Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 32

Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 32
NáttúruverndarsamtökinLandvernd héldu ráð-stefnuna „Búseta ogmenning, saga og nátt- úra“ í samstarfi við Atvinnuþróun- arfélag Vestfjarða, Árneshrepp, Héraðsnefnd Strandasýslu og Hóla- skóla með stuðningi menntamála- ráðherra og Byggðastofnunar dag- ana 17. og 18. mars. Fram kom að eitt meginmarkmiða Landverndar með ráðstefnunni var að vekja at- hygli á Árneshreppi á Ströndum sem einstakri jaðarbyggð með fjöl- breyttum minjum um búsetu, at- vinnuhætti og sögu þjóðarinnar og var sú skoðun áréttuð í orðum fjöl- margra fyrirlesara. Fólk var al- mennt sammála um að hlúa bæri að jaðarbyggðum landsins og sértækra aðgerða væri þörf af hálfu ríkis- valdsins til þess að stuðla að upp- byggingu á þessum svæðum. Barnafólk vantar á Strandir Í viðtölum við heimamenn kom fram að margir óttast að of seint sé að grípa til aðgerða nú og að ólíklegt hljóti að teljast að takist að fá ungt fólk til þess að hefja búsetu í hreppn- um. Höfðu menn á orði að best væri að meta aðstæður af raunsæi þótt ekki sakaði að vera vongóður. „Það eru bara sjö börn í grunnskólanum hérna,“ sagði Jóhanna Kristjáns- dóttir í Árnesi 2, „og við eigum tvö þeirra. Næsta vetur fækkar svo enn því að þá þurfa tvö barnanna að fara annað í tíunda bekk. Barnafólk hlýt- ur að hugsa sinn gang þegar skólinn er orðinn svona lítill. Byggðinni verður ekki bjargað nema hingað flytji fólk með börn sem er tilbúið að setjast hér að.“ Tryggvi Felixson sagðist vita af þessum áhyggjum heimamanna. „Vandi landsbyggðar- innar er margvíslegur. Oft og tíðum er kynslóðabilinu þannig háttað að enginn er til að taka við búinu þegar bóndinn er kominn á aldur. Börnin eru þá löngu orðin fullorðin og búin að koma sér fyrir annars staðar.“ Hann sagði þó mikilvægt að gefa ekki upp vonina um að lausn fyndist á vanda jaðarbyggðanna og að ráð- stefna sem þessi væri mikilvægt skref í þeirri baráttu. Tryggvi hafði einnig á orði að það þætti alltaf gefa ráðstefnum sem þessari aukið vægi ef þingmaður tæki þátt. „Að þessu sinni vorum við svo heppin að fá ekki færri en fjóra þingmenn í lið með okkur. Einar K. Guðfinnsson var ráðstefnustjóri, en að auki sátu ráð- stefnuna Þórunn Sveinbjarnardótt- ir, Jón Bjarnason og Guðjón A. Kristjánsson. Hlýtur þessi góða mæting að lyfta ráðstefnunni hátt og hlýtur hún að teljast merkilegri fyrir vikið.“ Þá var það mál manna að að veðrið hefði verið með eindæmum gott ráðstefnudagana og einstakt að vetrarlagi, en Matthías Lýðsson, framkvæmdastjóri héraðsnefndar Strandasýslu, hafði skýringu á því: „Veðrið var í boði Galdrasýningar á Ströndum,“ sagði hann.Eftir að ráð- stefnugestir höfðu gætt sér á þjóð- legum hádegisverði, signum og sölt- uðum fiski, selspiki og kartöflum með hamsatólg, í samkomuhúsinu í Trékyllisvík kynnti ráðstefnustjór- inn, Einar K. Guðfinnsson alþingis- maður, til sögunnar Gunnstein Gíslason, oddvita Árneshrepps, sem flutti ávarp. Hann rakti í stuttu máli byggðaþróunina og sem dæmi sagði hann: „Ef haldin hefði verið ráð- stefna sem þessi á fjórða áratug tutt- ugustu aldar hefðu ef til vill ekki komið nema svona 50 manns — en það hefðu verið um 12 til 15 prósent íbúanna. Nú erum við komin hér milli 30 og 40 og það er allt fullorðna fólkið sem dvelur hér vetrarlangt, slík er breytingin,“ sagði hann og bætti við: „Hér eruð þið komin, góðir gestir, til þess að rýna í málefni byggðarlagsins. Við getum ekki gert okkur grein fyrir, á þessari stundu, til hvers það leiðir, en orð eru til alls fyrst.“ Þá tók til máls Stefán Gísla- son, frá Umhverfisráðgjöf Íslands. Í pistli sínum fór hann yfir hugtök og skilgreiningar í tengslum við menn- ingar- og búsetuminjar. Stefán staldraði sérstaklega við orðið „mannvistarlandslag“ sem hann sagði ná vel yfir þau mörgu orð sem notuð eru í fræðunum. Hann sagði nokkrar skilgreiningar vera til á orð- inu, misflóknar, „en sjálfur er ég hrifnastur af skilgreiningu Matth- íasar Lýðssonar sem segir að mann- vistarlandslag sé öll sýnileg eða ósýnileg ummerki sambúðar manns og lands“. Hann tíndi til marga hluti sem hægt er að skrá og vernda en áréttaði að það væri misauðvelt. „Sagnir sem tengjast ákveðnum stöðum eru hluti af ma landslaginu en aðeins sjáa áþreifanleg fyrirbæri geta fornleifa [...] Fornminjar e að varðveita, meðan hæpn varðveita mannvistarlands það felur ekki bara í sér sög kannski er skráð, heldur l inguna sem er kannsk skráð,“ sagði hann. Gildi búsetu og skipulag minjavern Matthías Lýðsson, fram stjóri héraðsnefndar Stra var næstur á mælendaskrá um gildi búsetu fyrir v menningar- og búsetumin landi. Hann áréttaði í má ekki væri nægilegt að þjóðlegan fróðleik, hann lifa í menningunni, en bætt í máli sínu: „Ný slóð þarf e lega að vera ómerkilegri e fyrir var, en við skulum stíg niður.“ Matthías sagði að sa tæki hart á því ef illa væri g ritaðar heimildir eða þeim sagði að þær hefðu takmar geymslu einhvers staðar þ gætu verið lifandi fróðleik manna til þess að tengja for nútímann. „Þekkingin á sam sem við lifum og störfum í e vatn í lind,“ sagði Matthías er ausið reglulega úr lindin vatnið, það gruggast og ma ir að sjá til botns.“ Í fram þessum orðum ræddi hann þess að uppfræða ungviðið hjá börnunum áhuga á sög Ráðstefna um menningu, sögu, náttúru og þró Sóknarfæri í ja Fólki í Árneshreppi á Ströndum he fækkað ört síðustu ár. Óli Kristján Ármannsson heyrði á ráðstefnu í Tré isvík að útlit er fyrir að byggð leggist núverandi mynd komi ekki til aðger 32 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EVA Sigurbjörnsdóttir, hótelstjóri Hótels Djúpuvík- ur, fjallaði á ráðstefnunni í Trékyllisvík um möguleika ferðaþjónustu í Árneshreppi og varaði sérstaklega við offjárfestingu í greininni. Eva lagði áherslu á að fjárfestingar yrðu að geta staðið undir sér og sagði sóknarfærin ekki endilega fólgin í sem íburðarmestri þjónustu. „Í öllu tali um bætta þjónustu við ferðamenn, sem felst í því að setja bað og salerni inn á hvert herbergi, mætti að mínu mati hugsa meira um hversu óvinveitt- ar náttúrunni slíkar framfarir eru. Ég hef líka lengi verið þeirrar skoðunar að erlendir ferðamenn sem, að eigin mati, eru komnir að ystu endi- mörkum hins byggilega heims geri alls ekki þær kröf- ur að hafa þar sömu þægindi og á margra stjörnu hót- elum í miðjum stórborgum,“ sagði Eva. Í máli hennar kom einnig fram að ferðaþjónustu- markaðurinn væri bæði lítill og erfiður en að henni sýndust sóknarfærin vera víða og tengjast menningar- tengdri ferðaþjónustu og því sem kallast afþreying fyrir fe laugar. ustuna v urinn væ gróðurs Eva g stúdent unnar s heimili í „Við v arra fun augum a um á by in okkar greindi væru á sveitinn um. Viljum benda FLOKKSÞING FRAMSÓKNAR OG FISKVEIÐIAUÐLINDIN ÁTÖK Í MAKEDÓNÍU Enn á ný er hætta á stríðsátök-um á Balkanskaga, að þessusinni í Makedóníu, þar sem albanskir skæruliðar og stjórnarher- menn hafa barist upp á síðkastið. Þetta er verulegt áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þess að Makedónía hefur til þessa staðið utan við þau átök er geisað hafa á Balkanskaga síðastlið- inn áratug. Á meðan barist var í Slóveníu, Króatíu og síðar Bosníu, Serbíu og Kosovo tókst íbúum Makedóníu að lýsa yfir sjálfstæði án átaka. Þegar Kosovo-deilan stóð sem hæst var stjórnin í Skopje öflugur bandamað- ur Vesturlanda og þar fengu jafnt vestrænar hersveitir sem tugþúsund- ir albanskra flóttamanna að hafast við, þrátt fyrir að það ylli greinilega verulegri pólitískri spennu í landinu. Nú bendir margt til að þjóðernis- deilur muni valda stríðsátökum í Makedóníu rétt eins og í nágranna- ríkjunum. Albanar, sem eru öflugur minnihluti í landinu, telja sig ekki njóta sömu réttinda og aðrir íbúar og lítill hluti þeirra hefur nú gripið til vopna til að koma kröfum sínum á framfæri. Þó að þessi skæruliðasam- tök séu á engan hátt samnefnari fyrir hinn albanska minnihluta er sú hætta til staðar að átökin verði til að kljúfa íbúa Makedóníu í andstæðar fylking- ar. Óneitanlega tengjast þessar deilur Kosovo. Þar hefur gengið hægt að finna pólitíska framtíðarlausn og mörgum Albönum hugnast það illa að verða um ókomna framtíð hluti af Serbíu. Þrátt fyrir að fulltrúar hóf- seminnar hafi unnið sigur í kosning- unum í Kosovo á síðasta ári hafa skæruliðahópar látið til sín taka í auknum mæli upp á síðkastið, jafnt í Kosovo sem í suðurhluta Serbíu. Þessir hópar eiga það sammerkt með skæruliðahópum Albana í Makedóníu að reyna að grafa undan þeim við- kvæma stöðugleika, sem þrátt fyrir allt hefur ríkt á Balkanskaga síðustu mánuði. Slobodan Milosevic, sem ýtti undir Júgóslavíustríðin í nafni baráttunnar fyrir „Stór-Serbíu“, hefur verið hrak- inn frá völdum en þess í stað er nú hætta á að öfgahópar Albana er vilja einhvers konar „Stór-Albaníu“ grafi undan friðinum og valdi nýrri styrj- öld. Hversu víða slík átök kynnu að breiðast út er erfitt að spá um. Sú hætta er hins vegar vissulega til stað- ar að suðurhluti Balkanskaga myndi að miklu leyti dragast inn í átök er snerust um stöðu Albana. Sem stendur eru þó átökin bundin við norðurhluta Makedóníu. Ef gripið verður í taumana nú þegar ætti með góðu móti að vera hægt að setja deil- urnar niður, áður en þær fara úr böndunum. Reynsla síðustu ára ætti að hafa kennt mönnum mikilvægi þess að láta neistana ekki kveikja í púðurtunnunni. Friðargæslusveitir NATO og KFOR verða að taka höndum saman með stjórnvöldum í Makedóníu til að koma í veg fyrir að átökin breiðist út. Það verður hins vegar einnig að ráðast að rót vandans. Ríkisstjórn Makedóníu verður að tryggja að Alb- anar njóti sömu réttinda, t.d. á sviði menntamála, og aðrir íbúar landsins. Þá verður ekki hjá því komist að finna framtíðarlausn á málefnum Kosovo. Þó að enn hafi engin töfra- lausn fundist í þeim efnum er ljóst, að fyrr en sátt ríkir um framtíð Kosovo verður ekki hægt að koma á endan- legum friði á Balkanskaga. Flokksþing Framsóknarflokksins,sem haldið var um síðustu helgi, hefur tekið af öll tvímæli um að flokk- urinn vill áfram vinna að því að ná víð- tækri sátt í fiskveiðistjórnunarmálun- um, á grundvelli skýrslu auðlinda- nefndar. Í ályktun flokksþingsins segir: „Flokksþingið tekur undir þau sjónar- mið auðlindanefndar að ákvæði verði sett í stjórnarskrá Íslands um að fiski- stofnarnir séu sameiginleg auðlind allrar þjóðarinnar og eign hennar. Þingið tekur jafnframt undir þá nið- urstöðu auðlindanefndar að greiða beri gjald fyrir afnot af auðlindinni.“ Þessi niðurstaða er mjög í anda þeirra sjónarmiða, sem Halldór Ás- grímsson formaður Framsóknar- flokksins hefur áður lýst vegna starfs auðlindanefndar. Halldór hefur lagt mikla áherzlu á að sátt næðist í málinu, á grundvelli tillagna nefndarinnar. Miklar umræður urðu á flokks- þinginu um hvora leiðina beri að fara af þeim tveimur, sem bent er á í skýrslu auðlindanefndar. Kristinn H. Gunnarsson þingflokksformaður er málsvari fyrningarleiðarinnar svoköll- uðu en veiðigjaldsleiðin átti sér sömu- leiðis ýmsa fylgismenn. Niðurstaða flokksþingsins varð að vísa því til op- ins starfshóps flokksmanna að gera úttekt á kostum og göllum hvorrar leiðar um sig. Starfshópurinn á að skila fullmótaðri álitsgerð til haust- fundar miðstjórnar flokksins. Upp úr stendur þó að ekki virtist neinn ágreiningur að ráði á flokks- þinginu um meginniðurstöðu auð- lindanefndar; að greiða beri gjald fyrir afnot af auðlindinni. Skýrsla auðlinda- nefndar var grundvöllur umræðnanna og flokksþingið vill jafnframt leggja hana til grundvallar lausn á þeim deil- um, sem staðið hafa um fiskveiði- stjórnunarkerfið. Þetta er það vega- nesti sem endurnýjuð forysta Framsóknarflokksins fer með frá flokksþinginu nú þegar endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins stendur yfir. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins, hafa gefið svipaðar yfirlýsingar, um að stefna ríkisstjórnarinnar í sjávarút- vegsmálunum muni byggjast á þeim grunni, sem lagður var í auðlinda- nefndinni. Allt gefur þetta tilefni til bjartsýni um hina endanlegu niður- stöðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.