu saman tvö lög í lok-
in, Þér landnemar og Ísland, bæði eft-
ir fyrsta stjórnanda kórsins, Sigurð
Þórðarson. Þetta var rismikill og
glæsilegur söngur. Aukalagið var Nú
hnígur sól eftir Bortnianski, að vanda
frábærlega flutt af kórunum tveimur.
Ekki verður þessum skrifum lokið
öðru vísi en að geta píanóleikara kór-
anna, Önnu Guðnýjar Guðmundsdótt-
ur, sem lék frábærlega vel, og kann
öðrum fremur vel að móta leik sinn
með tilliti til söngsins.
Söngur
í 75 ár
TÓNLIST
Ý m i r
Karlakór Reykjavíkur undir stjórn
Friðriks S. Kristinssonar og Eldri
félagar Karlakórs Reykjavíkur
undir stjórn Kjartans Sigurjóns-
sonar sungu íslensk og erlend lög.
Einsöngvarar voru allir úr röðum
kórfélaga: einsöngvarar með
Karlakór Reykjavíkur voru Gústav
Hjörtur Gústavsson tenor, Hjálmar
Pétursson bariton og Karl Jóhann
Jónsson bariton og einsöngvari
eldri félaga Karlakórsins var
Guðmundur Gíslason tenor. Horna-
sveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands
lék í tveimur verkum en píanó-
leikari kóranna var Anna Guðný
Guðmundsdóttir. Laugardagur
17. mars kl. 16.
KÓRTÓNLEIKAR
„Þegar best lætur er þetta virkilega fínn kór, enda vanir menn í hverju rúmi,“ segir m.a. í dómnum.
Bergþóra Jónsdótt ir
Morgunblaðið/Ásdís
Edda Hannesdóttir afhendir Bryndísi Ósk Þorleifsdóttur og Hildi Krist-
ínu Stefánsdóttur viðurkenningar. T.h. er Elín Jóhannsdóttir ritstjóri.
1.000 sögur og ljóð
í smásagnakeppninni
SIGRÍÐUR Þorgeirsdóttir, dósent
í heimspeki við Háskóla Íslands,
verður með rabb á vegum Rann-
sóknastofu í
kvennafræðum á
morgun, fimmtu-
dag, kl. 12-13 í
stofu 101, Odda.
Í rabbinu mun
Sigríður kynna
viðfangsefni
femínískrar
heimspeki með
því að lýsa efni
nýútkominnar
bókar sinnar
„Kvenna megin. Greinar í femín-
ískri heimspeki“. Bókin er safn
greina sem höfundur hefur skrifað
á undanförnum árum um femíníska
heimspeki. Hér er kynnt til leiks
ung grein innan heimspekinnar sem
hefur að markmiði að túlka heiminn
á forsendum beggja kynja, og ekki
einungis karla eins og heimspek-
ingar hafa lengst af gert. Í greinum
sínum víkur höfundur að ýmsum
þeim viðfangsefnum þar sem sjón-
arhorn kvenna- og kynjafræða
varpa ljósi á kynbundna afstöðu
hefðbundinna viðhorfa.
Femínísk heimspeki sprettur upp
úr kvenfrelsishreyfingum 20. aldar
og leitast hún við að gera kynjamis-
rétti sýnilegt í því augnamiði að af-
létta því báðum kynjum til góðs.
Um leið leitast þessi heimspeki við
að þróa hugsjón um mannlegri
heim þar sem bæði kynin deila með
sér ábyrgð og hafa jöfn tækifæri til
frelsis.
Rabb um
femíníska
heimspeki
Sigríður
Þorgeirsdóttir